Þjóðviljinn - 24.09.1972, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 24.09.1972, Qupperneq 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINNSunnudagur 24. september 1972 Hvar hefur deildarstj órinn verið? Keflvíkingur sendir bl aði n u ef ti rf arand i spurningar í tilefni af skrifi blaða umfjárdráttarmáliðí Tollgæzlunni á Keflavíkur- flugvelli: „Furðulegar fréttir og yfir- lýsingar hafa verih birtar i blöö- um undanfarið, um fjárdrátt i Tollgæzlunni á Keflavikurflug- velli. Fr tollstjórinn á Keflavikur- flugvelli aö bjarga sinum heilögu kúm, með þvi aö slátra einum vetrungi? Hvar hefur deildarstjóri sá, sem þarna haföi yíir einum manni aö ráöa verið? — Má vera aö hann hafi verið svo upptekinn viö bragga- og skrankaup hjá varnarliöinu, að hann hafi ekki getað litið eftir geröum þessa gjaldkera? Hefur fyrrnefndur gjaldkeri unniö allt áriö án leyfa, og þá einn séö um stiirf skrifstofunnar? Fleiri spurningum væri hægt aö varpa fram, fengist svar viö þeim öllum. Keflvikingur” F ramkvæmdir í Laugardal að hefjast i fundargerð 286». lundar Iforgarráös má sjá eftirfarandi samþykkt: „Horgarráö fellst á lillögu stjórnar Innkaupastolnunar frá 1». þ.m. um aö taka tilboði Illað- ba'jar h/f og Vélta'kni h/f i byggingu 5 iþróttavalla i Laugar-, dal.” I lilefni þessa sncri blaöiö sér til Stefáns Krisljánssonar, iþrótta- fulltrúa Iteykjavikurborgar: „Kinn þeirra valla sem þarna á aö reisa er knattspyrnuvöllur Að í hitta naglann Næst þegar þú kaupir verkfæri, vertu viss um að það sé STANLEY sem staösettur er milli iþrótta- hallarinnar og gamla Laugar- dalsvallarins. Þaö veröur gras- flöt. svo stór aö ef mikið er um að vera gela a.m.k. yngri flokkarnir leikiö þarna yfir þveran völlinn þannig aö tveir leikir ga'tu fariö iram á sama tima. Kr þetta t.d. hugsað fyrir iþróttahátiöir og annað þess háttar. Aö sjálísögðu veröa þarna hreylanleg mörk og áhorfenda- sta'öi fyrir u.þ.b. 5.000 manns. í öðru lagi verður stór flötur malbikaöur eöa steyptur og þar útbúnir handknattleiksvellir, tennisvellir og fleira. l>á veröur gert kastsvæöi þar sem æfinga- og keppnisaðstaða veröur l'yrir hendi. Munu kringlu- kastarar. kúluvarparar og sleggjukastarar fá þar góöa að- slööu sem ekki hefur veriö fyrir hendi áöur. I nokkur ár hefur veriö mjög ófullkominn völlur til alls kyns iþróttaiökana milli sundlaugar- innar og Laugardalsvallarins. Hann verður nú lagla'röur. Aætlaö er aö framkvæmdum veröi fulllokiö á árinu 1974. Finnig hefur fyrsti áfangi nýs malarvallar veriö boöinn út og munu sömu aðilar og sjá um hinar framkva'mdirnar vinna þar. I>aö er stór knattspyrnu- völlur sem staösettur verður viö hliö Laugardalsvallarins og munu þar veröa áhorfendastæði og eins stúka. Va'ntanlega kemur sá völlur i staö gamla góöa Mela- vallarins sem sennilega veröur að vikja bráðlega fyrir Háskóla Islands. Allt iþróltasvæöiö veröur aö sjállsögöu girt af og mynduö þannig heild sem mun i fram- tiðinni vonandi anna þörf svona iþróttasva'ðis aö miklu leyti.*J i>aö skal tekiö fram aö hér er ekki um neinar „Miinchen-fram- kvæmdir" aö ræöa, og hljóðar tilboö verktakanna upp á rúm- lega 29 miljónir króna. SAMVINNU BANKINN HÁRGIIEIÐSLAN Hárgrciðslu- og snyrtistofa Steinu og Dódó Laugav. 18 III. hæð (lyfta) Simi 24-6-16 Perma Híirgreiðslu- og snyrtistofa Garðsenda 21 Simi 33-9-68. Rúnaletur á litlum háls- bandsperlum Alma Ata, APN. Hálsfesti konu nokkurrar, sem jarðsett var i Suður-Kazakhstan fyrir um þaö bil 1500 árum, hefur orðið fornleifafræðingum mikið undrunarefni. Á einni steinperlunni, sem er innan við 1 sm. i þvermál, fannst örsmá áletrun með rúnaletri. A. Makhmutov, starfsmanni vis- indaakademiunnar i Kazakhstan hefur tekizt að þýða hana. l>aö kom i ljós, að hér var um gamian sið aö ræöa að biðja sér konu gegnum erindreka, en sá siður rikti i margar aldir meöal hiröingja steppunnar. Hvernig áletrunin, sem aðeins er hægt að lesa gegnum stækkunargler er tilkomin er ekki hægt aö slá föstu. Menn halda, aö hún hafi verið gerö meö einhverju demantstóli. Jaröfræðingar hafa fengið fund- inn i sinar hendur. t>eir eiga að ákveða. hvaða steintegund er i perlunum og út frá þvi ákveöa hvar háldsfestin var gerö. APN. Astkæra, ylhýra máhð . . . I bókinni LISTVöR eftir Gunnar Finnbogason eru dregin fram i dagsljósið orö nokkurra stjórnmála-, blaða- og visinda- manna úr ritum frá 5. tugi þessarar aldar. Nokkur gull- korn: — Viö notum ekki mælistiku til þess að mæla hæfni þeirra, sem við veljum til baráttunnar með okkur. Við notum hitamæli, sem við stingum i hjarta okkar... — 1 þessari grein er rakin | saga... leynivopna, og kemst j höfundur að þeirri niöurstöðu, að slik vopn ráði aldrei úrslitum styrjalda nema ef til vill rétt | fyrst i stað... — Yfirleitt virðist reynslan j þó sýna, að gott uppeldi er betra en illt eöa ekkert... — Við höfum hoppað upp il loftiö. En hver og einn getur| sannprófað það, að ef hannj stekkur t.d. einn metra upp loftið, þá fer hann nákvæmlegaj jafnlanga leið niður aftur... JSKStíT Mikil lán til Brasilíu og Júgóslaviu 17 vanþróuð lönd urðu aðnjót- andi lána frá Alþjóöabankanum á sl. reikningsári. Lánveiting- arnar voru mjög mismunandi eins og taflan hér fyrir neðan ber með sér — miðað við milljónir dollara: •rtvod Argentina Brasilia Ekvador Grikkland Indónesia iran Júgóslavia Kenýa Mexikó Filipseyjar Senegal Spánn Súdan Tyrkland Uganda Venezúela Zambia 10.0 27,6 2.0 0 ,051 6.0 14,2 23.0’ 2.4 0.03| 15.1 0.051 9,6 1.5 0,9 1.1 1.0 1.1 115.6 Meira en þrir fjórðu lánsfjárins rann til fimm af þessum löndum. Lánveitíngu annast International Finance Corporation, IFC, og gengið var til atkvæða um lánveitingarnar. [ Rikustu þjóðirnar hafa flest at- kvæðin á bak við sig — af 96 I aðildarþjóðum hafa fimm þjóðir [ um helming atkvæða. Banda- rikin ein hafa 27.01 prósent | atkvæða. vsst&x -nbom Skipulags hugmynd Blaöiö tslendingur — isafold birti nýlega mynd af skipulags- liugmynd Gests Ólafssonar arkitekts, cn hann vinnur ásamt flcirum að aðalskipulagi Akur- eyrarbæjar. Þetta svæði liggur frá flug- velli inn i bæinn. Á svæðinu cr gert ráð fyrir skrúögarði, úti- vistarsvæði með leiktækjum (Tivoli), leiksvæðum, t.d. fyrir þá sem iðka tennis og skauta- iþrótt. I>á er gcrt ráð fyrir að- stöðu fyrir Byggða- og minja- safn Norðurlands, og eru m.a. hugmyndir uppi um að hafa þar minjar útgcrðar frá liðnum tim- um. A svæðinu merkt E er gert ráð fyrir aðstööu fyrir hesta- menn. Þéttstrikaði fjöturinn verður tjörn. þar scm verður m.a. hægt að stunda siglingar og róður. i sama blaði er skýrt frá þvi að Asmundur Einarsson, sem um alllangt skeiö starfaði hjá dagblaðinu Visi, hafi vcrið ráðinn ritstjóri blaðsins ásamt Lárusi Jónssyni alþingismanni.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.