Þjóðviljinn - 24.09.1972, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 24.09.1972, Qupperneq 3
Sunnudagur 24. september 1972þjóÐVILJINN — SIÐA 3. Lúðvík Jósepsson: Landhelgismálið og minnkandi fiskafli 1 umræöum um landhelgis- málið höfum viö íslendingar nefnt tvær meginástæður fyrir stækkun fiskveiðilandhelginnar. Önnur er sú. að nauðsynlegt sé að koma i veg fyrir ofveiði á fiski- miðunum. m.a. með þvi að draga verulega úr þeim mikla sóknar- þunga. sem nú er i þýðingar- mestu fiskistofna okkar. 11in mcginástæðan er.aö okkur íslendingum sé nauðsynlegt að auka hlutdeild okkar i þeim afla, sem veiða má með skynsam- legum hætti á fiskimiðunum við landið. Það er rétt að ihuga nokkru nánar þessar grundvallar rök- semdir okkar um leið og hug- leiddir eru möguleikar á samn- ingum við erlenda aðila um áframhaldandi veiðar innan nýju landhelgismarkanna. ★ Vikjum fyrst að ofveiðinni. Islenzkir fiskifræðingar hafa i nokkur ár varað við of miklum sóknarþunga, einkum i islenzka þorskstofninn og ýsustofninn. Þeir hafa bent á, að nú er svo komið, að árleg dánartala kyn- þroska þorsks hér við land er orðin um 70% sem er hærra hlut- fall cn talið er að nokkur fiskstofn þoli til lengdar. Nú liggureinnigfyrirskýrsla 14 heimsþekktra fiskifræðinga frá 8 löndum um ástand þorskstofn- anna i Norður-Atlanzhafi. Niðurstöður þeirrar skýrslu eru þær, að allir helztu þorskstofnar I Norður-Atlanzhafi séu nú full- nýttir, eða ofveiddir. 1 skýrslunni segir m.a.: „Vegna þróunar úthafsflotans og sóknaraukningar er nú svo kom- ið, að allir þorskstofnarnir eru taldir fullnýttir. Það er hvergi að finna neinn þorskstofn, sem er það litið veiddur, að hann gæti haldiðuppi þorskaflanum, eins og nú er ástatt, þar sem ýmsa stofna skortir ungviði (góða árganga) til viðhalds stofninum, annað hvort af völdum nátturunnar eða of- veiði.” 1 þessari skýrslu er á það bent að raunverulega þyrfti að minnka sóknina um helming i nokkur ár til þess að stofnarnir gætu náð sér upp að nýju. Þegar þessar alvarlegu upplýs- ingar fiskifræðinganna eru born- ar saman við reynslu okkar islendinga er vissulega eðlilegt að gripið sé til ráðstafana gegn ofveiði-hættunni. En hver er svo hin áþreifanlega reynsla okkar sjálfra um ástand fiskistofnanna við landið? Hér skulu nefndar nokkrar tölur, sem glöggt sýna hvað er að gerast. Þorskafli islenzkra skipa á sambærilegum tima s.l. 3 ár, 1/1 - 31/8 (þ.e. 8 mán. hvert ár). Árið 1970 277.791 tonn. Arið 1971 227.712 tonn. Árið 1972 196.636 tonn. borskur, eldri en 10 ára 1928 1938 1948 1958 1968 1971 A 24 árum hcfur hlutfall þorsks eldri en 10 ára í heildarþorskafla Islendinga minnkað úr 60% niöur i ekki neitt. Þorskaflinn hefur þannig minnkað árið 1971 (8 fyrstu mán. ársins) um 18% miðað við árið á undan og árið 1972 um 14% miðað við árið á undan. Þorskaflinn á þessum 8 mán- uðum 1972 er 29% minni en hann var á sama tima árið 1970. Á þessu sumri hefur þorskafl- inn þó minnkað meir en nokkru sinni áður. Sé þorskaflinn i mánuðunum mai til ágúst (4 mán.) i ár borinn saman við þorskaflann á sama tima á s.l. ári, litur sá saman- burður þannig út: Þorskafli 1/5 - 31/8. Arið 1971 81.741 tonn. Arið 1972 48.749 tonn. Minnkun aflans er um 40%. Hér er um geigvænlega þróun að ræða. Að visu er rétt að draga ekki of fastmótaðar ályktanir af þessum tölum, þvi sveiflur geta átt sér stað i veiðinni. En þó má öllum vera ljóst, að hér er um si- minnkandi afla aö ræða, þrátt fyrir jafnmikla eða meiri sókn en áður var. Þá liggja einnig fyrir tölur sem sýna, að fiskstærðin fer jafnt og þctt smækkandi.og það er enn ein ábendingin um það að gengið er á stofninn, að ofveiðihættan er yfir- vofandi. ★ Vitað er, að erlend skip hafa mjög aukið sókn sina á miðin hér við land hin siðari ár. Vaxandi sókn þeirra hingað stafar m.a. af þvi, að afli hefur farið ört minnk- andi á vestanverðu Norður-At- lanzhafi. Þannig er nú talið, að þorskstofninn við Grænland sé i algjöru lágmarki,og veiðin hefur stórminnkað við Nýfundnaland og Kanada. Nú stunda að staðaldri um 100 erlendir togarar og verksmiðju- skip veiðar hér við land. Þessi skipafjöldi á miðunum mun jafn- gilda þvi að um 200 skip taki þátt i veiðunum, þvi mörg skipin eru i siglingu að og frá miðunum, eða tefjast i erlendum höfnum. Nokkrum sinnum hafa verið talin á miðunum 150-162 skip i einu. Ljóst er, að fiskimiðin við landið þola ekki þessa gifurlegu sókn. Nú eigum við Islendingar 17 togara i rekstri. Flestir eru þeir gamlir og fremur afkasta-litlir. Til eru þeir sem telja, að togara- kaup okkar eigi litinn rétt á sér við þessar aðstæður. Það má til sanns vegar færa að litið vit væri i þeim,ef þetta ástand ætti að halda áfram óbreytt. En i sambandi við okkar togarakaup, verður að hafa það i huga, að skip þau sem við höfum nú samið um kaup á koma ekki að fullu i gagnið fyrr en eftir 3 ár. Þau munu á þeim tima smá- bætast i okkar veiðiflota. Þá er þess einnig að gæta, að gömlu togararnir munu flestir ganga úr sér á þessum tima. Hér er þvi að nokkru leyti um endur- Kr. 645,00 Kr. 635,00 Þá er um að gera að hafa góða vekjaraklukku. Við höfum nú ágætis úrval af fallegum klukkum á hagstæðu verði. Komið og veljið vekjaraklukku sem hringir mátulega hátt og auðvelt er að stoppa. Kr. 756,00 Mikið úrval Vedette eldhúsklukkur, Wherle stofuklukkur, Pierpont úr, og ýmsar tegundir skartgripa. Sendum gegn póstkröfu hvert á land sem er. Ér&Hubluir Laugavegi 3 - Sfmi 13540 Óskar Kjartansson gullsmiður Valdimar Ingimarsson úrsmiður Kr. 605,00 nýjun að ræða. Það er að sjálf- sögðu grundvallarskilyrði fyrir þessum skipakaupum okkar, að 50milna landhelgi verði okkar og hinirerlendu togarar verði reknir öt fyrir mörkin. ★ Hlutur okkar Islendinga i heildarþorskveiðinni á Islands- miðum er rúmlega helmingur afl- ans. Þessu hlutfalli verðum við að breyta sem allra fyrst, Auðvitaö nær engri átt, að landsmenn sem allt sitt eiga undir fiskveiðum og fiskiðnaði, þurfi að sætta sig við aðeins helming af aflanum, þó að augljóst sé, að þeir geti auðveld- lega fullnýtt stofninn sjálfir. Ohjákvæmilegt er. að allir geri sér Ijóst, að verði ekki um mjög verulega minnkandi sókn útlend- inga að ræða, þá vcrður að draga úr sókn landsmanna sjálfra i staðinn, mcð tilhcyrandi óum- flýjanlcgum efnahagslegum afleiðingum. Sú stefna, sem mörkuð hefur verið, að fallast þvi aðeins á bráðabirgða veiðiheimildir út- lendinga, að tryggt sé að sókn beirra minnki verulega, er rétt og óhjákvæmileg eins og komið cr. Við höfum séð og tunóiö hvern- ig fór með norsk-islenzka sildar- stofninn. Sá stóri og kröftugi stofn var veiddur upp. Þar með töp- Er erfitt að koma sér á fætur? Lúðvik Jósepsson sjávarútvegsráöherra. uðum við um helmingnum af okkar fiskafla miðað við veiðina 1966 og 1967. Hvernig færi fyrir okkur lslendingum ef eins færi með þorskstofninn við landið? Til sliks getum við ekki hugsað. Barátta okkar i landhelgis- málinu cr þvi óumflýjanleg. Þá baráttu verðum við að heyja, þó að hún kunni aö reynast erfið. Og látum það allra sizt henda okkur að Ijá máls á undansláttar- eða cftirgjafasamningum. þó að okkur sé hótað og þó reynt sé með olbeldisaðgerðum að brjóta okk- ar reglur. Við vitum, að til lengdar verða fiskveiðar á miðunum við landið aldrei stundaðar af útlendingum i fjandskap við þjóðina og gegn okkar lögum. Tilraunir Breta nú til ólöglegra veiða innan 50 milna markanna eru þvi dæmdar til að mistakast. Lúðvik Jóscpsson. Auglýsingasíminn er 17 500 Þjóðviljinr

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.