Þjóðviljinn - 24.09.1972, Side 5

Þjóðviljinn - 24.09.1972, Side 5
Sunnudagur 24. september 1972 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 Nýtt starfsár Sinfóníuhljónisyeitariimar Eins og skýrt hefur verið frá hér í Þjoðviljanum er nú að hefjast nýtt starfsár hjá Sinfóniuhl jómsveit IslandS/ og einmitt í gær hélt sveitin sína fyrstu tónleika á hinu nýbyrjaða starfsári. Fóru þeir fram í Vestmannaeyjum, en það voru fyrstu tónleikarnir af fjórum í tónleikaför sveitarinnar austur um land. En fyrstu áskriftar- tónleikarnir hér í Reykja- vík verða 5. október. i tilefni af nýbyrjuðu starfsári sveitarinnar átti Þjóðviljinn viðtal við framkvæmdastjóra hennar, Gunnar Guðmundsson, þar sem við lögðum fyrir hann nokkrar foreldra sinna. En þá skólatón- leika. sem fremur miðast við milli-skólana. höfum við með þvi sniði að við endurtökum hluta aðaltónleikanna, t.d. daginn eftir, eða eftir þvi hvaða timi hentar skólunum. — Þá eru það sólóistarnir? — Á fyrstu tónleikunum er ein- leikari Eva Knardahl, sem talin er einn af fremstu pianóleikurum Norðmanna. A öðrum tónleikun- um er það svo Gervase de Peyer, heimsfrægur brezkur klarinett- leikari, sjálfsagt sá bezti i heimi. Þá kemur Hafliði Hallgrimsson á þriðju tónleikunum og spilar þar Cellókonsert eftir Sjostakovitsj. Mikhail Vaiman, sovézkur fiðlu- leikari, kemur fram á fjprðu tón- leikunum. Hann er mjög góður og er okkur ekki með öllu ókunnur, þvi hann kom hingað fyrir nokkr- um árum. Rögnvaldur Sigurjónsson og Halldór Haralds- son spila á fimmtu tónleikunum konsert fyrir tvö pianó eftir Gunnar Guðmundsson i vétur frumflytjum við t.d. ný verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson, Atla Heimi og Leif Þórarinsson. — Eru einhver þessara verka sérstaklega nútimaleg? — Vissulega má telja að verk okkar eigin tónskálda séu mjög nútimaleg, ef hægt er að draga þarna einhver mörk. Þá má einnig nefna Canzona eftir Nord- heim, sem hér verður á fyrstu tónleikunum. — Ef við aðeins vikjum að sveitinni sjálfri. Er ekki ailtaf skortur á hljómlistarmönnum? — Það er óhætt að segja, að okkur vantar alltaf strengi. Aftur á móti erum við nokkuð vel settir með blásara. t mannaráðningum er okkur vissulega skorinn ákveðinn stakkur. Við höfum 56 fastráðna menn, en á öllum stærri hljómleikum ráðum við menn til að styrkja sveitina, þetta 10 til 15 eftir eðli verkanna. — Það cru margir útlendingar i svcitinni, ckki satt? — Jú, þeir verða 12 talsins. Þessir hljóðfæraleikarar eru m.a. frá Tékkóslóvakiu, Bandarikjun- um og Bretlandi. — llefur komið til tals að stækka svcitina. Gunnar? — Þvi er ekki að leyna, að viö höfum mikinn áhuga á að stækka hljómsveitina, en það er ekki á okkar valdi, heldur stjórnvalda. Við gerum okkur vissulega vonir um að sveitin verði stækkuð, en Tónleikaferðimar út um land eru mér ánægjuefni spurningar um starfsemina sem nú er framundan: — Það langar ugglaust marga til að vita hvaða stjórncndur munu koma við sögu á áskriftar- tónleikunum? — Já, við ráðum ekki neinn fastan aðalhljómsveitarstjóra á þessu starfsári, en hljómsveitar- stjórarnir verða 13 talsins, og er þá fyrst að nefna norska hljóm- sveitarstjórann Karsten Ander- sen, sem stjórnaði hér á Lista- hátiðinni. Hann stjórnar fyrstu tónleikunum 5. október. Tveim næstu tónleikum stjórnar svo Sverre Bruland, en hann stjórnaði hér hjá okkur fyrir nokkrum árum. Róbert A. Ottósson stjórnar tvennum tón- leikum. Franskur stjórnandi, J.P. Jacquillat, er hér næstur á blaði; Páll P. Pálsson, sem ráðinn er aðstoðar-hljómsveitar- stjóri; tékkneskur hljómsveitar- stjóri, Eduard Fischer, sem stjórnar hér tvennum tónleikum. A siðara missiri kemur hingað ungverskur hljómsveitarstjóri, Miklos Eedéli, sem stjórnar tón- leikum 8. febrúar. Þá má nefna franskan stjórnanda, Antonio de Almeida, og svo Vladimir Askenasy, sem nú hefur fengið mikinn áhuga á hljómsveitar- stjórn. Nú, þá er hér nafnið Uri Segal, israelskur og mjög þekktur hljómsveitarstjóri, þá Alexander Rumpf, þýzkur stjórnandi,og á lokatónleikunum kemur svo Otto Kamu, ungur maður finnskur, sem vann Karajan-verðlaunin i hitteðfyrra. — Ef við aðeins vikjum að aukatónleikunum? — Já, föstu tónleikarnir eru 16 á starfsárinu, en auk þeirra eru svo 4 aukatónleikar. Einum þeirra stjórnar V. Askenasy, 4. janúar, og hann leikur sjálfur á pianóið. Þá stjórnar Ragnar Björnsson einum þessara aukatónleika, og svo Páll P. Pálsson a.m.k. einum. Skólatónleikana, sem við nú köllum fjölskyldutónleika, undir- búum við dálitið i skólunum sjálf- um. og börnin koma svo i fylgd hvenær það verður, þvi get ég ekki svarað. — Hvað viltu segja um lláskólabió til hljómlcikahalds eftir þá rcynslu, sem fcngizt hcfur? Það er vart i önnur hús að venda en Háskólabió. Húsið var öðrum þræði smiðað i þvi augna- miði að leigja það út til starfsemi sem þessarar. Þetta átti að verða mikið musteri lista, og sá var ein- mitt draumur Alexanders rektors, á sinum tima. Hljóm- burðurinn reyndist ekki nógu góður fyrst i stað, en þvi er ekki að neita að mikið hefur verið gert til þess að bæta hann, og lagt hefur verið i mikinn kostnað i þeim efnum. — Verðið þið varir viö kvartan- ir um hljómburð þrátt fyrir þcssar endurbætur? — Já, það eru alltaf kvartanir um hljómburð. Hljómburður er kannski afstætt atriði. Það má e.t.v. orða það svo, að i húsinu séu „dauðir punktar” á vissum stöð- um, en þetta batnaði afar mikið við flekana, sem við fengum fyrir aftan sviðið. — Er þér kunnugt um það að erlendar borgir sanibærilegrar stærðar haldi úti sinfóniuhljóm- sveit. — Ég held að miðað við borg á stærð við Reykjavik, þá sé svo yfirleitt ekki. Við höfum hins- vegar þá sérstöðu, að þetta er höfuðborg og þessvegna höfum við þetta stóra hljómsveit. Hitt held ég sé rétt, og þar styðst ég við frásagnir manna sem ég hef kynnzt og viða hafa farið^að það heyri til undantekninga að i borg á stærð við þessa sé nokkur hljómsveit. 1 þeim efnum höfum við þvi sérstöðu. Það undrast þaö vissulega margir að við skulum reka hér sjónvarp, útvarp og sin- fóniuhl jómsveit og aðrar menningarstofnanir. — Nú cruð þið aö leggja af stað i hljómlcikaför eins og raunar oft áður. Er þetta ekki mikið fyrirtæki? — Ég vil segja um það, að við Frh. á bls. 15 Poulenc. Siv Wennberg, sænsk sópransöngkona, sem vann til verðlauna i norrænni söngva keppni. Einar G. Sveinbjörnsson, sem fram kemur á siðustu tón- leikum fyrra missiris, er konsert- meistari i Malmö. — Á tónleikun- um 8. febrúar er það flautu- leikarinn Robert Aitken, mjög þekktur. Pina Carmirelli, italskur fiðluleikari spilar svo þarna fiðlukonsert eftir Alban Berg, en sá konsert er nú fluttur i fyrsta sinn hérlendis. — Þá koma þarna þrir pianóleikarar. i röð^ Garrick Ohlson, af pólskum ætt- um; Misha Dichter, sem er bandarikjamaður, og leikur á tónleikunum með Askenasy, og svo André Tjaikovsky einnig af pólskum ættum; allir þekktir pianóleikarar. — Er hægt að scgja, að einhvcr þessara verka sem hér eru á cfnisskránni séu öðrum viða- meiri? — Það er kannski dálitið erfitt að fullyrða mikið um það. Sellókonsert Sjostakovitsj er auð- vitað viðamikið verk, einnig Sinfónia nr. 1 eftir Mahler, sem nú verður flutt i fyrsta skipti hér- lendis. Nú, þá má nefna Konsert fyrir hljómsveit eftir Béla Bartók og Sköpunin eftir Haydn. Þetta siðastnefnda verk var flutt hér haustið 1939 i bilaskála Steindórs hér i vesturbænum. Þetta þótti vissulega merkilegur tónlistar- viðburður. Það var Tónlistar- félagið sem gekkst fyrir flutning- um og stjórnandinn var Páll Isólfsson. Sinfónia nr. 2 eftir Rachmaninoff hefur ekki verið flutt hér fyrr. Við leggjum auðvitað áherzlu á að flytja einnig innlenda músik og Sinfóniuhljómsveitin á æfingu i Háskólabiói s.l. fimmtudag. Stjórnandinn er Páll P. Pálsson.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.