Þjóðviljinn - 24.09.1972, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 24.09.1972, Qupperneq 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINNSunnudagur 24. september 1972 MOÐVIUINN mAlgagn sósíalisma, VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS Útgefandi: Útgáfufélag Þ|óðvil|ana. Framkvaamdastjóri: Eiður Bergmann. Ritstjórar: Sigurður Guðmundsson, Svavar Gestsson (áb.). Auglýsingastjóri: Heimir Ingimarsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Skólav.sL 19. Siml 17500 (5 línur). Askriftarverð kr. 225.00 á mánuði. Lausasöluverð kr. 15.00. Prentun: Blaðaprent h.f. FRÁÞVÍ MÁ EKKI HVI K A Lúðvik Jósepsson, sjávarútvegsráð- herra, skrifar grein i Þjóðviljann i dag þar sem hann fjallar meðal annars um aðstöðu íslendinga til þess að semja við fiskveiðiþjóðir um landhelgismálið. Ráð- herrann segir i greininni: „Þær viðræður við fulltrúa annarra þjóða, sem við höfum að undanförnu átt um áframhaldandi fiskveiðar innan nýju landhelgismarkanna, verður að skoða i ljósi þeirra staðreynda sem hér hafa verið nefndar” um ofveiði fiskistofnanna. „Við höfum fallizt á að gefa þessum erlendu aðilum, sem hér hafa stundað fiskveiðar, nokkurn umþóttunartima til að hverfa út fyrir mörkin. En hver er staða okkar til að bjóða útlendingum áframhaldandi veiðar á okkar miðum? Hvað getum við boðið án þess að illa fari fyrir okkur sjálfum og öllum þeim sem fiskimiðin ætla að nýta? Óneitanlega bendir margt til þess að svo sé komið með fiskistofnana við landið, að óhjákvæmilegt sé að draga stórlega úr sókninni i þá. Það er af þeim ástæðum. sem við höfum i tillögum okkar til Breta um nokkurn umþóttunartíma fyrir þá, miðað við það, að þeir yrðu að draga veru- lega úr veiði sinni innan 50 milna mark- anna frá þvi sem verið hefur. Til þess að tryggja þessa minnkun i framkvæmd höfum við krafizt þess, að þeir fækkuðu skipum sinum, sem hér stunda veiðar og að stærstu skip þeirra fengju ekki leyfi tii veiðanna hér. Þá höfum við einnig krafizt þess, að skip þeirra veiddu á tak- mörkuðum veiðisvæðum, þannig að veru- legur hluti fiskimiðanna yrði friðaður hverju sinni fyrir veiðum þeirra. Þegar ástand fiskistofnanna við landið er haft i huga og siminnkandi afli okkar sjálfra, þá er augljóst að frá þvi má ekki hvika að i hugsanlegu samkomulagi við útlendinga um bráðabirgðaheimildir verður að tryggja að veiðimöguleikar þeirra minnki verulega nú þegar” IiIDH) ITKIR SMÁ4URV Um einhug islenzku þjóðarinnar i land- helgismálinu efast enginn. 1 sérhverju byggðarlagi á íslandi eru hörðustu stjórn- málaandstæðingar reiðubúnir að taka höndum saman i þessu lifshagsmunamáli og berjast til þrautar. En það er þvi miður sjaldan, sem hafa má um svo deilugjarnt fók sem íslend- inga ummæli af svipuðu tagi og andstæð- ingar okkar i landhelgismálinu, Bretar, notuðu löngum til að kynna samhug sinnar þjóðar, þegar mikið lá við, það er: „Þegar býður þjóðarsómi þá á Bretland eina sál.” En nú eru það sem sagt íslendingar, sem eru einhuga og hafa þjóðarsómann að verja, en sálir Bretanna á tvistringi, jafn- vel svo, að við eigum bandamenn i lávarðadeildinni, enda er framkoma brezku rikisstjórnarinnar ósómi.Hér hefur þvi fyrir forgöngu islenzku rikis- stjórnarinnar verðið efnt til almennrar fjársöfnunar til styrktar landhelgisgæzl- unni og framlögin streyma inn frá félaga- samtökum,sveitarstjórnum og einstakl- ingum úr öllum stjórnmálaflokkum. En þá kemur fram hjáróma rödd frá stjórnmálaritstjórum Morgunblaðsins og þeir fullyrða, þvert ofan i allar stað- reyndir: „landhelgissöfnunin nýtur ekki lýðhylli i landinu”. Og til að sanna mál sitt bregða þeir á sitt gamla ráð og búa sér til ónefndan verka- mann (stundum er það kona i Vesturbæn- um), sem sagður er hafa komið á rit- stjórnarskrifstofur Morgunblaðsins og beðið þetta auðuga blað fyrir 10,- krónur i landhelgissöfnunina henni til háðungar. Ekki er að efa að þeir blaðamenn Morgun- blaðsins, sem jafnframt eru fréttaritarar fyrir brezk ihaldsblöð,hafa verið fljótir að senda fréttina utan. Eða var þessi vesalings verkamaður kannski ekki heimatilbúinn, heldur full- gildur félagi i „óðni”, félagi sjálfstæðis- verkamanna? Og hvar annars staðar en hjá Morgunblaðinu gat hann þá vænzt þess, að fá hlýlegar móttökur, þegar hann kom með smáaurana sina? STÉTTIN OG STARFIÐ Þáttur um málefni verkalýðsfélaga og vinnustaöa Umsjón: Arnmundur Backman og Gunnar Guttormsson Þegar skrifstofufólkið kvartar minnkar hávaðinn á verkstæðinu Lítið dœmi frá Sviþjóð leiðir hugann að ástandi á vinnustöðum hérlendis i ölluin iðnaðar- lönduin heims er hávaðinn eitt þeirra vandamála, sem erfið- ast er að fást við á vinnustað. Svör atvinnu- rekenda við kröfum verkafólks um aðgerðir til að draga úr hávaðan- um eru ærið misjöfn. Margir fallast strax á að geröar séu hávaða- mælingar og svo er deilt um hvar skaðsemis- mörkin liggi. Eru það 80, 90, eða 100 desibel? Sumir segja sem svo: Hvað eruð þið að kvarta um hávaða hér á vinnu- staðnum, er ékki hávaði allt um kring, i um- ferðinni, á veitinga- húsunum og á dans- stööunum þar sem þið sitjið kannski eitt kvöld i viku undir ærandi liávaða bitlahljóm- sveitar. Af hverju ráðizt þið ekki gegn slikum íiávaða? Einn kunnasti sérfræðingur Svia á sviði atvinnusjúkdóma sagði einu sinni eitthvað á þessa leið þegar verið var að fjalla um hávaðavandamál við iðnfyrirtækj eitt í VSsteráas i Sviþjóð: Ef hávaðinn og óloftið væri leitt beint inn á skrifstofur tækni- mannanna og verkfræðinganna, þá skuluð þið vera viss um að ekki stæði á breytingum. Þessi ummæli voru rifjuö upp i blaði sænskra málmiðnaðar- manna, þar sem sagt var frá búnaði sem annað sænskt fyrir- tæki hefur nýlega reynt i þeim til- gangi að draga úr hávaða. Tilefni úrbótanna var nefnilega ekki hávaðinn i vinnusölunum sjálf- um, þar sem málmiðnaðar- mennirnir unnu með loftmeitlum og öðrum hávaðasömum tækjum, heldur hitt, að skrifstofufólkið, sem sat við vinnu sina i byggingu við hliðina á verkstæðinu, þoldi ekki við. Búnaðurinn, sem settur var i loft verkstæðisins, og sýndur er á meðfylgjandi mynd, er einskonar rimlaverk (framleitt i Englandi, en úr hvaða efni er ekki sagt frá i greininni) sem veldur þvi að há*aðinn dofnar að mun vegna minnkandi bergmáls (rá lofti og veggjum. Framkvæmdin, sem kostaði um 17 þús. sænskar krónur fyrir þennan 50 manna vinnustað, leiddi til þess að skrif- stofufólkið hætti að kvarta og i vinnusölum starfsmanna i fram- leiðslunni batnaði ástandið veru- lega. Hávaðinn var þó enn fyrir ofan þau mörk, sem telja má viðunandi á svona vinnustöðum. — Fyrir endurbæturnar mældist hávaðinn kringum 106 desibel i 12 metra fjarlægð frá þeim stað þar sem verið var að vinna með loftmeitlum, en eftir að hljóð- einangrunin var sett i loftið var hann kominn niður i um 96 desi- bel. Ef gengið er út frá þvi að hættu- mörkin hvað hávaða viðvikur á svona vinnustað séu um 85 desibel (eins og miðað er við i Sviþjóð) þá þurftu starfsmenn eftir sem áður að nota heyrnarhlifar. — Full- komnustu heyrnarhlifar geta i hæsta lagi deyft hávaða um 55 desibel, segir i blaðinu, en al- gengast mun vera að hljóð- deyfingin sé ekki nema um 30 desibel þegar slikur búnaður er notaður. Þetta litla dæmi frá Sviþjóð leiðir hugann að þvi hvað mikið er gert á vinnustöðum hérlendis til að draga úr skaðlegum hávaða. Um þá spurningu mun verða fjallað siðar hér i blaðinu. Hér á landi hefur hávaða- vandamálunum verið of litill Frh. á bls. 15 Þannig litur hinn hljóðdeyfandi búnaður út. Hann kostaði hátt í 300 þúsund Isl. krónur fyrir 50 manna vinnustaö.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.