Þjóðviljinn - 24.09.1972, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 24.09.1972, Qupperneq 7
Sunnudagur 24. september 1972 ÞJÖÐVILJINN — SIÐA 7. Siðleysi Eiðs Guðnasonar og Co. eða: „V æri ekki hægt að gera svipaða mynd liinmn megin?” bréf til blaösins Hér sést bandariskur hermaður bera sig til við að skjóta úr eiturgashylki, og er myndin úr ieiðbein- ingakveri morðsérfræðinganna i Pentagon. — Væri ekki hægt að gcra svipaða mynd hinum megin”, — þessi rakalausi þvættingur taglhnýtinga banda- risku morðvarganna er i senn fáránlegur og við- bjóöslegur. Ef dæminu frá Vietnam væri snúið upp á Kandarikin, inyndi það samsvara þvi að eitri hefði verið dreift um þau þver og endiiöng, borgir lægju i rústum, og hinn strfðaldi „þögli meirihluti” væri á vonarvöl. Myndin, sem er tekin úr leiðbeiningarkveri Bandarikjahers, sýnir hvernig dæla skal eiturgasi niður i loftvarnabyrgi, sem borgarar hafa leitað skjóls i. OltT PILED ON EDCE OF POMC TO IMiURE A GOOD JEAL EMTRAMCE UMDER POMCMO Þjóðviljanum hafa borirt eftirfarandi tvö bréf vegna framkomu Eiðs Guðna- sonar fréttamanns i um- ræðuþætti eftir kvikmynd- ina „Séð með eigin augum." Fyrra bréfið frá Jóni Ásgeiri Sigurðssyni er undir ofangreindri fyrir- sögn en það síðara er frá Messiönu Tómasdóttur og fjallar um svipað mál. Siðlcysi Eiðs Guðnasonar & Co. cða: ,,Væri ckki hægt að gera svipaða mynd hinum megin?” Ein helzta röksemd, ef svo má nefna, sem ihaldsmenn gripa til þegar deilt er á það ástand sem þeim er kærast, er svohljóðandi: „Þetta er slæmt, já, en ástandið fer nú samt batnandi”. Þessari aðferð beita Bandarikjamenn nú óspart i áróðri sinum fyrir striðs- rekstri sinum i Indókina. Og gæð- ingar þeirra á Mogga og hjá öðrum fjölmiðlum taka undir og syngja Nixon sinum lof og pris fyrir að vera nú að kalla alla drengina heim frá Vietnam. „Já, allt fer þetta nú batnandi hjá honum Nixon”. Staðreyndin er hins vegar sú, að tækniveldið er nú orðið þess umkomið að halda áfram striðsrekstri sinum, með þvi að láta hermennina athafna sig i þyrlum og þotum. Þeir halda áfram útrýmingu þjóðar og gróðurs úr lofti. i stað þess að standa á landi eins og áður. Og Nixon getur hreykinn lýst yfir: „Bráðum verður enginn banda- riskur hermaður i Vietnam” (auðvitað bætir hann aldrei viö: „Það er að segja á landi i Viet- nam”) Onnur helzta röksemd, ef svo má nefna, sem ihaldsmenn gripa til þegar deilt er á ástandið þeirra eina. er þessi: „Þetta er slæmt. já, en er það nokkuð betra hinum megin?” Ég álit Eið' Guðnason alveg sérstaklega ötulan talsmann þessarar ihalds- almennum kosningum i Vietnam árið 1956, bannað að ganga i hernaðarbandalög, og bannað að staðsetja erlendan herafla i Vietnam eða að flytja inn nokkurskonar hergögn. En Bandarikin virtu sáttmál- ann vettugi. Bandariska leyni- þjónustan taldi liklegt aö um 80% þjóðarinnar mundu fylgja Ho Chi Minh að málum i kosningum, svo að ekki varð úr þeim. Ngo Dinh Diem varð leppur Bandarikj- anna i nokkur ár, eða þar til þau létu myrða hann vegna þess að gerræðis- og ofbeldisstjórn hans var að kæfa það li.tla fylgi sem hið bandariska vald hafði átt að fagna. SEATO var stofnað til að árétta „verndarhlutverk” Bandarikjanna i indókina, og á árinu 1955 kostuðu Bandarikin nær allan herútbúnað Saigon - hersins og Saigon-lögreglunnar. Bandarikin hafa ætið beitt fyrir sig leppstjórninni i Saigon, og á siðasta ári mótbáru. Þetta kom fram i þeim „upplýsingum” sem hann veitti Þjóðviljanum um ákvörðun Útvarpsráðs vegna sýningar myndarinnar Séð mcð eigin augum.Eiður sagði ranglega, að Útvarpsráð hefði dæmt myndina „einhliða áróðursmynd”, og þessvegna ákveðið að umræður skyldu fara fram eftir sýningu hennar. En vegna þessarar túlkunar sinnar á ákvörðun Útvarpsráðs gat Eiður haldið þessum einkaáróðri sinum til streitu i þeim umræðum. Striðsglæpir Bandarikjanna i Indókina eru ekki og verða ekki réttlættir með mótbárunni „Er það nokkuð betra hinum megin?” Það verður á engan hátt dregið úr þeirri hræðilegu staðreynd að Bandarikin hafa framið og eru enn að fremja hroðalega striðs- glæpi, glæpi gegn öllu mannkyni. Sá sem reynir að réttlæta þessi voðaverk með tilgátum og ágizk- unum um „hvað gerist hinum megin” er siðlaus maður. Hann einfaldlega bregður fyrir sig slikum fullyrðingum til að forðast það að fordæma striðs- glæpi Bandarikjanna. Enn eitt afbrigði af „hinum- megin”-mótbárunni orðaði Eiður þannig: „Er ekki allt strið glæpur?” Þarna var komin hin fleyga heildsöluafgreiðsla ihalds- manna á striðinu i Indókina: allt strið er slæmt, þeir sem eiga i striði eru slæmir, þess vegna eru „hinir” ekkert betri. Það er afskiptaleysi i öfgar að taka svo grunnfærnislega afstöðu sem heildsölufordæmingu allra striða. Eða átti kannski að láta hernaðar- og heimsvaldastefnu nazista dembast óhindraða yfir heiminn? Nei, strið eru ekki sjálf- sprottin, þau eiga sér ákveðnar orsakir, sem okkur er skylt að grafast fyrir um. Þegar eitthvert riki verður uppvist að svo gegndarlausu árásar- og vald- sælnistriði sem Bandarikin i Indókina, þá hafa þær þjóðir sem ráðizt er gegn óskoraðan rétt til að verja land sitt, og okkur er skylt að veita þeim allan tiltækan stuðning Bandarikin hafa sýnt árásar- og valdsælnistefnu sina i verki i Vietnam undanfarin 20 ár. Strax á árinu 1954 stóðu þau undir 80% kostnaðar, við striðsrekstur Krakka, A þvi ári gáfust Frakkar uppá nýlendukúgunarstefnu sinni i Suð-austur Asiu, eftir ósigurinn við Dien Bien Phu, og voru aðilar að Genfarsáttmálanum um Viet- nam. 1 þeim sáttmála var lofað Á þessari leiðbeiningarskissu má sjá, hvernig bandariskar herþyrlur eru hlaðnar eiturgashylkjum. Gasinu er dreift yfir sveitahéruð, það eyðileggur uppskeruna, veldur langvarandi spjöllum á vistkcrf- inu og sjúkdómum á fólki, auk þess sem það leiöir til vansköpunar meðal komandi kynslóða. leiddi skýrt i ljós hvert Thieu sækir umboð sitt. „Ekkert er svo illt að ekki megi verja það eitthvað” segir einn siðleysinginn i Morgunblaðinu i gær (21. september). Þar segir hann i hnotskurn þá hugsun, sem er að baki viðleitni Eiðs Guðna- sonar til að draga sem mest úr mynd, sem sagði frá striðs- glæpum Bandarikjanna i Viet- nam. Liklega heldur Eiður sjálfur að hann hafi verið alveg einstak- lega óhlutdrægur og vandlega gætt jafnva'gis allra sjónarmiða. Ef það er hugsjón hans i þáttum sem þessum, þá brást hann henni algjörlega i umræðunum eftir Séð með eigin augum. Meiri ihalds- semi og hlutdrægni tókst engum af viðmælendum hans að sýna það kvöldið. Eg tel að óæskilegt sé að ætlast til þess að stjórnendur þátta i Rikisútvarpi bregði yfir sig gervi hlutleysis og óhlutdrægni. Slikt verður aðeins til þess að allt sem þeir láta út úr sér verður við- tekið sem heilagur sannleikur og óyggjandi. Umsjónarmenn þátta ættu að koma hreint til dyranna og lýsa afstöðu sinni. en ekki leika þykjustuleik likt og Eiður Guðnason. Jón Asgcir Sigurðsson. ANNAD BRÉF Er það hlutleysisstefna Sjón- varpsins sem ræður þvi , að s.l. þriðjudagskvöld sátu Olympiu- i'réttir i fyrirrúmi fyrir hinni timabæru upplýsingamynd um striðsglæpi Bandarikjamanna gegn óbreyttum borgurum i Viet- nam? Auk þess sem Omar Ragnars- son teygði mjþg úr Olympiu- lréttum, voru kyrr- og klukku- myndir sýndar talsverðan tima. Ekkert var tilkynnt um breyttan sýningartima myndarinnar og veit ég nokkur dæmi þess, að fólk slökkti á tækjum sinum i þeirri vissu. að myndin yrði sýnd siðar. Þetta er liklega enn eitt dæmi um þá hægri pólitik sem tröllriður þessum opinbera fjölmiðli. Messiana Tómasdóttir.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.