Þjóðviljinn - 24.09.1972, Side 9

Þjóðviljinn - 24.09.1972, Side 9
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 24. scptcmber 1972 Viðtal við Vigdísi Finnbogadóttur leikhússtjóra Vigdís Finnbogadóttir var ráðin leikhússtjóri að Leikfélagi Reykjavikur i vor en frá 1. september til 3ja ára. Hún er annar leikhússtjórinn hjá félaginu á 75 ára ferli þess og tekur við starfinu^ af Sveini Einarssyni, sem hafði gegnt þvi frá árinu 1963. ,,Ég var alltaf á kafi i leikbók- menntum á námsárum minum, og þegar ég þurfti aö skrifa rit- gerðir valdi ég alltaf leikrit eða leikritahöfunda. Ég er ekki með embættispróf i leikhúsfræðum, en ég tók hliðarhopp i þá átt erlendis, bæði i Kaupmannahöfn, ein þrjú misseri, og i Frakklandi. Þá fékk maður svolítið að kynnast leikhúsinu innanfrá, á seminaræfingunum. ,,Það er satt, ég kem úr kennslustarfi við menntaskóla i þessa tilveru hér. En hvað gerir sá sem er bókmenntalærður? Hann fer náttúrlega i kennslu. ,,Ekki svo að skilja að ég sé nú i fyrsta sinni að stiga inn i leikhús á íslandi. Þegar ég kom fyrst heim úr námi, 1954, vann ég við Þjóð- leikhúsið i þrjú ár, ég útbjó leik- skrá og sá um bókasafnið. Svo fór ég þangað aftur 1960 þegar ég var búin að þvælast meira i útlönd- um. Nú — svo veiztu um leik- flokkinn Grimu sem við byrjuð- um með 1963. Hópur áhugafólks sem vann ákaflega vel. af mikl- um dugnaði, og lét margt gott af sér leiða, held ég. Við vorum tals- vert nýtizkuleg, vorum með framúrstefnu og fluttum eitthvað nýtt inn i landið..En Grima datt i sundur, og það var að parti mér að kenna — ég átti það einu sinni til að vera of stjórnsöm. Þá fór ég i kennsluna og byrjaði að starfa að ferðamálum. ,,Ég hef unnið hjá Ferðaskrif- stofu rikisins, og hlutverkið var landkynning. Ég þurfti mikið að tala um land og þjóð við erlenda blaðamenn og rithöfunda, benda þeim á kosti og galla. Leiðbeina þeim með það sem er athyglis- vert eða það sem okkur sjálfum finnst gera það þess virði að búa i þessu landi. Það hefur verið rikur þáttur starfsins að vinna ásamt öörum að þvi að mennta leiðsögu- menn, gefa þeim hugmyndir um hvað gaman er að sýna erlendum ferðamönnum, hvernig eigi að fá útlendingana til að skoða landið og baráttuna sem við eigum i til að gera það byggilegt — og okkur sem lifandi fólk. ,,Mér finnst gaman að þvi að miðla og vera i tengslum við fólk, þannig er það i kennslunni og eins var i sjónvarpinu. Ég tók að mér leikhúsefnið i listakynningunni ,,Vöku”. Og með einhverjum hætti er þetta allt saman gagn- legur undirbúningur að þvi sem ég fæ að glima við hér. „Leikhús er dálitil hliðstæða við skóla. Það á að hjálpa fólki — reyndar ekki aðeins ungu fólki — til að átta sig á umhverfinu og taka afstöðu til þess, bæði ein- staklinga og þjóðfélagsvanda- mála. ..Leikhúsið þarf að fylgjast meö timanum og vera i sifelldri endurnýjun, það má ekki standa i sömu sporum meðan allt i kring- um okkur er á fleygiferð. Mér fannst leikhúsið fara i mikla endurnýjun á námsárum minum, timabilinu 1950 til 60. Ég lagði þá og siðar mikla stund á framúr- stefnuhöfunda, einkum franska og einnig brezka. En i hverju er sú endurnýjun fólgin sem alltaf þarf að vera i gangi? Það er ekki svo auðvelt að svara þvi. Maður sér hana ekki fyrr en hún er búin að skilja eftir sig spor. Hvernig var ekki með Sköllóttu söng- konuna eftir Ionesco? Þegar verið var að flytja hana fyrst, datt engum i hug að þar væri endurnýjunin á ferðinni. ,.Ég kem ekki auga á endur- nýjun i þvi sem verið er að gera núna hvernig sem ég leita. 1 heimsborgunum, London, Paris — ég gæti bætt við New York — eru sýnd tilkomulitil verk sem skemmta eina kvöldstund, en skilja ekkert eftir. Þetta er allt ákaflega vel gert. ekki vantar það, leikurinn. tæknin á hæsta stigi. en það er samt ekkert með það að gera. Þetta er ekki tengt þvi lifandi þjóðfélagi sem mér finnst að þurfi að vera. uÞað hefur kannske alltaf verið svo. að maður væri óánægður með það sem maður sá gerast. Gerði sér ekki grein fyrir verðmætunum fyrr en eftir á. Núna skrifa menn i léttum dúr um fólk sem ratar i vandræði eða lendir i einhverju spaugilegu. Það gengur heilmikið á, en svo leysist allt að lokum á kátlegan hátt. Allir geta hlegið og gengið út ánægðir. En áhrifin eru búin um leið og út er komið. Á áratugnum 50-60 voru höfundar eins og segðu að það sé draumurinn ég er uppástungukona umfram allt á það að vera skemmtilegt Beckett með lýsingar i svörtum tónum. en þetta var áhrifarikt. Þaö sat eitthvað eftir. Og gleymum þvi ekki, að fólk fór að sjá ..Beðið eftir Godot” ekkert siður en þetta sem er núna. ,.Á hinn bóginn eru leikhúsin og leikverkin sem eru meö þjóð- félagslegt innlegg. Það er eins og þetta hafi klofnað i tvennt að undanförnu. Og það sem mér finnst aö, er það, að þjóðfélags- lega leikhúsið er núna predikunarleikhús. Það hefur orðið það á siðasta áratug, eftir að abstraktið leið undir lok. En prédikunin ein saman er ekki leikhús, finnst mér. ,,Alice Mouschkine og Sólar- leikhúsið hennar i Paris er ágætt dæmi. Þetta byrjaði með þvi að nokkrir leikarar fengu að láni hjá Parisarborg skúr eða skála sem stóð úti við Vincent-höllina. Þetta var gömul skotfærageymsla frá hernum. Þau æfðu i skúrnum og fóru svo að færa upp leikrit þarna. Það eru skritnar að- stæður, áhorfendur standa og allt i þeim dúr. Þau byrjuðu á þvi að leika ,,1789” um upphaf frönsku byltingarinnar. Þau sýndu þarna byltinguna skref fyrir skref og létu hana tala sinu máli. Það eru notuð leikhúsbrögð eins og það að kóngur og drottning eru borin inn sem uppblásnar blöðrur. Þetta gekk allt ágætlega, og maður var spenntur að sjá meira af Theatre de Soleil. Nú, þau halda ..byltingunni” áfram og sýna næst „1793”, tima ógnarstjórnar- innar, þetta merkilega skeið byltingartimans. En þá fer þetta út um þúfur. Þau nota sin gömlu brögð sem verka ekki lengur, og hvað er þá eftir? Aðeins nakin predikun! ,,Á Norðurlöndum er mikið um þetta. Flutt eru verk með þjóð- félagslegu innihaldi, sem maður getur verið sammála, en það vantar lifið i það. Þá eru fluttir heilir textar sem þekktir eru i allt öðru samhengi, en það er þvi aðeins gott að það sé fyndið. En alltof oft fellur þetta máttlaust niður af þvi að ádeilan er svo ber, engar umbúðir. En svona þarf ádeiluleikhús ekki að vera: litum á Brecht, hann gætir þess alltaf að vera skemmtilegur. „Auðvitað þarf leikhúsið að vera tengt nútima veröld. Hún er svo og svo ömurleg, en það má ekki bitna á leikhúsinu. Vanda- málið er: Hvað verkar skemmti- lega á fólk annað en hlátursleikir, sem allir hafa gaman af meðan á þeim stendur. Leikhúsið má aldrei verða leiðinleg prédikun. Fræðandi og upplýsandi má það vera, en umfram allt skemmti- legt! „Við megum ekki geyma tækninni sem leysir i svo rikum mæli eldri menningarform af hólmi. Fólk þarf ekki að fara i kvikmyndahús vegna þess að það hefur sjónvarp, og stereo-fónninn færir hljómleikana inn á heimilið, oft reyndar miklu betri hljóm- leika en kostur er á úti i bæ. Það er varla von að fólk nenni að fara út og meðtaka lakari list heldur en ef það situr kyrrt heima hjá sér. En þá er þetta, að félags- skapurinn viö að njóta listar skiptir miklu máli. Það er svo mikils vert að fólk sitji saman þegar verið er að segja þvi eitt- hvað. Annars er eins og við miss- um sameiningartákn. Er þetta ekki eins og að standa saman i landhelgismálinu? Og sérstak- lega núna megum við ekki hætta að koma saman og sitja saman, þegar einstaklingurinn er að ein- angrast inni i skel sinni og boðið er upp á einmanaleikann. ,,Við getum ekki kvartað undan þvi, að fólk fari ekki i leikhús. 100 þúsund manna bær og 150 þúsund sækja leikhúsin árlega. En þessar tölur eru blekkjandi, það er auð- vitað sama fólkiö að fara aftur og aftur, þvi ein 14 verkefni eru á dagskrá I báðum leikhúsunum á vetri. „Ég held þvi fram að ungt fólk sé að fjarlægjast leikhúsin, finnist svona nokkuð gamaldags. Það eru reyndar ekki allir sammála mér — leikararnir segjast sjá heilmikið af ungu fólki i salnum, en ég held það sé ungt fólk sem komið er vel yfir tvitugt og i starf i þjóðfélaginu. en ekki þeir sem eru á þvi skeiði að vera að leita fyrir sér i skoðanamyndun Ég dæmi þetta meðal annars af þeirri reynslu og kynningu sem ég hef af ungu fólki i skólunum. Sunnudagur 24. september 1972 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 Iðnó „Hvað vill fólk sjá? Unga íólkið sem er enn að mynda sér skoðanir? Við höfum enga Gallupstofnun til að segja okkur eitthvað um fólkið sem ekki sækir leikhúsin. En maður heyrir i skólunum hvernig unglingarnir eru bergmál heimilanna, og ég held það sé ástæða til að óttast um börn frá heimilum þar sem ekki er lesið, ekki eru til bækur. „Þess vegna er svo mikils virði að hafa gott barnaleikhús. En þar þarf að vera fjölbreytni og eitt að taka við af öðru. Það er ekki nóg að hafa Kardemommubæinn tvö ár i röð, þó hann sé i sjálfu sér ágætur. Börn eiga að visu aö fara öftar en einu sinni að sjá góðar sýningar, en þau þurfa lika áframhald, annað og meira. „Það er i tengslum við þessar hugmyndir sem við ætlum að koma upp röð sjónleikja fyrir börn. Okkur langar til að fá höfunda til að vinna þá upp úr is- lenzku efni, fornum bókmennt- um, goðasögum, en einnig ævin- týraheimi seinni tima. Það er ungur höfundur að vinna þann fyrsta núna; vonandi verður hægt að sýna hann i vetur. Þetta er það eina sem er á döfinni af hug- myndum, sem frá mér eru komnar. eftir að ég settist i þennan stól. Ég vonast svo til, að þegar börnin eru búin að sjá Þór og óðin og þá skemmtilegu kalla i Valhöll, verði hægt að bjóða þeim upp á annað verk með skyldu eða nýju efni, og svo vixlist þetta hvað á móti öðru. „En börn eru vandlátir áhorfendur, og þau sætta sig ekki við að það vanti ákveðinn aldurs- flokk i leikarahópinn. Ég er að tala um endurnýjun leiklistar- kraftanna, það verður vandamál. Að visu ekki i ár og ekki það næsta, en siðan verður óhjákvæmilega gap. Milli þeirra sem þá verða of gamlir til að túlka hlutverk, sem krefjast ákveðins aldurs, og hinna sem þá verða of ungir. Það er alger goð- gá, að ekki skuli starfa leiklistar- skóli i einhverri mynd. Við höfum ekki ráð á að mennta ekki fólkið. „En til þess að halda uppi kennslu og þjálfun i leiklist, þarf hæfa kennslukrafta, og það held ég að sé erfiðasta málið. F’yrir þessu hefur ekki verið séð, og það tekur langan tima að koma upp slikum kröftum svo vel sé. En það verður að finnast efnhver bráða- birgðalausn, svo að það unga fólk geti komizt i nám sem nú óskar þess og leikhúsin þurfa svo mjög á að halda. „Ef við menntum ekki fólkið, fáum við viðvaningsbrag og kröfuleysi. Kröfuleysið er ég hræddust við af öllu. Við megum aldrei slaka á kröfunum, hvorki neytendur né framleiðendur. Þannig standa þeir bezt saman. „Það þarf að hleypa höfundum inn i leikhúsið. annað dugar ekki ef við viljum fá frambærileg leik- húsverk. Ég hef séð islenzk verk sem báru þess merki að höfundur hefði aldrei komið bak við tjöldin. Hefur ekki vitað, hvernig rep- likka er unnin upp, blæbrigði sett i hið talaða orð. Þetta eins og annað, er hægt að læra með þvi að — svipur — -mynd og mót spegill líking - Hæfðu athöfn eftir orðum, og orði eftir at- höfnum; og gefðu þvi einkum gætur að ofbjóða ekki hófsemd náttúrunnar; þvi allt sem svo er ýkt, er andstætt tilgangi leiksins, þvi markmiði hans, bæði i upphafi og nú, var og er, að halda svosem einsog spegli fyrir mannlifinu, að sýna dyggðinni svip sjálfrar sin, forsmáninni lik- ingu sina, og tið vorri og aldarhætti mynd sina og mót. Sé nú þetta ýkt, eða gert með semingi, kann það að vekja hlátur hinna fávísu, en getur aðeins angrað skynbæra menn; og i þinum aug- um hlýtur dómur eins þeirra að vega meira en húsfyllir af hinum. (Úr Hamlet danaprins III. þætti, 2. sviöi eftir Shakespeare í þýðingu Ilelga Hálfdanarsonar). „Vigdis, nú ert þú ef til vill alltaf svolitið skotin i þinum avantgardisma, en ertu þá ósammála Shakespeare?” „Nei, svo sannarlega ekki. Shakespeare hlýtur alltaf að koma okkur við og standa okkur nærri, ef vel á að vera. 1 fyrsta lagi er hann einn stór- kostlegasti, ef ekki sá stór- kostlegasti, höfundur sem nokkurn tima hefur samið leikrit. Svo er hann meðal beztu vitna um höfund sem stenzt þá kröfu aö gera spegil- mynd af hugsunarhætti samtima sins. Hann skrifar ekki aðeins sigild verk um mannlega þætti, heldur skrif- ar hann einnig út frá sinu þjóðfélagi, um það eru kónga- leikritin ágætt dæmi. Hann skrifar um sina kónga, sögulegu leikritin, vegna þess að fólkið var að grufla út i konungdæmið. Shakespeare kveikir I okkur, er það ekki aðalatrlðið? Verk hans eru hvort tveggja i senn, magnaðir reyfarar og mikill skáldskapur. Og er ekki eins og allt sé skrifað upp á nútim- ann i pólitisku leikritunum hans? Að visu er eitthvað um það, aö sumum finnist ljóð- formið á leiksviði, leikrit i ljóðum vera dálitið firrtur tjáningarmáti i dag.Einkum þeim, sem ekki hafa tileinkað sér bundið mál, vanizt þvi að lesa það eða hlusta á það. Þeim finnst að leikrit sem þannig sé talað, geti ekki verið i tengslum við okkar lif og um- hverfi. En þeir, sem leggja það á sig að skoða þetta af eigin raun, sannfærast held ég allir um hið gagnstæða, við lifandi kynni af þeim frábæru Shakespeareþýðingum, sem við eigum. Ljóð og leikrit eru eitt. Þar á ljóðformið fullan rétt á sér á leiksviði, og það sem Shakespeare er að segja er svo klassiskt, að það getur allt veiib upp á nútimann.” predikun ein saman er ekki leikhús hugsa um það meðvitað. Og raun- ar er verk ekki fullsamið, fyrr.en það hefur verið borið inn i leik- húsið. „Gagnrýnendur? vissulega þarf leikhúsið á gagnrýni að halda. En gagnrýni er ekki bara niðurrif og þvi siður tilefni til móðgunar. Það hafa orðið merk- ingarhvörf i orðinu gagnrýni hjá okkur, og það hefur fengið nei- kvæða merkingu. Vitanlega þýðir orðið ekkert annað en að skoða ofan i kjölinn. Við íslendingar höfum hneigð til að tala helzti mikið um það sem miður fer, þess vegna verður opinber gagnrýni oft svo sár. Það verður að endur- skoða afstöðu til gagnrýni, við megum ekki taka hana of nærri okkur. Gagnrýni á eitt verk i dag geturaldrei verið algildur dómur um alla framtið, allra sizt á neina persónu. Allir eru viljugir til að gera betur næst, og það er engin ástæða til að ætla að þeir geti það ekki. Það er andstætt eöli starfs i sjálfu sér að taka gagnrýni per- sónulega og nærri sér. Manneskjan getur verið misjafn- lega vel upplögð til verka, og mis- tök geta alltaf komið fyrir. .Æagnrýni og yfirlýsingar annarra um ýmsa hluti hafa of mikil áhrif. Ef ég ætti glás af peningum, mundi ég setja af stað auglýsingaherferð um það, að menn ættu að dæma sjálfir, aldrei fara i blindni eftir þvi sem aðrir segja. „Hér við Tjörnina er engin valdboðsmennska rikjandi. Hlut- verk leikhússtj. er að fylgjast með, koma með uppástungur um verk, koma l'ram fyrir hönd leik- hússins út á við. Ég er uppástungukona! Ég er meira að segja svo heppin að með mér starfar mikill öndvegismaður sem sér um fjármálin. Ég er það sem á erlendu máli mundi kallast artistic director. Ég hjálpa til við að velja leikstjóra og leikendur, er til skrals og ráðagerða um hlutina. Ég er sem betur fer ekki yfir neinn sett, þvi hér starfar leikhúsráð. Ég hef bara mitt verksvið. Auðvitað er ætlazt til þess að ég hal'i afstöðu i málum þegar á bjátar — og ekki sizt a-tlast ég til þess af sjálfri mér. höfum ekki ráð á að mennta ekki eins og að standa saman i kmdhelgismálinu „Sjálfsagt að sækja leikstjóra jöfnum höndum út fyrir leikhúsið, ekkert er lrjórra. Sá sem kemur utan að, hann kemur með ný vinnubrögð og nýjan hugsunar- hátt. En það er aftur á móti styrk- ur leikstjóranna hér innan veggja, að þeir þekkja inn á leik- hóp, hússins, og þeim tekst oft að ná árangri sem byggist á þeirri þekkingu. „Það hefur ekki verið gerður neinn samstarfssamningur milli leikhúsanna tveggja hér i Reykjavik, en auðvitað er æski- legt að það verði samvinna. Ahugamál okkar hlýtur að vera sameiginlegt, og það er að fá sem bezta leiklist. Ég get ekki hugsað mér samkeppni milli leikhúsanna af þvi tæi sem gerist milli við- skiptafyrirta-kja. Hér er um það að ræða að velja sér hlutverk. Litið leikhús hlýtur að vera öðru visi rekið en stórt. Við höfum hér aðeins 230 sæti og verðum þvi miður eiliflega að vera að hugsa um peninga. Þess vegna er ekkert liklegra en fórna verði ákveðnum hugmyndum, sem maður vildi framkvæma, til að fá i kassann. En þá vil ég ekki fá þann dóm, að þar með sé maður búinn að missa sjónar á öllum öðrum markmið- um. „Þú spyrð, hverju þrennu ég sé mest háð, samvizkunni, Reykja- vikurborg eða leikurunum. Fljót- svarað: Samvizku minni! Þvi hún innlimar velferð hússins. En Reykjavikurborg máttirðu vel nefna. Samskiptin við hana hafa verið með miklum ágætum og leikhúsinu okkar ómetanlegur styrkur. öskandi það gæti orðið að borgarleikhúsi sem allra fyrst. Velferð leikhússins liggur i þvi. Og nýja húsið — segðu að það sé draumurinn okkar allra. Við hlökkum til — að það komist sem fyrst af pappirnum og á jörðina.” h—

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.