Þjóðviljinn - 24.09.1972, Page 11

Þjóðviljinn - 24.09.1972, Page 11
Sunnudagur 24. september 1972 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11. Ingimar Jónsson: AÐ KUNNA AÐ TAPA Það hefur löngum þótt aðals- merki iþróttamannsins að kunna að taka ósigri i iþróttakeppni. Svo er enn i dag eins og sýndi sig á nýafstöðnum Ólympiuleikum i Munchen. Þeir iþróttamenn sem sýndu þá iþróttamennsku að.geta tapað með sóma unnu hylli áhorf- enda en þeir hins vegar ekki sem ekki gátu það og komu ósæmilega frám við sigurvegara sina og dómara. Um þessa iþrótta- mennsku f jallar Gisli Sigurðsson i grein i Lesbók Morgunblaðsins þann 17. sept. sl. og lofar réttilega iþróttamenn eins og Boris Spass- ki og Janis Lusis sem tóku ósigr- um sinum sem iþróttamönnum sæmir. Um leið álasar Gisli þeim iþróttamönnum sem komu illa fram á Ólympiuleikunum og segir m.a.: „Aumastur allra var heimsmethafinn i stangarstökki, Bob Seagren, sem fleygði stöng sinni að fótum dómaranna og neitaði að taka i hönd sigurvegar- ans.” Þvilik framkoma iþrótta- manns er vissulega fordæmanleg. En það eru fleiri en iþróttamenn sem ekki kunna að tapa og þeim ferst varla að álasa öðrum fyrir hið sama. Einn þeirra er nefndur Gisli Sigurðsson þótt ósigurinn sé annars eðlis. 1 greininni segir hann: ,,En til eru þjóðir með póli- tisk trúarbrögð sem boða að öll samkeppni sé and-félagsleg og beri að uppræta hana. Þessar þjóðir taka einnig þátt i Ólympiu- leikum. Og það furðulega hefur gerzt, að einmitt þær leggja mest ofurkapp á að láta einstaklinga sina standa sig i samkeppninni við hina og umfram allt að sigra. Engar þjóðir hafa eins dyggilega fótum troðið ólympiuhugsjón Cubertains baróns, sem endur- vakti þessa leika öðrum fremur og sagði meginatriðið að taka þátt en ekki að sigra.” (leturbr. min) Eins og tilvitnunin ber með sér. þá fer það ekki á milli mála að Gisli Sigurðsson á hér við sósial- isku löndin né heldur hitt að hon- um gremst ágæt frammistaða iþróttafólks þessara landa á sið- ustu Ólympiuleikum og bregzt við eins og iþróttamennirnir sem ekki kunna að taka ósigri. I stað þess aö viðurkenna frábært starf þessara þjóða á sviði likamsupp- eldis og iþrótta, sem árangurinn á Ólympiuleikunum ber vitni um, lætur hann gremju sina leiða sig til þess að ófrægja iþróttafólk ( i greininni talar Gisli um valkyrj- urnar frá Rússlandi og Austur- Evró&t) og iþróttahreyfingar - þessara landa. Oft hefur mátt lesa annarleg skrif i islenzkum blöðum um iþróttafólk sósialisku landanna, en skrif Gisla eru með þeim ósæmilegri. Það er vissu- lega dæmigert fyrir slik skrif, að Gisli Sigurðsson, sem ekki kann að rita nafn Pierre de Coubertins, (sjá tilvitnun) skuli telja sig þess umkominn að setja ofan i við iþróttahreyfingar sósialisku landanna og saka þau um að fót- um troða ólympiuhugsjónina. Það vita allir sem með iþrótt- um hafa fylgzt, að á siðustu áratugum hafa sósialisku löndin lagt fram stóran skerf til þróunar iþrótta i heiminum og iþrótta- legra samskipta milli þjóða. Þau hafa ekki sizt stuðlað að viðgangi Ólympiuleikanna og staðið vörð um ólympiuhugsjónina, reyndar miklú fremur en margar aðrar þjóðir. Það kapp sem sósialisku löndin, sem og önnur lönd, leggja á góðan árangur á Ólympiuleik- um, er á engan hátt i ósamræmi við hugsjón Ólympiuleikanna heldur i fullu samræmi við ein: kunnarorð þeirra: citius-altius'- fortius (hraðar- hærra- sterkari). Á þetta kapp lagði sjálfur Pierre Coubertin áherzlu og taldi það vera iþróttum til framdráttar. Það eru ekki orð Coubertins að meginatriði Ólympiuleikanna sé að taka þátt en ekki að sigra, hvað þá að það sé ólympiuhug- sjónin eins og Gisli virðist halda. Á fyrstu árum Ólympiuleikanna þurfti að reka áróður fyrir þvi að þjóðir tækju þátt i þeim, en i dag standa þeirekki eða falla með þvi hvort þátttökuþjóðirnar eru einni fleiri eða færri. Eyrir minni þjóðir eins og okkur tslendinga er það að sjálf- sögðu aðalatriðið að taka þátt i þeim til þess að styrkja Ólympiu- leikana og efla islenzkar iþróttir. En vissulega vildum við vinna verðlaun á Ólympiuleikum. Skammt er að minnast þess hversu stolt þjóðin var af afreki Vilhjálms Einarssonar á Ólympiuleikunum 1956. A Olympiuleikunum i Munchen munaði minnstu að handknatt- leiksmönnum okkar tækist að skipa sér i ^hóp beztu liða. Það hefði verið okkar sigur, mjög kærkominn sigur. Og þótt við stefndum að þvi að ná enn betri árangri á næstu Ólympíuleikum, myndi eflaust engin verða til þess að segja, að við værum að fótum troða hugsjón Olympiuleikanna. FELAGSLÍF Kvenfélag Breiöholts. Fundur i Breiðholtsskóla miðvikudaginn 27. sept. kl. 20.30. Rætt verður um félags- starfið i vetur. Eru félagskon- ur eindregið hvattar til að fjöl- menna og taka nýjar félags- konur með. Stjórnin. Félagsstarf eldri borg- ara, Langholtsveg 109-111. Mið- vikudaginn 27. sept, verður opið hús frá kl. 1.30-5.30 e.h. 67 ára borgarar og eldri vel-’ komnir. Gestum verður afhent dagskrá fyrir októbermánuð. Laugarneskirkja. Messa kl. 11. Scra Garðar Svavarsson. Neskirkja. Ferming kl. 11. Scra Jón Thorarcnscn. Aðalfundur Sambands sveitarfélaga í Austurlandskj ör dæmi Dagana 2. og 3. septem- bervar haldinn i Neskaup- staö aðalfundur Sambands sveitarfélaga í Austur- landskjördæmi. Fundurinn samþykkti fjölmargar merkar ályktanir og kaus stjórn í nýja Safnastofnun Austurlands. Fundinn sátu 42 fulltrúar frá 24 sveitarfélögum auk fram- kvæmdastjóra stjórnar sam- bandsins Ingimundar Magnús- sonar, og alþingismanna kjör- dæmisins. Einnig sátu fundinn fulltrúar frá Sambandi Islenzkra s ve i ta r f él a ga, Samtökum sveitarfélaga i Suðurlandskjör- dæmi, Læknafélagi Austurlands og verðandi landlæknir, ólafur Ólafsson. Meðal annarra mála gerði fundurinn ályktanir um eftir- farandi: heilbrigðismál, byggingar leiguhúsnæðis á veg- um sveitarfélaganna, gjaldskrár hafna og siðast en ekki sizt land- helgismálið. Fundurinn fagnaði útfærslu landhelginnar og þakkaði rikisstjórn og alþingi ötula forystu i þessu máli. Fundurinn ákvað að veita 50 þúsundum króna úr sjóði sinum i Landhelgissjóð. Nokkrar breytingar urðu á stjórn sambandsins, en hún er nú skipuð þessum mönnum: Alfreð Guðnason, Eskifirði, for- maður: Sveinn Guðmundsson, Hliðarhreppi, varaformaður; Björn Kristjánsson, Stöðvarfirði, ritari; Jóhannes Stefánsson, Neskaupstað, Haraldur Gislason, Vopnaíirði, Hafsteinn Jónsson, Hornafirði, og Hallsteinn F’riðþjófsson, Seyðisfirði. Safnastofnun Austurlands A aðalfundi sambandsins i fyrra var kosin 5 manna nefnd til Ilinn nýi formaöur Sanibands svcitarfclaga i Austuriandskjör- dæmi, Alfreð Guðnason, Eski- firði. að kanna skipulag og upp- byggingu safna á Austurlandi. Samkvæmt tillögum nefndar þessarar hefur nú verið komið á fót Safnastofnun Austurlands. Fyrsta verkefni stofnunarinnar mun verða að vinna að vexti og viðgangi þeirra safna, er fyrir eru i kjördæminu, en á fundinum kom einnig fram mikill áhugi á varö- veizlu gamalla mannvirkja, svo sem fyrstu rafstöðvanna og gamalla húsa á Seyðisfirði 1 stjórn Safnastofnunarinnar voru kosin: Hjörleifur Guttorms- son, Neskaupstað, Ármann Hall- dórsson, Eiðum, Sigmar Sævaldsson, Seyðisfirði, Elin Metúsalemsdóttir, Burstafelli,og Hálfdán Björnsson, Kviskerjum. séðfyrir endann á VOLVO ? oílasýning VOIV0 73 augardaginn 23 sunnudaginn Suðurlandsbraut 16 • Reykjavik • Simnefni: Volver • Simi 35200 argus

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.