Þjóðviljinn - 24.09.1972, Side 15

Þjóðviljinn - 24.09.1972, Side 15
Sunnudagur 24. septembcr 1972 ÍÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15. Gnnnar Framhald af 5. siðu. erum ,.Sinfóniuhl jóm sveit islands". Hljómleikaferðir eru þvi i okkar verkahring og ég vil umfram allt. að sveitin kafni ekki undir nafni sinu. Þess vegna finnst mér þaö afar ánægjulegt að það skuli vera að komast skriður á tónleikaferðirnar. Þessar ferðir eru á vegum félagsheimilanna, sem hafa til þess styrk. Hingað til höfum við aldrei komizt nema rétt hér um suðvesturlandið. Þessi ferð sem nú er farin er bein- linis á vegum félagsheimilanna á þessum stöðum, Vestmannaeyj- um, Höfn, Neskaupstaö og Egilsstöðum. — Þaö hcyrist stundum sagt. að það sé mestan part sama fólkið sem sæki sinfóniutónleika, endurnýjun sé litil og litið um ungt fólk. Er eitthvaö hæft i þcssu? — Það er vissulega þýðingar- mikið að hafa vissan kjarna og þessvegna var tekið upp þetta áskriftarkerfi, og það hefur reynzt mjög vel, menn endurnýja sina miða frá ári til árs, og þar er að sjálfsögðu að miklu leyti sama fólkið. En á seinni árum finnst mér það mjög áberandi hvað unga fólkið er farið að sækja mikið tónleika. — Það er ástæðu- laust að nudda unga fólkinu upp úr þvi að það sé allt i poppinu, þó popp sé ákaflega afstætt hugtak og endalaust megi um það deila. — En ég fyrir mina parta held að fjölskyldu- og skólatónleikarnir sem hljómsveitin hefur haldið núna i mörg ár, hafi haft verulega þýðingu. Þar hafa krakkarnir komizt i kynni við tónlistina, og þau kynni hafa orðiö varanleg. Fari maður á sinfóniutónleika og liti yfir salinn má sjá, að þar er fjölmargt ungt fólk sem hefur geysimikinn áhuga. Hér kemur einnig til greina vaxandi tón- listariðkun i skólunum sjálfum. — Hvað um þróun aösóknar al- mennt? — Hún er vissulega nokkrum sveiflum háö, getur meira að segja farið eftir efnahags- ástandinu i þjóðfélaginu. En að meðaltali höfum við um 700 fasta áskrifendur, auðvitað svolitið breytilegt frá ári til árs, en hlut- fallslega er þetta mjög gott. — Að lokum Gunnar. Hvað hefurðu starfað lengi á vegum sinfóniunnar? — Ég byrjaði hér 1. sept. 1963, svo það eru orðin 9 ár. Hér þakkaði blaðamaður fyrir fróðlegt spjall, enda biðu menn bæði utan dýra og i simanum, sem hringt hafði með stuttu milli- bili meðan á rabbinu stóð. 1 starfi sem þessu er ugglaust i mörg horn að lita. —gg YFIRDEKKJUM HNAPPA SAMDÆGURS SELJUM SNIÐNAIl SIÐBUX- UR OG ÝMSAN ANNAN SNIDINN FATNAÐ. BJARGARBÚÐ H.F. Ingólfsstr. 6 Simi 25760. a Alþýðubankinn hf ykkar hagur okkar metnaöur 4 Kópavogsapótek Opið öll kvöld til kl. 7, nema laugardaga til kl. 2, sunnudaga milli kl. 1 og 3. Simi 40102. Alþýðubandalagið í Reykjavik: Félagsfundur um efnahags- mál á miðvikudag Alþýðubandalagið i Reykjavik efnir til almenns félagsfundar miðvikudaginn 27. september kl. 20:30. Fundurinn verður haldinn i Lindarbæ niðri, (Lindargötu 9). Dagskrá fundarins er þannig: 1. Kosning kjörnefndar vegna væntanlegs stjórnarkjörs i félaginu og kjörs fulltrúa á flokks- ráðsfund Alþýðubandalagsins. 2. Efnahagsmál. — Framsögumaður: Pröstur Ólafsson, hagfræðingur. 2. Önnur mál. Hávaði Framhald af bls. 6. gaumur gefinn. Rangt væri þó að segja. að ekkert hafi verið gert. Fyrir nokkrum árum voru t.d. að tilhlutan Félags járniðnaðar- manna hafnar heyrnarmælingar á starfsmönnum vélsmiðja hér á þéttbýlissvæðinu. Þær mælingar leiddu i ljós, að margir járn- iðnaðarmenn, einkum píötu- smiðir, voru með stórskerta heyrn. — Það var Atvinnusjúkdómadeild Heilsuverndarstöðvarinnar, sem gerði þessar mælingar, en aðal- hvatamaður þeirra, (auk verka- lýðsfélagsins, sem áður er nefnt) var Sören Sörenson, þáverandi starfsmaður borgarlæknisem- bættisins. Á árunum upp úr 1960 vann hann ötullega að þvi að kynna meðal verkalýðsfélaganna skaðsemi hávaða á heyrn manna. Um þessi vandamál skrifaði hann grein i timaritið Iðnaðarmál árið 1964, og sú grein var siðar, eða árið 1969, gefin út i bæklings- formi, af Atvinnusjúkdóma- deildinni. Þessi bæklingur ber nafnið Hávaði og heyrnartjón, og skal þeim sem vinna á hávaða- sömum vinnustöðum eða vinnu- vélum bent á, að enn mun vera til eitthvert upplag af þessum bæklingi. t niðurlagi hans kemst Sören svo að orði: ..Heyrnarvernd er atriði, sem litill gaumur hefur verið gefinn hér á undanförnum árum. Menn, sem hafa unnið við stál- og plötu- smiði árum saman, hafa gætt þess vandlega að vernda sjón sina, enda tapa þeir ekki sjón fremur öðrum mönnum. En að vernda heyrn sina gegnir öðru máli. Það er hrein undantekning, að meðal þeirra finnist maður, sem borið hefur við að hafa hljóð- tappa i eyrum, jafnvel þótt hann gerði sér grein fyrir að hann væri farinn að tapa heyrn. Þetta er ótrúlegt.’en satt, enda hafa ef- laust margir þeirra tapað heyrn vegna hávaða að meira eða minna leyti. Sumir þeirra hafa unnið i hávaða i 20-30 ár, án þess að gera nokkuð heyrn sinni til verndar. Við heyrnartjón þeirra bætist svo ellideyfan. Þótt ekki sé ævinlega unnt að draga úr hávaðanum, barsmiöinni og vélarskröltinu, þá eru til ráð til að. vernda heyrnina að nokkru leyti, og þau ráð eiga menn að nota. Hvað sem tautar er gott að geta haldið skynfærum sinum heilum til hinztu stundar.” Hafi þessi orð átt erindi til manna árið 1964, þá eiga þau það tvimælalaust enn. H—GG RÍSPAPPÍRSLAMPINN FRÁ JAPAN Japanski rispappirslampinn fæst nú einnig á tslandi i 4 stærðum. Hentar hvar sem er, skapar góða birtu og er til skrauts bæði einn og einn og i samsetningum eins og á myndinni. Athyglisverð og eiguleg nýjung. HÚSGAGNAVERZLUN \XELS EYJÓLFSSONAR SKIPHOLTI 7 — Reykjavlk. Simar 10117 og 18742. Sænska Framhald af bls. 4 j greinarinnar og kvað það ekki eiga við rök að styðjast. Timaritið Folket i Bild/’ front er ekki i vafa um að iin hafi verið samin og birt a idir- lagi Sápo, til að telja fólki trú um að leyniþjónustan afi öðrum hnöppum að hneppa en að hrella kommúnista i Sviþjól, og eyði fjárveitingum sinum i þjóðholla starfsemi. Grein timaritsins lýkur á þessa leið:„Leyniþjónustan gerist nú æ sterkara riki i rikinu. Hún fer sinu fram i blóra við þjóðþingið og rikisstjórnina, og skrif hennar eiga greiðan aðgang að stærstu dagblöðum. SSpo mótar sjálf sinar pólitisku aðstæður”. hægri hind.. allra þeirra er þurfa a5 lesa fyrir bréf, eða koma skilaboðum eða hugmyndum áleiðis. Kassettan ( tækið, þrýst á hnapp, og þér getið talað inn bréf eða skilaboð ( allt að 11/2 klst. Jafn auðvelt er fyrir einkarítara eða vélritunarstúlku að taka á móti boðunum. Tækinu er hægt að stjórna með fótstigi, og hægt er að hafa það með sór hvert sem er, þar sem það gengur einnig fyrir rafhlöðum. Verð aðeins um kr. 18.000.00. Klapparstig 26, sími 19800, Rvk. og Brekkugötu 9, Akureyri, sími 21630.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.