Þjóðviljinn - 30.09.1972, Síða 2
2.SÍÐA — ÞJóÐVILJtNN Laugardagur :i(). septembcr 1972.
Danskennsla
Þ.R.
Danskennslan hefst á mánudaginn.
Byrjendaflokkar i gömludönsunum eru á
mánud. kl. 8 og miðvikud. kl. 8,9 og 10.
Framhaldsflokkur i gömludönsunum er á
mánud. kl. 9 og þjóðdansar kl. 10.
Kennt er i Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu.
Kennsla barnafl. er að Frikirkjuvegi 11 á
mánud. og miðvikud.
Innritað að Frikirkjuvegi 11 á laugardag-
inn kl. 3-5.
Upplýsingar i sima 26518 kl. 7-8.
Þjóðdansafélag Reykjavikur.
Laust embæíti,
er forseti Islands veitir
Héraðslæknisembættið i Eskifjarðarhér-
aði er laust til umsóknar. Laun samkvæmt
launakerfi starfsmanna rikisins.
Umsóknarfrestur er til 28. okt. 1972.
Ileilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið,
28. sept. 1972.
Frá Fellaskóla
Börnin komi i skólann þriðjudaginn 3.
október n.k. sem hér segir: Unglingadeildir kl. 9.00
11 og 12 ára deildir kl. 10.00
9 og 10 ára deildir kl. 11.00
7 og 8 ára deildir kl. 13.00
Sex ára börn verða boðuð simleiðis eða
bréflega næstu daga.
Fræðslustjórinn i Reykjavik. X
Flóamarkaður —
„Loppemarked”
NORDMANNSLAGET OG
BÓKAVARDAFÉLAG ÍSLANDS
opna Flóamarkað i kjallara Norræna
Hússins i dag, 30. september, kl. 14,00.
VERID VELKOMIN.
Nýjar vörur komnar.
Nýkomið mjög mikið úrval af sérkenni-
legum, handunnum austurlenzkum,
skrautmunum til tækifærisgjafa m.a.:
Útskorin borð (margar gerðir), vegghill-
ur, kertjastjakar, styttur, rúmteppi,
flókamottur, könnur, vasar, skálar, ösku-
bakkar, silkislæður, o.m.fl. — Einnig
reykelsi og reykelsisker. Gjöfina, semi
veitir varanlega ánægju, fáið þér i
JASMIN, við Hlemmtorg.
RA flHflkflmflR
Unnið að stœkkun
að Reykjalundi
Söfnunardagur á sunnudag, 1. október
Eins og venja er til er
berklavarnardagurinn á
sunnudaginn kemur, fyrsta
sunnudag í október. Þetta
er 34. söfnunardagur SÍBS
og eru seld merki á vegum
samtakanna um allt land.
— Aðsókn að heimili SÍBS
að Reykjalundi hefur far-
iðvaxandia undanförnum
árum og nú hefur verið ráð-
izt í stækkun heimilisins.
Það fé sem safnast á
sunnudaginn verður notað
til stækkunar heimilisins.
Allt frá árinu 1929 hefir fyrsti
sunnudagur i október verið til-
einkaður SÍBS sem söfnunardag-
ur. l>au 33 ár, sem þannig eru lið-
in frá fyrsta Berklavarnardegi,
hala nettó-tekjur numið nær H
miljónum. Með þessum tekjum
einum hefði starfsemi StBS ekki
náð langt, enda aðrar fjáraflanir
komið til á undanförnum árum.
En fyrstu skerfin voru þó stigin
fyrir frábærar undirtektir þjóðar-
innar á fyrsta Berklavarnar-
deginum.
Þegar sýnt þótt, að berklaveik-
in væri á undanhaldi og þarfir
berklasjúklinga ekki eins brýnar
og i árdaga SÍBS tók sambandið
að sinna þörfum annarra öryrkja,
svo sem sjá má á skrá yfir vist-
menn að Reykjalundi árin
1970—1971.
Á 12. þingi SfBS, sem haldið var
að Vifilsstöðum 1960 var lögum
sambandsins breytt þannig, að
félagsréttindi njóta nú þeir, ,,er
haldnir eru langvinnum sjúkdóm-
um i brjóstholi öðrum en berkla-
veiki”, þannig aö bæði asthma«og
hjartasjúklingar njóta þar nú
fullra réttinda. Reykjalundur
hefir undanfarin ár átt náið og
gott samstarf við Geðverndar-
félag lslands, en stærsti hópur-
inn, sem þangað hefir komið
undanfarin ár, eru þó sjúklingar
með sjúkdóma i miðtaugakerfi,
bæklunarsjúklingar og giktar-
sjúklingar.
Aðsókn að Reykjalundi er nú
svo mikil, að ráðizt hefir verið i
mikla stækkun staðarins. Berkla-
varnardagurinn er þvi ekki ein-
skorðaður við hjálp til handa
berklasjúklingum, heldur hvers-
konar öryrkjum, sem leitað hafa
verndar hjá stofnunum SfBS.
Takið þvi með vinsemd þeim
börnum og unglingum seni bjóða
ykkur blöð og merki SÍBS á
sunnudaginn kemur. Merkin eru
númeruð og er vinningurinn ferð
til Costa del Sol, með ferðaskrif-
stofunni Útsýn.
3ja mánaða verkfall
færir 14% hækkun
Brezkir byggingaverkamenn knýja
fram kjarabætur i verkfalli sem litið hefur af spurzt
Verkalýðsbaráttan er
ekki eins mikið fréttaefni í
blöðum og öðrum fjöl-
miðlum hér á Vesturlönd-
um og hún ætti að vera.
Það hefur löngum verið
svo, að ómerkilegt slúður
um framhjáhöld og annað
tómstundagaman borgara-
stéttarinnar situr i fyrir-
rúmi fyrir tiðindum af lífs-
afkomu alþýðu manna.
Nýlega rákumst við t.d. á
fréttir i brezku biaði um
úrslit í löngu og hörðu verk-
falli sem afar litið hefur
annars verið á dagskrá í
fjölmiðlum.
Hjónin Heiðrún Steingrims-
dóttir og Þorsteinn Jónatansson,
misstu allar eigur sinar, er húsið
að Helgamagra stræti 7 á Akur-
eyri, eyðilagðist af eldi aðfara-
nótt 18. september s.l.
Eins og að líkum lætur, þá eru
hjónin mjög illa stödd, þar sem
innbú þeirra var þar að auki mjög
lágt vátryggt. Sjálfsbjargarfél-
agar um allt land hafa þvi
OL-skák-
mótið
Siðustu fréttir af OL skákmótinu i
Skopje herma að Island hafi gert
jafntefli gegn Grikkjum 2:2 i B-
riðli. Norðmenn unnu Kólumbiu
3:1 og Englendingar unnu
Austurriki 2:5gegn 1.5 . 1 A riðlin-
um unnu Sovétrikin V-Þýzkaland
2:5 gegn 1.5, Holland Danmörku
2.5 gegn 1.5 og Sviþjóð vann Spán
með sömu tölu.
Um miðjan september lauk nær |
3ja mánaða löngu verkfalli I
byggingarverkamanna i Bret-
landi. Verkamenn unnu mikinn
sigur, þvi samið var um kaup-
hækkun sem metin er á um 14%.
Til nýjunga er talið að samið var
um vissa tegund verðtryggingar.
Er þá gert ráð fyrir þvi, að hækki
smásöluverð um meira en 8 1/2%
til jafnlengdar á næsta ári, fái
grunnkaupið verðlagsuppbót sem
nemur 20p eða 45 kr. fyrir hverja
þrjá fjórðu hluta úr prósenti fram
yfir 8 1/2%.
Byggingariðnaðarmaður fær
nú 26 pund (5.900 kr.) á viku i stað
20 punda (4.600 kr.), en hjá ófag-
lærðum verkamanni hefur viku-
kaupið hækkað úr 17 pundum
ákveðið að gangast fyrir söfnun
þeim til styrktar, og er fjárfram-
lögum veitt móttaka á skrifstofu
Sjálfsbjargar, landssambands
fatlaðra, Laugavegi 120, Reykja-
vik, simi 25388.
Látum verkin tala
„Sovézkir borgarar hafa þrá-
sinnis spurt mig, hvort Banda-
rikjastjórn æski friðar i raun og
veru. Ég tel, að verk okkar svari
þessari spurningu betur en
nokkur orð”. — Richard Nixon i
sovézka sjónvarpinu hinn 28 mai.
Göppingen —
Fram 23:22
1 gærkvöldi léku vestur-þýzku
meistararnir i handbolta, Göpp-
ingen, gegn tslandsmeisturunum,
Fram, og unnu þjóðverjarnir með
23:22.
(3.900 kr.) i 22 pund og 20 (5 þús.
kr.). Samið er um að tiltekin
hækkun verði á kaupi i júni á
næsta ári og einnig 1974.
Samningarnir gilda þvi nær til
ársloka 1974.
Orlofsdögum fjölgar þannig, að
i vetur bætist við einn dagur og
annar að vetri. Orlofið hefur verið
þrjár vikur og fjórir dagar að
föstum helgidögum meðtöldum.
8. þing
Framhald af 12. siðu.
maður kjaranefndar og Kristján
Jónsson formaður laganefndar.
Eitt veigamikið mál sem liggur
fyrir þinginu núna er i sambandi
við orlofslögin nýju. Hefur komið
i ljós, aö sjómenn fá ekki greitt
orlof af skattfrjálsum tekjum.
Ilefur reyndin orðið sú að sjó-
menn hafa fengið grcitt meira
orlof miðað við 7% i stað 8,33%
eins og er nú samkvæmt orlofs-
lögum.
Hefur þegar verið farið i próf-
mál út af þessari tilhögun. Þá
verða almenn kjaramál mikið til
umræðu á þessu þingi.
Blaðberar
óskast
Þjóðviljinn óskar að
ráða blaðbera í eftirtalin
hverf i:
Hjarðarhaga
Skjól
Háskólahverfi
Háteigsveg
Breiðholt
Teiga
Laugarnesveg
Miðbæ
Hverfisgötu
Bólstaðahlíð
Langahlíð
Vogahverfi 2
Grettisgötu
Þjóðviljinn
sími 17500
Sjálfsbjörg gengst
fyrir söfnun
— vegna brunans á Akureyri