Þjóðviljinn - 30.09.1972, Síða 4

Þjóðviljinn - 30.09.1972, Síða 4
4 StÐA — ÞJóÐVILJINNLaugardagur :!0- scptember 1972. pjOÐvnnNN MÁLGAGN sósIalisma, VERKALÝÐSHREYFINGAfi OG ÞJÓÐFRELSIS Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljana. Framkvaomdastjóri: Eiður Bergmann. Ritatjórar: Sigurður Guðmundsson, Svavar Gestsson (áb.). Auglýslngastjóri: Heimir Ingimarsson. Ritstjóm, afgrelðsla, auglýslngar: Skólav.sL 19. Simi 17500 (5 linur). Askriftarverð kr. 225.00 i minuðf. Lausasöluverð kr. 15.00. Prentun: Blaðaprent h.f. SIGURÐI GUÐMUNDSSYNI ÞAKKAÐ Sigurður Guðmundsson hefur verið rit- stjóri Þjóðviljans frá i nóvember 1943, eða i tæp 29 ár. Frá og með morgundeginum lætur Sigurður af störfum sem ritstjóri Þjóðviljans. Áður en Sigurður tók við rit- stjórn blaðsins hafði hann verið blaða- maður um langt skeið, en hann hóf störf við blaðið þegar i janúar 1937 og hefur þvi starfað við Þjóðviljann lengur en nokkur maður. Sigurður hefur raunar ekki einasta „starfað” við blaðið sem góður liðsmaður heldur hefur hann veitt blaðinu mikla oggiftudrjúga forustu. Hann er einn þeirra brautryðjenda sem hafa skapað þann Þjóðvilja, sem islenzkur verkalýður og flokkur hans eiga sem baráttuvopn og málgagn. Þjóðviljinn flytur Sigurði Guðmundssyni innilegustu þakkir fyrir starf hans jafn- framt árnaðaróskum til hans og f jölskyldu hans. SAMEINING - UM HVAÐ? Á siðustu árum hefur mikið verið skrafað um sameiningu „lýðræðis- sinnaðra jafnaðarmanna og samvinnu- manna” i einum flokki. Og nú hefur enn verið birt ný sameiginleg yfirlýsing Sam- taka frjálslyndra og Alþýðuflokksins, þar sem lýst er yfir vilja til samruna þessara flokka. Ekki er nema sjálfsagt að þeir skoðanahópar, sem telja sig sammála i meginatriðum gangi fram i einum flokki, en vegna þess að i yfirlýsingum einstakra forystumanna um þessi mál gætir oft til- hneigingar til að einfalda þann fræðilega möguleika, að allir andstæðingar Sjálf- stæðisflokksins sameinizt i einn flokk, er rétt að staldra við og spyrja. Sameining um hvað? Alþýðuflokkurinn, hefir á annan áratug, hagað starfsemi sinni eins og um útibú frá Sjálfstæðisflokknum væri að ræða, og þótt ekki sé rétt að efast um góðan vilja ein- stakra Alþýðuflokksmanna til endur- hæfingar þá hafa orð og gerðir formanns flokksins og fleiri helztu forystumanna, eftir hrunið i siðustu kosningum sýnt það, að þeir hafa ekkert lært af biturri reynslu. Spyrjum þvi að málefnum. Vill Alþýðuflokkurinn hverfa frá við- reisnarstefnunni, sem miðaði allt við gróða og meiri gróða til handa afætum þjóðfélagsins, en lét félagsleg sjónarmið og hagsmuni verkafólks lönd og leið? Vill Alþýðuflokkurinn af alhug ganga gegn núverandi utanrikisstefnu sinni, sem birzt hefur i auðmjúkri þjónustu við stjórnvöld Bandarikjanna hersetu íslands og þátttöku okkar i NATO? Vill Alþýðuflokkurinn taka þátt i að brjóta niður þá stefnu, sem formaður hans var einn helzti talsmaður fyrir á nýliðnum viðreisnarárum, að þjóðinni væri bezt borgið, ef erlent einkafjármagn annaðist hér uppbyggingu atvinnulifs? Vilja ráðamenn Alþýðuflokksins gangast fyrir gerbreytingu þjóðfélags- hátta með sósialiskum úrræðum, og byggja upp islenzkan jafnaðarmanna- flokk, sem sé ótvirætt i orði og á borði til vinstri við hefðbundna stefnu flestra ráðandi socialdemókrataflokka i Evrópu frá siðustu árum? Hafi Alþýðuflokkurinn ekki jákvætt svar við þessum spurningum, munu umræður frammámanna um sameiningu ekki marka stór spor i islenzkri stjórnmála- sögu, þvi að eitt er vist — og má má hér enn minna á kosningarnar i Noregi — kjósendum verður ekki lengur, svo auð- veldlega visað i dilk, og þá sizt unga fólkinu. KVEÐJA Auðvelt er það ekki að kveðja Þjóðviljann og lesendur hans eftir þrjátiu og fimm ára samfylgd: til- hugsunin væri likust þvi að eiga að ganga fram af Kiðu- björgunum, ef það vægi ekki þyngra að gaman er aö hafa lifað svo langan dag með Þjóðviljanum : ég tel mig vita blaðið i góðum höndum dug- mikil ritstjórn og annað starfslið er þar að verki: blaðið er i reynd málgagn sósialisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis, blað róttæks stjórnmáláflokks i öflugri sókn, Alþýðubanda- lagsins. Svo fámennt var löngum við blaðið fyrr á árum að sami maður varð að ganga i hvert það verk sem vinna þurfti: þegar lokið var að skrifa leiðara var næst að þýða framhaldssögu, sjá um inn- lendar fréttir eða erlendar, eiga viðtöl eða standa i stjórn- máladeilum. Þetta var blaða- mennska á frumstigi og mörg eru orðin alþýðublöðin á lslandi sem þannig voru unnin. Þarna hefur orðið ger- breyting á fáum áratugum, islenzk blöð breytzt svo að efni og frágangi að óþekkjanlegt má kalla, og skyldi enginn halda að það hafi gerzt sjálf- krafa. Blaðamannastétt hefur eflzt og menntazt, Blaða- mannafélag lslands breytzt úr samkomuklúbbi i öflugt stéttarfélag: þær breytingar hafa heldur ekki gerzt af sjálfu sér. Og áfram verður haldið á þeirri braut. Stundum örlar á þeirri hug- mynd að Þjóðviljinn hafi litið annað gert en ástunda þrætu- bókarlist um fánýta hluti. Ekkert er fjær sanni. Megin- þættir islenzkra þjóðfélags- mála, verkalýðsbarátta, sósialismi hafa ávalt verið verkefni Þjóðviljans og stjórnmálasamtakanna sem áttu hann að boðbera og vopni. Alþýðsamtökin á tslandi, og þó einkum hin rót- tæku verkalýðssamtök, verkalýðsfélög og stjórnmála- flokkar, hafa reynzt mikilvirk i baráttu alþýðunnar við fátæktarbasl og umkomuleysi og búið i haginn fyrir stærri sigra og sókn til alþýðuvalda, Þjóðviljinn hefur alltaf staðið i þvi striði: það skal falið fram- tið og sögu aö meta hvernig til tókst. t fáum kveðjuorðum verður fátt eitt sagt. Þvi skal nú brotið blað, einungis fluttar þakkir samstarfsmönnum viö Þjóðviljann fyrr og siðar, þar hef ég átt samleið meðnæröll- um sem við blaðið hafa unnið, ég þakka samfylgdina og samstarfið ritstjórum og öðr- um blaðamönnum, fram- kvæmdastjórum, prenturum og prófarkalesurum, verka- mönnum og starfsfólki á skrif- stofum og afgreiðslu, þvotta- konum, kaffikonum og „sendi- herrum”. Ég þakka þeim ára- tuga samskipti sem aldrei gleymast mér. Siðast en ekki sizt þakka ég þeim sem komu að tala við mig eða skrifuðu mér vegna áhugamála sinna eða vanda sins eða ég leitaði til. Þeir eru orönir margir öll þessi ár — sjómenn og verkamenn i landi, iðnaðarmenn og skóla- fólk, bændur og kennarar, skáld og aðrir listamenn — þegar að er gáð menn úr flest- um eða öllum starfsstéttum. Nokkrir komu einu sinni, aðrir oft, margir urðu traustir góð- kunningjar minir og nánir vinir. En allir miðluðu þeir af lifsreynslu sinni og fræddu mig um svo furðumargt sem ég vissi ekki og Þjóðviljann vanhagaði um. Þaðan kom efni i margan Þjóðviljaleiðara og aðrar greinar. Megi Þjóðviljinn lifa og dafna og ætið reynast trúr ætlunarverki sinu, vinna að þvi að aldadraumar islenzkrar alþýðu megi rætast og hugsjón sósialismans um fagurt mannlif, göfugra þjóð- félag. Sigurður Guðmundsson Yandlætingin er varasöm Opið bréf frá Bamaverndarnefnd Reykjavíkur t dagblaðinu VÍsi, 27. sept s.l., er i leiðara veitzt harkalega að störfum barnaverndarnefndar Reykjavikur og ekki spöruð gifuryrðin. Tilefnið er taka barns úr forsjá móöur þess samkvæmt áður uppkveðnum úrskurði Sakadóms Reykjavikur. Þrátt fyrir yfirlýstan „skort á visinda- legri innsýn i mannlegt eðli hjá barnaverndarnefnd” þá kemur það okkur i nefndinni alls ekki á óvartaðfjöldamörgumog vonandi flestum hafi orðið óneitanlega bilt við, þegar þeir lásu frásagnir dagblaðanna af þessum atburði. Vandlæting leiðarahöfundar Visis er lofsverð. Guð forði okkur frá þvi nöturlega ástandi að fyllast ekki heitri vandlætingu gagnvart atvikum, sem hér um ræðir. En nú er það svo, að vandlætingin ein leysir litinnn vanda i mann- legum samskiptum. Leiðarahöf- undi, sem gerzt hefur dómari um visindalega innsýn tiltekins hóps manna i mannlegt eðli, ætti að vera það ofur ljóst, að vand- lætingin ein gerir fremur að auka á heldur en að leysa vanda mannlegra samskipta. Leiðara- höfundar i nafni Visis kveðst ekki taka afstöðu til málstaðar þess, sem liggur að baki töku barnsins úr forsjá móður þess. Þó fullyrðir blaðamaður Visis, S.G., á baksiðu sama tölublaðs, að „rökstuðn- ingur barnaverndarnefndar i þessu máli liggi ekki fyrir....” Af- staða til málstaðar, eða eigum við ekki að taka mark á S.G.? Svo virðist ekki þvi að S.G. hafði i tölublaðinu frá deginum áður haft eftir yfirsakadómaranum i Reykjavik, að úrskurður Saka- dóms hefði verið grundvallaður á ákvörðun barnaverndarnefndar þ.e. rökstuðningi, nánar tiltekið úrskurði nefndarinnar kveðnum upp þann 5. júni 1972, ekki til birt- ingar i fjölmiðlum skv. lands- lögum. Vandlætingin er varasöm, en að hún orsakaði lesblindu, jú, það er ekki ósennilegt. Vandlætingin á mikinn réttá sér, en* hún er vand- meðfarin. Vandlæting, sem vis- vitandi stuðlar að lögbrotum er háskaleg i mannlegum sam- skiptum. Vandlæting samfara skynsamlegri ihugun er mikíls virði og nauðsynlegur þáttur i starfi þeirra, sem vinna að barnaverndarmálum. Þá vaknar spurningin: vandlátur fyrir hvers hönd? Vandlátur fyrir hönd foreldra, sem itrekað hafa brugðizt frumskyldum sinum gagnvart börnum, eða vandlátur fyrir hönd barnanna, sem svipt eru sjálfsögðum mannréttindum. Svarið við þessari spurningu er að okkar mati afdráttarlaust. En þessu svari fylgir mikil ábyrgð. Það reynir á að vera sjálfum sér samkvæmur. Afdráttarlaust svar getur stundum leitt til af- dráttarlausra aðgerða. Oftast er það svo, að engra góðra kosta er völ. Þvilik eru i raun svo oft kjör mannlegra samskipta. Þau gefa kannske tilefni til vandlætingar, en þó miklu fremur til djúprar hryggðar. Leiðarahöfundur VIsis lýsir fyrir alþjóð forsvarsmönnum barna- verndarnefndar og starfs- mönnum hennar sem fólki, sem virðist „hafa tilhneigingu til að lita holt og bolt á fólk það, sem þeir hafa samskipti af, sem geð- sjúklinga og fáráðlinga”. Enn- fremur að þetta fólk liti á sig sem „alvitur, æðri máttarvöld”, Enn- fremur, að þetta fólk liti á sig „sem pislarvotta, er séu ofsóttir af geðbiluðum foreldrum og fjöl- miðlum”. Nú kvartar Visir undan skorti á rökstuðningi i afsti barna verndarnefndar. Vafalaust er leiðarahöfundur Visis reiðubúinn til þess að leggja fram fyrir dóm- stólum rökstuðning, byggðan á „visindalegu innsæi i mannlegt eðli”, fyrir fullyrðingum sinum, um forsvarsmenn barnaverndar- nefndar og starfsmenn hennar. Til að létta honum undir- búninginn er rétt að upplýsa, að hér á i hlut hátt á annar tugur starfsmanna, félagsróðgjafa, lögfræðinga, fóstru,, kennara, hjúkrunarkonu, félagsfræðings, að viðbættum öðrum fulltrúum i fjölskyldudeild Félagsmálastofn- unar Reykjavikurborgar, auk ráðgefandi sálfræðings og læknis. Forsvarsmenn barnaverndar- nefndar eru undirritaðir. Björn Björnsson. (sign) Ragnar Júliusson. (sign) Gerður Steinþórsdóttir. (sign) Jón Magnússon.(sign) Margrét Margeirsdóttir. (sign) Elin Guðjónsdottir (sign) Hulda Valtýsdóttir. (sign) Nýr landgrœðslu- stjóri Landbúnaðarráðherra hefur skipað Svein Runólfsson, bú- fræðikandidat, landgræðslustjóra frá 1. október 1972 að telja.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.