Þjóðviljinn - 30.09.1972, Síða 5
Laugardagur 30. september 1972. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5.
Rœða Þrastar Olafssonar hagfræð-
ings á fundi Alþýðubandalagsins í
Reykjavík á finuntudagskvöldið
Tvennt er þaö einkum,
sem vekur eftirtekt, þegar
litiö er á efnahagsmál
þjóöarinnar nú. Annars
vegar sú mikla velmegun,
sem er hjá almenningi og
gróska i þjónustuatvinnu-
greinunum. Feröaskrif-
stofur auglýsa aukaferðir
til Mallorka vegna mikillar
aösóknar, nýir bilar fylla
götur borgarinnar, bygg-
ingarframkvæmdir hvar-
vetna miklar og verö á
ibúðum og öðrum fasteign-
um hefur aldrei veriö
hærra og vex stööugt. Hins
vegar höfum viö fram-
leiðsluatvinnuvegina svo-
kölluöu, sjávarútveg, land-
búnaö og iönaö, sem ýmist
eru reknir með tapi eins og
sjávarútvegur og landbún-
erfitt verður að skapa togaraflot-
anum nýjan, skynsamlegan
rekstarargrundvöll, ef áfram
heldur minnkandi aflamagn við
landið. Okkur, sem i efnahags-
málanefnd rikisstjórnarinnar
störfum, hefur ekki tekizt að
verða okkur úti um haldgóða spá-
dóma um fiskistofnana við lsland
og hvers megi vænta á næstunni.
Efasemdarmenn láta að þvi
liggja, að heildaraflamagn muni
ekki aukast á næstunni þrátt fyrir
verulega aukna sókn i kjölfar
nýju skuttogaranna. Ef sá
spádómur reynist réttur, sem ég
vona ekki, verður við mjög erfitt
vandamál að striða fyrir þjóðar-
búskapinn, og ógjörlegt að gera
sér grein fyrir stærðargráðu þess
vanda nú.
Tekjur sjómanna.
Enn eru ótalin þau útgjöld
frystihúsanna, sem vitað er um á
næsta ári, þ.e. 6% grunnkaups-
hækkun 1. marz 1973.
að skoða betur samhengið milli
erlendrar skuldasöfnunar og
gengisfellingar.
Enn er margt óupptalið, sem
e.t.v. væri nauðsynlegt að minn-
ast á i sambandi við þau vanda-
mál, sem við er að glima. Um er
að ræða verulegan þjóðhagslegan
hajla, sem birtist i taprekstri
sjávarútv, og erfiðleikum rikis-
sjóðs. Afleiðingin er stór halli á
viðskiptum þjóðarinnar við út-
lönd.
En eitt ætti að vera orðið ljóst,
og það er misræmið milli fram-
leiðslu þjóðarinnar og eyðslu
hennar. Framleiðslan stendur
ekki undir eyðslunni. Bruðlið er
að sliga þjóðfélagið og skapar
eru mjög einkennandi fyrir
islenzkt atvinnulif.
8 ára áætlun.
Mjög svipaða sögu má segja
um óhagkvæmni rekstrar
iðnaðarins. Þar blómstrar frum-
kapitalistiskt handverk enn, þótt
við köllum það iðnað i kurteisis-
skyni. En það stendur vonandi til
bóta. A vegum iðnaðarráðuneyt-
isins er nú unnið að átta ára iðn-
þróunaráætlun fyrir fsiand, sem
hefur það markmið að þrefalda
afköst iðnaðarins fram til ársins
1980. Ég vil ekki ræða meira
framleiðsluhliðina og þá miklu
óhagkvæmni, sem þar rikir, en
snúa mér að eyðsluhliðinni, sem
Afætukerfið er stærsti
bölvaldur efnahagslífsins
aöur eða taplausir, en án
gróöa eins og iðnaðurinn.
Siðustu kjara-
samningar.
Það er enginn efi á þvi, að rikis-
stjórnin færði með siðustu al-
mennu kjarasamningum veruleg-
ar upphæðir frá félögum til
launafólks, en gert er ráð fyrir að
kaupmáttur ráðstöfunartekna,
sem þýðir að búið sé að taka tillit
til breytinga i sköttum, aukist um
tæp 15% árið 1971 og svipað 1972.
Vergar þjóðartekjur á verðlagi
ársins 1960 uxu um 12,5% árið
1971, en gert er ráð fyrir um 5%
magnaukningu á yfirstandandi
ári. Hér veldur einkum sú afla-
tregða á þorskveiðum, sem
ágerzt hefur á siðustu mánuðum,
auk þess sem gengisbreyting
Bandarikjadollars gagnvart
Evrópumyntum hafði i för með
sér versnandi viðskiptakjör við
útlönd. Á næsta ári er ekki gert
ráð fyrir aukningu á afkastagetu
þjóðarbúsins, þar sem hvorki er
búizt við batnandi viðskiptakjör-
um nd auknum afla.
Fiskveiöar.
Mikið er rætt um þá erfiðleika,
sem við er að glima vegna vanda-
mála sjávarútvegsins. Þjóðarbú-
ið hefur orðið fyrir tilfinnanlegum
skelli vegna minnkandi afla,
einkum þorsksins, og þar af leið-
andi samdráttar útflutnings-
tekna. 1 þeim spám, sem fyrir
lágu i ársbyrjun var gert ráð fyrir
hallalausum rekstri sjávarút-
vegsins, ef framleiðslumagnið
héldist nokkurn veginn óbreytt
eða ykist litilsháttar.
Þótt kostnaðarverðlag hafi ekki
hækkað að marki miðaö við þá
spá, hefur hins vegar aflamagnið
reynzt mun minna en i fyrra, og
einnig hefur samsetning aflans
breytzt. Um leið og hlutfall
þorsksins lækkar verður heildar-
verðmætið minna vegna þess að
vinnsla þorsks er nú miklu arð-
samari en annarra fisktegunda.
Aætlað er, að þessi áföll megi
meta á sem svarar 10% verð-
mætarýrnun sjávarafurðafram-
leiðslunnar þrátt fyrir aukna
sókn, sem ekki er litill skellur.
Búizt er við hallarekstri bæði
bátaflotans og frystingar á yfir-
standandi ári. Vandamál togara-
flotans verða ekki rædd hér, enda
tæplega nægilegar upplysingar
fyrir hendi, en auðsýnt þykir, að
Einnig er óupptalinn sá sá
vandi, sem einna erfiðast kann
að reynast að leysa, en það er
óhagstæður tekjusamanburður
sjómanna við aðrar stéttir.
Minnkandi afli ásamt minnkandi
hækkun útflutningsverölags hefur
i för með sér minnkandi aflahlut
sjómanna. Á sama tima hefur þó
visitalan og kjarasamningar haft
i för með sér hækkun kauptaxta
verkafólks og iðnaðarmanna. Þvi
stöndum við frammi fyrir þeim
vanda að þurfa aðr hækka tekjur
sjómanna um leið og framleiðsl-
an dregst verulega saman. Við
ákvörðun fiskverðs i næsta mán-
uði verður án efa krafizt leiðrétt-
inga á þessu tekjumisræmi.
Þessi tekjusamanburður ýmissa
starfsstétta, sem þó eru i mis-
munandi aðstöðu minnir okkur
óþyrmilega á þaö, hve fáránlegt
það er að stjórna tslandi, án þess
að hafa i huga kostnaðarsam-
tengingu atvinnuveganna.sem
þýðir, að landið er ein ökonomísk
heild. Breyting á einum stað
framkallar erfiðleika i öðrum
atvinnuvegi.
Rétt er að geta þess að lokum,
að móti þessum hallatölum stend-
ur Verðjöfnunarsjóður sjávarút-
vegsins, en i honum eru nú um 1,1
miljarður króna.
Ég vil láta útrætt i bráð um
sjávarútveg og vandamál hans,
en sný mér að rikissjóði og jafn-
vægiserfiðleikum hans.
Erfiðleikar
ríkissjóös.
Búið er að ganga frá fjárlaga-
frumvarpi fyrir árið 1973 og verð-
ur það lagt fyrir Alþingi með
greiðsluafgangi. Um nokkra
hækkun er að ræða frá þvi i fyrra,
sem að mestu eru verðbreyt-
ingaráhrif. Rikisstjórnin hefur á
stefnuskrá sinni verulega aukn-
ingu félagslegra útgjalda, opin-
berrar fjárfestingar og sam-
neyzlu. Ef verðstöðvunin og nið-
urgreiðslurnar verða framlengd-
ar mun það og kosta verulegt
fjármagn. Það er þvi auðséð nú,
að auka þarf tekjur rikissjóðs að
mun á næsta ári.
En það eru fleiri svið efnahags-
lifsins, sem komin eru úr jafn-
vægi. Fjárfestingasjóðir lands-
manna eru tómir og má áætla að
þá vanti nokkur hundruð
miljónir til að geta annað þvi,
sem þegar er búið að ákveða, svo
og þvi sem þegar er vitað að
ráðstafa á. Ef ráðstöfun innan-
lands er umfram framleiðslu,
kemur það fram i viðskiptahalla
við útlönd.
Skuldir erlendis.
Viðskiptajöfnuður landsins, en
hann sýnir skipti þjóðarinnar á
vörum og þjónustu við útlönd, var
afar óhagstæður 1971 eða á bilinu
um 4,5 miljarður; svipuð upphæð
er áætluð 1972. Greiðslujöfnuður-
inn við útlönd, sem er viðskipta-
jöfnuður að viðbættum
fjármagnshreyfingum var að
visu jákvæður um 1,5 miljarða
árið 1971, en er áætlaður neikvæð-
ur á yfirstandandi ári um 600—800
miljónir. Þetta bendir á mjög
jákvæðan fjármagnsjöfnuð eða
miklar lántökur þjóðarinnar er-
lendis. Er nú svo komið, að
greiðslubyrði landsins hefur náð
þeirri upphæð, að við verðum al-
varlega að athuga okkar gang,
áður en hún er þyngd enn meir.
Heildarskuldir viö útlönd námu i
árslok 1971 14,4 miljörðum, en eru
áætlaðar nú i árslok 16,9 miljarð-
ar, sem er 64,5% af tekjum af vör-
um og þjónustu eins árs.
Greiðslubyrðin er nú um 12% af
heildartekjum af vöru og þjón-
ustu, sem er 2% hærra hlutfall, en
undanfarinn áratug. Til þess að
halda greiðslubyrðinni i 12%, sem
er álitið i hærra lagi verðum við
að lækka skuldir okkar við útlönd
verulega frá þvi sem nú er. Nettó-
aukning innkominna lána árlega
má ekki aukast nema um 750
milj. kr. sem þýðir árlega lán-
töku upp á 3,7 miljarða
króna. Þrir miljarðar fara þá i
afborganir og vexti. Verði
skuldaaukningin meiri aukast af-
borgana- og vaxtagreiðslur það
mikið, að stöðugt hærri lántökur
megna einar að standa undir
þeim. 1 þessu er einmitt fólgin ein
meginhætta skuldasöfnunar i
þeim mæli, sem hér hefur átt sér
stað að undanförnu, en við höfum
tekið lán erlendis til hvers konar
framkvæmda án þess að draga
nokkuð úr eyðslu okkar heima-
fyrir.
Misræmi framleiðslu
og eyðslu.
Þegar allt þetta er haft i huga
er hér óneitanlega um að ræða
verulega áhættu fyrir efnahags-
legt sjálfstæði og valfrelsi þjóðar-
innar i framtiðinni. Þótt ekki væri
nema af þessari ástæðu er ráðlegt
vitahring jafnvægisleysis i
þjóðarbúskapnum gagnvart út-
löndum og jafnvægisleysi milli
atvinnuvega og einstaklinga inn-
anlands.
Píramídi á haus.
Hingað til höfum við eingöngu
skoðað hvernig vandamálið er og
hvar það komi i ljós. Hitt er öllu
erfiðara að komast fyrir orsak-
irnar, af hverju þetta ersvo.
Aflamagn er hagfræðileg stærð,
sem breytist i tima — hún er
„dýnamisk”: eitt árið er litil
veiði, annað mikil. Sveiflur i afla-
magni ber þvi að leysa sam-
kvæmt þvi. Hins vegar er jafn-
vægisskortur hagkerfisins óháður
tima. Hagkerfið er afar óstöðugt
og óhæft að taka við áföllum eins
og slæmu árferði og aflabresti
eða jafnvel miklum afla eins og á
viðreisnartimunum.
Vegna afar óeðlilegrar þróunar
hagkcrfisins stendur íslenzk at-
vinnuuppbygging á haus, cins og
öfugur pýramidi, þar scin frum-
framleiðslugreinar eru neðstar,
en þjónustugreinar efstar.
óhagkvæmni og
léleg afköst.
Andstætt þeirri þróun, sem átt
hefur sér stað i evrópskum
kaptialisma hefur þróunin hér
ekki verið i átt til samruna smá-
fyrirtækja og virkari og stærri
efnahagseininga, sem gæti hag-
nýtt sér kosti fjöldaframleiðslu og
verkaskiptingar, sem annars eru
eitt megineinkenni kapitaliskra
atvinnuhátta.
Samkeppnin, sem skapa átti
þessar stóru einingar var ekki til
hér vegna verðbólgunnar, sem
dregur úr öllum áhrifum sam-
keppni og gerir hana að sunnu-
dagsfrasa. Stóru einingarnar á
Islandi hafa annað hvort orðið til
vegna hugmyndafræðilegrar
baráttu um skipulag verzlunar-
innar i landinu, samanber Sam-
band isl. samvinnufélaga, eða
vegna harðrar samkeppni á
erlendum mörkuðum, svo sem SH
og frystihúsasamsteypa SIS.
Hér á Islandi er slagorðið:
hverjum sitt frystihús, hverjum
sinn bát og hverjum sitt hús.
Einhverjum kann að þykja þetta
æskileg pólitik, en höfum við efni
á þessu? Erum við ekki að sóa
verðmætum, sem okkur nú svo
stórlega vanhagar um? Óhag-
kvæmni i rekstri og léleg afköst
er að sliga framleiðsluna, sem þó
var ekki of beysin fyrir.
Ég hefi einhvern tima varpað
fram þeirri fullyrðingu, að tvær
stærstu andstæður islenzks sam-
félags væru milli afætna og
framleiðcnda annars vegar, en
innan þess hóps, sem ég kalla
framleiðendur — og ég viður-
kenni að er vandræðalausn—er
hliðarandstæða milli atvinnurek-
enda og launafólks. Hins vegar er
önnur aðalandstæðan skaut-
myndunin milli Reykjavikur og
landsbyggðarinnar.
Þetta er ekki staður til að sann-
reyna fullyrðingu mina, en ég vil
þó útskýra nánar það, sem ég
kalla afætur og álft stærsta böl-
vald islenzks efnahagslifs. Sem
afætur skilgreini ég alla þá, sem
eru i þeirri aöstöðu að geta sölsað
til sin hluta hins þjóðfélagslega
hagnaðar eða gildisaukans, án
þess að leggja af mörkum neina
þjóðfélagslega æskilega eða
nauðsynlega vinnu. Tekjur þessa
stóra hóps manna verða að þjóð-
félagslegum kostnaði, ef landið
allt er skoðað sem ein hagfræði-
leg heild, en það er einasta að-
ferðin til að skilja orsakir og af-
leiðingar i islenzkum þjóðarbú-
skap.
Ein peningastofnun
handa 800!
Ég vil nú láta fylgja nokkrar al-
mennar hugleiðingar og benda á,
hve afæturnar og yfirbygging
þjóðfélagsins er dýr framleiðslu-
atvinnuvegunum og þjóðinni
allri, þær verða að vera baksvið
allrar efnahagslegrar hugsunar
hérlendis.
1 landinu eru tæplega 120
peningastofnanir svo sem bankar
og sparisjóðir. 1 Reykjavik einni
eru þær tæplega 30. Þessar stofn-
anir veita atvinnuvegunum
margvislega þjónustu, en ég efast
ekki um að fækka mætti þeim um
helming og draga úr kostnaði við
rekstur þeirra samkvæmt þvi. Þá
hefðum við 60 i stað 120 banka-
stjóra. Á Islandi eru 95 lifeyris-
sjóðir, hver og einn með sinn
„bankastjóra”. Við erum með 17
fjárfestingarsjóði auk ýmissa
annarra sjóða, ekki færri en 10.
Hinar 120 peningastofnanir hafa
þó ekki merkilegra hlutverki að
gegna en þvi að dreifa um 25% af
a'rlegri fjármagnsmyndun
þjóðarbúsins. Alls eru þetta 262
Framhald á 11. siðu.