Þjóðviljinn - 30.09.1972, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 30.09.1972, Qupperneq 7
Laugardagur 30. september 1972. ÞJÓÐVILJINN — 7. StÐA mannleg eymd kemst á hvað lægst stig og hinsv. höll Hass- ans konungs, sem hann ku dvelja i um lOtil 15daga á ári og er hún i miðju Kaspanhverfinu. Fyrst er farin inn i þessa höll þar sem við blasir pell og purpurý, gull og gimsteinar og i svo rikum mæli að ekki verður lýst með orð- um. Þö má geta þess að ljósa- króna ein mikil hangir þar i lofti og er hún sögð eitt tonn á þyngd og er hún úr gulli og kristal. Annað er eftir þessu. Siðan er haldið i hinn staöinn, Kaspanhverfið. Orðið kaspan þýðir virki og eru þessi hverfi örmjóir ranghalar þar sem þús- undir eða tugir þúsunda manna búa. Þeirri óskaplegu eymd er við blasir þarna verður ekki lýst með orðum. Við Islendingar eigum ekki imyndunarafl sem getur far- ið nógu langt niður i svartnættið til að hægt sé að lýsa þessu. Þarna ægir saman i kös liggj- andi á götunni fólki á öllum aldri, allt frá kornabörnum og til háaldraðs fólks. Þarna liggur fólk á grútskitugum strámottum. Maurar og önnur skorkvikindi skriða þar um, matur fólksins liggur þarna hjá eða i þeim skúmaskotum sem eiga að kallast hibýli fólksins, — ranghölum 3- 4ra metra löngum og 2ja metra breiðum. Fólkið situr eða liggur svo fyrir utan þessar kompur og reynir ýmist að betla af þeim sem framhjá fara eða selja vegfarend um eitthvert skran er það hefur sankað að sér. Inni milli sitja svo menn og súta skinn sem siðan er notað i skótau, sem þeir hinir sömu reyna að selja ferðamönn- um, eða þá ómerkilegar smá töskur gerðar af þeim vanefnum, sem allt þarna býður uppá. Einn- ig sitja þarna menn með ávaxta- hrúgur svo sem appelsinur og melónur sem þeir hafa keypt af sveitafólkinu, sem kemur með vörur sinar til borganna.og þessa ávexti reynir fólkið að selja þeim er framhjá fara. Litil börn ganga þarna um betl- andi allt niður i eins árs aldur.svo þau geta ekki talað,en hafa lært að rétta út höndina eftir einhverju smálegu. Einnig flækjast þarna um sölu- menn sem lifa á þvi að selja ferðamönnum allskonar minja- gripi, sem eiga að minna fólk á Marokko, og eru þeir svo ágengir að erfitt er að verjast ásókn þeirra. Þeir setja i upphafi upp margfalt verð á hlutina en siðan eru þeir vanalega seldir fyrir litið sem ekkert verð á okkar mæli- kvarða. En eins og i upphafi þessa greinarkorns segir, er erfitt að lýsa þessum ósköpum. Menn verða að sjá þetta sjálfir, finna hinn hræðilega ódaun er þarna er, finna andrúmsloftið er þarna svifur yfir. Það er mikil lifsreynsla venjulegum íslendingi að horfa á þetta. Það var heldur ekki meiningin að reyna að lýsa þessu svartnætti að neinu marki. Hinsvegar leitar á mann sú spurning, hversvegna þetta er svona. Það þarf enginn að segja, að ekki sé hægt að laga þetta ef vilji er fyrir hendi hjá stjórnvöldum landsins. Við vitum að fátækrahverfi eru til i öllum löndum kapitalismans, en vestur- löndum er ekkert sem likist þessu. Astæðan fyrir þessari mannl. eymd i Marokko er auðvitað sú að yfirstéttin, hinar örfáu fjölskyld- ur sem eiga og ráða þarna öllu, kærir sig ekkert um að breyta þessu. Það myndi kosta hana spón úr aski að koma alþýðu manna til mannsæmandi lifs og um slikt kærir hún sig ekki. Hún hefur það gott og þá má alþýðan þjást þess vegna. S LÍFS in af svölum eins glæsilegasta veitingahússins i Tanger og niður i þessa holu sem i. i'ólkið flýði inn i kompur sinar þegar á annað hundrað ferðamenn tomu til aö skoða það, og börnin neðst i strætinu horfa með tortryggni á erðafólkið. Þessi gamli maður mókti þarna fyrir utan kompu þá, sem er heimili hans og sjá má til vinstri á myndinni. llann var sjálfsagt með efnuð- ustu mönnum i hverfinu, þvi hann átti stól. Það sagði við mig fyrrum ákaf- ur sjálfstæöismaður eftir þessa ferð:,,Éghef aldrei verið bylting- arsinni. aö minnsta kosti ekki til þessa, en eftir þessa ferð skil ég vel hversvegna byltingar eru gerðar og ég hygg að þessar ferð- ir sem ferðaskrifstofan (Jtsýn skipuleggur til Marokko séu á við málgögn, fundi og annan áróður fyrir sósíalisma heima á ts- landi". Ég er þessum manni alveg sammála, og hafi ferða- skrifstofan þökk fyrir. Það hlýtur að vekja hverja islenzka konu til umhugsunar að horfa á stöðu konunnar i Marokko. Þar sem hún er minna virði en dráttardýr. Menn horfðu á karlmanninn sitja áasna sinum en konu hans ganga viö hliðina með þungar byrðar á bakinu. All- ar giítar konur verða að ganga með bla'ju fyrir andlitinu og mega ekki taka hana niður i aug- sýn annarra karlmanna en eigin- mannsins. Eiginmaðurinn getur ált 4 konur og hann getur selt konu sina fyrir einn til tvo úllalda cf hann vill. Slik eru réttindi kon- unnar i þessu riki,og samt eru til konur er mynda rauðsokkasam- tök á tslandi og tala þar um órétt- læti karlmanna gagnvart konum! Það va>ri óskandi að sem flestir hægrisinnaðir Islendingar fari til Marokko,þvi meðan svo er, mun sósialisk hreyfing á lslandi eflast að mun á kostnað kapitalisku flokkanna hér á landi, þvi að i Marokko fá menn að sjá kapitalismann i öllu sinu veldi. — S.dór. Miljónera frúin og hunda- grafreiturinn Ferðamenn sem koma til Marokko og eru leiddir i gegnum hin ömurlegu fátækrahverfi borg- anna Tanger og Tetuean, eru einnig leiddir gegnum auð- mannahverfin einkum þó i Tang- er. Bandariska miljónerafrúin og fyrrum kvikmyndaleikkona, Betty Hutton á þarna stóra og glæsilega höll i Tanger. Borgar- yfirvöld létu henni i té lóð undir slotið á bezta stað og henni fannst hún mega til með að þakka Marokkobúum fyrir þessa glæsi- legu lóð. Og hvað skyldi henni þá hafa dottið fyrst i hug til að launa þeim lóðina? Jú, hún gaf þeim hundagrafreit og stendur hann við endann á hinni stóru og glæsilegu lóð henn- ar með mörg hundruð hvitum krossum og legsteinum á hæð við ölflösku. Erfitt að mynda Þær myndir sem fylgja þessar grein eru teknar svo að segja hlindandi inni hinu ömurlega Kaspan-hverfi i Tetuean Marokko. Og sá sem lyftir myndavél þarna i hvcrfinu má þegar búast við árás mannfjölda.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.