Þjóðviljinn - 30.09.1972, Page 11
Laugardagur 30. september 1972. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11.
Þröstur
Framhald af 5. siðu.
fjármagnsmiðlarar eða einn fjár-
magnsmiðlari á hverja 800 ibúa —
börn og gamalmenni meðtalin.
En það er fleira matur en feitt
kjöt.
Þjóðnýting trygginga
fiskiskipa.
Sleppum dreifingu á oliu i þetta
skiptiö. hún er orðin svo útjöskuð,
en athugum þess i stað vátrygg-
ingarkerfið. Ég hef ekki i hyggju
að telja upp fjölda vátrygginga-
félaga eða alls þess fólks, sem þar
starfar og blöskrast á bruðlinu,
heldur sýna athyglisverð tengsl
þess við þá atvinnugrein, sem nú
berst hvað mest i bökkunum —
sjávarútveginn. Til er stofnun,
sem nefnist Tryggingarsjóður
fiskiskipa. Þetta er opinber sjóð-
ur, sem greiðir vátryggingarið-
gjöld fyrir svotil allan bátaflot-
ann. Með þessum sjóði eru
vátryggingariðgjöld þjóðnýtt i
reynd, en bátarnir siðan tryggðir
hjá bátaábyrgðarfélögum, sem
eru yfirleitt venjuleg tryggingar-
félög. Ilalli á þessum þjóðnýtta
sjóði árin 1971 og 1972 mun láta
nærri að nema um 150 milj. sem
er citt af þeim vandamálum sem
nú er við að glima. Ef við tökum
árin 1969, 1970 og 1971 til saman-
burðar þá kcmur i ljós, að hagn-
aöur einkatryggingarfélaganna
af tryggingu sömu fiskiskipa hef-
ur numið svipaðri upphæð ef ekki
ögn hærri. Það er þvi aðeins vatn
á myllu einkatry gginganna að
auka fjáraustur i Tryggingar-
sjóöinn. Þjóðnýting á tryggingum
fiskiskipa er eina skynsamlega
ráöið, þannig að Tryggingar-
sjóðurinn verði að tryggingar-
félagi.
Tökum dæmi um sóun verð-
mæta, en það er það fjármagn,
sem dregið er út úr fyrirtækjun-
um til að reisa dýrar ibúðarhallir.
Þeir menn, sem þannig byggja
draga heldur ekkert úr neyzlu
sinni og auka vinnuframlag sitt
ekkert en eyða fjármagni, sem
nota hefði mátt til annars konar
fjárfestingar. Á meðan þessi sóun
er leyfð, berjast tugir fjölskyldna
um ibúðargarm, og þær eru
reiðubúnar að borga fyrir afnot
þeirra svimandi upphæðir. Þvi
tek ég þetta fyrir að eitt af þeim
vandamálum, sem leysa þarf eru
blankheit Byggingarsjóðs rikis-
ins. Það fé sem á vantar er til
staðar i þjóðfélaginu, það þarf
bara að komast fyrir það.
Sú leið að bæta stöðugt við,
orsakar bara meiri spennu og
verðbólgu og býr til fleiri vanda-
mál en þau sem leysast, þvi ef
framlög eru stöðugt aukin til að
leysa alvarleg félagsleg vand-
ræði, en hvergi dregið úr eyðslu i
staöinn, verður útkoman ekkert
annað en aukin verðbólga, sem
kallar á nýja gengisfellingu og
nýja skuldasöfnun erlendis og
getur endað i gjaldþroti þjóðar-
innar.
Sóunin og
veröbólgan.
En við skulum ögn doka hér við
— ég hef tæplega minnzt á
verðbólguna enn sem komið er.
Sóunin og það kerfi, sem hún
byggir á, er einn meginverð-
bólguvaldur á Islandi ásamt
núverandi visitölukerfi. Visitölu-
kerfið átti i eina tið að vernda
launafólk einkum þá lægst laun-
uðij t dag hindrar hún, að
hægt sé að bæta lifskjör þeirra þvi
visitalan á jöfnum höndum að
mæla nauðsynjar fólks sem
munaðarvörur og um leið að vera
hagstjórnartæki rikisins. Ef færð-
ur er 1 miljarður króna til gamals
fólks og öryrkja i formi almanna-
trygginga, en slikar tilfærslur eru
launahækkanir þessa fólks, verð-
ur að taka þetta fé einhvers stað-
ar t.d. með hækkun á brennivini
eða hækkun fasteignaskatta.
Hvort tveggja kemur fram i
hækkaðri visitölu, sem eykur
kostnað rikissjóðs vegna þess að
allir rikisstarfsmenn og launafólk
fá launahækkun út á það. Þetta
hækkar aftur verölagiö á einn eða
annan hátt og étur tilfærsluna aft-
ur upp. Búið er að gera visitöluna
-eins takmarkað fyrirbæri oghún
er — að viðmiðun allra efnahags-
legra athafna, öll okkar hugsun
hringsnýst um visitöluáhrif. Það
er þvi vissulega kominn timi til að
lita um öxl og athuga, hvort hags-
munum þess fólks, sem núver-
andi rikisstjórn ber einkum fyrir
brjósti, er ekki betur komið i öðru
formi en nú er.
Þegar visitalan er farin að
hindra stjórnvöld i þvi að
framkvæma aðgerðir, sem miða
að hagsbótum fyrir alþýðu, ber að
breyta henni. En visitalan verður
samt sem áður að tryggja allan
almenning gegn vcrðbólgu, hvort
sem hér er vinstri eða hægri
stjórn.
En ekki má gleyma garminum
honum Katli. Ég hef þar i huga
þau neikvæðu áhrif, sem núver-
andi verðlagskerfi og verðfest-
ingarstefna hefur.
Verðlagsmál og verðbólga eru
vandamál, sem glimt er við i öll-
um auðvaldsheiminum. Verð-
lagskerfið hefur það hlutverk að
stýra gróða- og fjármagns-
streymi hagkerfisins. Verðbólgan
skekkir verðhlutföll, þvi er hún
óæskileg. Það er mjög til athug-
unar að koma hér á allsherjar-
visitölukerfi, sem héldi verðhlut-
föllum réttum. Menn eru vissu-
lega kviðnir við tilhugsunina — en
hún á engu að siður rétt á sér nú.
Þetta þýddi að sjálfsögðu frjálst
verðlag, fljótandi gengi og visi-
tölubindingu launa, innstæðna og
skulda.
Tekjutrygging
innflytjenda.
Við búum hér við nokkuð fast
verðlagskerfi eins og er, sem hef-
ur furðuleg áhrif á efnahagskerf-
ið. Það virkar nefnilega þannig að
sópa gróða til innflytjenda og
draga úr sölu innlends varnings.
Innflytjendur hafa i dag þá beztu
tekjutryggingu, sem hægt er að
hugsa sér, þar sem þeir hafa
fasta álagningu. Það er sama
hvað tautar og raular, þeir fá sin-
ar tekjur, sömu prósentu, hver
sem innkaupin eru, þannig aukast
tekjur þeirra við hærra innkaups-
verð erlendis og meiri gjaldeyris-
útlát fyrir landið. Auk þess hafa
margir þeirra tök á þvi að fá um-
boðslaun sin og margskonar
heimakostnað reiknaðan inn i er-
lenda söluverðið. Siðan fá þeir
fasta prósentu hér heima i
ofanálag. Enda þurfum við ekki
annað en bera saman verð t.d. á
venjulegu barnaþrihjóli úti i
Manchester og sömu tegund af
hjóli hér heima. Tollgreiðslan er
minnstur hluti þess mismunar.
Hver hirðir þennan mismun?
Þeir sem vinna við framleiðsl-
una þurfa hærri laun m.a. vegna
þess hve dýrt er að draga fram
lifið hér, og það er einkum hús-
næðis- og innflutningsokrið, sem
valda. Það er ekki svo litið, sem
það kostar að halda uppi forstjóra
yfir hverri innfluttri bilategund —
já og leyfa þeim að græða svo
mikið á atferli sinu, að þeir geti
keypt beztu starfsmennina frá
framleiðsluatvinnuvegunum.
Kærkomið fórnardýr innflutn-
ingsaðalsins er bændastéttin, og á
landbúnaðarstefnan ekki litinn
þátt i þvi. Kannski þar sé að finna
eitthvað af þeim 2,2 miljörðum,
sem nota þarf til niðurgreiðslna á
landbúnaðarvöru. Umframfram-
leiðslunni verður nefnilega ekki
viðhaldið nema meö stöðugt stór-
tækari innfluttum vélum sem not-
ast einn mánuð á ári. Með
negativum vöxtum og skilningi i
rikisbönkum tryggja afætur inn-
flutningsverzlunarinnar veltuna
hér heima og safna auði erlendis.
Ég læt þessu nú brátt lokið. Ég
vildi með þessu sýna fram á það,
hve rekstur islenzka þjóðfélags-
ins er dýr. Fasti kostnaður þjóð-
félagsins er allt of hár og litið til
skiptanna ef breytilegur kostnað-
ur þess hækkar eins og átt hefur
sér stað nú.
Viðreisnarstjórnin var ekki að
velta þessu neitt fyrir sér. Hún
felldi gengið ótt og titt og lét
alþýðu axla byrðina. Hún vildi
aldrei leysa nema þe si
„dýnamisku” vandamál. ■' »ið
vitum, að þau eru tvinnuð ,nan
i eitt samfélagslegt, pólitiskt
vandamál, sem er hvorki meira
né minna en það þjoofélag, sem
við viljum byggja upp. Val efna-
hagsleiða er þvi alltaf pólitiskt
val.
Vissulega þurfum við að leysa
þau „dýnamisku” vandamál,
sem við blasa og ég rakti i upp-
hafi máls mins, þau þola enga
bið. En við erum að blekkja sjálfa
okkur og alþýðu i landinu, ef við
látum þar við sitja, þvi afæturnar
munu sjá til þess, að erfiðleikarn-
ir endurtaki sig.
Þær aögerðir, sem gera verður
til að leysa vanda sjávarútvegs-
ins verða allavega kaupmáttar-
skerðandi fyrir einhvern. Það
þarf að breyta hlutfallinu milli
tekna og kostnaðar. Þetta er hægt
með greiðslum úr verðjöfnunar-
sjóði og timabundnum millifærsl-
um, sem teknar eru með innflutn-
ingsgjöldum eða hærri sköttum.
Annar valkostur er gengisfelling
og sá þriðji niðurskurður kaup-
gjalds.
Við vitum það af reynslunni, að
þótt reynt verði að gera svokall-
aðar hliðarráðstafanir til verndar
láglaunafólki nær það skammt og
varir stutt, — og hvert er þá orðið
okkar starf? Fáum ætti þetta að
vera ljósara en verkalýðsforyst-
unni, þvi hún stendur frammi
fyrir miklum vanda. Hún má
vera þess viss að verða ekki spurð
um aðgerðir, ef aðrir taka við
stjórnartaumum eins og 1959.
Hún hlýtur þvi að knýja sem
harðast á aðgerðir, sem hafa i för
með sér þjóðfélagslegan sparnað,
og minnkun sóunar, stefna á þjóð-
hagslegt jafnvægi, sem aðeins
næst með afnámi eyðslukerfisins.
Stórauka þarf eftirlit með inn-
flutningi og þjóðnýta hann, ef
önnur ráð duga ekki. Fækka verð-
ur bönkum, og stjórna verður
fjármagninu. Komið verði á stig-
hækkandi húsnæðisskatti eða aðr-
ar ráðstafanir gerðar, sem draga
úr spennu á húsnæðismarkaði án
þess að skapa óviðráðanlega
spennu á þetta að vera ljósara en
verkalýðsforystunni, þvi hún
stendur frammi fyrir miklum
vanda. Hún má vera þess viss að
verða ekki spurð um aðgerðir, ef
aðrir taka við stjórnartaumum,
eins og 1959. Hún hlýtur að knýja
sem harðast á aðgerðir, sem hafa
i för með sér þjóðfélagslegan
sparnað og minnkun sóunar,
stefna á þjóðhagslegt jafnvægi,
sem aðeins næst með afnámi
eyðslukerfisins. Stórauka þarf
eftirlit með innflutningi og þjóð-
nýta hann, ef önnur ráð duga
ekki. Fækka verður bönkum, og
stjórna verður fjármagninu.
Komið verði á stighækkandi hús-
næðisskatti eða aðrar ráðstafanir
gerðar, sem draga úr spennu á
húsnæðismarkaði án þess að
skapa óviðráðanlega spennu á
lána- og byggingamarkaðinum.
Endurskoða þarf verðlags-
kerfið. Skattakerfið án skatt-
svika. Landbúnaðarstefnu, sem
miðast við þarfir þjóðarinnar, en
ekki innflytjenda og stórbænda.
Við eigum tveggja kosta völ:
Annars vegar gömlu sóunar- og
verðbólguleiðina með árvissum
gengisfellingum eða svipuðum
úrræðum og vaxandi skuldasöfn-
un erlendis. Hins vegar afnám
afætukcrfisins, stórkostlega
lækkun á þjóðfélagslegum kostn-
aði, sem dregur úr verðbólgu og
jafnar út aðstöðumun i þjóðfélag-
inu eftir stéttum og landshlutum.
Nú sjá allir..
Framhald af bls. 3.
— Þú hefur verið spar á einka-
sýningar? Er þar hlédrægni um
að kenna?
— Nei, það held ég ekki. Mér
leiöist að standa i sýningar-
vafstri. Ég geri meir af þvi aö
taka þátt i sýningum erlendis og
hef verið heppinn hvað sölu
snertir. Ég fæ meira fyrir
myndirnar minar erlendis en hér
heima.
Talið berst að andlitsmyndinni
af Halldóri Laxness, sem Þor-
valdur segir að hafi upphaflega
veriö pöntun...,,a.m.k. kom
Ragnar þessu einhvern veginn i
kring. En þegar ég fór að mála
Halldór og vera með honum
svona elskulegum, þá hætti ég að
hugsa um myndina sem pöntun.
Það varð eitthvað annað.
— Myndirðu gera þá mynd
öðruvisi i dag?
— Ég veit ekki, nei, liklega
ekki...ég hef ekki málað andlits-
myndir siðan, þetta var liklega i
kringum 1943... Ég verð að gera
þá játningu að ég trúi ekki á
portrett núna, álit að þeirra timi
sé liðinn. Viö megum ekki gleyma
þvi aö ljósmyndunin gripur þarna
inni og hún getur verið stórkost-
leg.
— En nú hrifst maöur á alveg
sérstakan hátt af mynd eins og
þeirri sem þú málaðir af Halldóri.
— Já..við skulum segja að hún
hafi heppnazt sæmilega. En ég
meina þetta, að ég trúi ekki á
portrett. Timi portrettanna getur
komið aftur — allt kemur aftur.
Það hefur aldrei verið gert neitt
sem ekki á sér einhverjar rætur
— rætur allt aftur i myrkustu for-
tið.
Og nú sleppum við takinu af
Þorvaidi i bili og still'um
okkur upp hjá Asmundi Sveins-
syni, sem stendur fyrir framan
nýja mynd eftir Þorvald og dáist
að.
— Það er alltaf verið að tala um
að listamenn geti ekki talað
saman, segir Asmundur kiminn,
ég man ekki eftir þvi að við höfum
nokkurn timann rifizt illilega,
Þorvaldur. Heyrðu, annars, hann
var að spyrja um hvenær við hitt-
umst fyrst.
— Já, ég man það, segir Þor-
valdur. Það var Norðmaður sem
leiddi mig inn i garö i Paris og
sagði að þarna væri Einar
Jónsson að vinna, en það var þá
Asmundur Sveinsson sem ég hitti.
Aftur á móti hitti ég aldrei Einar
Jónsson persónulega. Þetta var
árið 1931.
AsmunduriEn við kynntumst
fyrst i Kaupmannahöfn löngu
seinna Ég skal segja þér eitt,
Þorvaldur, og ég er oft að hugsa
um þetta. Þessi ár sem við vorum
að flækjast þarna i Paris voru
andskoti merkileg i myndlistar-
sögunni, andskoti sterkir karlar
að ryðjast fram. Ég efast um að
Paris sé eins glæsileg núna og þá.
Þorvaldur: Hún er i allt annarri
aðstöðu....
Ásmundur: Það var einhver
revúlasjón i listunum þá...
Þorvaldur: Við skulum ekki
gleyma þvi, að það er alltaf falin
glóð i Frakklandi — eldurinn
getur blossað upp hvenær sem er.
Nú er amerisk list auglýst miklu
meir, og hún er ágæt...
Asmundur: Amerika getur
aldrei skapað sömu stemmingu
og iiggur þarna yfir — frá
Miðjarðarhafslöndunum yfir til
Parisar. Það vantar þennan
grunn sem þessar þjóðir byggja
alltaf á. Ég er að demba þvi yfir
þessa kaðalspottamenn og þeirra
lika: Hendiö ykkur yfir klassikina
til að fá standard.Sá maður sem
einhverntimann hefur kristnazt
eitthvað á klassik, gerir ekki
svona hluti, fæst ekki til þess. Ég
sný ekki aftur með það, að
Picasso er hreinasti klassiker.
Hann hefur drukkið það með
móðurmjólkinni á Spáni. Ég hef
alltaf verið leiður yfir þvi að hafa
ekki heilsu til að heimsækja Spán,
þvi ég held að þar séu sömu and-
stæðurnar, sem svo mikið ber á
hér á tslandi. Skandinavar eru
aftur á móti alltaf með þessa sæt-
súpu — mér likar miklu betur ef
einhver hrópar: Hvur andskotinn
er þetta heldur en að vera að
dáleiða fólk og láta það segja: Ó,
hvað þetta er fallegt.
Og hér látum við staðar numið
— eflaust eiga sumir eftir að nota
þetta hvorutveggja um myndir
Þorvalds: En hvað þetta er
fallegt, hvur andskotinn er þetta.
sj-
Þungirdilkar
Sláturhússtjóri KEA á Akur-
eyri tjáði blaðinu á föstudaginn,
aö til slátrunar hefði komið dilkur
einn frá öngulsstöðum, er hafði
kroppaþungann 33.3 kg. Eigandi
er Baldur Kristinsson. Mun þetta
með eindæmum.
75 ára
í dag
75 ára er i dag Þorleifur
Jónsson, stýrimaður, Bjargarstig
17. Hann verður staddur á heimili
systur sinnar að Laugarnesvegi
Bikarkeppni
2. flokks
Úrslitaleikur i bikarkeppni 2.
flokks 1971, verður loks leikinn á
sunnudaginn. Fer leikurinn fram
á Kópavogsvellinum, og hefst
hann klukkan 17. Til úrslita leika
Breiðablik og FH.
Ræða Einars
Framhald af bls. 1.
Lokaorð Einar Agústssonar
voru þessi:
,,Hr. forseti.
Að lokum vil ég segja það af
dýpstu sannfæringu, að lifshags-
munir okkar eru i veöi. Okkur er
kunnugt um að margar þjóðir,
sem hér hafa fulltrúa skilja
sjónarmið okkar. Sumar þeirra
hafa gripið til sams konar að-
gerða til að vernda auðlindir
sinar undan ströndum. Aðrar
hafa stutt aðgerðir okkar og eru
sjálfar að undirbúa sinar eigin
aðgerðir. Ég vil nota þetta tæki-
færi til að þakka þeim fyrir
skilning þeirra á nauðsyn
islenzku þjóöarinnar til að vernda
tilveru sina — rétt sinn til að lifa,
rétt sinn til að rækta sinn garð i
friði.
Ég þakka yður, herra forseti”.
IIAIIGIIEIÐSLAN
llárgreiöslu- og snyrtistofa
Steinu og Dódó
Laugav. 18 III. hæö (lyfta)
Simi 24-6-16
Perma
llárgreiöslu- og snyrtistofa
Garösenda 21 Simi 33-9-68.
Hugheilar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og
vinarhug við andlát og jarðarför
BJÖRNS SIGURÐSSONAR
VESTMANNAEYJUM
Asbjörn Björnsson, Bjarney Sigurðardóttir Eirikur
Björnsson, Asdis Jónsdóttir og barnabörn.
Kona min og móðir okkar
Sólrún Elin Rögnvaldsdóttir, Lokastig 13,
andaöist aö Vifilsstööum 29. þ.m. Jarðarförin ákveðin
siðar.
Ólafur Stefánsson
Gunnar ólafsson
Ilögnvaldur Ólafsson