Þjóðviljinn - 05.11.1972, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 05.11.1972, Blaðsíða 16
Almennar upplýsingar um Jæknaþjónustu borgarinnar'. ■eru gefnar i simsvara^ Læknafélags Reykjavikur, simi 18888. Vikuna 4.—10. nóvember: Helgar-, kvöld- og nætur- þjónusta apóteka er i Háa- leitisapóteki og Vestur- bæjarapóteki. Slysavaröstofa Borgarspitalans er opin all- an sólarhringinn. Kvöld-, nætur- og helgidaga- vakt á heilsuvernarstööinni. Sími 21230. Happdrætti Þjóðviljans Þjóðviljinn mun nú enn á ný snúa sér til stuðningsmanna vegna útgáfu blaðsins; árlega hefur Þjóöviljinn þurft að leita til lesenda sinna og stuðnings- manna varðandi fjáröfiun svo að hægt sé að halda uppi út- gáfu blaðsins. Happdrættið er ein helzta leið Þjóðviijans i þessum efnum, og vill blaðið færa öllum þeim alúðar- þakkir, sem stutt hafa út- gáfuna á undanförnum árum. Það er von Þjóðviljans að stuðningsmenn blaðsins bregðist enn vel við. Nú er unniö að þvi að senda út happdrættismiða til sluöningsmannanna. Vinningar i - happdrættinu. eruj^allt glæsilegir og eigu- legir vinningar.' Fyrsti vinningur er bifreið, af tegundinni Skóda sportmódel. Annar vinningur er ferð fyrir tvo til Kanarieyja og 15 daga dvöl þar, þriðji vinningur flug- far fyrir tvo til Kaupmanna- hafnar með Flugfélagi íslands, fjórði vinningur ferð fyrir 2 til Kaupmannahafnar með Loftleiðum og fimmti vinningur er ferð til megin- iands Kvrópu — fyrir 2 — með skipi Kimskipafélags tslands. ilver miði i Happdrætti Þjóðviljans kostar 100 krónur. Dregið verður á Þorláks- messu. Afreiðsia happdrættis- ins er á Skólavörðustig 1!) og á Grettisgötu 3. Allar upp- lýsingar eru veittar i sima 17500 og 18081. I tilefni þess að Happdrætti Þjóðviljans er nú að fara af stað sneri blaðamaður sér til Ólafs Jónssonar, formanns Útgáfufélags Þjóðviljans, og spurði hann um happdrættið og rekstur blaðsins. Ólafur sagði: — Ég er bjartsýnn á rekstur þessa happdrættis; vinningarnir eru glæsilegir, billinn góður og ferðalög eru nú mjög i tizku. En það sem lángmestu máli skiptir er þó margra ára reynsla af góðvild og fórnfýsi hinna fjölmörgu velunnara Þjóðviljans um áratugaskeið. Þetta fólk hefur haldið blaðinu gangandi með góðri þátttöku i happdrættinu og annarri aðstoð við blaðið. Nýjasta dæmið um það hversu stuðningsmenn blaðsins eru stórtækir i aðstoð sinni við blaðiö er frá siðast- liðnu sumri, þegar ákveðið var að Þjóðviljinn gerðist þátttakandi i prentsmiðju dagblaðanna, Blaðaprenti h.f. Engir peningar voru til i hlut Þjóðviljans i þvi fyrir- tæki. Þá ákvað Útgáfufélagið að beita sér fyrir söfnun hluta- fjár og stofnun hlutafélags til þess að leysa þann vanda. Á tveimur mánuðum seldust hlutabréf fyrir tvær miljónir króna, og er nú hlutur Þjóð- viljans i Blaðaprenti h.f. að fullu greiddur. Ég er þvi 'bjartsýnn á, að menn bregðist enn vel við og taki þátt i happdrættinu hver eftir sinni getu. — Er mikill rekstrarhalli á Þjóðviljanum? — Já, hann er mjög veru- legur. Sala á dagblöðum til áskrifenda og i lausasölu greiðir aðeins helminginn af útlögðum kostnaði við útgáfu blaðanna, hinn hlutann greiða auglýsingarnar yfirleitt — þ.e. hjá þeim dagblöðum, sem eru i náðinni hjá verzlunar- stéttinni og öðrum þeim sem lifa á milliliðastarfsemi. Gott dæmi um slikt eru aug- lýsingar fasteignasalanna i Morgunblaðinu, en þar kaupa þeir meira en tvær siður dag- lega og greiða um 60 þúsund krónur á dag til þessa eina blaðs. Þann skatt greiða þeir sem þurfa að kaupa eða selja húsnæði. — Neita mörg fyrirtæki að auglýsa i Þjóðviljanum? — Það glórulausa ofstæki sem birtist i þvi að neita að auglýsa vöru eða þjónustu nema i blaði eins flokks er nú sem betur fer á undanhaldi — en það er enn til, allviða. Nokkur fyrirtæki gefa aug- lýsingastofum fyrirmæli að auglýsa ekki i Þjóðviljanum og jafnvel hálfopinber fyrir- tæki auglýsa aðeins i Morgun- blaðinu. Til eru þeir forstöðu- menn opinberra fyrirtækja, sem láta fyrirtækið kaupa Morgunblaðið eitt dagblaða! Með slikum vinnubrögðum er að sjálfsögðu verið að misnota valdið yfir fjármagninu til þess að takmarka frjálsa skoðanamyndun i landinu — það er verið að beita fjár- kúgun. — Hver eru þessi fyrirtæki? — Ég vil ekki standa að þvi að blaðamenn Þjóðviljans svari i sömu mynt og birti nöfn þessara fyrirtækja. Slikar baráttuaðferðir eru ekki sæmandi fyrr en fullreynt er hvort ekki er unnt að tryggja að þessi fyrirtæki láti af of- stæki sinu. En vissulega má segja að stuðningsmenn blaðsins eigi rétt á þvi að vita hverjir neita — af pólitisku of- stæki — aö auglýsa i blaðinu. — Hver er stuðningur opin- berra aðila við útgáfu dag- blaða? Fyrir nokkrum árum var fallizt á að rikið og rikisstarf- semi greiddu fyrir þá þjónustu sem blöðin veittu, og veittur var afsláttur á þjónustu Landsimans við blöðin. A siðasta ári var svo ákveðið að taka inn á fjárlög nokkurn stuðning við dagblöðin, en jafnframt voru felld niður önnur hlunnindi, svo sem af- sláttur af, simagjöldum, og ennþá hafa engar greiðslur fengizt á þessu ári fyrir birtingu blaðanna á dagskrá útvarps og sjónvarps. Þannig hefur hlutur blaðanna sizt batnað á siðustu misserum. Hér á landi hefur ekki verið veitt sérstök aðstoð til þeirra blaða, sem erfiðast eiga og ekki fá fjármagn frá verzlunarauðvaldinu. En slik aðstoð þykir sjálfsögð til þess að vernda frjálsa skoðana- myndun i öðrum ríkjum til verndar lýðræðinu. Má i þvi sambandi minna á öll önnur riki á Norðurlöndunum. Þjóðviljinn rœðir við formann Útgáfufélagsins um happdrœttið og rekstur blaðsins í frystihúsinu vinna þeir þorsk og kola Rœtt við Tryggva Finnsson, forstjóra á Húsavík Tíu til tólf dragnótabátar eru nú að veiðum á flóan- um, sagði Tryggvi Finns- son, forstjóri Fiskiðjusam- lags Húsavíkur á dögunum. Heldur hefur verið tregt hjá þessum bátum og afli þeirra farið ofan í ekki neitt eftir daginn. Oft er afli þeirra tvö til fjögur tonn; leikur þá dagsaflinn þetta frá 9 til 14 tonn eftir daginn til vinnslu hér í frystihúsinu. Mestmegnis er þetta þorskur blandaður kola og er þannig ágætt hráefni til vinnslu. Starfa 30 til 40 manns i frysthúsinu við þessar aðstæður. Núna hefur verið unnið úr 4500 tonnum af fiski á þessu ári. Eru. um 90% af fiskinum þorskur, þá eitthvað af ýsu og kola. Héðan róa 10 til 12 dekkbátar frá 10 til 40 tonn að stærð. A sumrin eru gerðar út 40 til 50 trillur og byrja þær almennt á grásleppu i marz og april og breyta svo yfir á handfæri. Eru þær að fram i september er þær hætta vegna ógæfta. Oft starfa um 100 manns i frystihúsinu á sumrin til að vinna úr aflanum. A þessu ári hafa borizt 15 til 18% minna af hráefni en á sama tima i fyrra. Hins vegar er hrá- efnið mestmegnis þorskur og miklu verðmætara hráefni til vinnslu en karfi og ufsi. — Er ekki sæmileg útkoma á frysthúsinu i ár? Ekki vildi Tryggvi gera mikið úr þvi og lét hóglega af. Hann hélt, að 15% af þorskafla hefði lent i smærri verðflokkum og er útséð að rekstur frystihússins hefur borið sig sæmilega á þessu ári Frystihús Fiskiðjusamlags Húsavikur var byggt á öndverð- um sjöunda áratugnum. Er það eign Kaupfélags Þingeyinga, Húsavikurbæjar og einstakra sjó- manna og útgerðarmanna. Þarf frystihúsið að ráðast i einhverja fjárfestingu vegna vinnslu á Bandarikjamarkað. Mikil eftirspurn er eftir kven- fólki á vinnumarkað i Húsavik. Keppa aðallega þrir aðilar um þetta vinnuafl. Þannig er sjúkra- húsið hér á staðnum stundum með meira kvenfólk i vinnu en frystihúsið, sagði Tryggvi. Þá er rekin saumastofa i kaupstaðnum. Við tökum hverri manneskju, sem býðst, sagði forstjóri Fisk- iðjusamlags Húsavikur að lokum. g.m. Frá höfninni á Húsavik. JAPÖNSKU ___________ NITTO umboðið hf. NITTO 8nj óhj ólbarðamir komnir ÚTSÖLUSTAÐIR GÚMBARÐINN H.F., Brautarholti 10, simi: 17984 ÍIJÓLBARÐAVIÐGÉRÐ VESTURBÆJAR v/Nesveg, simi: 23120 IIJÓLBARÐAVERKSTÆÐIÐ, Itey kja vikurvegi 56, Hafnarfirði, simi: 51538 GÚMMIVINNUSTOFAN BÓTIN, IIjalteyrargötu 1, Akureyri, smii: 12025 NKGLUM OG SKERUM MUNSTUR i HJÓLBARÐA. _________________ NITTO umboðið hi. BRAUTARHOLTI16, SÍMI: 15485.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.