Þjóðviljinn - 06.03.1973, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 06.03.1973, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 6. marz, 1973. Fimmtudaginn s.l. hófst skák- keppni stofnana. Þá var teflt i A- flokki,en sveitunum er skipt i tvo flokka. I þessari keppni taka þátt margir fremstu skákmenn þjóöarinnar og einnig margir skákmenn sem tefla ekki á móti öörum en þessu. Aö venju er reynt að spá fyrir hvaöa sveit sigrar i keppninni. I þetta sinn er taliö liklegt aö sveit Búnaöarbankans sigri. Hún er skipuö Jóni Kristinssyni, Braga Kristjánssyni, Birni Sigurjóns- syni og Stefáni Þormar sem aöalmönnum og tveimur vara- mönnum eins og heimilt er. Þrir þeir fyrstnefndu hafa eins og flestum er kunnugt oft teflt i landsliðsflokki og fyrir skömmu lauk einvigi þeirra Stefáns Þormar og Jóhannesar Lúöviks- sonar um rétt til aö tefla i lands- liösflokki um páskana og sigraöi Stefán. Sveitin er þvi ekki árenni- leg og i fyrstu umferö sigruöu þeir sveit Útvegsbankans meö 2 1/2 v. gegn 1 1/2 v. Sveit Útvegsbankans sigraði i keppninni I fyrra og er skipuö sem aðalmönnum þeim Birni Þorsteinssyni, Gunnari Gunnars- syni, Braga Björnssyni og Jó- hannesi Jónssyni. Liklega veröur sú sveit i einu af efstu sætunum. Þá er að geta um sveit stjórnar- ráösins sem liklega veitir Búnaöarbankasveitinni haröa keppni um efsta sætiö. Á fimmtudaginn var hún þannig skipuö: Friörik Ólafsson, Jón Þorsteinsson, Ólafur H. Ólafsson og Högni Isleifsson. 1 sveitinni munu liklega veröa auk þessara þeir Baldur Möller og Árni Snævarr. 1 fyrstu umferöinni tefldi sveitin við sveit borgarverkfræö- ings og sigraöi meö 3 v gegn 1 v. 1 fyrra kom sú sveit mjög á óvart og náði ööru sæti. A fyrsta SPRENGIR - SALTKJÖT BAUNIR RÓFUR FLESK búðirnar GRÆNAR HEILBAUNIR •••••• GULAR HÁLFBAUNIR Jón Pálsson Jón Kristinsson boröi tefldi nú Svavar G. Svavarsson,en hann var á öðru boröi i fyrra.en Sævar Einarsson á fyrsta boröi. Auk þeirra sem nú hafa verið nefndir eru margir aörir góöir skákmenn með i keppninni og margar góöar sveitir. Nefna má Jóhann Sigurjónsson, sem teflir fyrir Landsbankann, Guðmund Sigurjónsson fyrir Orator, Ólaf Magnússon og Guð- mund Pálmason fyrir Orku- stofnun. Guömund Agústsson fyr- ir Sveinsbakari, Ingvar Asmundsson og Stefán Briem fyr- ir Menntaskólann viö Hamrahiiö, og svona mætti lengi telja. Þær sex sveitir sem efstar veröa i B-flokki færast upp i A- flokk og sex neöstu i A-flokki fær- ast niöur i B-flokk. Hver keppandi fær eina klukkustund til aö ljúka skák sinni,og tefldar veröa tvær umferöir á kvöldi þrjá næstu fimmtudaga. Vegna hins skamma tima sem menn hafa til aö ljúka skákum sínum og aö þaö er ekki skylda, skrifa menn ekki almennt niöur skákir I keppninni. Ég ætla þvi að birta skák sem ég kann af eðli- legum ástæöum. Hún var tefld á ööru boröi i keppni milli Barna- skóla Reykjavikur A-sveitar og Orators sem er félag laganema við Háskólann. Hvltt: JÓN G. BRIEM Orator Svart: JÓN ÞORVALDSSON Barnaskólar Reykjavikur A-sveit Spánskur leikur 1. e4 e5 2. Rf3 Re6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. 0-0 Be7 8. ' h3 0-0 9. c3 Rb8 Þetta afbrigöi Spánska leiksins er vinsælt nú. M.a. beitti Spassky þvi i einni einvigisskákinni við Fischer i sumar. Hvitur svarar venjulega með 10. d3 eöa d4. 10. d4 Rbd7 11. Rbd2 Bb7 12. Bc2 He8 13. Rfl h6 14. Rg3 Bf8 15. b3 c5 16. Bb2 Dc7 Nú er rétt að leika g6 til aö taka þann reit af hvita riddaranum. Af framhaldi skákarinnar veröur Ijóst hve nauðsynlegur sá leikur er. 17. Dd2 18. Hadl 19. Rh4 20. dxe5 21. Rhf5 22. Be3 23. cxb4 24. Df3 a5 Rb6 Hac8 dxe5 c4> b4 axb41' Dc6 Hvitur hótaöi Rxh6 og svartur má ekki leika gxR vegna 25. DxRf6. 25. Bcl Hvitur kemur I veg fyrir aö svartur geti leikiö g6. 25..... c3 26. Rh5 1 staö þessa leiks kom til greina að leika 26. Rxg7 BxR 27. Rf5 meö hótunum um að leika 27. Hd6 og 28. Dg3 ásamt hótuninni um aö drepa á h6 meö riddara eöa biskupi. 26. Rbd7 6. Hel 7. Bb3 b5 Þetta er afgerandi afleikur. d® Framhald á bls. 15. Gerið nú tilraim með Kristján Albertsson Fyrir mörgum áratugum átti bóndi einn i Noröurlandi jarpan hest, ramslægan og heldur hvim- leiöan að innræti, þótt ýmislegt væri honum tii lista lagiö. Svo var það einhverju sinni þegar Jarpur haföi hagaö sér heldur ósæmilega, aö bóndi tók létta tréhnyðju, þéttreiö utanum hana sterku snæri, teymdi Jarp niöur fyrir tún, dró þar tagl hans fram meö siöunni og batt rótar- hnyðjuna I það neöst. Tók hann siöan beizliö út úr klárnum og sleppti taglinu um leiö. Sem von- legt var ærðist Jarpur nú með öllu. Liöu svo þrir sólarhringar, að hann leit ekki I jörö (þetta var um hásumar), en stóö organdi og lamdi. pislartóliö. Aö þessum þrem dögum liðnum var ekki heldur sjón að sjá vesalings skepnuna: Hann var allur ein svitastorka og auk þess strengdur og kviödreginn. En aö þessum dögum liönum rölti hann til hrossanna og sló aldrei franar. Væri nú ekki gaman aö gera hliðstæða tilraun með hann Kristján Albertsson? Þvi ekki að kanna hvaö hægt væri að láta hann hamast lengi með þvi að halda honum vel viö efnið. Þaö gætu svo sem tiu menn skipt þvi meö sér að trekkja hann upp með þvi aö spyrja hann I blöðunum spurn- inga sem hann hefur sjálfsagt gaman aö ræöa, eins og til dæmis hvort honum finnist ekki Atóm- stöðin góö bók, og hvort hann sé ekki stoltur af ritdóminum sem hann skrifaði um þá bók I Mogg- ann sinn hérna um árið. 1 fyrsta lagi væri hér hrundiö af stað ágætri skemmtun fyrir okk- ur almenna lesendur sem aldrei stingum niöur penna opinberlega en auk þess væri hér um lúmskt gáfnapróf að ræða. Hrekkja- Jarpur haföi nefnilega vit á þvi aö hætta barsmiöinni, þó seint væri, og er nú eftir aö vita hvort Kristján Albertsson, hinn mikli hugsjónafræöingur Morgunblaös- ins, er hans jafnoki aö hyggind- um. H.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.