Þjóðviljinn - 24.03.1973, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 24.03.1973, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 24. marz 1973 V___^ SKAMMTUR AF VÖKU Það er laugardags- kvöld. Klukkuna vantar kortér í níu. Veðrið er eins og bezt verður á kosið, milt vorveður, góan raunar að kveðja. En hvað veldur því, að borgin er eins og að hljóðna á þessu fagra vorkvöldi? Umferðar- gnýrinn þagnar og eng- inn sést á ferli. Kvik- myndahúsin standa auð, leikarar æpa fyrir tómum bekkjum eins og islenzkir sóknarprestar, enginn kemur á dans- staðina í borginni, allir sitja heima og það á laugardagskvöldi. Hvað veldurl? Hvað veldur!? Og svarið lætur ekki á sérstanda. útum glugga og gættir fara að heyrast hlátrasköll, sem berast út í kvöldkyrrðina, og nú kannast miðaldra og eldri menn við andrúms- loftið. Svona var það einmitt þegar Helgi heit- inn Hjörvar var að lesa Bör Börsson, allir sátu heima og hlógusigmátt- lausa. Og hvað er það nú, sem kemursvona hressilega i staðinn fyrir Helga heit- inn Hjörvar? Auðvitað!! Það er eins og eldingu slái niður í hausinn á ein- mana vegfaranda, og hann flýtir sér inn í hús til að komast í sjónvarp. Þátturinn er að byrja. Grínþáttur grínþátt- anna. Þátturinn, sem kemur öllum í gott skap, sama hvað hrútfúlir þeir hafa verið fyrir. Og það erekki bara í höfuðborg- inni sem hlegið er. Úti á landsbyggðinni hristast sveitabæirnir eins og í teiknimynd eftir Walt Disney, af hlátri glað- værra sveitamanna, sem hafa steingleymt dag- legu amstri, eldgosum og óáran í faðmi vök- unnar, já VÖKUNNAR, gamanþáttarins góða í sjónvarpinu. Vaka. Þáttur um listir og menningarmál. Svo er nú komið að þessi þáttur er á góðum vegi með að lyfta menn- ingunni og listinni upp fyrir mannlegan skiln- ing, og er það vel. Hin grafalvarlega heiðríkja sem umlykur ,,Vöku" einkennir þennan menningarþátt öðru fremur. í síðasta þætti brá mérónotalega þegar ég sá að hausarnir á Helga vini mínum Sæm og Sigurði vini mínum A. voru orðnir sporöskju- lagaðir eins og þeir hefðu lent í rúllupylsu- pressu. Ég reiknaði dæmið strax sem svo, að slíkt væri alvörufargið, sem þrýstist á hausinn á þeim að ofan, en búk- urinn veitti viðstöðu að neðan, en þá kom sonur minn, sem er sérfræð- ingur í að stilla sjón- varpið, og lagaði á þeim hausana, svo Helgi fékk aftur sinn eðlilega haus og hausinn á Sigurði A. varð hnöttóttur eins og ég raunar vissi af gam- alli og góðri viðkynningu að hann átti að vera. Sigurður og Helgi voru ofsalega hlægilegir, þegar hausarnir á þeim voru í rúllupylsupress- unni og þeir voru að þvarga um einhverja bók, sem mér skildist að hefði að geyma full- fermi af bundnu máli, víst tíu ára birgðir eða meira. Ég tala um fuil- fermi, af þvi að Helgi sagði það hreint út að ,,nefndin" ætlaði ekki að láta það henda sig aftur, sem hefði hent í ,,hinni bókinni" (Það hefur áreiðanlega verið tíu ára farmur líka) að hún fengi ,,slagsíðu" eins og hann orðaði það Og rétt er það að það væri huggulegt til afspurnar, ef bók með fullfermi af andagift óskabarna þjóðarinnar kanteraði nú i andans rjómalogni, eins og gamall sápu- togari. Annars hefst þessi menningar- og lista- þáttur jafnaðarlega á þvi, að lítið og hugljúft lag er leikið á bilaða flautu. Mér er persónu- lega kunnugt um það að það er talsverð kúnst að spila á bilaða flautu. Þegar ég var barn notaði ég blokkflautuna mína nefnilega jöfnum höndum sem hamar og naglbít. Við þessa brúkun gaf hljóðfærið sig með tímanum og varð með hverri viku sem leið erfiðara að leika á það. Það er vel til fundið hjá stjórnendum Vöku að láta þá þjóðlegu islenzku list að spila á bilaða flautu ekki falla í gleymsku. Þó sakar ekki að geta þess hér, að ef flautan leysir of mikinn vind á vitlausum stöð- um, má komast fyrir lekann með heftiplástri og tyggjói. Síðasti þáttur Vöku hófst, einsog svo margir aðrir, á því að farið var í leikhús. Ekki man ég lengur hvað verið var að sýna, en þó gat þarna að líta brjálaðan indíána i búri og fólk með leik- ræna tilburði, sumir glaðir, aðrir reiðir eður harmi lostnir. Eitthvert slangur af saklausu fólki var þarna drepið, en hvað er að fást um það i miðri sláturtíðinni? Og nú kom nýr maður á skerminn. Hann talaði af svo miklum alvöru- þunga um listina að mér var lífsins ómögulegt að festa hugann við það sem hann var að segja, enda er — eins og áður segir — takmarkið að lyfta menningunni og listinni uppfyrir mann- legan skilning. Þó man ég það, að i hvert skipti sem maður þessi komst að einhverri niðurstöðu tók hann það greinilega fram, að af þessu væri hægt að „draga vissa LÆR- DÓMA" eins og hann orðaði það. Þar sem ég hafði aldrei heyrt fleirtölu- orðið lærdómar áður fór ég strax að velta því fyrir mér, hvort þetta nýyrði þýddi niðurstöður í fegurðarsamkeppni, eða úrskurð kjötmanns í sláturhúsi. Svo komu vinir mínir, grinistarnir Sigurður og Helgi í rúllupylsupress- unni eins og áður segir, en þessi dásamlega kvöldstund endaði síðan á mjög alvarlegu viðtali við músíkant, sem nýkominn var frá Amsterdam, en þar hafði hann starfað undir handarjaðri hins víðfræga kompónista og tónlistamanns Tond- eleió, en það mun nú talið fullsannað að Fúsi Halldórs hafi verið undir sterkum áhrifum frá þeim snillingi þegar hann/hérna um árið, samdi lagið góða og Ijóðið Tondeleió Á suörænum sólskinsdegi ég sá þig ó ástin mín fyrst þú settist hjá mér í sandinn þá var sungið faðmað og kysst þá var drukkið dansað og kysst Tondeleió, Tondeleió. Aldrei gleymast méraugun þín svörtu aldrei slógutvöglaðari hjörtu Tondeleió, Tondeleió. Flosi. Frá Frjálslyndum í Reykjavík Blaöinu hcfur borizt eftirfar- andi ályktun, sem samþykkt var af stjórnmálanefnd 17. þ.m. meö atkvæöum allra fundarmanna: ,,Fundur haldinn i stjórnmála- nefnd S.F. i Reykjavik, 17. marz 1973, lýsir yfir eftirfarandi: 1. Fundurinn vitir formann S.F.V., Hannibal Valdimarsson félagsmálaráðherra, fyrir að ganga i berhögg við stefnu S.F.V. i landhelgismálinu, sbr. viðtal hans við Morgunblaðið hinn 15. marz s.l., þar sem hann lýsir yfir að hann telji, að ts- lendingar eigi að senda mál- flytjanda til Alþjóðadómstóls- ins i Haag, sem islenzka rikis- stjórnin viðurkennir ekki, að hafi dómsvald i málinu. 2. Fundurinn litur svo á, að með þessu hafi Hannibal Valdimarsson i senn brugðizt stefnu flokks sins og þeirrar rikisstjórnar, er hann á sæti i. Jafnframt telur fundurinn, að með þessari yfirlýsingu hafi Hannibal Valdimarsson brugð- izt málstað þjóðar sinnar og lagt andstæðingum okkar i landhelgismálinu háskalegt vopn i hendur. 3. Það eru marklaus orð hjá Hannibal Valdimarssyni, að Framhald á bls. 15. Greiðsla á kostnaði vegna lœknisleitar ólafur ólafsson landlæknir Hvaö greiöir sjúkrasamlagið af útlögöum kostnaði sjúklings I læknislausu héraöi viö að leita sér lækninga? Ólafur ólafsson, landlæknir, svaraði þvi til.að almannatrygg- ingar greiddu kostnað við sjúkra- flutninga, ef um bráðatilfelli væri að ræða, til dæmis ef maður væri fluttur i körfu með flugvél. Hins vegar er alltaf matsatriði hvenær skyndileit eftir læknis- hjálp er nauðsynleg. I sumum sveitarfélögum greiða sjúkra- samlögin 3/4 hluta framlagðs kostnaðar vegna skyndileitar til læknis yfirleitt. —• úþ 140 í Félagi leiðsögumanna Ferðaskrifstofur viðurkenna félagið Með vaxandi ferða- mannastraumi erlendis frá og auknum ferðalögum is- lendinga verður leiðsaga æ þýðingarmeiri starfsgrein. Leiðsögumenn stofnuðu hagsmunasamtök í fyrra- sumar. Hefur félag þeirra beitt sér fyrir námskeiðum til framhaldsmenntunar. Félagið hefur tekið upp samningaumleitanir um kaup og kjör við ferðaskrif- stofur, og það hefur sent frá sérálitsgerð um ferða- málafrumvarpið. 1 Fél. leiðsögumanna eru nú um 140 manns, en það var stofnað i júni á liðnu sumri. Vill félagið sameina innan sinna vébanda alla þá tslendinga sem fást við leiðsögu, hvort sem er hér innan- lands fyrir útlendinga eða fyrir tslendinga utanlands sem innan. Hafa leiðsögumenn ekki átt hags- munasamtök áður, og margt ver- ið óljóst um kjör þeirra, skyldur og réttindi. 1 vetur hefur félagið haldið námskeið fyrir félagsmenn um hin ýmsu héruð og svæði landsins, og er það liður i áætlunum félags- ins um það að veita félagsmonn- um kost á framhaldsmenntun. Eitt af fyrstu verkum félagsins var að huga að kjaramálum leið- Framhald á bls. 15.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.