Þjóðviljinn - 26.05.1973, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 26.05.1973, Blaðsíða 16
UÚÐVIUINN Laugardagur 26. mai 1973 Almennar upplýsingar um læknaþjónustu borgarinnar erú gefnar i simsvara Lækna- félags Reykjavikur, simi 18888. Nætur- kvöld- og helgarþjón- usta apótekanna vikuna 25.-31. mai er i Apóteki Austurbæjar og Borgarapóteki. Slysavarðstofa Borgarspital- ans er opin allan sólarhring- inn. Kvöld-, nætur og helgidaga- vakt á heilsuverodarstöðinni. Simi 21230. Njósnatæki Breta eða fljúgandi diskur? Sá ókennilegi hlutur, sem sást á lofti af Austfjörðum og úr flug- vélum i fyrradag hvarf úr augsýn um miðnætti og hefur ekki sézt siðan. Flugmenn tilkynntu flug- umferðarstjórninni i Reykjavik i fyrradag, að þeir hefðu séð óþekktan hlut á lofti yfir landinu og einnig var tilkynnt um hann úr flugvél á leiðinni frá Noregi til New York. Kom þessi undarlegi hlutur ekki fram á ratsjám flug- vélanna, en sást mjög greinilega berum augum. A Austfjörðum sást hluturinn ma. frá Neskaupstað, Eskifirði og einna lengst og gleggst frá Reyðarfirði. Virtist hluturinn liða hægt um himininn og ávallt i sömu hæð og sagði heimildar- ólafur Magnússon varö Is- landsmeistari i skák árið 1973 eftir að hafa sigraö i einvigi við Ingvar Asmundsson með fjórum vinningum gegn tveimur. ólafur maður Þjóðviljans á Reyðarfirði, Helgi Seljan alþm., að fólk, sem hefði verið að kanna hlutinn i kiki, er 34jra ára gamall, starfsmaður hjá Orkustofnuninni. ólafur sagði i spjalli við frétta- mann blaðsins, að skákferill sinn væri slitróttur. ,,Ég byrjaði að hefði lýst honum þannig, að hann væri kringlóttur, jafnvel skálar- lega, nokkuð skær og einsog eitt- hvað héngi niðurúr honum, likast einhverskonar lendingargræjum. Hluturinn var i austurátt fra' Reyðarfirði, þegar menn tóku fyrst eftir honum, um 8 leytið um kvöldið, og færðist i austurátt. Virtist sem hann færðist ekki stöðugt, en tæki kippi öðru hverju og væri svo kyrr á milli. Virtust kippirnir reglubundnir og var fólk þvi að gizka á, að hlutnum væri fjarstýrt. Þetta fyrirbæri sást i 3- tefla i mótum i kringum 1957 og varkominn i landslið og ólympiu- lið um 1960, þá 22ja ára gamall. Svo hætti ég hérumbil alveg að tefla næstu 6-7 árin vegna atvinnu minnar, en ég var mikið úti á landi á vegum rafmagnsveitunn- ar. 1967 fór ég i mót i meistara- flokki og sigraði, en hætti aftur og byrjaði ekki aftur fyrr en 1970 og þá varð ég íslandsmeistari eftir einvigi við Magnús Sólmundarson Framhald á bls. 15. 4 tima og hvarf til austurs kringum miðnætti og hefur ekki sézt siðan, enda alskýjað fyrir austan i gær. Hjá flugumferðarstjórninni i Reykjavik fékk blaðið þær upplýsingar i gær, að enginn hefði tilkynnt um hlutinn þá né orðið hans var svo þeir vissu. Að sögn Helga taldi fólk fyrir austan ekki, að hér væri um eitt- hvað yfirnátturulegt að ræða, en gizkaði helzt á, að hér væri um að ræða eitthvert njósnatæki frá Bretum. —vh Ólafur Magnússon Olafur Magnússon Islandsmeistari Kröfugangan o# útifundurinn á fimmtudaginn kemur eiga að verða ■ /yr ' Tjáning á þjóðarv Rætt við Finn Torfa Hjörleifsson starfsmann hjá Samtökum herstöðvaandstœðinga um „þjóðar- móttökurnar”á forsetunum tveimur Kins og fram hefur komið i fréttum hafa nokkur samtök sameinazt um aö efna til kröfugöngu og útifundar á fimmtudaginn i næstu viku i tilefni af komu Nixons Banda- rikjaforseta og Pompidous Frakklandsforseta hingaö til lands. Þjóðviljinn náði tali af Finni Torfa Hjörleifssyni, starfsmanni hjá Samtökum herstöðvaandstæðinga, , en hann er einn af þeim sem mest mæðirá i sambandi við skipu- lagningu þessara aðgerða 31. mai. — Hvernig hófst það sam- starf milli ólikra aðila sem tekizt hefur um undirbúning þessarar „þjóðarmóttöku” á forsetunum? — Strax og sú frétt barst til eyrna manna að þessir fyrir- menn, þjóðhöfðingjar Banda- rikjanna og Frakklands, helztu liðsoddar stórvelda- stefnu, hervalds og auð- hringavalds i heiminum, væru væntanlegir til tslands birtust ályktanir frá a 11 mörgum félögum og samtökum. t sumum þessara ályktana var boðað að efnt yrði til mót- mælaaðgerða gegn ýmsum þáttum þeirrar stjórnmála- stefnu sem forsetarnir eru fulltrúar fyrir. '■TVÍeðal þeirra aðila sem séndu frá sér slikar ályktanir voru Samtök herstöðvaand- stæðinga, Æskulýðssamband tslands, Stúdentaráð Háskóla tslands, Samband islenzkra námsmanna erlendis, Vietnamnefndin á tslandi. Félag náttúrufræðinema. Einnig er rétt að geta þess að Alþýðusamband tslands sendi frá sér ályktun þar sem fordæmdar voru kjarnorku- sprengingar Frakka á Kyrra- hafi og hvers konar mengun og eitrun sjávarins. Samtök herstöðvaand- stæðinga höfðu frumkvæði að samstarfi um kröfugönguna og útifundinn næstkomandi fimmtudag. En auk þeirra eru Æskulýðssambandið og Vietnamnefndin boðendur að- gerðanna. — Hvað tengir þessi samtök samán? — Þing Æskulýðssam- bandsins sem haldið var i vor samþykkti að það skyldi vera höfuðverkefni sambandsins næstu tvö árin að berjast fyrir brottför hersins og úrsögn úr NATO. Vietnamnefndin hefur sem kunnugt er unnið að þvi að kynna hetjulega baráttu vietnömsku þjóðarinnar gegn bandarisku vigvélinni og yfir- leitt að þvi að fá menn til um- hugsunar um eðli heimsvalda- stefnunnar þar og annars staðar i heiminum, einnig eins og hún birtist á tslandi. Það gefur þvi auga leið að samstarf þessara þriggja aðila að fimmtudagsað- gerðunum er á allan hátt eðli- legt og æskilegt enda skir- skota þeir hver um sig til margra og stórra hópa i þjóð- félaginu. Innan raða Sam- taka herstöðvaandstæðinga eru menn úr öllum pólitiskum flokkum auk flokksleysingja. Æsku lý ðssa m ba ndið er heiidarsambönd og félög. Vietnanínefndin er samstarfs- ráðsem skipað er fulltrúum 12 félaga og landssamtaka. — Hér er þá um aðgerðir á mjög breiðum grunni að ræða. — Það er rétt. Gera verður ráð fyrir þvi að fjöldi félaga innan þessara heildarsamtaka muni taka virkan þátt i undir- búningi aðgerðanna og þeim sjálfum, og auk þess mörg félög sem utan þeirra standa. Vænti ég þess að áhrifarik samtök auk áðurgreindra muni á næstu dögum koma til liös við okkur um boðun og undirbúning þessara aðgerða. — Hver hafa svo verið fyrstu skrefin i undirbúningn- um? — Þessir þrir formlegu boðendur sem ég hef hér kynnt hafa skipað samstarfsnefnd til að undirbúa og standa fyrir aðgerðunum. Eins og fram hefur komið i fréttum eiga sæti i nefndinni þeir Árni Björnsson þjóðhátta- fræðingur, Arni Hjartarson háskólanemi, Elias Snæland Jónsson formaður Sambands ungra framsóknarmanna, Erling ólafsson háskólanemi, Már Pétursson lögfræðingur, örn Ólafsson menntaskóla- kennari, en auk þeirra sitja fundi m.a. starfsmenn áður- greindra samtaka. Kröfurnar Nefndin hefur sent frá sér ávarp til islendinga sem birtist i Þjóðviljanum i gær. Þar eru settar fram þær kröfursem fólk mun fylkja sér um i kröfugöngunni og á úti- fundinum — Hverjar af þessum kröf- um eru þér sjálfum efstar i huga? — Sanitök herstöðva- andstæðinga eru stofnuð bein- linis til þess að knýja á um efndir á þvi fyrirheiti i stjórn- arsáttmálanum, að herinn hverfi úr landi á kjörtima- bilinu. Þess vegna ber að min- um dónti kröfuna um afnám herstöðva á islandi hæst. En auðvitað eru þessar kröfur hver annarri tengdar og verða ekki rofnar úr sam- hengi. Ég bendi á að æ fleiri íslendingum verður það nú ’ióst eftir herskipainnrás . 3ta i landhelgi okkar hversu 1' „liitt það er að Islendingar seu aðilar að NATO. Ég geri lika ráð fyrir — þar sem landhelgismálið brennur • nú svo heitt á okkur — að allir vilji taka undir mótmælin gegn kjarnorkusprengingum Frakka og gegn hvers konar mengun og eitrun hafanna. — Þið leggið lika áherzlu á baráttuna gegn heimsvalda- stefnunni. — Já vissulega. Ég held það orki ekki tvimælis að kröfur þær sem við höfum ákveðið að bera fram eru kröfur yfir- gnæfandi meirihluta þjóðarinnar. Það er þvi þjóðarviljinn sjálfur sem á að koma fram á fimmtudaginn. Okkar mál — herinn, land- helgin og verndun sjávarins — sitja i fyrirrúmi, en einmitt með þvi að berjast ötullega fyrir þeim eru við að leggja þeim öflum i öðrum löndum lið sem eiga i höggi við heims- valdastefnuna. Þeirra barátta og okkar er samfléttuð. Með okkur og t.d. Kambódiumönn- um sem nú stynja undir sprengjuregni Bandarikja- manna er samstaða, en engar andstæður. Það er hjálp i verki við þá, þegar við losum Island við bandariskar her- stöðvar. — Hvernig verður að- gerðunum hagað? — Við höfum mótað hug- myndir okkar um það að mestu, en kjósum þó að biða með að skýra frá þeim i ein- stökum atriðum. Ég vil taka það skýrt fram að aðgerðirnar beinast ekki gegn sjálfum fundi forsetanna og allra sizt að þvi að trufla hann á nokkurn hátt. Við mun- um fara með friði og viljum hafa vinsamlegt samstarf við löggæzluaðila. Sigurdagur. Hins vegar er það skoðun allra þeirra sem að þessum málum vinna, að hér gefist einstakt tækifæri fyrir alla þjóðholla íslendinga til að láta i ljós vilja sinn, ekki eingöngu fyrir augliti islenzkra fjöl- miðla og frammi fyrir islenzk- um ráðamönnum, heldur i á- sýnd alls heimsins. Hér verða hundruð erlendra frétta- manna og fólk um viða veröld mun fylgjast náið með þvi sem fer fram. Þess vegna er afar brýnt að nú leggist allir á eitt og geri 31. mai ekki aðeins að baráttu- degi, heldur sigurdegi. Þarna eigum við að geta náð góðum áfanga að lokasigrinum: her- stöðvalausu fslandi. — Hvað er annars að frétta af starfsemi herstöðvaand- stæðinga? — Það er siður en svo að starfsemin sé einskorðuð við höfuðborgarsvæðið, þótt mikið sé að gera hér. Nú er verið að skipuleggja starf herstöðva- andstæðinga vitt og breitt um landið. Skemmst er að minn- ast mjög glæsilegs fundar i Keflavik sem er algjörlega einstæður i sögu hersetu á Is- landi. A sunnudaginn kemur verður á Akureyri stofnfundur samtakanna á Norðurlandi eystra. Fyrr i þessum mánuði voru haldnir ágætir fundir að Borg i Grimsnesi og á Isafirði og Samtökin skipulögð aust- anfjalls og á Vestfjörðum. Ekki er nokkur vafi á þvi að velheppnaðar aðgerðir hér i Reykjavik i næstu viku verða samherjum okkar úti á landi til mikillar hvatningar og stuðnings. Ég er sannfærður um að eft- ir þessa lotu verða Samtök herstöðvaandstæðinga betur skipulögð og virkari til að- gerða og áhrifa en hafa verið fram til þessa, en þeim mun ekki veita af öllum sinum styrk ef þeim á að takast að tryggja það að fyrirheitið um brottför hersins á kjörtimabil- inu verði efnt. — Nokkuð að lokum? — Þegar er fjöldi fólks tek- inn til við undirbúningsstörf fyrir 31. mai, en við þurfum samt á að halda miklu fleiri sjálfboðaliðum til ýmiss konar starfa. Ég vil þess vegna biðja fólk að koma á skrifstofuna' i Kirkjustræti 10 eða hringja i sima 2—37—35. Einnig væri okkur kært að þeir sem gætu látið eitthvert fé af hendi rakna til starfseminnar gerðu það sem allra fyrst. hj —

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.