Þjóðviljinn - 07.11.1973, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 07.11.1973, Blaðsíða 1
PWDvnnNN Miðvikudagur 7. nóvember 1973 38. árg. 256. tbl. ÞAÐ BORGAR SIG AÐ VERZLA í KRON k 1 SENDIBÍLASTÖÐIN HF BÍLSTJÓRARNIR AÐSTOÐA Samninga- fundur haldinn í dag Framkvæmdanefndir samninganefnda ASl og atvinnurekenda koma saman kl. 10. f.h. i dag til frekari viðræðna. 1 gær var haldinn fundur samninganefndanna, og var ekki hvaB sist rætt um fyrirkomulags- atri&i og vinnubrögð i áfram- haldandi samningaumleitunum. A fundinum i dag verður áfram rætt um vinnufyrirkomulag i samningunum og einnig veröur fjallað um aðalkröfurnar, aö sögn Snorra Jónssonar forseta Alþýðu- sambandsins. Snorri sagöi að einnig væru vinnunefndir teknar til starfa við að fjalla um efnis- atriði samninganna. ( DAG Ur rœðu Lúðvihs á flokksráðsfundi — siða ® Metsölubókin setur met strax á fyrsta degi — sjá siðu © Glugginn — siða © Myndlist — siða © Aðferðir til að verða forseti WASHINGTON - Donald Segretti var á mánudag dæmdur i 6 mánaða fangelsi skilorðsbundið árið vegna brota gegn kosninga- lögum. Segretti er einn af þeim sem Nixon á endurkjör sitt að þakka, og starfaði hann i innsta hring þess hóps sem skipulagði kosningabaráttuna. Segretti þessi notaði bréfsefni Muskies öldungadeildarmanns, sem likur voru til að yrði kjöri til forseta, og sendi út bréf i hans nafni um stuðning við kynvillinga og þvi um likt. Aðrar fréttir frá Washington herma að Nixon kallinn sé nú heldur hnipinn og hafi engar ráðagerðir um að sýna sig i fjöl- miðlum frammi fyrir bandarisku þjóöinni sem kaus hann forseta i fyrra með allt aö þvi fáheyrðum yfirburðum yfir andstæðinga i forsetakjöri. Lokið er nú við að steypa grunn fyrsta áfanga fyrir hraðfrystihús Þormóðs ramma á Siglufirði. Dráttarbrautin i baksýn. Mynd J.J. Þormóður rammi rammeflist Ráðherrar Alþýðubandalagsins lögðu fram tillögu um breytingar á samningsdrögum Stjórnarfundur í gœr og á morgun um mögu- legar jiskveiðar Breta Rikisstjórnin kom stöðuna i landhelgis- um fiskveiðar þeirra i saman til fundar i gær- málinu og hugsanlega islenskri landhelgi. Á morgun og fjallaði um gerð samnings við Breta rikisstjórnarfundinum héldu ráðherrar Alþýðu- bandalagsins fast við kröfur sinar um breytingar á þeim samningsdrögum sem nú liggja fyrir Ekki var tekin endanleg af- staða til málsins á fundinum, en rikisstjórnin kemur saman til fundar á morgun, fimmtudag til Framhald á bls. 14 Miðstjómarfundur Miðstjórn Alþýðubandalagsins kemur saman til fundar i kvöld, miðvikudaginn 7. nóvember, kl. 20.30 á Grettisgötu 3. A dagskrá: LANDHELGISSAMNINGARNIR OG ST JÓRN ARSAMSTARFIÐ. Ragnar Arnalds Fjall- vegir á Vest- fjörðum illfœrir t gær var mikill skafrenningur á fjallvegum á Vestfjörðum og voru nokkrir fjallvegir að lokast eða þegar lokaðir og nokkrar heiðar aðeins færar stórum bll- um. Vegurinn yfir Hálfdán var lok- aður i gær og Breiðadalsheiði að- eins fær stórum bilum. Ófært var einnig orðið milli Patreksfjarðar og Bildudals og var mikill skaf- renningur þar á vegum. Þá var Þorskafjarðarheiði orðin ófær. t fyrrinótt komust stórir bilar um Barðastrandarsýslu, frá Vatnsfirði i Reykhólasveit en al- gerlega ófært þar litlum bilum. 1 gær var farið að þyngja mjög i Bröttubrekku og var þar linnu- laus skafrenningur i gærdag og aðeins fært stórum bilum. Holtavörðuheiöi er vel fær og I fyrradag var mokað norður til Hólmavikur og var fært þangaö i gær. t gær var svo leiðin til Siglu- fjarðar opnuð en þangað var oröið algerlega ófært öllum bílum. Siðan er fært allar götur austur á land, nema hvað vegurinn um Möðrudalsöræfi mun vart fær öðrum en stórum bilum. t gær- morgun var Oddsskarð fært en ekki vissi vegagerðin hvort Fjarðarheiði væri þá fær. Mjög viða var mikil hálka á vegum i gær, enda viða við þaö að vera ising, voru kaflar á Vesturlandsvegi slæmir, einkum á steypta veginum út frá Reykja- vik og varð þar umferöarslys i gærmorgun. —S.dór AÞENU 5/11 . 1 gær kom til átaka milli lögreglu og kröfu- göngumanna i Aþenu. Að minnsta kosti sextiu manns særðust og 30 voru handteknir. Atökin brutust út eftir að um það bil þúsund manns, flestir stúdentar, sneru frá minningar- hátið um Papandreú fyrrum for- sætisráðherra, sem lést fyrir fimm árum. Þegar þeir komu frá kirkjugarðinum fóru þeir i hóp og hrópuði' vigorö gegn herforingja- stjórninni. Lögreglan reyndi aö stöðva ferð þeirra með þeim árangri, sem fyrr greinir. Nýjar tölur alþjóöahafrannsóknarráðsins: Bretar veiddu annan hvern þorsk árið ’7I Á fundi Félags áhugamanna um sjávarútvegsmál, sem haldinn var i siðustu viku, nefndi Ingvar Hallgrimsson, fiskifræðingur, fróð- legar tölur um þorsk- veiðar hér við land. Hann sagði aö samkvæmt tölum Alþjóðahafrannsóknar- ráösins hafi Bretar veitt hér viö land árið 1966 30,6 % þorskaflans miðað við þyngd en það heföu verið 53% af fiskafjöldanum sem veiöst hefði við landið. Nýjar tölur fyrir árið 1971 sýndu að Bretar hefðu þá veitt 34% þess þorsk- afla sem fékkst við landið aö magni og þyngd til en 51 % af einstaklingunum i þorska- stofninum sem hefðu verið drepnir. Bretar hafa með öörum orð- um veitt annan hvern þorsk sem veiöst hefur hér við land. í þessu sambandi má og minna á að Alþjóðahafrann- sóknarráðiö hefur talið að sókn á Islandsmiö i þorskinn þyrfti að minnka um 53% til þess aö tryggja langvarandi hámarksafla án ofveiði.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.