Þjóðviljinn - 09.02.1974, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 09.02.1974, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 9. febrúar 1974. UOttVIUINN MáLGAGN sósialisma VERKALYÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS. tJtgefandi: Otgáfufélag Þjóðviljans Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Ritstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson (áb) Fréttastióri: Evsteinn Þorvaldsson Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 linur) Áskriftarverð kr. 360.00 á mánuði Lausasöluverð kr. 22.00 Prentun: Blaðaprent h.f. FÉLAGSLEG STEFNA í ÞÁGU LANDSMANNA SJÁLFRA Síðustu mánuðina hefur íhaldið bölsótast svo að segja daglega á alþingi eða í málgögn- um sínum vegna þeirrar stef nu sem rekin er í raforkumálum íslendinga um þessar mundir. Einn þingmanna Sjálfstæðisflokksins, Lárus Jónsson, hefur hvað eftir annað orðið að við- undri á alþingi fyrir furðutal sitt um raforku- mál. Nú kann einhverjum að virðast að raf- orkumál geti varla orðið pólitískt þrætuepli. Það er þó staðreynd að sú stefna sem núver- andi ríkisstjórn og Magnús Kjartansson iðn- aðarráðherra fylgja í orkumálum grundvall- ast á félagslegum viðhorf um og trú á getu ís- lendinga sjálfra til þess að nýta eigin orku- lindir í eigin þágu. Viðreisnarstjórnin fylgdi þeirri stefnu að koma á fót stórum virkjunum á suðvesturlandi, þó þannig að erlend auð- fyrirtæki fengju meginhluta orkunnar fyrir skammarlega lágt verð, en innlendir aðilar hirtu molana sem féllu af allsnægtaborði auðhringanna. Þrátt fyrír þennan pólitíska grundvallar- mun ætti í rauninni að vera unnt að ná sam- stöðu um meginstefnuna í raforkumálum. En í þeim málum sem öðrum hefur ihaldið fylgt óábyrgri ævintýrapólitík i stjórnarandstöð- unni. Við það bætist svo að einstakir þingmenn Sjálfstæðisf lokksins eru í harðri valdabaráttu innan sinna kjördæma fyrir því að halda þingsætum a framboðslistum áfram. Kemur sú tryllta valdabarátta best f ram í afstöðu og framkomu Lárusar þess Jónssonar, alþingis- manns, sem áður var nefndur, en hann stend- ur nú i vonlausri f ramboðsbaráttu við Jón Sól- nes, bankastjóra, og Halldór Blöndal, kenn- ara. Hér í blaðinu hefur oft verið rifjað upp hvaða afleiðingar stefna viðreisnarstjórnar- innar hafði í raforkumálum. Það þarf raunar ekki að fara mörgum orðum um það efni því sústefna hef ur þegar komið heiftarlega niður á neytendum í stórum héruðum. Má i þvi sam- bandi nefna Höfn i Hornafirði, og höfuðborg- ina sjálfa. Ennfremur má minna á að álverk- smiðjan fær raf orkuna á 21 eyri kílóvattstund- ina, sem er aðeins brot af því verði sem önnur fyrirtæki í landinu greiða, enda er það svo að álverksmiöjan greiðir aðeins 10% þess sem kemur inn fyrir raforkusölu í landinu, en hún fær 50% raforkunnar sem framleidd er. Þjóðviljinn vill nú minna á, að meginstefna íslensku ríkisstjórnarinnar i orkumálum grundvallast á því að tryggja sem best öryggi allra landsmanna með þvi að tengja saman orkuveitusvæðin. Þessi stefna er grundvallar- atriði, en til viðbótar hef ur núverandi iðnaðar- ráðherra lagt á það höfuðáherslu að hraðað verði framkvæmdum i orkumálum til þess að nýta sem best innlenda orkugjafa, þannig að landsmenn verði síður háðir erlendum orku- gjöfum, sem nú kosta gífurlegar gjaldeyris- fúlgur. Þannig beitti iðnaðarráðherra sér fyr- ir því strax í nóvember, þegar umræður um olíuvandann voru að hefjast, að sérstakri verkfræðistofu yrði falið að gera áætlun um aukinn f ramkvæmdahraða við undirbúning á nýtingu innlendra orkugjafa, og Seðlabankinn tók að sér að gera f jármagnsáætlanir í því sambandi. Það var svo auðvitað löngu síðar að þingmenn stjórnarandstöðuf lokkanna tóku við sér og viðurkenndu að hér væri mikill vandi á höndum. Fluttu þeir tillögur á alþingi um að það yrði framkvæmt sem þegar hafði verið gert eða var í burðarliðnum. Rifjum upp þær framkvæmdir sem núverandi rikis- stjórn hefur ákveðið að efna til i raforkumálum: — Núverandi rikisstjórn gerbreytti þeim forsendum sem viðreisnarstjórnin haföi markaö varðandi Sigöldu- virkjun. Var i fyrsta lagi ákveðið að virkjunin yrði ekki bundin neins konar samningum við erlenda aðila, heldur væri einvörðungu tekið mið af hagsmunum tslendinga sjálfra. i annan stað var ákveðið að leggja orkuflutnings- linu milli Suðurlands og Noröurlands, þannig að þessi nýja stórvirkjun kæmi sem flestum landsmönnum að gagni. Þegar Sigölduvirkjun er komin i gagnið 1976 verður um næga raforku að ræða fyrir samtengt orkuveitusvæði alls þorra landsmanna. — Viðreisnarstjórnin ákvað að ráðist skyldi i Laxár- virkjun svo stóra að Laxárdal yrði breytt i stöðuvatn og að búskapur legðist niður á nokkrum jörðum. Þessi áform höfðu i för með sér hinar illvigustu deilur. Það kom i hlut núverandi ríkisstjórnar að setja þessar deilur, en þær höfðu magnast sifellt m.a. við afskipti viðrcisnarstjórnar- innar. Félag landeigenda hafði sett lögbann á það að hlcypt yrði vatni á virkjunina og ef stefnu viðreisnar- stjórnarinnar hefði vcrið haldið áfram hefði ekki ein cin- asta kilóvattstund verið framleidd i Laxárvirkjun I vetur. — Núverandi rikisstjórn hefur haft veg og vanda af öll- um framkvæmdum við Lagarfossvirkjun. — Núverandi rikisstjórn ákvað viðbótarvirkjun við Mjólká, og tekur hún væntanlega til starfa um mitt næsta sumar. — Norðurland vestra skildi viðreisnarstjórnin eftir ein- angrað i orkumálum með þrjár litlar vatnsaflsvirkjanir. Núvcrandi rikisstjórn ákvað að rjúfa einangrun þessa svæðis með samtengingu. Var gerður um það samningur þar sem Laxárvirkjun bauðst til að selja vesturhluta Norðurlands. 20 gigavattstundir af raforku 1973 og 1974. — Nú liggur fyrir alþingi frumvarp til laga um virkjun Kröflu, 55 megavatt virkjunar, sem talin er mjög hag- kvæm. Hér hefur fátt.eitt verið talið. Enn má nefna margt — t.d. miðlunarmannvirkin við Þórisvatn — en upptalningin sýnir að núverandi rikisstjórn hefur verið athafna- söm i raforkumálum. Hún hefur fylgt fé- iagslegri islenskri stefnu i framkvæmdum sinum og hefur leyst margan hnútinn sem viðreisnin hafði reyrt á hrapallega vit- lausan máta fyrir þjóðarhag. Áhorfendum gramdist jafnteflið eftir 12 leiki Á fimmtudagskvöldið var 4. um- ferðin tefld. Fyrstu skákinni lauk með jafntefli eftir 12 leiki og sá sem hafði svart var bardaga- maðurinn mikli Velimirovic. Andstæðingur hans var Bronstein og var ckki laust við að menn væru óánægðir mcð þá kappana. Guðmundur Sigurjóns- son hafði hvitt gegn Júliusi Friðjónssyni. Byrjunin var Sikil- eyjarvörn og valdi Guðmundur afbrigði sem Karpov teflir oft, biskuparnir eru þá á e2 og e3 og hvitur hrókar stutt. Július fórnaði peði á b5 og tók á sig tvi- peð á f-linunni. Eftirrúma 20 leiki vann Guðmundur mann og byggðist það á þvi, að hann gat sett á hrók á a8 með drottningu og hótaði jafnframt máti á h7 og þá gafst Július upp. 4. einvigisskákin hjá Kristjáni og Tringov Kristján Guðmundsson hafði hvitt gegn Tringov og var byrjun- in Sikileyjarvörn. Eftir 18 leiki var komin upp sama staða og i 4. einvigisskák þeirra Fischers og Spasskys. Sapssky hafði svart og náði hættulegri kóngssókn, en Kristján bauð upp á drottningar- kaup og breytti þannig útaf leið Fischers. Hann lenti engu að sið- ur i erfiðleikum og tapaði peði, hefur þrjú á móti fjórum og biskupar eru mislitir. En eins og sást vel i skák þeirra Tringovs og Smyslovs er alls ekki hægt að bóka þannig endatöfl sem jafn- tefli, og verður erfitt fyrir Kristján að halda skákinni. Smyslov hafði hvitt gegn ögaard og tefldi lokaða afbrigðið i Sikileyjarvörninni. Drottningar- kaup urðu snemma, en eftir það sýndi Smyslov glögglega hversu snjall hann er og sigraði örugg- lega eftir að hafa tætt sundur kóngsstööu Norðmannsins. Skemmtileg skák Ciocaltea sigraði Ingvar i skemmtilegri skák: Sikileyjarvörn. Ilvitt: Ciocaltea Svart: Ingvar Ásmundsson 1. e4 2. Rf3 3. . d4 4. Rxd4 5. Rc3 6. Be3 7. f4 8. Rb3 9. Bd3 10. 0-0 11. Df3 það er eðlilegt að svartur leiki biskupnum til b7 þar sem hann stendur andspænis drottningunni á f3. Nú á svartur aðeins eftir að hróka til að ljúka liðsskipan sinni. Nú hefði Ingvar getað leikið 15. ... bxa4 en eftir 16. Rxa4 g5 17. Rb6 RxR 18. BxR Db8 19. Hal Da8 20. Ra5 er staða hans slæm. 16. Rb5 Skemmtileg mannsfórn til að opna linur að svarta kónginum. 16........................ axb5 17. axb5 Rb8 18. c3 Með þessum leik opnar hvitur c- linuna sem er afar slæmt fyrir svartan þar sem bæði drottningin og kóngurinn standa á henni. 18......................... bxc 19. Hcl Rc5 20. Hxc3 Kd8 21. Rxc5 dxc5 Forintos hafði hvitt gegn Jóni Kristinssyni. Byrjunin var kóngindversk vörn og núna tefldi Forintos ekki fjögurra peða árásina eins og gegn Kristjáni i 2. umferð. Jón hefur áreiðanlega búiðsig velundirþað afbrigði sem Forintos tefldi, þvi að hann fékk ágæta stöðu upp úr byrjuninni. En þegar fram i sótti fótuðust honum eldur tökin, enda var klukkan farin að angra hann og i biðstöðunni stendur hann höllum fæti. Friðrik—Magnús Friðrik Ólafsson hafði hvitt Umsjón: Jón Briem 1 þessari stöðu er stutt hrókun 22. b4 Rd7 algengust. 23. bxc5 Bxc5 gegn Magnúsi og hér kemur 12. Hael 0-0-0? 24. Bxc5 Rxc5 skákin. Þetta verður að teljast alröng 25. Hxc5 Dd7 ákvörðun. Eftir 0-0 er allt i lagi 26. Hdl IlviU: Friðrik ólafsson hjá svörtum, þótt hvitur geti náð Hvita sóknin teflir sig sjálf. Svart: Magnús Sólmundarson. sókn með g4—g5' Hrókarnir taka opnu linurnar og 1. Rf3 Rf6 13. h3 Rd7 svartur er algerlega varnarlaus. 2. g3 g6 14. Df2 Hdg8 26 Bxe4 3. Bg2 Bg7 Áætlanir beggja eru ljósar. Hvor 27. Bc2 Bd5 4. 0-0 0-0 um sig • sækir að kóngi hins. 28. Hxd5 exd5 5. d4 d6 Spurningin er þvi aðeins sú hvor 29. Db6 Kc8 6. c4 a6 verður á undan. Með þvi að leika Ef 29, ... Ké7 30. Hel og svartur 7. Rc3 c6 g5 er svartur kominn i snertingu verður að bera drottninguna fyrir 8. d5 cxd við hvitu peðin á kóngsvæng og og þá er taflið tapað. 9. cxd5 b5 með leiknum a4 ræðst hvitur að 30. Bf5 10. a3 Rbd7 svörtu peðunum á drottningar- Ef 30. ... DxB þá 31. Hcl Kd7 32. 11. Rd4 Rdb6 væng. Hc7 Kd8 33. Dc8 Svartur gafst 12. b3 Bb7 15. a4 b4 upp. 13. e4 Hc8 14. Bb2 Hc5 Svartur reynir eðlilega að ná spili eftir c-linunni en möguleikar hvits liggja I sókn að kónei svarts. 15. Hbl Dd7 16. Rce2 Hfc8 17. Rf4 Hvitur hótar nú óþægilega Bh3. I stað þess að leika hróknum á c8 i burtu ákveður Magnús að gefa skiptamun og fá fripeð á c-lin- unni. Eins og af framhaldinu sést er það alls ekki nægilegt mót- vægi. 17. ... H8c7 18. Hel Dc8 19. Rd3 Efd7 20. Rxc5 dxc5 21. Rf3 BxB 22. HxB c4 23. Bh3 De8 24. Dd4 cxb3 25. Hxb3 Hc4 26. De3 Rc5 27. Hb4 Hc2 28. Re5 f6 Þetta er alvarleg veiking á svörtu kóngsstöðunni en taflinu verður vart bjargað héðan af hvort sem er. 29. Rf3 f5 Nú gæti virst sem svartur væri að ná mótspili. Hann hótar að drepapeðiðá e4 og ef hvitur leikur exf5þá kemur Rxd5. Friðrik finn- ur snjalla lausn á þessu vanda- máli. 30. Bxf5 gxf5 31. exf5 Rxd5 32. Hg4 gefið. Ef svartur leikur 32. . Kf8 þá kemur 33. Dh6 Kf7 34. Dg7 mát. Leiki svartur 32. ...Kf7 þá kemur 33. Re5 Kf6 34. Dh6 Kf5 35. Hg5 mát. og ef svartur leikur 32. . . Kh8 þá kemur 33. Dh6 Df7 34. Re5 Df6 35. DxD RxD 36. Rf7 mát. Einni skák var frestað. Þeir Freysteinn Þorbergsson og Benóný Benediktsson áttu að tefla hana á föstudagskvöldið Jón G. Briem

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.