Þjóðviljinn - 26.02.1974, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 26.02.1974, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 26. febrúar 1974. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA II Glæsilegur sigur íslendingar sigruðu Norðmenn 21:16 í landsleiknum í gærkvöld Það var aldeilis vega- nesti sem íslenska lands- liðið í handknattleik fékk sér i sínum síðasta leik fyrir átökin í lokakeppni HAA sem hefst á fimmtu- dag. Það gerði sér lítið fyr- ir og sigraði Norðmenn 21:16 í gærkveldi og ekki nóg með það, liðið hafði al- gera yf irburði allan leikinn og má sem dæmi nefna að íslenska liðið hafði yfir 11:5 í leikhléi. Það að sigra Norðmenn með 5 marka mun á útivelli eyk- ur vissulega vonir manna um að ísland verði meðal 8 efstu þjóðanna í loka- keppninni. tslenska liðið hafði slíka yfir- burði i leiknum að sögn NTB fréttastofunnar norksu, að um tima i siðari hálfleik leit út fyrir að Norðmenn fengju mesta skell sem þeir hafa nokkru sinni fengið i handknattleikslandsleik, en þá var staðan 19:9. tslendingum i vil. Þá var orðið stutt i lokin, islensk- ur stórsigur i höfn og islenska lið- ið slappaði af þannig að lokatöl- urnar urðu 21:16 sigur Islands. Það var aðeins rétt i byrjun að norska liðið hélt i við landann. Norðmenn höfðu yfir 2:1 og 3:2 en siðan ekki söguna meir. Það voru einkum þeir Geir, Axel og Ólafur H. Jónsson sem yíjuðu norska lið- inu undir uggum að sögn NTB auk Framhald á 14. siðu. 2-0 í byrjun, en Leeds tapaði samt 3-2 Stoke varð fyrsta liðið til að sigraLeedsá þessu keppnistímabili deildakeppninnar Sveit HSK sigraði í Kamba- boð- hlaupi 2-0 forusta Leeds eftir 17 min. dugði liðinu ekki til sigurs gegn Stoke á laugar- daginn, sem varð þá fyrsta liðið i ár til að sigra Leeds í deildakeppninni. Þetta var 30. leikur Leeds á þessu keppnistímabili, 29 leikir voru leiknir áður en fyrsta tapið kom. Vissulega hafði tapiö legið í loftinu lengi, greini- legt er að Leeds hefur dalað og mörg jafntefli í siðustu leikjum ásamt tapi fyrir Bristol jCity i bikarkeppninni undir- strikuðu þær grunsemdir, að nú færi hin mikla stund að renna upp. Það var um miðjan síðari hálfleik að Stoke skoraði sigurmark sitt. Þar var að verki Dennis Smith, miðherji. Hann skallaði boltann í netið, liggjandi á höndum og hnjám, og fagnaðarlæti áhorfenda voru óstöðv- andi. Árangurslaust reyndi Leeds að jafna, Stoke dró sig í vörn og með mikilli baráttu tókst að halda fengnu forskoti. Leeds byrjaði leikinn af miklum krafti og skoraði 2 mörk á tveimur mínútum, fyrst Billy Bremner og siðan Alan Clarke. Það var þvi útlit fyrir öruggan sigur Leeds og áhorfendur á heimavelli Stoke voru þegar farnir að örvænta. En hið sama gerðu leikmenn Stoke svo sannar- lega ekki. Þeir voru ákveðnir i að láta Leeds ekki stöðva undan- farna velgengni (liðið hefur ekki tapað 9 siðustu leikjum) og börðust af eldmóði. Uppskeran lét ekki á sér standa. Á 26. min. skoraði Mike Pejic 2-1 og er rúmar 10 min. voru eftir af fyrri hálfleik jafnaði Alan Hudson með fyrsta marki sinu með Stoke, en hann var nýlega keyptur frá Chelsea'. Sigurmarkið kom siðan um miðjan siðari hálfleik. Smith fékk fyrirgjöf frá kantinum, kastaði sér fram og skallaði i markið með glæsilegum tilþrifum. Nú velta menn þvi fyrir sér, hvort Leeds brotni saman eftir áföll siðustu viku, tap fyrir Bristol City og tap fyrir Stoke. Taugar leikmannanna eru orðnar uppspenntar eftir erfiða leiki og oft hefur það gerst, að Leeds hefur brugðist i lok keppnistima- hils. Úrslit: 1. deild Birmingham—Arsenal 3-1 Burnley—West Ham l-i Framhald á 14. siðu. Naumur sigur ÍR yfir KR Þá hefur islandsmótið i körfu- knattleik heldur jafnast aftur eft- ir að ÍR sigraði KR 85:82 s.l. laug- ardag. Þessi leikur var æsispenn- andi allt frá upphafi til enda, og skildu aldrei mörg stig i milli lið- anna. KR náði forystu 16:11, en siðan seig ÍR á og hafði yfir um tima i fyrri hálfleik 33:28, en i leikhléi hafði KR tekist að jafna, og var staðan þá 39:39. í siðari háifleik var leikurinn jafnvel enn jafnari en i þeim fyrri. Það skildu liðin ekki að nema 2 stig þegar nokkrar sek- úndur voru til leiksloka, 84:82. Þá var ÍR dæmt viti sem Kristinn Jörundsson framkvæmdi. Hann skoraði úr öðru þeirra, en hið sið- ara brást, munurinn 3 stig, en þrátt fyrir góðar tilraunir tókst KR-ingum ekki að minnka mun- inn, sigur iR 85:82 var staðreynd. Þennan sama dag sigraði svo Armann ÍS 95:78 eftir að hafa haft yfir I leikhléi 42:34. Nú er staðan i 1. deild þannig að KR hefur tapað 2 stigum en ÍR og I Valur 4. Kambaboðhlaup ÍR fór fram á sunnudaginn var, og svo fóru leikar að sveit HSK sigraði með nokkrum yfirburðum, en þrjár sveitir tóku þátt í hlaupinu, HSK, Ármann og sveit MT. Veður til slíks hlaups var mjög óhagstætt á sunnu- daginn, rok og rigningar- suddi í fangið mestalla leiðina, enda var tíminn sveitanna mun verri en í hlaupinu í fyrra. Vegalengdin sem hlaupin var er 40 km. og eru 4 menn i sveit, þannig að 10 km. koma i hlut hvers hlaupara. Bestum tima allra hlauparanna náði Jón Dið- riksson i sveit MT, 39,00 min. En það var sveit HSK sem sigr- aði eins og áður segir, og var timi hennar 2:59,13 klst. Næst kom svo Armanns-sveitin á 3:18,6 klst., en timi MT-sveitarinnar var 3:28,0 klst. I sveit HSK voru þessir hlaup- arar og timar hvers og eins i svig- anum. Þórður Gunnarsson (47,35 min.) Leif österby (44,24 min.) Helgi Ingvarsson (43,10 min. Jón H. Sigurðsson (44,04 mín.) Hlaupið byrjaði eins og nafn þess bendir til uppi á Kömbum, og var hlaupið eftir þjóðveginum og endað við IR-húsið við Tún- götu. Sigursveit HSK ^ UMSJÓN SIGURDÓR SIGURDÓRSSON!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.