Þjóðviljinn - 14.05.1974, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 14.05.1974, Blaðsíða 1
UOWIUINN Þriðiudagur 14. mail974 — 39. árg. —74. tbl. ÍH k >f .* L* i| Bm mi f: 'ÍÍLja œHm r ylB il-'lyj ilp* i P \ ■ r y'va- *^jjSrSi^6fc ***' fmr fflPf \ ll §||» jBf gfj ( aar Svipmynd frá hinum fjölmenna baráttufundi Alþýftubandalagsins I Háskólabiói á laugardaginn (Ljósm. AK) BARÁTTUHUGUR einkenndi fjölmennasta fund sem til þessa hefur verið haldinn í kosnLígabaráttu höfuðstaðarins Hvað eftir annað var mál rræðumanna rofið með lófaklappi á fundi Al- þýðubandalagsins í Há- skólabíói á laugardaginn. Þetta var fyrsti fundur Al- þýðubandalagsins í kosn- ingabaráttunni; boðaður með örstuttum fyrirvara. Vorsólin baðaði borgina — en stuðningsmenn Alþýðu- bandalagsins f jölmenntu engu að siður, og húsfyllir varð. Þar með er kosn- ingabarátta G-listans í Reykjavík hafin af fullum krafti; hálfur mánuður er til borgarst jórnarkosn- inga, réttar sjö vikur til al- þingiskosninganna. Ræðumenn ó fundinum voru þrir. Fyrstur talaði Lúðvik Jósepsson, sjávarútvegsráð- herra. Ræddi hann stöðuna i efna- hagsmálum og stjórnmálavið- horfin i dag. Ræða Lúðviks verð- ur birt i blaðinu siðar. Þá talaði Sigurjón Pétursson, borgarráðs- maður. Ræddi hann um borgar- málin og kosningabaráttu Al- þýðubandalagsins. Loks talaði Magnús Kjartansson og er ræða hans birt i heild á opnu blaðsins i dag. Fundarstjóri var borbjörn Broddason, lektor, en hann skipar sem kunnugt er þriðja sætið á framboðslista Alþýðubandalags- ins vegna borgarstjórnarkosning- anna 26. mai næstkomandi. Allir flokkar hafa efnt til alls konar kosningafunda það sem af er mai-mánuði en enginn fundur- inn hefur verið jafnf jölmennur og þessi fundur Alþýðubandalags- ins. Þeir þúsund fundarmenn sem sóttu fundinn i Háskólabiói á laugardaginn munu nú einhenda sér i kosningabaráttuna, sjö vikna kosningabarátta Alþýðu- bandalagsins er hafin. Það var ljóst á þessum fundi i Háskólabiói að styrkur Alþýðu- bandalagsins i kosningabarátt- unni stafar einkum af þvi, að það er eini heilsteypti vinstriflokkur- inn og þvi eini vinstriflokkurinn sem getur skapað verulegt afl gegn ihaldi. Ástandið 1 Danmörku: Skyndiverkföll og kröfu göngur gegn Hartling KAUPMANNAHÖFN 13/5 Um 60 þúsund verka- menn tóku i dag þátt í mót- mælaverkf öllum gegn frumvarpi minnihluta- stjórnar Hartlings um skattamál og niðurskurð á rikisútgjöldum. 40 þúsund- ir manna fóru i mótmæla- göngu til þinghússins. Á mótmælafundi við Kristjáns- borgarhöll var þess krafist að sósialisku flokkarnir þrir tækju af skarið um afstöðu sina til frum- varps Hartlings. Anker Jörgen- sen, formaður sósialdemókrata, neitaði að taka þátt i fundinum, en áður hafði flokksbróðir hans, formaður alþýðusambandsins, varað verkamenn við að fara i „ólögleg skyndiverkföll”. Jörgensen lofaði þvi samt, að flokkur sinn mundi sjá til þess, að frumvarpið kæmi ekki niður á fé- lagsmálalöggjöfinni. Gert Petersen, hinn nýkjörni formaður Sósialiska alþýðu- flokksins gagnrýndi sósialdemó- krata harðlega fyrir samninga- makk við afturhaldsstjórn. Knud Jespersen, formaður kommúnista, sagði, að um það væri að velja, að gera þúsundir verkamanna atvinnulausar eða að reka stjórn Hartlings úr vinnu. leyfi til að skilja Italir fá ROM 13/5 — Fyrstu tölur úr þjóðaratkvæða- greiðslu um lög sem leyfa hjónaskilnað á (talíu benda til þess, að lögin verði samþykkt. Eftir að 60% atkvæða höfðu verið talin voru um 58% með lögunum en 42% gegn þeim. Kristi- legir demókratar og kirkjan hafa barist af mikilli heift gegn lögun- um, en samt er andstað- an gegn þeim minni en búist var við í hinum rammkaþólsku héruð- um Suður-ltalíu. Innflutt fyrir 3,2 miljarða 1 nýjum tölum frá Hagstofu um verðmæti inn- og útflutn- ings fyrstu þrjá mánuði ársins kemur fram, að innflutningur- inn jókst um 60% i mars sl. miðað við sama mánuð i fyrra. Nam innflutningurinn nú 3,2 miljörðum króna, en hafði verið 2 miljarðar i mars 1972. Útflutningur fyrstu þrjá mánuði þessa árs var 700 miljónum króna verðmeiri en i fyrra, innflutningurinn aftur 3 miljörðum meiri. Vöru- skiptajöfnuðurinn varð óhag- stæður i ár um 2 1/2 miljarð króna. Vogaskóli afhentur MT Blaðið frétti i gær, að ákveðið hafi verið að leggja niður Vogaskóla sem gagnfræða- skóla og afhenda skólahús- næðið Menntaskólanum við Tjörnina. Námsflokkar Reykjavikur eiga að fá hús- næði MT, en þeir gagnfræða- skólanemendur, sem stundað hafa nám i Vogaskóla eiga að flytjast yfir i Langholtsskóla. í DAG Sævar Bjarnason skrif- ar skákþátt fyrir Þjóð- viljann i stað Jóns Briem, sem er i próf- lestri um þessar mund- ir. — sjá bls. 2.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.