Þjóðviljinn - 25.05.1974, Page 17

Þjóðviljinn - 25.05.1974, Page 17
Laugardagur 25. mai 1974. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 17 Jóna Benónlsdótdr mmning Jóna Benónisdóttir lést 26. mars i Borgarspitalanum i Reykjavik eftir veikindi, sem hún hafði átt við að striða um allnokkurt skeið. Hún var fædd 28. desember 1913 að Laxárdal i Hrútafirði, dóttir Sigriðar Guðmundsdóttur og Benónis Jónssonar, bónda og oddvita i Laxárdal. Hún var yngst systkina sinna — en þau eru Guðrún, Guðmundur og Anna, en Jónas og Friðbjörn eru nýlega látnir. Jóna ólst upp i Laxárdal og dvaldi þar fram undir tvftugt, en þá fluttist hún til Reykjavikur. Hér stundaði hún framan af ýmis konar vinnu, lærði m.a. að sauma og vann á saumastofu. Hún var starfsmaður Þjóðviljans i nokkur ár, en lengst af starfaði hún hjá Alþýðusambandi Islands eða hátt i aldarfjórðung. Þar urðu okkar kynni. Ég kynntist þar stéttvísri konu og góðum sósialista. Hún vann sérhvert verk af alúð og sam- viskusemi, og löng reynsla úr vafstri lifsins og hversdagslegum störfum gerði henni auðvelt um sjálfstætt mat á málefnum og mönnum. Hún var um margt fróð og hafði yndi af músik. Hún sóttist ekki eftir fjölmenni, þar sem glaumur og hávaði rikti, en leitaði frekar á vit gróandi náttúru landsins i hópi góðra félaga. 1 svörum gat hún verið stuttaraleg — en engu að siður skýr og afdráttarlaus. Þeir eru orðnir margir, sem fengið hafa greið svör hjá Jónu um rétt sinn og kjör. Og þeir sem lærðu betur að þekkja hana i samskiptum sinum við Alþýðusambandið, eins og fjölmargir af forsvarsmönnum verkalýðsfélaga, kynntust þar staðföstum persónuleika, ósér- hlifnum starfsmanni og góðum vini. Guðm. Ag. Nefnd iðnaðarráðuneytisins hefur skilað áfangaskýrslu Lífefnaiðnaður er vænlegur á íslandi Lífefnaiönaður getur átt bjartaframtiö fyrir sér hér á landi. Benda allar likur til ört vaxandi markaða fyrir framleiðslu þessa iðnaðar á næstu áratigum. Svo segir i áfangaskýrslu lyf ja- og lifefnavinnslunefndar sem iðnaðarráðuneytið skipaði 30. október s.l. 1 skýrslunni segir að mikiö magn innlendra hráefna, hentugt fyrir lifefnaiðnað, sé fyrir hendi. Hráefni þessi eru innyfli fiska, hvala og sláturdýra. Unnt er að vinna ensýma, hormóna o.m.fl. úr þessu hráefni og senda siðan úrganginn i mjölvinnslu. Ensýmiðnaður er ein þeirra nýju greina lifefnaiðnaðar sem nú er i mótun, og eru miklar vonir bundnar við tækninýjungar á þessu sviði. Þá telur nefndin að hefja beri viðræður við erlenda fúkalyfjaframleiðendur um möguleika á slikri framleiðslu hér á landi. 1 nefndinni voru eftirtaldir menn: dr. Sigmundur Guð- bjarnarson prófessor (form.), Almar Grimsson deildarstjóri, Reynir Eyjólfsson lyfja- fræðingur, Þorleifur Jónsson við- skiptafræðingur og dr. Björn Dagbjartsson matvælaverk- fræðingur. 10. öld Borg frá grafin upp Moskvu (APN). Izvestia skýrir frá merkum fundi sovéskra vísindamanna í Murgabhéraði í Gorno- Dadakjsjan-sjálfstjórnar- lýðveldinu, sem er hluti af Tajik-lýðveldinu (Sovésku Mið-Asíu). I 4 þúsund metra hæð í fjöllum Aust- ur-Pamir fundu jarð- fræðingar í Tajik, er voru að leita að silfurnámum, leifar fornrar borgar ásamt aðliggjandi silfur- námu. Fyrstu niðurstöður af upp- greftri, sem visindamenn frá sögustofnun visindaakademiunn- ar i Tajikistan hafa framkvæmt, hafa tekið fram öllum vonum. Komu visindamennirnir niður á byggingar úr steini. Fram- kvæmdastjóri sögustofnunarinn- ar, B. Iskanderof, doktor i sagn- fræði, sagði i viðtalí við frétta- mann Izvestia: Vikjum fyrst að rituðum heimildum, sem við fundum i byggingunum. Þær voru ritaðar með svörtu indversku bleki á þunnan, gulnaðan pappir. Þær eru ritaðar með arabisku skrif- letri á tungu Farsi, sem er tajik- mál. Þetta þýðir, að þessar rituðu heimildir eru komnar frá Tajik- um, forfeðrum núverandi ibúa i Pamir, innbyggja „þaks ver- aldarinnar”. Viðskipta- og opin- ber skjöl bera dagsetningar frá 10. og 12. öld. Nú hefur verið gert við handritin. Það sem hægt hefur verið að lesa hefur mjög mikil visindalegt gildi. Það hefur komið ótvirætt i ljós, að i tvær aidir hafa borgarbúar stundað silfurnám af kappi og framleitt þennan verð- mæta málm. Borgin hefur haldið uppi viðskiptum og stjórnmála- tengslum við nágrannalöndin, Afghanistan, Indland og tran. Þessi týnda silfurborg hefur veitt ýmsar upplýsingar varðandi lifnaðarhætti ibúanna. Hofið i miðju borgarinnar er með fjögur vigslueldstæði. Þaö sýnir, að hin- ir fornu Tajikar i Pamir voru eldsdýrkendur á 12. öld. Siðar tóku þeir Múhameðstrú. Frekari rannsóknir á húsagerðarlist staðarins munu varpa ljósi á sögu fornrar menningar og sögu lands okkar. Reiknar íhaldið sér fleiri atkvœði í Hólum en F ellunum? Hún var gustinikil konan, sem leithér inn á ritstjórnina i gærmorgun og sagði sinar far- ir ekki sléttar. Kvaðst hún vera búin að missa af tveim strætisvögnum úr Breiðholt- inu og þarmeð orðin of sein i vinnuna fyrir handarbaka- vinnubrögð borgaryfirvalda. Hún á heima i Breiðholtinu og þaðan hefur einsog allir vita verið heldur erfitt með al- menningssamgöngur. Hefur hún þvi til þessa orðið að ganga langa leið og taka strætó við Eddufell. En i gær var ferðum breytt vegna ein- hverra framkvæmda og ekki verið að hafa fyrir þvi að skýra fólki frá þvi eða setja upp auglýsingu á biðstöðinni. — Og ekki nóg með það, sagði konan. Við sem búum við þessar lélegu samgöngur i Fellahverfinu, þar sem marg- ar götur liggja austan Eddu- fells, en enginn strætó fer um hverfið, sjáum, að vegna und- irskriftasöfnunar er vagninn nú farinn að keyra inn i U-ið i Hólahverfi. Burtséð frá þvi, að þetta er einmitt svæði, þarsem börnum er ætlað að leika sér, er mér spurn: Heldur meiri- hlutinn i borgarstjórn, að þeir eigi kannski fleiri atkvæði i Hólahverfi en Fellahverfi? X-G PÓSTUR OG SÍMI TILKYNNING til launþega um orlof Ákveðið hefur verið að orlofsávisanir að upphæð kr. 10.000,00 eða lægri skuli undanþegnar áritun vottorða, sbr. til- kynningu Félagsmálaráðuneytisins dags. 21. þ.m. Orlofsféð fæst greitt á póststöðv- um. Hafið meðferðis persónuskilriki. Reykjavik, 24. mai 1974. Póstgiróstofan. Alþýðubandalagið G-listinn Kópavogi Listi Alþýðubandalagsins, G-listann, vantar fólk til starfa fram að kjördag og á kjördag. Hafiö samband við kosningaskrifstofuna i Þing- hól, simi 41746. Grindavik Kosningaskrifstofa B-listans i Grindavik er opin á kvöldin °g siðan allan kjördaginn. Siminn er 8111 Grundarfjörður Kosningaskrifstofa Alþýðubandalagsins i Grundarfirði hefur sima 93-8739. H-listinn Mosfellssveit Kosningaskrifstofa H-listans i Mosfellssveit, Stórateig 17, er opin frá kl. 17.00e.h. fram eftir kvöldi fram á kosningadag. Siminn er 66404. Stuðningsfólk I-listans, Akranesi Kosningaskrifstofan er opin alla daga frá kl. 14. Vinnum ötullega að sigri I-listans. Kaffi á boðstólum frá kl. 15 fimmtudag, laugardag og sunnudag. — I-listinn. Stykkishólmur Kosningaskrifstofa L-Iistans, Iista vinstri manna i Stykkishólmi.er i Grimmshúsi við Aðalgötu. Siminn er 93-8319. Stuðningsfólk L-listans: Hafið samband við skrifstofuna i dag og á morgun. Alþýðubandalagið Skráning sjálfboðaliða Alþýðubandalagið vantar sjálfboðaliða til starfa strax. Fjölmörg verkefni biða vinnu- fúsra félaga og stuðningsmanna. Nauðsynlegt er að hefja þegar i stað skráningu sjálfboðaliða vegna fundarins i Laugardalshöllinni og vegna starfa á kjördag, á sunnudaginn kemur. Siminn er 28655. Opið allan daginn til kl. 10 á kvöldin. Skrifstofan er að Grettisgötu 3. Kosningas j óður Þeir sem hafa fengið senda happdrættismiða i Happdrætti Alþýðubandalagsins eru beðnir um að gera skil hið fyrsta. Mörg verkefni biða þess að fé fáist til framkvæmdanna. Skrifstof- an á Grettisgötu 3 tekur við skilum. Allar upp- lýsingar i sima 28655. Nýr umboðsmaður í Kópavogi Hólmfriður Jónsdóttir og Þórmundur Hjálm- týsson Bræðratungu 7.Simi 42073. Æskilegt að kvartanir hafi borist fyrir kl. ll, svo að þær verði afgreiddar milli ki. 11 og 13. ____ Þjóðviljinn

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.