Þjóðviljinn - 23.10.1974, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 23.10.1974, Blaðsíða 1
UOWIUINN Miðvikudagur 23. október 1974—39. árg. 208. tbl. : BLOSSÍ 5.F., Skipholti 35, sími B13SÐ, NYJA BUKKSMIDJAN H.F., Anrúla 30. $imi 81104 - 81171. ; $K1P & FASTEIGNR, Sköljj»ótu ti, tímar 11735 • 21955, 4 BAKARÍÍD H. BRIDDETmíöE*. HiuleithhrautVsímí 3SÍ80. KJÖT & FSKUR. {á horni Baldung. og Þót-sgötu). simi 13818. : SlLD OG FISKUR. B«rg$taða$fr*ti 37. *fnur 24447 - 14240. CLAESSEN ARENT H.F.. Veiturgötu IQa, *ímar 19440 - 21490^ TJARNAR- BÓLS- MÁLIÐ Eitt margra fyrirtækja, sem tengjast Tjarnarbóli h.f. er fyrir- tækið Skip og fasteignir, sem skartaði ásamt fleiri aðilum, sem sérstakt styrktarfélag Sjálf- stæðisflokksins i kosningabar- áttunni i vor. Hagsmunir kaup- enda ibúða i Tjarnarbóli 8 eru i hættu ef ekki tekst að draga forráðamenn Tjarnarbóls h.f. til ábyrgðar, en þeir eiga eign eignir annars staðar. Sjá 4. síðu Tónlistarfélagið: Serkin tepptur Hinn heimsfrægi píanó- leikari, Rudolf Serkin, átti að halda tónleika á vegum Tónlistarfélags Reykja- víkur í Háskólabíói kl. 9 í kvöld. En vegna flugverk- falls í Mílanó, kemst Serk- in ekki til (slands að þessu sinni og er því tónleikunum frestað hér í Reykjavík. Tónleikarnir munu verða haldnir í janúar næstkom- andi og verður nánar aug- lýst síðar hvenær í janúar. VL-menn að gugna BJÓÐA SUMUM SÆTTIR sem hefur verið hafnað. Lögmenn stefndra krefjast frávísunar á flestum málunum vegna galla máltilbúnaðar í gærmorgun fóru VL- mennirnir 12 fram á sættir í máli þeirra gegn Garðari Viborg. Sátta- bón þessari var hafnað. Þá hefur verið hafnað sáttabeiðni 12-menn- inganna til Helga Sæmundssonar. Engin sáttabeiðni kom fram í bæjarþingi Reykjavíkur í gærmorgun í málum 12-menninganna og fjögurra háskóla- kennara gegn Rúnari, Ármanni Arthúrssyni. Málin gegn blaða- mönnum og greinar- höfundum Þjóðviljans verða tekin fyrir í bæjarþinginu á morgun. Lögmenn stefndra Sjá 3. síðu krefjast þess að málunum verði yfirleitt vísað frá. Er rök- stuðningurinn með frávísunarkröfu þessari birtur á 3. síðu. Þá er höfð uppi af lögmönnum sýknukrafa og er rök- stuðningurinn með henni einnig birtur á 3. síðu blaðsins í viðtali við Inga R. Helgason, hrl. en hann er lögmaður stefndra ásamt Ragnari Aðalsteissyni og Hrafn- katli Ásgeirssyni. Kemur fram í viðtalinu að frávísunar- krafa lögmannanna verður rekin fyrst í gegnum réttarhaldið, áður en sjálft málið verður tekið fyrir. Alþýðubandalagið: Lerkalýðsmála- ráðstefna 2. nóvember Flokksráðsfundur Alþýðubandalagsins 1973 samþykkti áb boða til ráðstefnu um verkalýðsmál og kaus nefnd til þess að undirbúa hana. Verkalýðsmálanefnd miðstjórnar hefur nú ákveðið, samkvæmt til- lögu nefndarinnar, að boða til slikrar ráðstefnu dagana 1. og 2. nóvember n.k' Tilgangur ráðstefnunnar er að veita Alþýðubandalagsmönnum tæki- færi til að hafa samráð um verkalýðsmál og eru til hennar boðaðir þeir flokksmenn sem gegna trúnaðarstörfum innan lsunþegasamtakanna, eða eru á annan hátt áhrifamenn innan þeirra. Ráðstefnan hefst að Hótel Loftleiðum föstudaginn 1. nóv.kl. 16 og á að ljúka laugardaginn 2. nóv. kl. 17. Þátttaka tilkynnist til skrifstofu Alþýðubandalagsins i siðasta lagi miðvikudaginn 31. október i sima 28655. Verkalýðsmálanefnd. Mitt i hryssingnum og haustrigningunum koma þurrir en grá- móskuiegir dagar, sem minna okkur á að sumarið er liðið. i einni slikri uppstyttu tók Sigurjón þessa mynd af hási, sem speglast I polli á Óðinsgötu i Rvik. Húsið stendur á mótum Óðinsgötu og Spitaíastigs. Neita að leggja samkomulag um herstöðina fyrir alþingi Lúðvík krafðist umrœðna en Einar undirritaði í gœr Einar Agústsson Einar Ágústsson utan- rikisráðherra tæmdi bikar smánar sinnar i botn í gær þegar hann var kvaddur inn í sendiráð Bandaríkj- anna til að skrifa þar nafn- ið sitt undir staðfestingu þessað fyrri stefna Fram- sóknarflokksins um afnám herstöðvarinnar hafi nú verið lögð á hilluna. I tilkynningu frá utan- ríkisráðuneytinu, sem barst Þjóðviljanum í gær segir: „f dag var af hálfu fslands og Bandaríkjanna undirritað í Reykjavík samkomulag er gerir ráð fyrir áf ramhaldandi rekstri stöðvar Atlants- hafsbandalagsins í Kefla- vík. Nánari atriða þessa samkomulags var getið í sameiginlegri fréttatil- kynningu, sem gef in var út hinn 26. september 1974 Á fundi utanríkismála- nef ndar alþingis í gær, þar sem Lúðvík Jósepsson mætti af hálfu Alþýðu- bandalagsins í fjarveru Gils Guðmundssonar var rætt um samkomulagið, sem Einar Ágústsson gerði við Bandaríkjastjórn um herstöðina í vesturför sinni, en áður hefur verið skýrt frá innihaldi þess. Lúðvík Jósepsson krafð- ist þess á fundi utanríkis- málanefndar að málið yrði lagt fyrir alþingi áður en samkomulagið yrði stað- fest, og minnti i því sam- bandi á loforð Einars Ágústssonar þar um,með- an hann var utanríkisráð- herra í vinstri stjórninni. Tillaga Lúðviks í þessum efnum var felld í utan- ríkismálanefnd af fulltrú- um stjórnarflokkanna, en formaður Alþýðuflokksins sat hjá. Lúðvík Jósepsson lét bóka greinargerð fyrir af- stöðu Alþýðubandalagsins og munum við skýra nánar frá henni á morgun. Lúðvik jósepsson Rœkjan í deiglunni sjá bls. 5 Rækjan i Húnaflóa er enn hitamál fyrir norðan. Beðið er eftir þvi hvort sjávarútvegsráöherra veit- ir fleiri bátum leyfi til rækju- veiða. Þjóðviljinn segir i dag frá bréfi fyrirtækisins Særúnar h.f. á Blönduósi um máiið.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.