Þjóðviljinn - 24.10.1975, Síða 3

Þjóðviljinn - 24.10.1975, Síða 3
Föstudagur 24, október 1975. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 3 Kvennaverkfall Hvað er um að vera? Rætt við Elisabetu Gunnarsdóttur um viðburði dagsins Þá er hinn sögulegi dagur, 24. október, upp runninn og konurnar hafa lagt nibur störf. Þess i stað standa þær fyrir umfangsmiklu félagslifi viða um borgina og úti á landi. Hvarvetna verða haldnir fundir, hús opnuð upp á gátt og göngur farnar. Við ræddum við Elisabetu Gunnarsdóttur sem sæti á i kynn- ingarhóp framkvæmdanefndar kvennaverkfalls. Báðum við hana að segja okkur hvað yrði að ger- ast i dag, bæði hér i borginni og úti á landi. Fundir í skólum í mörgum framhaldsskólum hér i Reykjavik verða fundir fyrir hádegi. Átta skólar, menntaskól- arnir þrir, Fósturskólinn, Þroskaþjálfaskólinn, Myndlistar- og handiðaskólinn, Kennarahá- skólinn og Háskólinn, hafa haft með sér samstarf um dagskrár og þátttöku i göngu. Fundirnir byrja á misjöfnum timum, kl. 9, 10 eða 11, og þar verða umræður um stöðu kvenna og einhver skemmtiatriði. Nemendur Fósturskólans munu heimsækja Kennaraháskólann vegna skorts á húsnæði til fundar- halda. Á þann fund er einnig boðið öllu starfsfólki Kennaraháskól- ans, kennurum, skrifstofufólki, ræstingakonum o.fl. og er þetta liður i viðleitni kennaranema til að efla tengslin milli allra starfs- manna skólans. Háskólastúdentar hafa opið hús i Stúdentakjallaranum þar sem fólk getur komið, fengið sér kaffi og rætt málin. Fólk getur óhrætt tekið börn með sér þangað þvi barnagæsla verður skipulögð all- an daginn. Fjórar göngur Klukkan hálftvö munu nemend- ur áðurnefndra skóla koma sam- an á Hlemmtorgi og þangað mæta einnig félagar i Starfsstúlknafé- laginu Sókn og Félagi afgreiðslu- stúlkna i brauða- og mjólkurbúð- um ASB. Verður gengið frá Hlemmi niður Laugaveg á úti- fundinn stóra á Lækjartorgi. A sama tima, kl. 13.30, leggja félagar i Verslunarmannafélagi Reykjavikur af stað frá Haga- torgi og ganga sem leið liggur á Lækjartorg. Klukkan 13.45 safn- ast konur úr Árbæjarhverfi sam- an á Skólavörðuholti og ganga fylktu liði á fundinn og samtimis leggja hafnfirskar konur af stað frá Hljómskálanum. Rauðsokka- hreyfingin skipuleggur einnig göngu og leggur hún af stað frá Hlemmi kl. 13.30. .útifundurinn Allt þetta fólk og eflaust margt, margt fleira sækir svo útifund kvennaverkfallsins á Lækjar- torgi. Þar verður fjölbreytt dag- skrá sem flutt er af konum ein- göngu með einni undantekningu. Fundarstjóri verður Guðrún Erlendsdóttir sem er formaður kvennaársnefndar þeirrar sem rikið skipaði en dagskrárstjóri er Guðrún Ásmundsdóttir leikari. Aður en fundur er settur leikur Lúðrasveitkvenna nokkur lög. Að fundarsetningu lokinni flytur Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir verkakona ávarp. Að þvi loknu stigur Guðrún A. Simonar óperu- söngvari á pallinn og stjórnar fjöldasöng i laginu „öxar við ána.” Næst flytja þingmennirnir Sig- urlaug Bjarnadóttir og Svava Jakobsdóttir alþingismanna- hvatningu en að henni lokinni tek- ur við þáttur Kvenréttindafélags tslands. Verður þá ma. sungið af kvennakór lag Sigfúsar Einars- sonar við ljóð Guðmundar Guð- mundssonar, Kvennaslag, en höf- undarnir tileinkuðu !ag og ljóð Kvenréttindafélaginu. Siðan mun Björg Einarsdóttir verslunarmaður flytja ávarp en á eftir þvi munu fundarmenn lúta stjórn Guðrúnar Á. i laginu Hvers vegna kvennafri? en ljóðið við það samdi Valborg Bentsdóttir i tilefni dagsins. Á eftir þvi flytur Ásthildur Ölafsdóttir húsmóðir i Hafnarfirði ávarp. Næsti liður er Kvennakrónika i þriliðu i samantekt þeirra önnu Sigurðardóttur, Valborgar Bents- dóttur og Sigriðar Thorlacius. Flytjendur eru leikararnir Anna Kristin Arngrimsdóttir, Briet Héðinsdóttir, Helga Bachmann, Sigriður Hagalin og Sigurður Karlsson en stjórnandi er Herdis Þorvaldsdóttir. Þá flytja rauðsokkar baráttu- dagskrá en siðan er fjöldasöngur. Verða þá sungin lögin Ó, ó,ó stelpur og Svona margar en að þeim loknum verður fundi slitið. í fundarlok leikur Lúðrasveit kvenna Opin hús A átta stöðum i borginni verða opin hús, sjö á vegum fram- kvæmdanefndarinnar en eitt, Stúdentakjallarinn, á vegum stúdenta. Hin húsin sjö eru Sokk- holt, heimili rauðsokka að Skóla- vörðustig 12, Félagsheimili prentara að Hverfisgötu 21 og Hallveigarstaðir við Túngötu sem opin verða kl. 10-19, Norræna hús- ið, Lindarbær, Hótel Saga og að- setur Húsmæðrafélags Reykja- vikur að Baldursgötu 9 sem opin verða kl. 15—19. Á þessum stöðum geta menn komið og fengið sér hressingu sem þó verður af skornum skammti þvi konur munu ekki taka i mál að annast þær, hins vegar geta menn haft með sér nesti og fengið kaffi með. Ahuga- fólk mun lita inn og skemmta gestum og hljóðnemar verða opn- ir fyrir alla þá sem segja vilja það sem þeim býr i brjósti um stöðu kvenna og kjör. Landsbyggðin Þetta er i stórum dráttum það sem um verður að vera i Reykja- vik. En konur verða einnig að á amk. fjórtán stöðum úti á landi. í Hafnarfirði verður útifundur á Thorsplani og i Stapa i Ytri- Njarðvik veröur opið hús fyrir konur af Suðurnesjum. Ekki verður mikið um áð vera i næsta nágrenni Reykjavikur. eða út- hverfum borgarinnar þvi stefnt er að þvi að fá konur út úr hverf- 100% þátttaka við Sigöldu — Jú, það verða hérna allir karlmenn i reiðileysi á morgun, sagði Eyrún Hafsteinsdóttir, simastúlka i Sigöldu þegar við Corvitnuðumst um kvennaverk- fall þar efra. — Þáttlaka hjá okk- ur i verkfallinu er að sjálfsögðu 100%, allar ætla i fri og sumar meira að segja á fundinn i bæn- um. — Auðvitað eru þeir allir skelf- ingu lostnir kallagreyin. Það get- ur þó verið að við lánum þeim eldhúsið til eigin afnota og mér skilst að þeir séu að skipuleggja einhverja starfshópa, til þess að vinna að pulsusoðningu á morg- un, sagði Eyrún. —gsp unum niður i miðbæ. En ef við förum hringinn þá verður eitthvað að gerast á Akra- nesi, i Borgarnesi, á Patreksfirði, Isafirði, Sauðárkróki, Siglufirði, Akureyri, Húsavik, Neskaupstað, Eskifirði, Hornafirði, Vest- mannaeyjum og Selfossi. Þetta var vitað um i gær en vera kann að konur hugsi sér til hreyfings á fleiri stöðum. Opið útvarp Loks má geta þess að útvarpiö verður með „opna dagskrá” að loknum seinni kvöldfréttum klukkan 22. Þar heldur Friðrik Páll Jónsson fréttamaður um hljóðnemann og segir frá við- burðum dagsins. Stendur þessi dagskrá svo lengi sem þurfa þyk- ir. —ÞH Góður sigur vinstrimanna Eins og fram kom 1 blaðinu i gær unnu vinstri menn góðan sig- ur i kosningum til 1. des. nefndar stúdenta sem fram fóru i fyrra- kvöld. Hlutu þeir 517 atkvæði gegn 284 atkvæðum ihalds- stúdenta. Vinstri menn hlutu þvi tæp 64% atkvæða og hefur hlutfallið aldrei verið þeim eins hagstætt i þessum kosningum. Vinstri menn unnu fyrst þessar kosningar með mikl- um glæsibrag árið 1971 þegar þrir listar voru i kjöri. Þá var dagur- inn helgaður umræðum um her- inn og sama var uppi á teningnum árið eftir, 1972, en þá tókst hægri mönnum ekki að berja saman mótframboð. 1973 var mjög mjótt á munum en vinstri menn höfðu herslumun- inn og enn var herinn og Nató tek- ið til umræðu. 1 fyrra, á þjóðhá- tiðarári, buðu vinstri menn upp á umræðu um þjóðsöguna og is- lenskan veruleik og hlaut það hljómgrunn á fjölmennum stúdentafundi á Hótel Sögu. Þátttaka i kosningunum til 1. des. nefndar hefur alltaf verið meiri en nú. 1 fyrra kusu um 1.100 eða u.þ.b. 40%, árið þar áður um 900 en i ár var þátttakan aðeins 818 sem mun samsvara u.þ.b. 31% innritaðra stúdenta. Astæða þessarar litlu þátttöku er eflaust aö hluta til sú að undanfarna daga hefur hörð kjarabarátta verið háð af námsmönnum og hún hefur hreinlega yfirgnæft þessar kosn- ingar. Annað má nefna sem er mjög litil smölun af hálfu vinstri manna sem verið hafa með allan hugann við kjarabaráttuna. Þetta skýrir þó ekki furðu lélega út- komu Vöku sem sjaldan hefur haft eins litið fylgi i kosningum innan Háskólans. Ihaldsstúdentar hafa nefnilega smalað grimmt i hálfan annan mánuð en þá sást fyrst til þeirra krossandi við ný- stúdenta. Gengu þeir m.a.s. svo langti smöluninnia þeir hringdu i harða vinstri menn, þ.á m. fyrr- verandi varaformann Stúdenta- ráðs. En hvað sem þátttökunni liður er það staðreynd að 1. des. nk. verður helgaður umræðum um kreppuna. Reynt verður að graf- ast fyrir um rætur hennar, skýra þá þætti auðvaldsskipulagsins sem óhjákvæmilega bjóða krepp- unni heim. Einnig verður skyggnst aftur til kreppunnar miklu á fjórða áratugnum og af- leiðinga hennar: stórfellt at- vinnuleysi og fasismi. Það er ekki undarlegt að vinstri menn skyldu velja þetta umræðu- efni. Undanfarna daga hafa þeir mátt berjast gegn mikilli kjara- skerðingu sem einmitt er rök- studd með kreppunni. Þeir lögðu lika áherslu á það á kosninga- fundinum i fyrrakvöld að tengsl væru milli kjarabaráttunnar og 1. des kosninganna. Af þessum sök- um má lita á þennan sigur sem góðan stuðning við kjarabaráttu námsmanna. —ÞH W-i Wj Wv Undirrituö verkalýðsfélög árna íslenskum konum heilla á kvennadaginn, 24. október, og óska þeim góðs árangurs á þeim sérstæða baráttudegi. Við teljum einsýnt, að hið alþjóðlega kvennaár haf i þegar vakið til almennrar umhugsunar um núverandi stöðu karla og kvenna á öllum sviðum þjóðlífsins og leitt til mikilsverðrar hugarfarsbreytingar með þjóðinni. Nú riður á að virkja þá hugarfarsbreytingu í raunhæfar aðgerðir til upprætingar öllu mis- rétti og mismunun byggðri á kynferði, á næstu árum. Sérstaklega vonum við, að konur gerist nú virkari í baráttu verkalýðsstéttar- innar og samtaka alþýðunnar, sem alltaf hafa haft jaf nrétti allra þjóðfélags- þegna ofarlega á sinni stefnuskrá. Með þvi að leiða jafnréttiskröfu kvenna til farsælla lykta á næstu árum, er þýðingarmikið skref stigið i áttina til þess framtíðarþjóðfélags, sem verka- lýðshreyf ingin hef ur f rá upphaf i barist fyrir. Jafnréttisbaráttan er því einn þýðingarmesti liðurinn i baráttu verkalýðsins í dag. Því skora félögin á allar konur, að taka virkan þátt i aðgerðum þessa dags — 24. október — sem þær f ramast geta og stuðla þannig að því að gera hann að sannnefndum sigurdegi jafnréttisbaráttunnar. Verslunarmannafélag Reykjavíkur Trésmiöafélag Reykjavíkur Félag starfsfólks á veitingahúsum Verkamannafélagið Dagsbrún Flugfreyjufélag íslands Félag bifvélavirkja Starfsstúlknafélagið Sókn Hið íslenska prentarafélag ASB, fél. afgreiðslustúlkna í brauða og mjólkurbúðum Verkakvennafél. Framsókn Félag íslenskra hljómlistarmanna *i ti

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.