Þjóðviljinn - 24.10.1975, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 24.10.1975, Qupperneq 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 24, október 1975. SPURT UM AÐILD ÚTLENDINGA AÐ VIRKJUN EYSTRA Helgi Seljan gerir fyrirspurn á alþingi um virkjunarmál á Aust- urlandi, ma. um þátttöku sviss- neskra áljöfra i rannsóknum þar. Eins og lesendur Þjóðviljans muna var i haust hér i blaðinu vakin athygli á sameiginlegu ferðalagi íslendinga og svisslend- inga um væntanlega virkjunar- staði þar eystra, og voru þar á ferð fulltr. iðnaðarráðuneytisins annars vegar og fulltrúar Swiss Aluminium hins vegar, þe. auðfé- lagsins sem á og rekur ál- bræðsluna i Straumsvik. Engar skýringar voru gefnar af opinberri hálfu um ferðalag þetta. En Þjóðviljinn rifjaði upp aðþaö er einmitthugmyndSverr- is Hermannssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins á Austur- landi,að komið verði á fót stór- virkjunum eystra á vegum er- lendra aðila. Nú gefst iðnaðarráðherra tæki- færi til að skýra opinberlega frá þessum málum, þvi að Helgi Selj- an leggur fyrir hann eftirfarandi fyrirspurnir: 1. Hvenær er niðurstaðna að vænta af rannsókn þeirri á virkj- un Bessastaðaár sem fram hefur farið þannig að fullnaðarákvörð- un um virkjun megi taka? 2. Er það rétt að Swiss Alu- minium eða aðrir erlendir aðilar hafi átt einhverja aðild að rann- sókninni eða eru uppi áform um slika aðild hvað snertir frekari rannsókn eða framkvæmdir ------:--^ þingsjá Helgi Seljan. varöandi hugsanlega stórvirkjun þar eystra? Samrœmdur framhaldsskóli Þeir Helgi F. Seljan og Ragnar Arnalds endurflytja tillögu til þingsályktunar um skólaskipan á framhaldsskólastigi, en hún varð ekki útrædd á siðasta þingi. Til- lagan hljóðar svo: Aiþingi ályktar að fela rikis- stjórninni að láta semja og leggja fyrir næsta reglulegt Alþing frumvarp að löggjöf um skóla- skipan á framhaldsskólastigi. Megintilgangur frumvarpsins verði að ieggja grundvöii að sam- ræmdum framhaidsskóla, þar sem kveðið sé skýrt á um verka- Spurt um úthlutun húsnæðislána o.fl. Helgi F. Seljan beinir fyrir spurn til félagsmálaráðherrí um húsnæðismál og tii heil brigðisráðherra um drykkju- sjúkiingahæiið á Vifilsstöðum Húsnæöislán og leiguíbúðir 1. Hverjar eru horfur á af- greiðslu nýrra lána (fyrsta hluta) fram til áramóta? Við hvaða dagsetningu fok- heldnivottorða verður lán- veiting fyrir áramót miðuð? 2. Hvenær má vænta afgreiðslu lána til eldri ibúða, sem sótt var um fyrir 1. okt. s.l.? 3. Til hve margra leiguibúða á vegum sveitarfélaga hefur leyfi verið veitt tjl þessa dags? Hve margar þeirra hafa fengið fulla fjármagns- fyrirgreiðslu? Undarlegur dráttur Hvenær má vænta þess, að hæli fyrir drykkjusjúka á Vifils- stöðum, sem staðið hefur að heita mí fullbúið frá þvi i mai s.l. vor, taki til starfa, og hvað veldur þeim óhæfilega drætti, sem orðið hefur á þvi að koma þessari nauðsynlegu stofnun i fullan rekstur? Atvinnurekendur vilja tafarlausar < r viðræður við ASI og ríkisstj órnina Á fundi framkvæmdastjórnar Vinnuveitendasambands fslands i gær var eftirfarandi ályktun samþykkt samhljóða: „Alvarlega horfir nú i efna- hagsmálum islendinga. Þjóðin heldur áfram að lifa um efni fram, gjaldeyrisvarasjóöir eru þrotnir og erlendar skuldir hlað- ast upp. Skýrt hefur verið frá uggvænlegu ástandi fiskistofna umhverfis landið, jafnframt þvi sem áfram þrengir að markaðs- möguleikum og markaðsveröi is- lenskra útflutningsvara, m.a. vegna aukinna rikisstyrkja til samkeppnisaðila i sjávarútvegi á erlendum mörkuðum. Verðbólg- an geysist áfram, kaupmáttur rýrnar, rekstrargrundvöllur at- vinnuveganna er að bresta og vaxandi hætta á stöðvun atvinnu- greina og atvinnuleysi. A þessu ári hefur tvisvar sinn- um veriö gengið til heildarsamn- inga milli aðila vinnumarkaðar- ins, i bæöi skiptin til skamms tima i þeirri von, að ástandið i efnahagsmálum og greiðslugeta atvinnufyrirtækja breyttist til batnaðar. Sú von hefur brugðist. Nú hefur miðstjórn Alþýðu- sambands íslands beint þvi til allra sambandsfélaga sinna, að þau segi upp gildandi kjarasamn- ingum sinum fyrir 1. desember nk. þannig að þeir renni úr gildi á áramótum. Samningaumleitanir eru þvi skammt undan. Forysta ASl hefur bent á, að nauðsynlegt sé, að takast á við orsakir vand- ans i efnahags- og kjaramáium en hætta að glima við afleiðingarnar einar saman. Varað hefur verið við afleiðingum meiri háttar kauphækkana, þ.e. sivaxandi verðbólgu, gengisfellingum og at- vinnuleysi og sagt að hóflegar kauphækkanir með viðtækum hliðarráðstöfunum mundu skila raunhæfari árangri. I samþykkt miðstjórnar ASt 18. september sl. sagði, að stefnt skuli að þvi, að fullreynt verði á áramótum, hvort samningar geti tekist án verkfallsátaka. Þjóðin stendur nú á timamótum. Ef ekki tekst skynsamlega til um skipan efnahags- og kjaramála á næstu mánuöum, er vá fyrir dyrum. I þeim efnum eru allir i sama báti, vinnuveitendur, launþegar og stjórnvöld. Vinnuveitendasamband tslands telur miklu varða, að sameinast verði um samræmt átak í efna- hags- og kjaramálum og telur að heildarlausn verði ekki við komið nema með samvirku samráði og ákvörðunum aðila vinnumarkað- arins og rikisvaldsins. Þvi lýsir Vinnuveitendasam- band tslands sig reiðubúið til að hefja nú þegar viðræður við verkalýðshreyfinguna og rikis- stjórnina um ástand og horfur i efnahags- og kjaramálum þjóðar- innar og leiðir til lausnar aðsteðj- andi vanda. t þessum efnum má engan tima missa”. Sveitavegir á Austurlandi Þingsályktunartillaga Helga Seljans Alþingi áiyktar að skora á rikisstjórnina að láta fram- kvæma úttekt á þvi verkefni að gera greiðfæra sem vetrar- vegi þá vegi i sveitum á Aust- urlandi sem afgerandi þýð- ingu hafa fyrir atvinnurekstur bænda (mjólkurflutninga). t úttektinni skal einnig miðað við aukna þörf á flutningum skólabarna. Úttektin verði falin Vega- gerð rikisins og um hana haft fullt samráð við Búnaðarsam- band Austuriands. i framhaidi af niðurstöðum úttektarinnar verði itarlega kannað hvort ástandið I þess- um málum með tilliti til mjólkurfra mleiðslu i fjórð- ungnum gefi tilefni til sérá- ætlunar um uppbyggingu þessara vega. Ragnar Arnalds. skiptingu og tengsl hinna ýmsu skóla og námsbrauta. Jafnframt þarf frumvarpið að vera stefnu- mótandi um hlutdeild ríkis og hugsanlegra mótaðila i stofn- kostnaði, rekstri og stjórnun framhaldsskólanna. Nánari grein verður gerð fyrir málinu siðar en þó skal hér drep- ið á nokkur meginatriði: Með tillögu þessari er lagt til að undirbúið verði frumvarp að lög- gjöf um meginskipulag náms á framhaldsskólastigi og verka- skiptingu skólanna með tilliti til námsþátta og námsbrauta. Þá er og gert ráð fyrir að frumvarpið kveði á um verkaskiptingu rikis- ins og þeirra aðila i fræðsluum-1 dæmunum, sem fara með málefni ! framhaldsskólanna. Þýðingarmikið atriði grunn- skólalaganna er lenging skóia- skyldunnar um eitt ár, en það á m.a. að tryggja skýr tengsl grunnmenntunar og framhalds- náms. Rökrétt framhald þeirrar þróunar, sem taka mun allmörg ár að hrinda i framkvæmd, er að opna framhaldsskólana, þannig að sem flestir geti leitað þangað almennrar menntunar og starfs- menntunar eftir þvi sem hæfileik- ar og áhugasvið segja til um og með hliðsjón af atvinnuþróun i landinu. Þess þarf vel að gæta að koma i veg fyrir blindgötur innan fram- haldsskólastigsins, þannig að all- ir eigi þess kost að auka við menntun sina og starfsréttindi og leggja hindrunarlaust inn á nýjar námsbrautir siðar á ævinni i reglulegu skólanámi eða með stuðningi af fullorðinsfræðslu i öðru formi. Að slikum sveigjan- leika skólakerfis er nú unnið viða i grannlöndum okkar, og eflaust má margt læra af þeirri reynslu sem þar er fengin. Þær áætlanir, sem þegar hafa verið gerðar um samræmt fjöl- brautanám á nokkrum svæðum á landinu, eru að áliti flutnings- manna visir að mótun þess heild- arskipulags náms á framhalds- skólastigi sem hér um ræðir. Að þvi ber að stefna, að allt nám á framhaldsskólastigi sitji við sama borð varðandi fjár- mögnun hins opinbera, ekki siður þær greinar er varða verkmennt- un en bóknámið, enda er hefö- bundin skipting i þá átt í senn ó- raunsæ og úrelt. Stjórnar- frumvörp og þing- manna- tillögur Lögð hafa verið fram nokkur stjórnarfrumvörp og þingmannatillögur sem ekki hefur verið gerð grein fyrir hér i blaðinu. Endurflutt er frumvarp til laga um sóknar- gjöld sem ekki komst til umræðu á siöasta þingi. Meginbreytingin frá gildandi lögum er fólgin i þvi að hætt er að innheimta sóknargjaldið sem nefskatt og i staðinn verður það ákveðinn hundraðshluti útsvara, yfir- leitt 1%. Þó verður lágmarks- gjald, 500 kr. á einstakling. t frumvarpi um breytingu á tekjustofnum sveitarfélaga er ákvæði um að framiag jöfnun- arsjóðs til sveitarfélaga verði greitt mánaðarlega i stað 3svar á ári, og einnig er samræmingarákvæði vegna laga um Lánasjóð sveitar- félaga, en hann fær nú 5% af tekjum jöfnunarsjóðs. Framlögð breyting á umferðarlögum felur fyrst og fremst i sér tvennt: Annars vegarað hætt verði að umskrá ökutæki vegna flutninga milli lögsagnardæma og annist þá bifreiðaeftirlitiö skráninguna i stað lögreglustjóra. Þetta hefur i för með sér fast númerakerfi fyrir allt landið og ökutæki haldi skráningar- merkjum óbreyttum alla endingartið sina. Ekki er nauðsynlegt að skipta um merki á öllum ökutækjum samtimis. Hitt atriðið sem frumvarpið geymir er um vélsleða.þeir eiga nú að verða skráningarskyldir og leyfi til aksturs þeirra bundin við öku- réttindi á einhver vélknúin ökutæki af hefðbundnum gerð- um. Framsóknarþingmcnn leggja fram tillögur til þings- ályktunar: Jón Skaftason um viðgerðar- og viðhaldsaðstöðu flugvéla á Keflavikurflugvelli. ölafur Þ. Þórðarson um afnám oliusjóðs fiskiskipa og sami maður um heilbrigðis- þjónustu á Vestfjörðum, en hann vill að lögbundið veröi aö læknir hafi búsetu á Suðureyri, Bildudal, Reykhólum og i Árneshreppi.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.