Þjóðviljinn - 24.10.1975, Síða 10

Þjóðviljinn - 24.10.1975, Síða 10
10 SÍÐA — ÞJODVILJINN rosiuaagur oaioDer ia/a. ERU KONUR AÐ HALDA I- Þeir boröa nú sem betur fer af diskum eins og ég Það er ekki svo ýkja langt síðan ástæða þótti til þess að leggja á það sérstaka áherslu a kvennaárið væri ekki fyrst og f remst hátíðar- æar kvenna, heldur ár baráttu og fræðslu um málefni kvenna. Mörgum þótti sem kvennaár Sameinuðu þjóðanna væri um of farið að líkj- ast einskonar veislu, lítið væri gert annað en að f lytja diplómatískar ræður og tala af inni- haldslitlum f jálgleik um mikilvægi konunnar. Víða hefur mikið ræst úr eftir því sem liðið hefur á kvennaárið. Fræðslumál hafa verið tekin fastari tökum, kannanir gerðar og sam- staða kvenna efld. Efasemdarfullum spurn- ingum um tilgang kvennaársins hefur þannig veriðsvarað og enginn neitar því nú, að víðast hvar um heiminn hefur kvennaárið haft nokkra og þarf a hugarf arsbreytingu í för með sér. En þótt spurningum um tilgang kvennaásins hafi fækkað eru hér á landi margir, sem spyrja í nöldurtón um tilgang kvennaverk- fallsins, sem stendur innan og utan flestra heimila í allan dag. Karlmenn hafa margir átt og á meðan verða karl- mennirnir á heimilinu að sjálfsögðu að þvoöðru hvoru”— segir ein af við- mælendum blaðsins hér í opnunni bágt með að kyngja þessari ,,uppivösðlusemi og heimtufrekju" og engum dylst, að til eru einnig þær konur, sem efast um tilgang eða mikilvægi kvennaverkfalls í einn dag. Til þess að forvitnast um taugar fólks til verkfallsins voru nokkrir vinnustaðir heim- sóttir og fólk tekið tali. Einkum var leitast við að fá álit manna á hvað verkfallsdagurinn þýddi, hvort hér væri um að ræða frídag kvenna, hátíðisdag kvenna eða baráttudag. Einnig var forvitnast um þátttöku í verkfall- inu og það, hvort umræður um málefni kvenna hefðu aukist á vinnustöðum undanf arið í kjöl- far þeirra miklu skrifa í blöðum um þann merka dag 24. október, sem nú er runninn upp. I heildina var mikill hugur í mönnum — af báðum kynjum. Allir litu á þennan föstudag sem baráttudag kvenna og um leið baráttudag láglaunahópa i þjóðfélaginu. Mönnum kom saman um að verkfallið gerði annað og mun meira en að sýna svart á hvítu þá þýðingu, sem konur hafa í atvinnulífi þjóðarbúsins. 24. október kæmi til með að þjappa konum sam- an, styrkja þær í trúnni og efla þær i barátt- unni. íslensk kvenréttindabarátta myndi lengi búa að þeim áhuga, sem skapast hefði í kring- um undirbúningsstarf og umtal um þetta alls- herjarverkfall kenna, sem mun nálgast það að vera algjört einsdæmi i mannkynssögunni. Það hef ur alveg áreiðanlega sjaldan gerst, að nær hver einasta kona í heilu þjóðfélagi leggi niður vinnu á einum og saga deginum. —gsp Elísabet Sveinsdóttir, ræstingakona: Verka- lýösfélögin hafa ekki sinnt fræðslu- starfsemi eins og skyldi” Elísabet Sveinsdóttir ræstingarkona var sótt heim um kvöldmatarleytið, þar sem ekki tókst að finna ræstingarkonu á vinnustaö. A meöan við spjöiluðum saman i stofunni heyrðist glamra i leirtauinu frammi i eldhúsi og viti menn ...þegar kikt var i eldhúsiö var aiit á fullri ferð, þrir fullhraustir karlmenn í uppvaskinu eins og það væri þeirra ævistarf. Já, þaö er nú búið að kenna þeim það, þessum piltum, að borða af diskum eins og siðuðu fólki sæmir. Það hefur óneitan- lega i för með sér meiri uppþvott en ella og fyrir það verða þeir að gjalda eins og ég. Uppvotturinn er ekkert einkamál mitt þótt ég gegni húsmóðurhlutverki á staðnum, — sagði Elisabet. —24. október er upphafið að frekari baráttu. Það er greinilegt að kvennaverkfalliö ætlar að takast vel. Konur hafa sýnt meiri samstöðu en ég hef nokkru sinni kynnst áður og óneitanlega er gaman að taka þátt i jafn sam- hentri baráttu og hér um ræðir. Ágúst Sigurðsson, verkstjóri Hampiðjunni: „Sjáöu... nú hljóöa þær í hverju horni af því aö einhver vél er biluð” Það hefur lengi þurft að efla sam- stöðu kvenna stórlega og þessi fundur verður ómetanlegt lóð á þá vogarskál. —Það gefur augaleið að það er ekki auðvelt að fá konur með tvöfalt vinnuálag (heimili auk fullrar vinnu) til þess aö sinna félagsmálum og taka þátt i starfi stéttarfélaga sinna. A ráðstefnu ASI og BSRB i Munaðarnesi i sumar, kom enda fram, að allar þær 100 konur sem þar voru töldu mestu erfiðleikana stafa af tvöföldu vinnuálagi. Bæði væri afar erfitt til lengdar að leysa af hendi slikt verkefni auk þess sem timi til félagsstarfa væri enginn. —Það er þvi óendanlega mikil- vægt að verkalýðsfélögin sinni fræðslustarfi vel. Vissulega er erfitt um vik þegar konur geta ógjarnan mætt á langa fundi eða ráöstefnur en það má sinna upp- lýsingastarfinu á annan hátt og reyna þannig að fá sem flest fólk til þess að fylgjast með. Mér finnst óneitanlega að það hefði má.tt sinna fræðslustarfi meira i kringum kvennaverkfallið. Verkalýösfélögin hefðu mátt taka fyrr og betur við sér. Stærstu verkakvennafélgin hafa þó veitt fjárhagsstuðning til verkfallsins og aðgerðanna i kringum það, en að ööru leyti hefur þessu máli ekki verið sinnt sem skyldi. —Vissulega hefur þátttaka kvenna i réttindabaráttunni aukist. Breytingarnar eru þó alltof hægfara, við erum enn alltof aftarlega á merinni og stórt átak þarf að gera til þess að ástandið verði viðunandi. —gsp Agúst Sigurðsson verkstjóri I Hampiðjunni var ekki yfir sig hrifinn af verkfalli kvenna I dag. — Mér finnst þetta einfaldlega asnalegt, sagöi Agúst, — það hef- , ur margoft komið i ljós að kven- fólk vill njóta ákveðinna forrétt- inda. Ég hef eins og aðrir heyrt háværar kvennaraddir, sem krefjast atvinnu á mörgum svið- um, sem til þessa hafa verið i verkahring karlmanna. En þær stöður, sem konur virðast mest sækjast eftir eru einkum alls kyns vel launuö iykilhlutverk á skrif- stofum og öðru þess háttar. — Ég hef enn ekki heyrt i þeim konum sem vilja fara til sjós og þær, sem fara t.d. i malbikun eða vegagerð eru sárafáar. Konur vilja nefnilega fá að velja úr þeim störfum sem unnin eru, henda frá sér erfiðisvinnu en setjast i stað- inn hópum saman i bankastjóra- störf eða annað þess háttar. — Ég get ekki að þvi gert að ég skil þá atvinnurekendur afarvel, sem auglýsa eingöngu eftir karl- mönnum til vinnu. Hér i Hamp- iðjunni er a.m.k. hægt að nota þá fáu karlmenn sem eru vinnandi i alla hluti en kvenfólkið, sem er i miklum meirihluta hefur mun þrengra verksvið. Sjáðu t.d. núna, nú hef ég talað við þig i kannski fimm minútur og þær eru hljóðandi i hverju horni af þvi að vél bilar éða kefli fer úr skoröum — sagði Agúst og virtist hinn ánægðast meö hið ómissandi hlut- verk sitt! — Nei, en svonai alvöru talað finnst mér aö konur hér hafi ekki astæöu til að kvarta. Viö erum meö tvo stráka i venjulegri verk- smiöjuvinnu og þeir fá greidd ná- kvæmlega sömu laun og stúlkurn- ar. Annars geturðu talað viö mér eldri verkstjóra hérna i Hampiðj- unni og spurt þá um álit þeirra á kvenþjóöinni sem vinnukrafti. Þeir eru nú ekkert yfir sig hrifnir held ég. Kvarta undan slæmum mætingum, „mánaðarfrium” og öðru þess háttar. Núna er ég með tuttugu stúlkur undir minni verk- stjórn og óneitanlega er maður ekki alltof ánægður með mæting- una. Þófinnst mérverst hvað þær láta sig oft hverfa fyrir fullt og allt án þess að láta af sér vita. Það er slæmur ávani hjá kven- þjóðinni. — Nei, ég hef ekkert heyrt þær minnast á þetta kvennafri. Þær vilja bara vera kvenfólk, láta bjóða sér á bió og böll, njóta for- réttinda sem þær hafa hafti gegn- um aldirnar. Vissulega er kven- fólk ómissandi vinnukraftur en allt þetta tilstand þeirra er til einskis. Hlutirnir breytast ekkert þrátt fyrir einn verkfallsdag, —hlutirnir þurfa heldur ekkert að ' breytast, kvenfólk er i heildina hið ánægðasta með sitt hlutskipti á margan hátt. Ákveðin störf, létt störf, eru jú minna borguð en önnur og einhverra hluta vegna veljast konur mjög oft i þau. Þar er við engan að sakast nema þær sjálfar. — gsp Jón Magnússon, háskólanemi: „Aukin samstaöa kvenna kæmi í kjölfar meiri upplýsinga- starfsemi” — Að sjálfsögðu lít ég á þetta sem baráttudag láglaunafólks framar öllu öðru — sagöi Jón Magnússon háskólanemi. — Annars finnst mér aö þrátt fyrir að fjölmiölar hafi sinnt kvcnna- verkfallinu vel hafi ekki skapast verulegt umtal manna á milli um verkfallsdaginn sjálfan. Kannski eru menn hér i skólanum cinfald- lega of sammála um þessar að- gerðir. A hinu er þó enginn vafi, aö hugarfariö er að breytast,' RÆTT VIÐ FÓLK Á VINNUSTOÐUM

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.