Þjóðviljinn - 24.10.1975, Síða 11
Föstudagur 24. október 1975. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11
m\D EÐA HEYJA STRÍÐ
jafnréttismál fá æ meiri hljóm-
grunn og vafaiaust á undirbún-
ingurinn fyrir 24 október sinn þátt
i þvi.
— Ég held að verkfall I einn
dag sýni ekki nógu glöggt hvaða
hlutverk konan leikur i
þjóðfélaginu. Það sem fyrst og
fremst vinnst með verkfallinu
hlýtur að vera aukin eining meðal
kvenna. En það hlýtur samt að
vera erfitt að ná upp mikilli
samheldni og öflugu félagsstarfi
meðal vinnandi kvenna. Maður
getur a.m.k. imyndað sér að nóg
sé við timann að gera annað en að
taka ómældan þátt i félagsstarf-
semi.
— Lykillinn að samheldni vinn-
andi kvenna liggur trúlega i upp
lýsingarstarfseminni. Mikilvægi
þess, að gera vinnandi fólki ljóst
hver staða þess og réttur er, ætti
að vera gífurlegt. Þótt verkalýðs-
félögin hafi e.t.v. gert sitt til þess
Baldur
Jóhannesson,
verslunarmaöur:
„Konur í
BYKO þurfa
ekki aö fara
í frí”
í Byggingarvöruverslun Kópa-
vogs var Baldur Jóhannsson tek-
inn tali. Sagði hann að ailar konur
nema þrjár ætluðu i verkfall og
virtist Baldur lítið hrifinn af
uppátækinu. — Það hefur komið i
ljós að það er ekki alger samstaða
um þennan fridag, konur eru ekki
á einu máli eins og sést á þvi t.d.
að hér verður ekki algjört
kvennaverkfall.
— Konur hér i búðinni hafa lika
sama kaup og við karlmennirnir.
Það er ekkert verið að mismuna
Sigríður
Sigurðardóttir,
verslunarstjóri:
„Þaö vinnur
sko enginn
karlmaöur
í verslunum
hér”
Það væri gaman að sjá hvað
gerðist ef konur, sem á sinum
tima börðust svo hetjulega fyrir
kosningarétti, tækju sig núna
saman og neituðu að kjósa einu
sinni. Ég er hrædd um,að það
yrði tekið óstinnt upp af mörgum
— Sagði Sigriður Siguröardóttir
verslunarstjóri I báðum verslun-
um tsafoldar. — Það sýnir ein-
mitt hve mikið hefur áunnist á
undanförnum árum I kvenrétt-
indabaráttunni.
— Annars vil ég alls ekki taka
undir neinar formælingar um
karlmennina. Þeir eru mér
ómissandi eins og flestum öðrum
konum. Verkfalliö er enda ekki til
þess að hella sér neitt yfir karl-
menn, konur eru þarna að sýna
mikilvægi sitt áþreifanlega.
— Annars megum við kannski
vel við una i dag, ef litið er til
baka. Þrældómur konu i hjóna-
bandi þekkist ekki i þeirri mynd
sem áður var, þegar konan þurfti
gjarnan að þola misbrúkun og
kúgun alla daga. Það breytir þó
ekki þeirri staðreynd að konan er
láglaunahópur og það er ekki
nema sjálfsagt að gera róttækt
átak til breytinga.
að halda upp fræðslustarfsemi er
liklegt að það starf fari að meira
eða minna leyti framhjá vinnandi
konum. Ætli þær fari ekki til bús
og barna I snarhasti þegar vinnu-
degi er lokið.
— Er launamisrétti hjá
háskólamenntuðum konum og
körlum?
— Ég get nú ekki sagt með
góðri samvisku að ég viti eitthvað
um það. Areiðanlega er hægt að
finna einhvers staðar misrétti i
launamálum fólks héðan úr skól-
anum en ég held þó aö ekki sé
mikið um slikt. Fólk kemur héðan
út á vinnumarkaðinn vitandi það,
hver réttur þess er, og gefur ekki
eftir það sem þvi ber. En þar sem
upplýsing fólksins er minni er
launamisréttið þvi miður mikið
og auðvitað styð ég konur heils
hugar i kvenréttindabaráttu
sinni. —GSP
fólki við afgreiðslustörf. Það ætla
að visu tvær afgreiðslustúlkur af
fimm að taka sér fri. —
Ein „verkfallsbrjótanna” skaut
þvi inn i samræðurnar að sér dytti
ekki i hug að taka þátt I verkfall-
inu. Hún hefði sjálf ekkert á þvi
að græða, sé væri borgað sama
kaup og filefldum eða ekki filefld-
um karlmönnum og hefði þvi ekki
Framhald á bls. 18.
— Ert þú „stjóri” yfir mörgum
karlmönnum?
— Nei, ég hafði nú vit á þvi að
losna við þá alla saman — sagði
Sigriður og hló dátt. — Sá siðasti
gafst upp fyrir nokkru og fékk sér
aðra vinnu svo að I þessum
tveimur verslunum sem ég er
með vinna eingöngu konur.
— Hvað gerir þú á föstudag-
inn?
— Ég hef nú ekki tekið ákvörð-
un um það enn. Það er þó a.m.k.
vist að verslununum hér verður
báöum lokað, allar konurnar ætla
að taka fri og ég að sjálfsögðu
lika.
— Annars hefði ég gjarnan
viljaö sjá karjmann fara i þetta
starf sem ég hef og þiggja fyrir
það sömu laun og mér eru greidd.
Ég er alveg sánnfærð um að eng-
inn karlmaður yrði ráðinn yfir
þessar tvær veírslanir nema upp á
hærra kaup. Launamisréttiö er
vitækt, — það nær miklu lengra
en i verkalýðshópana eingöngu.
Það er held ég alveg sama til hve
mikillar ábyrgðar maður er kall-
aður — launin fara alltof oft eftir
þvi hvort maöur er „gott kyn eða
vont”.
—gsp
Herborg
Guömundsdóttir,
saumakona:
„Alltof
margar
sofa á
verðinum”
Á saumastofunni Henson hitt-
um við Herborgu Guðmundsdótt-
ur. Sagðist hún ekki vita annaö en
að allar konurnar hyggðust taka
sér fri. Aðspurð sagðist Herborg
ekki hafa gert upp við sig hvernig
hún ætlaði að verja verkfallsdeg-
inum, — ekkert slikt hefði enn
verið ákveðið. — Ég er þó búin að
ákveða — sagði Herborg — að
mitt verkfall nær ekki inn á
heimilið sjálft, ég hugsa um min
böru rétt eins og áður og best
gæti ég trúað að það endaði með
þvi að ég eldaði oni kallinn Hka!
— Það vantar finnst mér tölu-
Jenní Oddsdóttir,
Hampiöjunni:
„Umræöur
umjafnréttis
málin veröa
æ fjörlegri”
—Ég er búin að vera hér i Hamp-
iðjunni i fimm ár og það hefur
mikið breyst og lagast á þeim
tima sagði Jenni Oddsdóttir.
—Bæði er að vinnuveitendurnir
virðast hafa mikinn áhuga á að
koma til móts við kröfur kvenn-
anna og eins hitt, sem er enn
mikilvægara, að konur eru að
vakna af dvalanum. Umræður
hér i kaffistofúnni verða æ
fjörlegri og allt þetta umtal i fjöl-
miðlum um kvennaárið og margs
konar aðgerðir i tilefni af þvi,
hafa aukið mjög áhuga kvenna og
Sæmundur
Magnússon,
hafnarverkamaður
„Hér eru
menn hinir
ánægöustu
meö 24.
október”
i tólf ár hefur Sæmundur
Magnússon starfað hjá Éimskip
við uppskipun og fleira við
Keykjavikurhöfn. — Já, maður
verður nú að sætta sig við að vera
kvenmannslaus i vinnunni —
sagði Sæmundur kankvis. — Það
er þá líka þess skemmtilegra að
koma heim!
— Ég skal segja þér, að menn
eru hérna hinir ánægðustu með
RÆTT VIÐ FÓLK Á VINNUSTÖÐUM
ÍS0JHÍ#
vert upp á að konur séu sjálfar
nógu áhugasamar um jafnréttis-
mál. Að visu hefur mikið breyst i
ár, umræður hafa aukist en enn
sofa þó þvi miður alltof margar
konur á verðinum.
Rótin liggur vafalaust i uppeld-
inu. Okkur hættir of mikið til þess
að ala börnin okkar upp eftir
hefðbundinni kynskiptingu.
Strákar fara út og smiða kofa á
raunar karla lika. Maður verður
svo sannarlega var við slikt á
stórum vinnustað eins og þessum.
—Annars held ég að margir
karlmenn hefðu bara gaman af
þvi að taka aukinn þátt i heimilis-
störfunum. Það er hægt að vinna
sér þetta sæmilega skemmtilegt
og með réttu hugarfari gætu karl-
menn vafalalaust haft af þessu
það, að kvenfólkið sé að vakna til
réttar sins. Þær hefðu bara mátt
byrja mikið fyrr. ástandið hefur
alltof litið lagast á undanförnum
árum_ miðað við þær framfarir
sem orðið hafa á mörgum öðrum
sviðum þjóðlifsins.
— Þetta verkfall þeirra á eftir
að'hafa geysilega þýðingu. Svona
fjöldasamkomur vekja alltaf eft-
irtekt. það er ekki eitt einasta
mannsbarn i þjóðfélaginu sem
ekki hefur einhverja hugmynd
um að konur séu á fullri ferð i
meðan dæturnar eru inni að þvo
upp eða sauma I klukkustreng
„fyrir mömmu”. Það þarf að
reka botnlausan áróöur meðal
kvenna til þess að vekja þær til
meðvitundar um gildi samstöð-
unnar og jafnvel breyttra
viðhorfa til mála eins og t.d.
uppeldisins. Konur hreinlega
freistast of oft til þess að mynda
sér ekki skoðanir, „kallinn” á að
redda þessu og kallinn á að redda
hinu. Auðvitað er hægt að fljóta
þannig áfram i andlegu aðgerðar-
leysi en það verður þó varla
happadrjúgt þegar fram i sækir.
Nei... það þarf að gera átak i
upplýsinga- og áróðursstarfsemi.
— Föstudagurinn 24. október er
baráttudagur. Hann mun þjappa
konum betur saman i bardagan-
um, örva umræður þeirra á
meðal og leggja linuna fyrir
slagsmál næstu ára. Kvenrétt-
indabaráttan á vafalaust eftir að
byggjast mikið upp á þvi starfi,
sem unnið hefur verið undanfar-
ið. Ég held að umtal um verk-
fallsdaginn leiði til þess að fleiri
konur myndi sér skoðanir. Hvort
þær eru með eða móti aðgerðun-
um sendur mér á sama um, bara
það að fá upp almennari skoðana-
myndun er stórt spor i rétta átt.
—gsp
hina mestu skemmtun. Það er
lika ómetanlegt fyrir konur, sem
vinna úti hálfan eða allan daginn
að fá hjálp heima fyrir. Þær þurfa
meiri tima til að hafa út af fyrir
sig, sinna félagsstarfi á vinnu-
stað, i verkalýðsfélögum eða á
þeim stöðum öðrum, sem veita
fólki afþreyingu, fræðslu eða
hvort tveggja i senn.
—Hvað gerir þú á föstudaginn?
—Ég byrja vitanlega á þvi að
sofa ærlega út, fá kaffið i rúmið
o.s.frv. Siðan reikna ég með að
rölta niður á Austurvöll og dunda
eitthvað fram eftir degi. Ætli
kallinn bjóði mér svo ekki út að
borða i kvöld. Ef hann gerir það
ekki þá tek ég hann einfaldlega
með mér á einhvern matsölu-
staðinn og gæti þess vandlega að
hann hafi veskið með. Það er ekki
nema sjálfsagt að hann borgi i
tilefni dagsins.
—Annars er hann nú skilnings-
rikur á jafnréttismálin og ég held
aðþannigséum flesta karlmenn.
Þeir hafa bara að ég held
einhverra hluta vegna óendan-
lega gaman af þvi að tala saman
digurbarkalega um „kellinga-
nöldur” og þess háttar. Svo eru
þeir eins og lömb þegar heim er
komið. —gsp
bardaganum. Þær hafa ekki verið
nærri nógu harðar til þessa en
vonandi hafa þær nú einhvern ár-
angur af þessu brölti sinu núna.
Við hér við höfnina erum a.m.k.
margir þeim sammála, — sjálfur
er ég alveg gallharður kvenrétt-
indamaður!
— Þú verður kannski i eldhús-
inu á föstudaginn?
— Nei. ég verð i vinnunni allan
daginn og ég reikna með þvi að
konan biði með matinn eins og
venjulega þegar heim er komið
að kvöldi. En i vinnunni lokast
mötuneytið i hádeginu. Ég held
lika að menn hafi bara gott af þvi
að vera einu sinni án alls
þessmatar, sem maður neytir á
hverjum degi.
— Nei. ég geri nú ekki ráð fyrir
verkfalli hjá konunni. Hún verður
a.m.k. að sjá um eldamennskuna
um kvöldið. ég snerti aldrei á
sliku — það myndi hvort sem er
enginn vilja borða brasið frá mér,
ekki ég heldur. Annars kemur
fvrir að ég gripi i heimilisstörfin.
sérstaklega um hélgar. 1 miðri
viku finnst manni alveg nóg að
vinna frá morgni til kvölds. En
verkfall hjá konunni nk. föstudag
mvndi alls ekki setja mig úr jafn-
vægi — það þarf sem betur fer
meira til þess að maður sé að æsa
sigupp. — gsp