Þjóðviljinn - 24.10.1975, Síða 13
Föstudagur 24. október 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13
Vilborg
Dagbjartsdóttir
kennari:
Meöan svo
er hljótum
viö aö berj-
ast saman
Ég hélt einu sinni að nóg væri
að skipa sér i marx-leniniskan
flokk og vinna þar að þvi að leið-
rétta allt félagslegt misrétti,, en
eftir áratuga kynni af slikum
flokkum skipti ég um'skoðun,þess
vegna fagnaði ég þvi af alhug,
þegar vinstrisinnaðir hópar ungs
fólks fóru að þjappa sér saman til
markvissrar baráttu gegn kynja-
misrétti og sáu jafnréttismálin i
nýju félagslegu samhengi, sem
mannréttinda- en ekki kvenrétt-
indabaráttu.
JAFNRÉTTI KARLA OG
KVENNA TIL STARFS OG
LAUNA eru grundvallarmanri-
réttindi, sem þegar eru lögföst á
tslandi, þó vitum við að þessi lög
eru þverbrotin. Það er farið i
kringum lögin um sömu laun fyrir
sömu vinnu með þvi að kalla starf
karlmannsins annað en starf
kvenmannsins. Konum er haldið i
sérstökum kvennastörfum sem
eru lægra launuð en nokkur
karlastörf. Verkalýðshreyfingin
er klofin i sérfélög karla og
kvenna. Sóknarstúlkur og
Dagsbrúnarkarlar sitja ekki
endilega við sama borð. Konurn-
ar eru ihlaupavinnulýður sem er
rekinn heim I eldhúsin um leið og
eitthvað þrengist um á vinnu-
markaðinum.
Það er ekki litið á gifta konu
sem framfæranda sjálfrar sin
hvað þá barna sinna. Hún er
strikuð út af skattskránni og
eiginmanni hennar falið umboð til
að ráðska með hagsmuni hennar,
svo viðtækt, að það er i raun
stjórnarskrárbrot.
Meðan konureru enn að berjast
fyrir frumréttindum!
Meðan konur eru enn eins og
ánauðugar stéttir lénsskipulags-
ins, fæddar til að taka á sig þræls-
ok óskilgriendra, kynbundinna
kvaða á vinnustöðum og
hcimilum!
Meðan sameinuðu þjóðirnar sjá
ástæðu til þess að hafa sérstakt
kvennaár! Hljótum við konur
að berjast saman til að ná jafn-
rétti viðkarla, þvert á alla flokks-
pólitik og stéttaskiptingu.
Guðrún
Hallgrímsdóttir
verkfræðingur:
Óskum eftir
samstööu,
ekki
„konukvöldi
Undarlegt er að lesa skrif dag-
blaðanna um kvenfrelsismál. öll
keppast þau við þessa dagana að
segja frá þeim réttindum, sem
konum hafa verið veitt, þeim
réttindum, sem beri að veita kon-
um. Og konur virðast sinkt og
heilagt taka við, með þakklæti,
með þolinmæði.
Ósjálfrátt spyr maður sjálfan
sig, hver sé þess umkominn að
veita konum eitt og annað. Þjóð-
félagið kannski? Það hlýtur að
vera þjóðfélagið, sem saman-
stendur af einstaklingum, körlum
og konum. Er þá þjóðfélagið að
veita sér réttindi? Ö nei. Þjóðfé-
lagið er ekki samfélag þeirra
karla og kvenna er þjóðina skipa.
Þjóðfélagið er samfélag fagur-
lega limaðra karlvera. Þjóðfélag-
ið er karlmannaþjóðfélag, sem
veitir eða veitir ckki heímingi
þjóðarinnar sjálfsögð mann-
réttindi. Og helmingur þjóðarinn-
ar, konur, tekur við, með þakk-
læti, með þolinmæði.
Dagurinn i dag markar tima-
mót i sögu kvenfrelsisbaráttunn-
ar. A fjölmennri kvennaráðstefnu
i sumar samþykktu konur að
leggja niður vinnu á degi Samein-
uðu þjóðanna, til að sýna fram á
mikilvægi vinnuframlags sins.
Nú er þessi dagur oröinn að
veruleika.
Konur ákváðu, þær báðu ekki
um citt né neitt, þeim var ekkert
veitt.
Guörún Friðgeirsdóttir kennari:
Engin jafnréttisbarátta
án stéttabaráttu —
engin stéttabarátta án
jafnréttisbaráttu
Sovctjafnrétti: Helsinki ’75. Frá Novostí
Stella Stefánsdóttir
verkakona:
Vaktar af
1100 ára
þyrni-
rósasvefni
1 dag er hann upprunninn!
Verkfallsdagur kvenna til baráttu
fyrir jafnrétti kynjanna.
Ég er bjartsýn á þátttöku
kvenna i þessum baráttuað-
gerðum okkar. Mörg stór stéttar-
félög kvenna hafa s*utt okkur i
oröi og á borði og skulu þeim
færðar þakkir.
Til hvers er svo allt þetta
brambolt? Til hvers kvennár?
Hvað ætlum við konur að sanna?
Margar konur sjá ekki nokkurn
tilgang i þessu. 1 flestum tilfellum
eru það konur af gamla skól-
anum, sem eru orðnar svo vanar
að láta karla ráða yfir sér og jafn-
vel kúga sig, að þeim dettur ekki i
hug, að hægt sé að breyta þvi.: —
Ég ætla ekki að taka fri 24. okt.,
sagði ein kona, af þvi ég vil láta
karlmenn ráða yfir mér.. Svo er
það með blessað kvennaárið. En -
hafi það orðið til að vekja af
þyrnirósarsvefni, ekki 100 ára,
heldur 1100 ára svefni, þó ekki
væri nema nokkrar konur, þá er
tilganginum náð.
Það er nefnilega með það eins
og sjúkdóma, það smitar frá sér
og fleiri konur fara að halda vöku
sinni.
Kæru kynsystur. Stigum á
stokk og strengjum þess heit að
gera öll komandi ár að kvenna-
árum. Leggjum ekki upp laupana
nú. Allar konur sem hlotið hafa
góða menntun nýti sina menntun
og hæfileika betur en verið hefur.
Verkakonur, hvar i vinnu sem
þær eru: Eigum við að halda
áfram að láta semja um langtum
lægri laun okkur til handa en það
sem reiknimeistarar þjóðarinnar
segja að þurfi til að framfleyta
visitölufjölskylsu?
Allt bendir til að laun verka-
fólks á Islandi sé með þvi lægsta
sem þekkist á vesturhveli jarðar.
Þess vegna freistast verkafólk til
að vinna lengri vinnutima en
aðrar stéttir. Verkafólki er talin
trú um, að það sé guðsþakkar-
vert, að það skuli fá að þræla
svona myrkrannaá milli, eða þvi
er ógnað með atvinnuleysisvof-
unni. Og þess má geta, að eina
stétt okkar þjóðfélags sem hægt
er að reka heim úr vinnu með
viku fyrirvara er verkakonur i
frystihúsum og lægsta kaup-
trygging sem þekkist i nokkurri
atvinnugrein er þeirra: 30 þús.
krónur á mánuði.
öllum konum óska ég til
hamingju með samstöðuna i dag
og hvert þær áfram til dáða.
Fyrir nokkrum vikum var hald-
inn stór útifundur I Fælledparken
I Kaupmannahöfn. Aðalræðu-
maður fundarins var Angela
Davis og kjörorð fundarins voru:
„Engin jafnréttisbarátta án
stéttabaráttu og engin stéttabar-
átta án jafnréttisbaráttu”. Og
það var athyglisvert, að Angela
Davis lagði rika áherslu á að
baráttan fyrir jafnrétti kynjanna
yrði að halda áfram samhliða
baráttunni fyrir breyttu þjóð-
félagi. Það væri mikill misskiln-
ingur að álita, að misrétti kynj-
anna yrði sjálfkrafa afnumið með
þvi að koma á sósialistisku þjóð-
félagi. Reynslan hefur sýnt það.
Það þarf ekki annað en lita i
kringum sig I þjóðfélaginu til að
sannfærast um, að baráttan fyrir
jafnrétti kynjanna samtvinnast
kjarabaráttunni og baráttunni
fyrir betra þjóðfélegi. t okkar
þjóðfélagi er auðvelt að sjá hvaða
nópar eru verst settir, — þaö eru
láglaunakonurnar, t.d. I fiskiðn-
aðinum, þar sem þær eins og á
svo mörgum öðrum vinnustöðum
vinna lægst launuðu störfin.
I frystihúsunum eru konurnar
arðrændar eins og aðrir verka-
menn, en auk þess geta atvinnu-
rekeridur ýmist sagt þeim að fara
heim, ef enginn fiskur er til að
vinna úr, eða látið þær þræla frá
kl. 7 til 11 á kvöldin dag eftir dag,
til að bjarga verðmætum fyrir
þjóðina eins og það heitir. Þessar
konur hafa ekkert val, þær verða
að vinna utan heimilis og senni-
lega njóta fæstar þessara kvenna
jafnréttis á við mennina sina á
heimilinu. Þær verða að skúra,
þvo, elda, þjóna o.s.frv. þegar
heim er komið.
Það er lika auðskilið, aðhægt er
að pina meiri vinnukraft út úr
verkamanninum, sem á fjöl-
skyldu og heimili þar sem hann
matast, hvilist og endurnýjar
vinnuaflið. Fjölskyldumaðurinn
er áreiðanlegra vinnuafl en
einhleypingurinn.
Nú er kreppan farin að segja til
sln i mörgum vestrænum rikjum
og þá er ástæða til að vera vel á
verði, þvi að margra áratuga
reynsla sýnir, að þá er oft gripið
tilþess hagstjórnartækis að beina
konum inn áheimilin aftur, til að
draga úr atvinnuleysi karl-
manna. Þetta hefur þegar gerst i
Danmörku og kannski viðar.
Eins og málin standa i dag er
þvi engin ástæða til annars en að
efla baráttuna. Við verðum sjálf-
Ragnheiður
Sveinsdóttir
el I i lífey r isþegi:
Kvennafrí
r’
a
hverju ári!
Gleðilega hátið og góðan
baráttuárangur, allar konur,
ungar og gamlar.
Ég sem er aldamótakona vildi
segja, að margt hefur áunnist i
réttindabaráttu kvenna siðustu 75
árin, — en launamisrétti er mikið
enn gagnvart konum. Haldið þvi
áfram barátturini.
Af þvi' að ég hef bæði unnið úti
og oft stundað heimilisstörf með
vona ég. að þessi störf verði ekki
vanmetin. Ég vil taka fram, að ég
skil þær konur sem vilja vera
heima hjá börnunumsinum
meðan þau eru litil.
Ákvarðanatakan er okkar,
kvennanna, við göngum ekki til
vinnu i dag, við gerum verkfall.
Konur, sem leggja niður vinnu i
dag, hafa áreiðanlega gert upp
við sig hversvegna. Og um leið
hefur þeim orðið ljóst, að það er
ýmislegt, sem konum ber með
réttu, jafnt réttindi sem skyldur.
Þær munu ekki lengur biða eftir
þvi, að fagurlimuðu karlarnir
veiti þeim sjálfsögð réttindi og
sparsamar verða þær á þakklæti
fyrir örlæti þeirra.
Það fer trúlega að hrikta i
stólpum hinna kvenlegu dyggða,
þolinmæði, þakklæti og fórnfýsi.
Auglýsingin frá sölumanna-
deild VR, sem er endurprentuð
hér á siðunni er afstaða karl-
mannaþjóðfélagsins i hnotskurn.
Samanþjappað i einni auglýsingu
sjáum við mat umhverfisins á
störfum okkar, þörfum og við-
brögöum. Blessaðir karlarnir i
sölumannadeildinni ætla að vera
svo ofsa góðir við litlu, sætu kon-
urnar sinar og þær verða llka svo
ofsa þakklátar. Kaldhæðni örlag-
anna að þetta konukvöld skuJi
vera haldið þann 24. Hvað skyldi
ein kvennanna úr framkvæmda-
nefnd „Kvennafrisins” vera að
vilja þangað? Það er þó með öllu
óskiljanlegt.
Væntanlega hjálpar dagurinn i
dag karlkyns sölumönnum til að
skilja, að við óskum eftir sam-
stöðu, ekki konukvöldi, kannski
muna þeir lika eftir daginn i dag,
að þeirra á meðal eru konur og
þeim fer fjölgandi.
Eftir daginn i dag verðum við
aldrei framar stofustáss, dregið
fram á tyllidögum, til að skála
fyrir eða syngja okkur lof og pris.
Eftir daginn i dag verðum við ein-
faldlega með.
ar að vinna áfram að jafnrétti
kynjanna uns sigur er unninn.
Margt hefur breyst til hins
betra á allra siðustu árum, en enn
er við ramman reip að draga. 24.
október standa islenskar konur
saman sem einn maður, konur
með gjörólíkar skoðanir á mörgu.
Viðleggjum niður vinnu einn dag
og gerum hann að baráttudegi
fyrir mannréttindum. Kannski
getur þessi aðgerð okkar vakið vit
und og örfað hugrekki kvenna,
bæði hér á landi og annarsstaðar i
heiminum, þar sem konur eru
miklu meira kúgaðar en hér.
Að lokum: Haldið kvennafri á
hverju ári.