Þjóðviljinn - 24.10.1975, Page 15

Þjóðviljinn - 24.10.1975, Page 15
Föstudagur 24. október 1975. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 15 Ráöstefna ASÍ og BSRB um réttindamá! kvenna: Áskorun um undirbúning alhliöa stefnumörkunar Af tilefni ráðstefnu um réttindamál kvenna á vegum Alþýðusambands Islands og Banda- lags starfsmanna rikis og bæja, sem haldin var í Munaðarnesi 26. — 28. sept. s.l., hafði Þjóðviljinn tal af þeim Snorra Jónssyni, framkvæmdastjóra ASf, og Gunnari Eydal, lögfræðingi og starfsmanni BSRB og spurði þá hvað væri á döfinni í framhaldi af ráð- stefnunni. Þeir Snorri og Gunnar gáfu eftir- farandi upplýsingar: Á ráðstefnunni var samþykkt tillaga, sem fól i sér áskorun á ASI og BSRB um að kynna aðildarfélögum sínum verkef ni og niðurstöður ráðstefnunnar og undirbúa alhliða stefnu- mörkun þessara samtaka í réttindamálum kvenna og karla. Nú er verið að senda út ýtar- lega greinargerð til allra aðildarfélaganna um þátttöku í ráðstef nunni, störf hennar og niður- stöður. Miklar umræður urðu á ráðstefnunni um skattamál, sérstaklega þá hugmynd, sem fram hefur komið af hálfu stjórnarvalda að leggja til grundvallar að nýjum skattalögum þa reglu, að skipta til helminga tekjum hjóna, hvernig sem tekjuöf lun er háttað Það var bent á að slíkt kynni að torvelda mjög þátttöku giftra kvenna í atvinnulífinu. Kosin var sérstök nefnd á ráðstefnunni til að kanna málið nánar og koma á framfæri við stjórnar- völd stjónarmiðum ráðstefnunnar varðandi skattlagningu hjóna. l nefndinni eru af hálfu ASí Vilborg Sigurðardóttir, Guðríður Elías- dóttir, Ásmundur Stefánsson og af hálfu BSRB Kristín Tryggvadóttir, Valborg Bents- dóttir og Gunnar Eydal. Einhugur var um að ráðstefnan væri aðeins upphaf að því starfi, sem þar var tekið fyrir. Kynntar voru áætlanir um þetta efni frá öðrum Norðurlöndum og sérstaklega gerð grein fyrir sænskri áætlun um verkalýðs- hreyfingu og f jölskyldumál. Komið var inn á hversu mjög aðstæður á heimilum eru undir- stöðuatriði varðandi aðstöðu fólks á vinnu- markaðinum. dþ. 50% kvenna virkar í atvinnulífinu Hallveig E i n a r s d ó 11 i r , formaður Félags afgreiðslu- stúlkna i brauð- og mjólkur- búðum: —Ég var i starfshóp sem fjallaði um atvinnuþátttöku og launakjör kvenna. Þar kom meðal annars fram að um helmingur giftra kvenna væri virkur i atvinnulifinu. t þvi sambandi var rætt um hið tvö- falda vinnuálag, sem fjöldi kvenna býr við, það er að segja að þær vinna margar bæði fullan vinnudag utan heimilis og gegna jafnframt húsmóðurstörfum. Þá kom til umræðu nauðsyn þess að breyta hugsunarhætti kvenna, þannig að þær teldu sig ekki endi- lega skyldugar til að þjóna öðrum fjölskyldumeðlimum. Kaup- trygging verkakvenna i frysti- húsum kom og til tals, en það kom fram að nokkur brögð væru að þvi aö atvinnurekendur kæmu sér hjá að borga fastráðnu starfsfólki i frystihúsum kauptryggingu. Hvað konur i frystihúsum snertir, er þaö enginn vafi að störf þeirra eru ekki metin sem skyldi, svo nauðsynleg sem þau eru fyrir þjóðarbúið, en þær eru i tölu þeirra lægstlaunuðu. Yfirleitt tel ég að ráðstefnan hafi tekist vel og geri mér vonir um að hún hafi einhver jákvæð áhrif. dþ. Hallveig Einarsdóttir. Fordómar valda minnimáttarkennd Aöalheiöur Bjarnfreösdóttir. Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, i varastjórn Starfsstúlknafélagsins Sóknar, var i starfshópi um þátt- töku kvenna i stéttarfélögum. Aðalheiði fórust orð á þessa leið: — I stéttarfélögum, sem skipuð eru bæði körlum og konum, er það áberandi hvað hlutur kvenna er litill i stjórn félaganna. Hjá körl- um á ráöstefnunni kom fram aö konur mættu vel á fundum, en hefðu sig ekki nóg i frammi. Hins- vegar er það sjónarmið okkar kvenna að hér ráði nokkru um gamlir fordómar, sem valda minnimáttarkennd hjá konum. Hitt er lika atriði að konum hefur aldrei boðist að vera með i réttu hlutfalli, þannig að þær fyndu virkilega liðstyrk sinn innan fé- laganna, samanber að þær eru 43% af meðlimurrt Alþýðusam- bands Islands, en i stjórn ASl eru aðeins tvær konur. Það segir sig sjálft að svona litill minnihluti. hefur litia aðstöðu tii að koma fram sinum málum. Sama er að segja um hlut kvenna i samninga- nefndum, þannig áttu þær engan fulltrúa i aðalsamninganefnd ASt. Styrkur kvenna er alls ekki nógu mikill við samningsgerðir yfirleitt. Verkalýðshreyfingin þarf sem heild að berjast fyrir rétti lág- launakvenna og reyndar einnig annarra láglaunahópa. Við þurf- um að minna okkur sjálf á gamla kjörorðið: Einn fyrir alla og allir fyrir einn. Skáldkonur fyrri alda I-II og Islenskar ljósmæður I-III Hörpuútgáfan á Akranesi hefur sent frá sér ritsafnið „Skáldkonurfyrrialda” I-II, eftir Guðrúnu P. Helgadóttur, skóla- stjóra. Bækur þessar hafa verið ófáanlegar, en Kvöldvökuútgáfan gaf þær út áður. Höfundur skýrir frá hlutdeild islensku konunnar i sköpunarsögu islenskra bók- mennta fyrstu aldirnar. Sagt er frá : Þórunni á Grund, Steinunni á Keldu, Þórhildi skáldkonu, Jóreiði i Miðjumdal, Steinunni i Höfn, Látra-Björgu, Maddöm- unni á Prestsbakka, Ljósavatns- systrum, Vatnsenda-Rósu. Hörpuútgáfan hefur einnig sent frá sér ritsafnið Islenzkar ljós- mæður I-m., sem hefur verið ófáanlegt, en þær bækur komu áður út hjá Kvöldvökuútgáfunni. Séra Sveinn Vikingur bjó til prentunar. 1 þessu ritsafni er sagt fráum það bil 100 ljósmæðrum, sem starfað hafa viðs vegar um landið. Brugðið er upp myndum Framhald á bls. 18. Innrœta þarf kennurum jafn- réttishugmyndir Af tilefni ráðstefnu ASI og BSRB um jafnréttismál, sem haldin var i Munaðarnesi 26. — 28. sept. s.l. hafði Þjóðviljinn tal af nokkrum þeirra, er ráðstefnuna sóttu og störfuðu þar istarfshópum. Helga Sigurjónsdóttir, bæjarfulltrúi i Kópavogi, sem var i starfshóp um menntunarmál, mælti á þessa leiö: —Umræður á ráðstefnunni urðu aðallega út frá jafnréttissjónar- miðinu, og voru allir sammála um að skólarnir væru mjög mikilsverðar uppeldisstöðvar. Börnin koma úr allskonar umhverfi, þar sem misjöfn áhersla er lögð á þessi mál, þannig að hér þarf skólinn að ganga á undan. Þvi er nauðsyn að byrja á þvi að móta kennarana og innræta þeim jafnréttishug- myndir. Námskeið fyrir kennara i mörgum greinum fara nú fram yfir sumarið, og væri þvi ekki nema eðlilegt að einnig væri komið á námskeiðum fyrir þá um jafnréttismál. Sumarnámskeiðin hafa farið fram á vegum mennta- málaráðuneytisins og Skólarann- sókna, og þessir aðilar gætu sem best fengið efni viðvikjandi námskeiðum um jafnréttismál frá öðrum Norðuriöndum, þar, sem þeim hefur þegar verið komið á fót. Endurskoðun námsefnisins á grunnskólastigi stendur nú yfir, og við teljum mjög mikilsvert að jafnréttis- málin verði höfð i huga við endur- samningu námsbóka. —Hvernig er þeim málum gerð skil i þeim skólabókum, sem nú eru notaðar? —Þær eru mjög á eftir timanum og i þeim gætir viða áhrifa frá hefðbundinni verkaskiptingu kynjanna. I tiu til tólf ára gamalli lestrarkennslubók, sem nú er fyrst komin til úthlutunar, fyrir- finnstekki nokkur kona, sem ekki er heima og helst i eldhúsinu með svuntu. I reikningskennslubók- unum fær kaupamaðurinn hærra kaup en kaupakonan og fleira er eftir þessu. —Hvaða vonir gerirðu þér um árangur af ráðstefnunni? —-Ég vonast til að skólarnir taki við sér og kennarar finni hjá sér þörf til að ganga á undan. Þeir eru sérmenntaðir og þvi eðlilegt að þeir eigi auðveldara með að skilja nauðsyn málsins en margir Ilelga Sigurjónsdóttir aðrir. Þess má geta að hér i Kópavogi er starfandi jafnréttis- nefnd, og er Kópavogur eina bæjarfélagið, þar sem slik nefnd er við lýði. Nefndin hefur beitt sér fyrir umræðum um þessi mál i skólunum, enda eitt af verkefnum hennai að koma þessum málum inn i skólana. A næstunni mun nefndin halda fund með skóla- stjórum i bænum um það hvernig jafnréttismálum sé háttað í skól- unum. I Munaðarnesi var rik áhersla lögö á að allt námsefni fyrir bæði kyn ætti að vera það sama, enda mæla lög svo fyrir. Hinsvegar er ekki svo að þeim lögum sé að öllu leyti framfylgt, til dæmis er það hvorki gert i verklegri kennslu né iþróttakennslu. dÞ- Kaupið bílmerki Landverndar CVerjurnK fSBgróöur} f/vemdumj jtlandÖfO Til sölu hjá ESSO og SHELL bensínafgreiðslum og skrifstofu Landverndar Skólavörðustig 25

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.