Þjóðviljinn - 24.10.1975, Side 17

Þjóðviljinn - 24.10.1975, Side 17
Föstudagur 24, október 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 17 Minningarorð Kristján Bender Fœddur 26.3. 1915 — Dáinn 15.10 1975 Kristján Bender rithöfundur var i heiminn borinn i Borgarfiröi eystra 26. marz 1915. Faðir hans var danskur maður, Carl Christi- an Bender verzlunarstjóri, en móðir Sesselja Ingvarsdóttir, Guðmundssonar útvegsbónda i Grimsey, sem talinn var einhver færasti skákmaður landsins á sinni tið. Sesselja varð kona skammlif, dó frá sjö sonum þeirra hjóna meðan þeir voru enn ungir að árum. Kristján sleit barnsskónum á Austurlandi, lengst af á Djúpavogi, og byrjaði aö vinna fyrir sér jafnskjótt og kraftarnir leyföu. Hann fór i Eiöaskóla og lauk prófi þaöan vorið 1934, en fluttist siðan hingaö suður þegar kreppan illræmda tróð islenzkt þjóðlif eins og mara. Honum tókst furðanlega að baslastáfram á þessum árum atvinnuleysis og og vesaldar, enda var hann maöur hörkudug- legur, ósérhlifinn og ókvartsár, vilaði ekki fyrir sér að ganga að hverju sem var, ýmist á sjó eða landi. Þrátt fyrir örðuga tima, kappkostaði hann að afla sér frekari þekkingar með lestri góðra rita og reyndi eftir föngum aö sinna helzta hugöarefni sinu, skáldskapnum. Fyrsta bók hans, smásagnasafnið Lifendur og dauöir, kom svo út árið 1946 á vegum Isafoldarprentsmiöju. Segja má að litlu siðar hafi orðiö þáttaskil i lifi hans: hann réðst starfsmaöur hjá rikisféhiröi og kvongaðist um svipað leyti Þor- björgu hjúkrunarkonu Þórarins- dóttur, Þórarinssonar bónda á Grásiöu i Kelduhverfi, sem reyndist honum samhent i hvi- vetna og hinn traustasti förunaut- ur. Ariö 1951 var hann skipaöur fulltrúi i rikisbókhaldinu og gegndi þvi starfi til dauðadags. Formaður Rithöfundafélags ís- lands var hann um skeið og naut bæði virðingar og vinsælda i þeim misvindasama félagsskap sakir prúðmennsku sinnar og lipurðar. Annaö smásagnasafn hans kom út hjá Máli og menningu 1952 og stutt skáldsaga þremur árum sið- ar. Fleiri urðu bækur hans ekki, en nokkrar smásögur birti hann þó seinna hér og hvar i ársritum og timaritum. Tvær þeirra eru ef til vill snjallastar sagna hans, og undanskil ég þá ekki beztu sög- urnar i bókinni Undir Skugga- björgum, sem að mfnum dómi og margra annarra eru ágæt verk. Sögur hans vöktu verðskuldaða athygli lesenda, en virtust hins- vegar fara að mestu eða öllu leyti framhjá þeim, sem til þess voru kjörnir af stjórnvöldum að veita viðurkenningu fyrir skáldskap. Ég veit ekki hvort hann tók það mjög nærri sér, en hitt er augljóst að slikt fálæti var honum engin hvating. Kristján Bender naut giftu og farsældar i einkalifi sinu, átti elskulega konu og elskulegar dæt- ur. Hann var maður frekar lágvaxinn, kvikur i hreyfingum, bjartur yfirlitum og bauð af sér góðan þokka. Kynni okkar hófust fyrir rifum aldarfjórðungi og urðu allnáin. Viö heimsóttum hvor annan, röbbuðum saman löngum stundum, tefldum að staöaldri nokkur ár. Þegar þau hjónin bjuggu austanfjalls, varð okkur Onnu tiöfarið til Hvera- gerðis á-þeirra fund, og eitt sumar buðu þau okkur hús sitt þar til af- nota meðan þau voru fjarverandi i mánuð. Kristján var bæði ljúfur og skemmtilegur i viðkynningu, kunni frá mörgu að segja, ævin- lega hress i tali og gamansamur, öldungis laus viö hverskonar nudd og nart, kom til dyranna eins og hann var klæddur. Ég minnist þess varla að hafa séð á honum þreytumerki meðan hann naut enn fullrar heilsu, en þó hef ég naumast kynnzt jafn atorku- og eljusömum manni. Hann var ekki heldur einn að starfi þvi að vissulega gegndi sama máli um Þorbjörgu konu hans. Ef i það fór, voru þau hjón iönaðarmenn i tómstundum sinum, múrarar, smiðir, málarar, reistu sér til að mynda tivlyft ibúöarhús i Hvera- gerði án nokkurrar verulegrar aðstoðar. Allt virtist leika i hönd- unum á þeim báðum allt var vandað og traust sem þau unnu, allt bar vitni lagni þeirra, snyrti- mennsku og myndarskap. Þeim hjónum var það einnig sameigin- legt aö vilja leysa hvers manns Mál og meimingii vantar umboðsmann fyrir höfuðborgar- svæðið. Til greina gæti komið að skipta svæðinu milli fleiri aðila. Þarf helst að hafa bil. Starfið er fólgið i sölu bóka til félags- manna. Allar frekari upplýsingar veittar i sima 15199 milli kl. 9 og 18. Mál og menning Laus staða Lektorsstaöa I heimspeki i heimspekideild Háskóla Is- lands er laus til umsóknar. Gert er ráð fyrir að lektorinn sinni jöfnum höndum kennslu i heimspekilegum for- spjallavisindum og kennslu i heimspeki til B.A.-prófs. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir, ásamt Itarlegum upplýsingum um námsferil og störf, skulu hafa borizt menntamálaráöuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 20. nóvember nk. Menntamálaráðuneytið 21. október 1975. vandræði sem á fund þeirra kom i von um liðsinni. Þá var ekki um nein hálfverk að ræða, sem gerð væru i semingi. Sjaldan sá ég vin minn hýrari i bragði en þegar honum hafði tekizt, ef til vill með ærinni fyrirhöfn, að rétta ein- hverjum hjálparhönd, svo að um munaði. Eitt hefur liklega oftast borið á góma þegar við Kristján Bender vorum að rabba saman: veiði- skapur ýmiss konar, einkum og sér I lagi stangveiði. Sú var tið, að ég þótti helzt til háður veiðistöng- inni, en þó hygg ég að Kristján hafi verið henni hálfu samgrón- ari. Hann hafði slikt yndi af veiði- skap og þvi sem honum fylgir, útiveru I fögru umhverfi, ýmist einsamall eða I góðum félags- skap, að sú iðkan varð beinlinis snar þáttur I lifi hans. Hann var slyngur veiðimaður og ákaflega glöggur náttúruskoðari, en I hvert skipti sem hann hafði orðiö feng- sæll, beið hann ekki boðanna þeg- ar heim kom, heldur deildi aflan- um tafarlaust milli vina og venzlafólks. Þótt undarlegt megi virðast, renndum við aldrei færi saman fyrir lax eða silung, þrátt fyrir miklar ráöagerðir og jafnvel fyrirhugaðar veiðiferðir. Ævin- lega kom eitthvert babb I bátinn, stundum annir og stundum ó- fyrirsjáanleg atvik, oftast las- leiki. Fyrir röskum mánuði sór- um við og sárt við lögðum, að nú skyldum viö reka af okkur slyðru- oröiö og bregða okkur i ýmsa staði að sumri, en þær ferðir verða aldrei farnar. Svo sem áður er sagt, var Kristján Bender maður óvenju þrekmikill og heilsuhraustur, unz hann veiktist skyndilega vorið 1971 af kransæðasjúkdómi. Hann brást karlmannlega við þessu á- falli, eins og vænta mátti, og komst tiltölulega fljótt á ról aftur. Mér þótti einsætt að nú yrði bið á þvi, að hann gæti lagt leiö sina að ám og vötnum á sumrin ellegar gengið upp um fjöll og heiðar á haustin og veturna. En viti menn: tveimur mánuðum eftir að hann varðist við dauðann á spitala brá hann sér inn á öræfi með stöngina sina. Ég hafði orð á þvi við hann þegar hann var kominn úr þeirri ferð, að svona ofdirfsku skyldi hann ekki leyfa sér framar. En Kristján var á annarri skoöun. Hann sagði mér þá, og itrekaði það oft siðar, aö sér dytti ekki i hug að láta sjúkdóm hafa af sér yndi af veiöum og islenzkri nátt- úrufegurð, dauðinn gæti þá eins hirt sig þegar i stað. Og dauðinn reyndist að sama skapi hrein- skiptinn og afdráttarlaus viö hann. I bliðu haustveðri á heiði gerðust þeu tiðindi að Kristján hné snögglega á mosafeldinn og var þegar örendur. A skilnaðarstund er mér efst i huga þakklæti við þennan gegna vin og góða dreng, þakklæti fyrir tryggð hans við mig og þá marg- háttuðu góövild sem hann og kona hans auðsýndu jafnan mér og fjölskyldu minni: Þorbjörgu og dætrum þeirra þremur, tengda- syni ogbarnabörnum, svo og öðru venzlafólki, vottum við dýpstu samúö. Ólafur Jóhann Sigurðsson. Söluskattur Viðurlög falla á söluskatt fyrir septem- bermánuð 1975, hafi hann ekki verið greiddur i siðasta lagi 27. þ.m. Viðurlög eru 2% af vangreiddum sölu- skatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag eft- ir eindaga uns þau eru orðin 10% en siðan eru viðurlögin 1 1/2% til viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. degi næsta mánaðar eftir eindaga. Fjarmálaráðuneytið, 22. október 1975. Starfsemi Sementsverksmiðju ríkisins 1. Sölumagn alls 1974. Sölumaqn alls 1974 158.597tonn Selt laust sement 81.849tonn 51.6% Selt sekkjaó sement 76.748 - 48.4% 158.597tonn 100.0% Selt frá Reykjavik 101.667tonn 64.1% Selt frá Akranesi 56.930tonn 35.9% 158.597tonn 100.0% Selt portlandsement 128.528tonn 81.0% Selt hraósement 23.519 - 14.8% Selt nýtt faxasement 6425 - 4.1% Selt lágalkalisement 125 - 0.1% 158.597tonn 100.0% 2. Rekstur 1974 Heildarsala 1.038 m. kr. Frá dregst: Söluskattur, Landsútsvar, Framleióslugjald, Flutningsjöfnunargjald, Sölulaun og afslættir. Samtals 271.4 Aðrar tekjur 766.7 m. kr. 4.6----- 771.3 m. kr: Framleióslukostn. 427.2 m. kr: Aókeypt sement og gjall Frá dregst: Birgóaaukning 217.3- - 33.1 - - 611.4 m. kr: 159.9 m. kr: Flutnings* og sölukostnaóur 100.0 m. kr: Stjórnun og almennur kostn. 25.3-------: 125.3 m. kr Vaxtagjöld - vaxtatekjur Tap á rekstri m/s Freyfaxa Hreinar tekjur 34.6 m. kr 30.1---- 4.5 m. kr: 1.6 ----: 2.9 m. kr Birgóamat i meginatrióum FI.FO. 3. Efnahagur 31.12. 1974. Veltufjármunir Fastafjármunir 363.2 m. kr: 1.373.4 m. - : Lán til skamms tima Lán til langs tíma 527.2 204.2 Upphafl. framl. rikissjóós 12.2 m. kr: Höfuóstóll 5.2 - - Endurmat fasta- fjármuna 1974 987.8 - - Eigiö fé alls 1.005.2- - 4. Eignahreyfingar. Uppruni fjármagns: Frá rekstri: a. Hreinar tekjur 2.9 m. kr: b. Fyrningar 86.4 - - 89.3- - Lækkun skulda- bréfaeignar Ný lán 1.7- - 22.8- - Alls 113.8 m. kr: Ráöstöfun fjármagns: Fjárfestingar Afborganir lána Alls 135.0 m. kr: 83.8 m. kr: 218.8 m.kr: Rýrnun eigin veltufjár 105.0 m. kr: 5. Ýmslr þættir: Innflutt sementsgjall Innflutt sement Framleitt sementsgjall Aókeyptur skeljasandur Unnió liparit Innflutt gips Brennsluolia Raforka 14 34.805 tonn 4.818 - 99.000 - 121.000 m3 32.000 tonn 9.714 - 13.082 - 592.100 kwst. 6. Rekstur m/s Freyfaxa: Flutt samtals Flutt voru 34.818 tonn af sementi ó 40 hafnir Annar flutningur 49.477 tonn 34.818 tonn 14.659 - Innflutningur meó Freyfaxa 9.672 tonn Gips og gjall Annaó 9.440 tonn 232 - Flutningsgjöld á sement út á land aó meóaltali 1.138 kr/tonn Úthaldsdagar 346 dagar 7. Heildar launagreiöslur fyrirtækisins: Laun greidd alls 1974 180.0 m. kr Laun þessi fengu greidd alls 333 menn, þar af 145 á launum allt árió. 8. Nokkrar upplýsingar um eiginleika sements: Styrkleiki portlandsements hjá S.R. Styrkleiki skv. Frumvarpi aö isl. sementsstaóli Þrýstiþol: lágmarkskröfur 3 dagar 250 kg/cm2 175kg/cm2 7 dagar 330 kg/cm2 250 kg/cm2 28 - 410 kg/cm2 350 kg/cm2 Aó jafnaói eigi minna en ofangreint. Mölunarfínl. 3200cm2/g Eigi minna en 2500 cm2 Beygjutogþol portlandsements Beygjutogþol: 3 dagar 50 kg/cm2 7 - 60 kg/cm2 28 -- 75kg/cm2 Efnasamsetning islenzks sementsgjalls. 40 kg/cm2 50 kg/cm2 60 kg/cm2 Hámark skv. isl isl. staóli fyrir Kisilsýra (SiO ) Kalk (CaO) ! Járnoxiö (Fe O ) Áloxió (Al o2) 3 Magnesiuita&ió (MgO) 2.8% Brennisteinsoxió (SO ) 1.0% sement 20.6% 64.2% 3.7% 5.1% Óleysanleg leif Alkalisölt, Natriumjafngildi Glæóitap 0.7% 1.5% 0.3% 99.9% 5.0% 3.5% 2.0% SEMENTSVERKSMIÐIA RIKISINS

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.