Þjóðviljinn - 10.06.1976, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 10.06.1976, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 10. júni 1976 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9 Rætt viö SVANDÍSI SKULADOTTUR fulltrúa DAGHEIMILI Þótt dagvistunarstofn- anir hafi verið starfandi hér á landi um nokkurra áratuga skeið hefur öll ákvarðanatekt yfirvalda á þessu sviði verið mjög í skötulíki. Þaðvarekki fyrr en vinstri stjórnin setti í sig kjark árið 1973 að fyrstu lögin um afskipti ríkis- valdsins af þessum mála- flokk sáu dagsins Ijós. Og hægri stjórnin hafði ekki vermt stóla sína lengi áður en hún fór að draga úr gildi þeirra. Samkvæmt lögunum frá 1973 var skipaður sérstakur fulltrúi i menntamálaráðuneytinu til þess að hafa umsjón með afskiptum rikisvaldsins og vera tengiliður þess og sveitarfélaga á þessu sviði. Þetta starf hefur Svandis Skúladóttir haft með höndum frá upphafi. Þjóðviljinn leit inn til hennar fyrir skömmu og átti við hana eftirfarandi spjall. — Geturðu gefið eitthvert yfir- lit yfir þörfina á dagvistunar- stofnunum i landinu? — Nei, slíkt yfirlit er þvi miður ekki til. Ráðuneytið hefur haft i hyggju að gera heildarúttekt á þörfinni og i þeim tilgangi skrifað rektor Háskólans bréf með fyrir- spurn um hvort nemar i þjóð- félagsfræðum væru reiðubúnir að gera slika könnun i samráði við ráðuneytið og Samband islenskra sveitarfélaga. Lengra hefur málið ekki komist. Slik könnun gæti leitt i ljós hverjir óskuðu eftir þvi að vista börn sin á dagheimilum og leik- skólum. Næsta skrefið yrði þá að taka ákvörðun um hvort stefna skuli aö þvi að byggja fyrir alla sem þess óska eða einungis for- gangshópa eins og gert er i Reykjavik og á fleiri þéttbýlis- stööum.-l þessu máli er engin ættu aö falla inn í mennta- kerfið heildarstefna til þvi viðast hvar úti á landsbyggðinni ákvarðast þróunin af atvinnulifinu. Þessa stefnumótun verða sveitarfélögin að ráðast i þvi ef það er ekki gert geta. ýmis vandræði komið upp i skipulagi staða. Eins og er viröist viða alls ekki gert ráð fyrir dag- vistunarstofnunum þegar staðir eru skipulagðir og getur þvi reynst erfiðleikum bundið að finna þeim stað siðar. Ríkisframlag hvetur til aögerða — En rikið, hvað gæti það gert? — Það þarf að stórauka fjár- veitingar til dagheimila, þau þurfa forgang. Með lögunum frá 1973fengu þau forgang en sú dýrð var úti þegar lögunum var breytt i vetur. Nú greiðir rikið eingöngu hluta — helming — stofn- kostnaðar en sveitarfélögin verða alfarið að standa undir rekstrinum. 1 nágrannalöndum okkar, td. Noregi og Sviþjóð, þjrfa sveitarfélög einungis að leggja fram 15% af stofnkostnaði, meðan á byggingu stendur, rikið leggur fram 50% og afgangurinn eru lán. 1 þessum löndum er stefnt að þvi að auka framlög hins opinbera. Sviar reka nú dag- heimili sem rúmað geta 70 þúsund börn og þeir ætla að bæta 100 þúsund plássum við fram aö 1980.1 Noregi eru 30 þúsund pláss og þeim á að fjölga um 70 þúsund fram að 1980. — Er þessi lagabreyting ekki dæmigerð kreppuráðstöfun? — Það er náttúrlega alltaf ráð- ist á þenn.málafl.þegarað krepp- ir. En ég lit á þessa breytingu fyrst og fremst sem pólitiska ákvörðun i þeim skiiningi að sveitarfélög sækjast eftir auknum verkefnum og rfkið vill halda fjárlögum i skefjum. Svo er þetta einföldun á kerfinu segja menn. En það er staðreynd að það er miklu auðveldara að koma þessum hlutum á hreyfingu, einkum i fámennum sveitar- félögum, þegar rikisframlag kemur á móti. Um þetta vitnuðu margir landsbyggðarmenn á ráð- stefnunni sem haldin var á dögunum. — Hversu mörg pláss eru nú fyr.ir hendi á dagvistunar- stofnunum i öllu landinu? — Á dagheimilum var rúm fyrir 1.692 börn i desember 1974 og 3.192 á leikskólum. Helmingur plássanna á dagheimilunum var þá i Reykjavik og 45% leikskól- anna. Alls voru þá reknir 50 leik- skólar á landinu (8 eingöngu yfir sumartimann) og 41 dagheimili. Núna eru i byggingu heimiii sem rýma 1.020 börn og verður lokið við þau öll á næstu tveimur árum. 1 fyrra var hins vegar ekkert nýtt heimili tekið inn á fjárlög. Góð og vel rekin heimili nauðsyn — Er ekki við marga drauga að glima i þessum málum, ýmis úrelt viðhorf? — Það hefur nú breyst mjög til batnaðar og td. á ráðstefnunni um daginn bar mjög litið á úreltum viðhorfum. En þó er eitt sjónar- mið sem við þurfum að losna við og það er að allt sé nógu gott fyrir börnin. Þaö er of algengt að menn Svandis Skúladóttir fulltrúi. 30:1 Fjöldi karla á móti hverri konu, sem útskrifast hafa frá Háskóla Islands 1950 til 1975 18:1 15:1 8,4:1 4,3:1 50-55 55-60 60-65 65-70 70-75 Llnurit þetta sýndi Svandis á ráöstefnunni um dagvistunarmál á dögunum. Það sýnir hlutfall karla og kvenna sem útskrifast hafa úr Ht sl. 25 ár. Eins og sjá má hefur það breyst æöi mikiö konunum I vil. — Þessar konur eru ekki aö mennta sig til aö sitja heima. hugsi sem svo að best sé að spara með þvi að kaupa gömul hús til þessara nota. Þessu má svara með þvi að benda á Reykjavikur- borg sem hefur mesta reynslu á þessu sviöi. Hér hafa menn komist að raun um æö það er ódýrara að byggja ný hús en kaupa gömul. Bæði er að gömul hús eru dýr og yfirleitt þarf að gera á þeim kostnaðarsamar breytingar Hér komum við aftur að þvi að ef gert er ráð fyrir þessum stofnunum i skipulagi þarf ekki að kaupa gömul hús. Svo er það að ekki er nog að byggja göð hús, þau eru bara rammi. Inni þau þarf gott og vel- menntað starfsfólk og tækja- búnað. Það rikir mikill skortur á fóstrum, einkum á landsbyggð- inni. Þar kemur til að ekki eru nógu margar fóstrur útskrifaðar og svo sama vandamálið og i hjúkrunarstéttinni: mikil afföll. Hvað tækin snertir þá er 90% tollur á leiktækjum, hann þarf að lækka. Það hafa verið gerðar til- raunir til að fá hann lækkaðan en þær hafa ekki borið árangur, menn hafa ekki skilið að hér er um að ræða kennslutæki. Það þarf semsé góð og vel rekin heimili sem barnið hefur gott af að dveljast á, annars er út i hött að standa i rekstri þeirra. Það er langt siðan mönnum varö ljóst hvaða áhrif vannæring hefur á þroskamöguleika barna. Nýrri kenningar hafa leitt i ljós að ófrjótt og tilbreytingarlaust um- hverfi hefur mikil áhrif á þroska barnsins. Þroskinn er örastur fyrstu árin og ef vel ætti að vera þyrftu dagheimilin að falla inn i skólakerfið. Þetta sjónarmið kom fram á ráðstefnunni og i þvi sam- bandi var rifjað upp hve keimlik viðhorfin væru nú gagnvart dag- vistunarstofnunum þeim viðhorf- um sem menn höfðu til al- mennrar skólaskyldu þegar verið var að. innleiða hana. Dagvistun ætti helst að vera ókeypis eins og skólaganga en það gerist nú liklega ekki i nánustu framtið. Þróunin kallar á dagheimili A ráðstefnunni nefndi ég eitt dæmi um það hvernig þróunin kallar á þessa þjónustu. Ég kynnti mér það hve margar konur hafa útskrifast úr Háskóla Islands frá 1950 og hlutfallið milli karla og kvenna. Þá kom i ljós að konum hefur fjölgað mjög i þess- um hópi eða úr 11 á árunum 1950- 55 i 181 á árunum 1970-75. Hlut- fallið milli karla og kvenna hefur Mka gjörbreyst. A árunum 1950-55 /ar það 30 karlar á móti 1 konu en á árunum 1970-75 4.3 karlar á móti 1 konu. Það er vist að þessar konur eru ekki að mennta sig að gamni sinu, þær hafa meiri áhuga á að hagnýta sér menntunina i starfi. Þetta er jákvæð þróun sem ber að styðja. Það getum við ma. gert með þvi að fjölga barna- heimilum. Það er þvi tvennt sem yfirvöld og þeir aðilar aðrir sem við þessi mál fást verða að gera sér ljóst: hve þörfin er mikil og aö stofn- anirnar verða að vera góðar, annars getum við ekki leyft okkur að reka þær. —ÞH 70% aukning á notkun gfróseðla 5,6 miljón seölar á fimm árum Um þessar mundir eru fimm ár liðin frá þvi að giróþjónusta var tekin upp hér á landi, en almenn giróviðskipti hófust 1. júni 1971. Viðskiptin eru á grundvelli sam- starfssamnings milli póst- og simamálastjórnar, viðskipta- bankanna, Sambands isl. spari- sjóða og Seðlabanka íslands. A þessu timabili hafa giró- viðskipti aukist jafnt og þétt og þeim fer stöðugt fjölgandi, sem notfæra sér þessa þjónustu. Samtals hafa nú verið afhentir frá prentsmiðjum 5,6 milj. giró-^ seðlar. A fyrstu fimm mánuðum’ þessa árs hafa verið afgreiddir um 850 þús. giróseðlar á móti 500 þúsundum á sama tima 1975, sem er 70% aukning. Er mikill meiri- hluti giróseðlanna áprentaður með föstum upplýsingum og stuðlar það bæði að aukinni hagræðingu og öryggi i giróþjón- ustunni. Slik áprentun er viett. kviðskiptamönnum þeim að kostnaðarlausu, ef tiltekið lág- marks magn er keypti einu. Ýms-, ar stórar stofnanir og fyrirtæki hafa nú þegar notfært sér þessa þjónustu. Má þar nefna Póst og sima, Rikisútvarpið, Gjald- heimtuna, Toilstjóraembættiö svo og tryggingafélögin, oliu- félögin og mörg verslunarfyrir- tæki. Hafa þau á þann hátt minnkað kostnað sinn og við- skiptamanna sinna og auk þess sparað tima og fyrirhöfn. S a m s t a r f s n e f n d um giróþjónustu, sem skipuð er full- trúum samstarfsaðila, hefur haft það hlutverk meö höndum að samræma reglur um giróþjón- ustuna og annast sameiginlega útbreiðslu- og kynningarstarf- semi, m.a. með útgáfu bæklinga með leiðbeiningum um þjón- ustuna og auglýsingum. Telur nefndin, að giróþjónustan hafi reynst örugg og hagkvæm greiðslumiðlum fyrir þjóðfélagið og stuðlað að bættum viðskipta háttum. Vill hún þess vegna nota þetta tækifæri og hvetja sem flesta til þess að notfæra sér þessa þjónustu. Norrænir handavinnu- kennarar þinga hér Samtök handavinnukennara á Norðurlöndum eða Nordisk Textiliararförbundet hélt stjórnarfund I Norræna húsinu, Reykjavik, dagana 6.-7. mars s.l. Samtök NTF voru stofnuð i Finnlandisumarið 1968 og var Is- land þá eitt af þátttökulöndunum. Siðan var þing haldið I Stokk- hólmi sumarið 1972 og sóttu það fulltrúar frá íslandi. Unnið er aö undirbúningi þings, sem halda á hér á tslandi i sumar, dagana 28. júní—1. júli. Þátttakendur verða um tvö hundruð, frá Danmörku, Finnlandi, Noregi og Sviþjót einnig frá Færeyjum og Grær landi, og svo tslandi. Haldnir verða fyrirlestrar um ýmis efni Eftir þingið eiga þátttakendui kost á að fara i kynnisferðir um landið. Jafnframt þinghaldinu verða haldin stutt námskeið fyrii erlendu þingfulltrúana. Einnig verða sýningar frá öllum þátt tökulöndunum i Norræna húsinu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.