Þjóðviljinn - 30.10.1976, Side 1

Þjóðviljinn - 30.10.1976, Side 1
BLAÐAUKI IV HVER VORU FYRSTU ÁR 1936—76 Sumir ólustu upp með Þjóöviljann á heimili sinu. Aðrir kynntust honum siðar. En allir heyrðu taiað um hann. Ofanritaða spurningu lögðum viö fyrir nokkra sem standa nálægt Þjóðviljanum nú — meö mismunandi hætti og valda nokkuö af handahófi — og á eftir fara svörin. KYNNI ÞÍN AF ÞJÓÐVILJANUM? Árni Bergmann blaðamaður: Spurðu hvort ég væri með lllviljann — Ég hef liklega veriB niu eða tiu ára þegar ég fór aB kíkja i Þjóðviljann fyrst, þetta hefur verið rétt i striðslok. Um leið fór ég að bera hann út til kaupenda i Keflavik sem þá voru rúmlega tuttugu. Þessi áhugi á blaðinu var tengdur iþróttasiðu Frimanns Helgasonar, sem mér fannst góð lesning. Þessar siður klippti ég út og átti i kassa. Þetta var sú öld, að allir strákar fóru i gegnum helftina af greinum frjálsra i- þrótta á hverju kvöldi. Ekki man ég hvað annað stóð i’ blaðinu, nema hvaö það var verið að skamma heildsalana á forsið- um. Bæjarvinnukarlarnir kölluðu stundum á mig þegar ég var að bera út og spurðu hvort ég væri með andskotans Illviljann. Ég játaði þvi. Þá keyptu þeir stund- um blað. Siðan fór ég á héraðsskólann á Heykholti og sá ekki Þjóðviljann i þrjú ár. Samt fór það svo að ég lenti þar með öðrum ugnlingum i prófkosningaframboði fyrir sósialista. En við höfðum ekkert aö styðjast við nema endursögn á kommúnistaávarpinu. Þegar við sömdum framboðsræður stálum viö skömmum um ihaldið upp úr Timanum og um framsókn úr Mogganum. 1 menntaskólabekk á Laugar- vatni var aftur á móti annarhver maður rauöur eins og hann var langur til og við urðum okkur fljótt út um Þjóðviljaáskriftir og létum blöðin ganga á milli. Siöan hefi ég jafnan vitað hvað f þessu blaöi stendur. Helgi Guðmundsson trésmiður, Akureyri: Eðli stéttaþjóð- félagsins varð Ijóst A þeim árum sem ég man fyrst eftir Þjóðviljanum voru sósial- istar orðnir allsráðandi i bæjar- lifinu i Neskaupstað, þar sem ég átti heima. Þeir voru beinskeyttir og einarðir i baráttunni, Bjarni Þórðarson og félagar, með Þjóð- viljann sem eitt af fjölmörgum vopnum, og svo kom Austurland til sögunnar, enda lét árangurinn ekki á sér standa. A heimili foreldra minna rikti mikill pólitiskur áhugi og faðir minn var afar virkur i félagslifi og pólitisku starfi sósialista. Þjóðviljinn var algerlega sam- ofinn heimilislifi okkar, jafn nauðsynlegur og hvað annað sem þyrfti til heimilishaldsins. A þessum árum voru hernáms- málin i brennidepli og allt svfnar- fið sem þvi fylgdi. Ekki var það á færi minu að átta mig á öllu þvi - sem um þau mál var rætt, en ætli það hafi ekki einmitt verið þá sem munurinn á Mogganum og Þjóð- viljanum fór fyrst að skýrast. Annarsvegar rismikil og harð- skeytt þjóðfrelsisbarátta Þjóðviljans og hinsvegar undir- lægjuháttur Morgunblaðsins fyrir hinu erlenda hervaldi. Siðar sáu Þjóðviljinn og Mogginn til þess, hvor með sinum hætti, að skiln- ingur á hinu rangláta eöli stétta- þjóðfélagsins varð ljós. Vilborg Harðardóttir blaðamaður: Það var eitthvað sem ekki passaði Ég átti heima hjá afa og ömmu. Þar var alltaf keypt Morgun- blaðið og stundum Visir, — kommúnistar voru vondir og jafnaðarmenn litlu betri., 5 ára fór ég fyrst i sveitina. Pósthirðing var á bænum og þangaö komu blöðin, tvö blöð sem ég hafði aldrei séð áður, Timinn og Þjóð- viljinn, nokkurnveginn til jafns og aðeins einn Moggi, sem Guð- mundur gamli á Steinhúsum keypti. Þangað labbaði ég til að lessa barnaframhaldssöguna og varð mikil vinkona Guðmundar, enda liktist hann afa minum. En alæta á lesmál einsog ég var á árunum sem fylgdu sættir sig ekki við að þurfa að fara á aðra bæi og þvi fór svo að fljótlega var Þjóðviljinn orðið mitt lesefni ásamt öðru þvi, sem á þetta heimili barst, og aldrei hefði komist i bókaskap afa, sögur Laxness, he i mskring1u - bækurnar, jafnvel Rauða hættan Þorbergs. Ekki skildi ég nærri allt sem i Þjóðviljanum stóð, en nóg til þess að ég fór að efast um vonsku kommúnista. Þar við bættist, að fóstri minn i sveitinni, Albert Guðmundsson, átti að vera einn af þessum voðamönnum, en hann fannst mér ásamt afa besti maður sem ég þekkti. Það var eitthvað sem ekki passaði. Siðan varð það æ fleira sem ekki passaði. Árni Björnsson cand. mag.: Settur í tukthús fyrir kjaftinn á sér Ég heid að ég hafi fyrst orðið var við tilveru Þjóðviljans, þegar ég var 9 eða 10 ára gamall að raka um tún að vorlagi. Þá rakst ég i einni skitahrúgunni á smáblöðung með myndum af þrem mönnum, sem hétu Einar Olgeirsson, Sig- fús Sigurhjartarson og Sigurður Guðmundsson. Og á blöðungnum skildi ég, að þeir hefðu sem rit- stjórar einhvers Þjóðvilja verið fluttir i fangelsi i Englandi. En þá var nú svo margt meira spennandi að gerast i striðinu, að ég gaf þessu vist lítinn gaum, en hélt bleðlinum þó lengi til haga. Nokkru seinna heyröi ég einn sveitunga okkar vera aö rifast um stjórnmál við eldri bróður minn, sem taldist vist kommi. Þessi ná- granni áleit kommúnista m.a. vera alltof skömmótta og orðljóta og oft mætti satt kyrrt liggja. Og ein röksemd hans fyrir þvi, að menn ættu að gæta tungu sinnar, var þessi: ,,Af hverju voru þeir settir i tukthús og fluttir til Bretlands? Fyrir kjaftinn á sér.” Og þá var mér fyrst ljóst, að sumum gæti fundist það eðlileg tukthússök að segja meiningu sina. Svanur Kristjánsson lektor: Hann var alltaf að skammast og suða Ég ólst upp á tsafirði og hafði litið af Þjóðvilj. að segja. Fáir isfirðingar keyptu Þjóðviljann, nema þessir fáu kommúnistar á staðnum, en þeir voru öðruvisi, annað hvort kennarar eöa fá- tæklingar. Flestir tsfirðingar, eins og tslendingar yfirleitt, lásu og lesa enn sitt dagblað, en blöð andstæðinganna lesa menn helst vegna kjaftasagna um átök og deilur i öðrum stjórnmálaflokk- um en þeim, sem blaðið styður. Mitt blað var Morgunblaðið. Þjóðviljinn var kommablað og kom mér ekki við. Stundum sá ég þó Þjóðviljann, en ekki hefur sá lestur orðið mér minnistæður, nema smágreinar Austra. Yfir- leitt var Þjóðviljinn neikvæður. Hann var alltaf að skammast og suða yfir hinu og þessu. Sjálfum fannst mér tilveran harla góð og leiddist þetta nöldur. Austri var skemmtilegur og gerði grin að mönnum en reyndi jafnframt að leiða þá til betri vegar, oft með tilvitnunum i Bibliuna. Þetta með Guðsorðið fannst mér einkenni- legt. Bibliuvers áttu heima i sunnudagaskólanum i Salem og á Hjálpræðishernum en ekki i kommablaöinu. Austri var þess vegna spennandi, rétt eins og myndasagan um Markús i Morg- unblaðinu. Þannig skipti ég ekki um skoð- un i stjórnmálum með þvi að lesa Þjóðviljann. Raunar hygg ég, að þáttur islensku dagblaðanna i skoðanamyndun fólks sé venju- lega mjög ýktur, ekki sist af sósialistum. Ætli Þjóöviljinn, sem og önnur biöö, viðhaidi ekki fyrst og fremst skoðunum hinna „rétt- látu” en hafi litil áhrif á hina? Þór Vigfússon menntaskólakennari: Felur í sér áhrifamikla reikningsaöferö Mér er minnisstætt hvað hann var þungur. Ég bar hann út i sömu töskunni og Morgunblaðið. Auðvitað var Morgunblaðsbunk- inn langtum þykkri og þyngri, en það voru eðlileg þyngsli: allir urðu jú að fá Moggann sinn. Þjóð- viljabúnkinn dró ekki nema til þriðjungs á við Moggann hvað fjölda snerti og enn minna að þykkt og þyngd. Samt fannst mér þyngslin vera Þjóðviljanum að kenna, það voru jú aukablöð. Hvað þurftu menn að vera að kaupa Þjóðviljann, þegar þeir fengu Moggann? Þar var allt sem þurfti að vita og X-9 að auki. Auk þess unnu Moggamenn allar kosningar og auðvitað stóð maöur með þeim sem sigraði. Hélt

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.