Þjóðviljinn - 30.10.1976, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 30.10.1976, Qupperneq 2
BLAÐAUKI IV — 40 ára afmæli Þjóðviljans maður kannski ekki með Gunnari Huseby, sem kastaði alltaf lengst? Þó kom svo að ég fór að lesa Þjóðviljann lika. Um þær mundir voru kommarnir búnir að skipta allri Reykjavik i deildir, (hver gaf þeim leyfi til þess?), og söfn- uðu fé til að kaupa eitthvert hús, guð má vita til hvers, hver deild i kapp við allar hinar. Er hér var komið sögu var skólakerfið byrjað að kynna mér leyndar- dóma prósentureiknings. Ég var búinn að læra að prósent þýddi: af hundraði. Þvi vissi ég aö 100% þýddi: allir: hærra varö ekki komist. En hvað gera Þjóövilja- deildirnar? Þær fara upp fyrir 100%, jafnvel upp fyrir 200%! Hinni visindalegu skólakerfis- hugsun minni var stórlega misboðið, ekkert lætur Þjóð- viljinn i friði. Alla tið siðan hef ég verið mér þess meðvitandi að Þjóðviljinn er nokkur byrði, en á hinn boginn: hann felur i sér reikningsaðferö til að vinna bug á óréttlátu þjóð- félagskerfi. Guðmundur Friðgeir » Magnússon/ form. " Verkalýðsfél. Þingeyri: ) Gott að bera : Þjóðviljann \ saman við andstöðublöðin Sigurjón Pétursson borgarfulltrúi: Hlutur„Davíðs” oftast betri en „Markúsar” Þegar svara skal spurningu um 5 fyrstu kynni min af Þjóðvilj- f anum, kemst ég i nokkur vand- ræði. Eftir nær 24 ára áskrift er ýmislegt farið að fyrnast. Þá ber einnig að athuga það, að afstaða • lesenda úti á landi til dagblaös, getur vegna samgangna verið önnur en lesenda i Reykjavik, sem fá blaðið daglega til sin með morgunkaffinu. Ég ólst upp i sveit og man ekki r, til þess aö ég sæi Þjóðviljann á uppvaxtarárum minum. Einu blöðin voru Timinn og tsafold og « Vörður, og ég held að ég megi fullyrða, að i þeim blöðum hafi * ekki verið rætt af neinni vinsemd f um Þjóðviljann, ef að minnst var i á hann. Hið fyrsta, sem ég man í til Þjóðviljans er frá haustinu 1952. Þá voru auka þingkosningar i Vestur-lsafjarðarsýslu. Ég fékk v þá Þjóðviljann sendan um mánaðarskeið, en af einhverjum ástæðum, likast til fjárhags- ástæðum, varð ekki um lengri ] kynningu að ræða i það sinn, þó að mér þætti blaðið hið merki- legasta. Vorið eftir geröist ég svo j ákrifandi að Þjóðviljanum og hef verið það siðan. Þegar litið er yfir þessi ár, er það vissulega margt, sem maður staldrar við, en hér skal aðeins minnst á þrennt. Hvar væri islensk verkalýðshreyfing á vegi stödd i dag,ef að hún hefðði ekki i baráttu sinni notið stuðnings og hvatningar frá málgagni eins og Þjóðviijanum? Hvernig væri staðan i baráttunni gegn ásælni erlends hernaðaranda og auö- valds, ef að Þjóðviljans hefði ekki notið við? Og ansi er ég hræddur um að hlutur sósialisma væri smærri hér á landi, ef að hann hefði ekki átt Þjóðviljann að bak- hjarli. Nú má enginn skilja orö min svo að ég hafi alltaf fyllst lotningu yfir öllu, sem staðið hefur i Þjóð- viljanum. í minum augum hefur blaðið aldrei verið neitt heilagt játningrrit, og stundum fyllist maöur vandlætingu yfir skrifum blaðsins og fleygir þvi frá sér. En þá getur verið gott að fá sér eitt- hvert andstöðublaöiö og bera þau saman. Við þann samanburð held ég að Þjóðviljinn hafi oftast haft vinninginn. Ég á enga ósk betri Þjóðviljanum til handa, en að hann megi áfram vera málsvari islenskrar alþýðu á leið hennar til sósialisma. Þjóðviljinn var keyptur á minu heimili löngu áður en ég man eftir mér og liklega hef ég byrjað að lesa eitthvað i honum um svipað leyti og ég lærði að lesa. Við eitt það fyrsta sem ég man eftir að vekti athygli mina i Þjóð- viljanum þurfti þó ekki á mikilii lestrarkunnáttu að halda. Það var nefnilega teiknimyndasyrpa, sem birtist daglega og mig minn- ir að hafi heitið „Davið”. Þessar myndir þóttu mér ákaflega skemmtilegar. Sumir af hinum strákunum lásu „Markús” i Mogganum eða aðrar teikni- myndir i öðrum blöðum og á milli okkar var eilifur metingur um hver væri bestur. Ég naut þeirra forréttinda i þeim metingi, að „Davið” var án orða of þvi gat ég leyft mér að skilja hann á ýmsa vegu (oftast þannig að hans hlut- ur var heldur betri en „Markúsar”). Siöan við „Davið” vorum dag- legir félagar eru liðin æði mörg ár. Ekkert þeirra hefur þó liðið þannig, að ég sæi ekki Þjóðvilj- ann daglega. Og þegar timar liðu fram og áhuginn á lesefni varð fjölbreyttari fór mér að skiljast að Þjóðviljinn var ekki eingöngu gefinn út til afþreyingar strák- um, heldur var hann öflugt vopn i réttindabaráttu alþýðunnar. 1 þeirri baráttu höfum við átt óslitna samleið og þannig veröur vonandi um ókomin ár. A ýmsum tlmum hef ég þó saknað „Daviðs” i Þjóðviljanum, þv.i þess verður að minnast, að- börn eru lika alþýða þessa lands og fjölmörg þeirra lesendur Þjóð- viljans. A þessu hefur orðið mjög ánægjuleg breyting á síöustu ár- um og það er vafalaust, að Þjóð- viljinn er nú að eignast stóran hóp lesenda, sem verða með timanum hans traustu bandamenn. Geir Gunnarsson alþingismaður: Afstaða Alþýðublaðsins kom æ oftar á óvart Á minu æskuheimili var Al- þýðublaðið flokksblaðið, þaö las ég af áhuga frá þvi að ég fyrst gat lesið. Ég man það enn I dag, að á fyrsta vetri mlnum I barnaskóla spurði kennari minn mig að þvi, hvort ég læsi mikið heima. — „Já.” — „Og hvað lestu?” — „Al- þýðublaðið!” sagði ég, sannleik- anum samkvæmt, krökkunum til mikils aðhláturs, en minum mæta kennara til auðsærrar gleði, þvi að hann var áhugasamur Alþýðu- flokksmaður. Á síðum Alþýðublaðsins fylgd- ist ég þvi snemma með þvl sem gerðist i landsmálum. En það kom æ oftar fyrir á þvi tímabili þegar ég var að ljúka námi i gagnfræðaskóla og mikilvægir at- burðir voru að gerast i kjaramál- um og þó sérstaklega I sjálf- stæðismálum, að mér kom af- staða Alþýðublaösins algerlega á óvart. Ég þóttist geta sagt fyrir um hvar Alþýðublaöið myndi standa i baráttunni, en þegar blaðinu var flett, kom æ oftar I ljós, að afstaða þess var allt önnur en ég átti von á. Hins vegar rak ég mig jafn- framt á það, ef Þjóðviljann bar fyrir augu min, að þar var á mál- um tekið eins og féll að minum skoðunum, einörð og undan- bragðalaus afstaða með málstað launafólks og andstaða gegn her- setu á íslandi. Það fór þvl svo, þegar ég hóf nám i Menntaskólanum i Reykja- vik, að það varð æöi oft mitt fyrsta verk að fara á Lækjartorg og verða mér úti um Þjóðviljann, ef til þess fundust peningar. Siðan hefur Þjóðviljinn veriö mitt blað og ekki brugðist vonum minum, dýrmætasta vopn islenskrar al- þýðu. Ég á þá framtiðarósk til Þjóð- viljans á 40 ára afmæli blaðsins, að það sinni ætið svo hlutverki sinu, að vinstri sinnað æskufólk, róttæk æska, þurfi aldrei annað að leita til að sjá dyggilega á lofti haldið málstað Islenskrar alþýðu, jafnt i kjaramálum og sjálf- stæðismálum. Sigurdór Sigurdórsson biaðamaður: Var nánast bannvara á Akranesi Svo langt aftur sem ég man, var Þjóðviljinn keyptur á heimili foreldra minna og því hefur Þjóð- viljinn alltaf verið blað blaöanna hjá mér. Ég man að á þeim árum sem ég var að byrja að Iesa dag- blöð var framhaldsmyndasagan i Þjóöviljanum, sem hét „Þórður sjóari” að mig minnir og naut ó- hemju vinsælda hjá okkur krökk- unum, ekki bara þeim, sem áttu svo skynsama foreldra að kaupa Þjóðviljann heldur einnig hinna ólánssömu sem áttu foreldra, sem ekki keyptu Þjóðviljann. Þau komu þá heim til manns til að fá að lesa söguna. Síðar þegar maður fór aö stunda Iþróttir af krafti, einkum knattspyrnu eins og allir strákar á Akranesi iðkuðu þá, fór maður að fylgjast með skrifum Fri- manns heitins Helgasonar um i- þróttir I Þjóðviljanum, sem þá var eina dagblaðið er skrifaði reglulega um íþróttir. Og þá kom alveg það sama uppá teninginn. Þeir ógæfusömu, sem ég nefndi áðan komu til að fá að sjá íþrótta- siðuna. í nokkur ár bar ég út Þjóðvilj- ann á Akranesi, i það minnsta i 3- 4 ár, ekki kannski samfellt, en alltaf af og til. Það voru erfiðleik- ar á að fá blaöbera þá eins og nú og ekki sist fyrir Þjóðviljann, sem á þeim árum var nánast bannvara á Akranesi, þeim rót- gróna „krata” stað eins og þá var og innan við 10 ár frá þvi Sósial- istaflokkurinn var stofnaður og langt frá þvi að menn hefðu jafn- að sig á þeim málum öllum eins og nú virðist vera. Þá stóð kaldastriðið lika yfir á þessum árum með hvað áköfust- um hætti og strákur sem bar út Þjóðviljann var kallaður „kommi” sem i munni saklausra „krata” eða „ihalds” krakka var eitthvað Voðalegasta orð sem til var og maður með þeim stimpli gatverið hættulegur. Einkum var þetta nú i kringum kosningar. Þess á milli gleymdist hvað „komma-strákurinn” var hættu- legur. Við vorum þó nokkrir krakkarnir á Akranesi, sem urð- um að vera viðbúin þvi að vera kallaðir „kommar” og við vorum það lika og bitum frá okkur með kjafti og klóm. Hægt og bitandi varð hópurinn svo stór að ekki þótti þorandi að gera aðsúg að honum. Kjartan ólafsson ritstjóri: Fá handtök man ég betur Fyrsta dagblaðið, sem ég kynntist var ekki Þjóðviljinn heldur Timinn, sem jafnan barst á heimili afa mins og ömmu, en þau voru bændafólk. Ég minnist þess að mjög ungur reyndi ég að stauta mig fram úr greinum i Timanum og hafði þar af nokkurn fróðleik. Þjóðviljann sá ég fyrst á hans áttunda aldursári, i þeim sæla júnimánuði er við islendingar stofnuðum lýðveldið á Þingvöll- um. Ég dvaldi þá um nokkurra vikna skeið I kjallara hér vestur i bæ, og þar var góð kona, sem keypti Þjóðviljann. Ég var á þessum tima ákaflega sólginn i lesmál yfirleitt, og einhvern veg- inn var það svo, að þær skoðanir, sem túlkaðay voru I þessu blaði féllu mér betur I geð en skrif Jón- asar frá Hriflu og hans félaga i Timanum. Þetta varö vist til þess, að ég sem var lágur i oftinu reyndi mjög að teygja mig á fundinum á Lækjartorgi þann 18. júni til að sjá þáverandi ritstjóra Þjóðviljans, þegarhann flutti þar lýðveldisræðu sina. Ég sá Þjóðviljann mjög sjaldan næstu tæp fimm ár, en svo var það i mars 1949, að ég gerðist áskrifandi að blaðinu og hef verið það siðan. Ég vann þennan vetur i frysti- húsi i þorpi úti á landi og safnaði fé til skólagöngu. Nokkuð var um pólitiskar umræður á þessum vinnustað eins og gengur og ég gerði mig brátt svo digran að taka málstað „heimskommún- ismans” I samtölum við mér eldri og reyndari menn, sem voru þeirrar skoðunar, að þaðan staf- aði allt hið illa. t siðari hluta mars sauð svo uppúr og lá við handa- lögmálum viðar en á Austurvelli i Reykjavik. 1 þessu þorpi hafði gamail mað- ur verið umboðsmaðúr Þjóðvilj- ans um árabil, en kaupendur voru örfáir. Hann var jafnaldri þeirra Ottós og Lenins og átti sér hug- sjónir ekki siður en þeir. Að kvöldi hins 30. mars, þegar púðurreyknum hafði slotað yfir Austurvelli og menn bundu sár sin, kom hann til min og spurði hvort ég vildi ekki gerast áskrif- andi að Þjóðviljanum. Við skildum hvor annan, þótt aldursmunur væri yfir 60 ár, og tókumst i hendur. Fá handtök man és betur.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.