Þjóðviljinn - 30.10.1976, Qupperneq 3
BLAÐAUKI IV — 40 ára afmæli Þjóöviljans
1936-76
Þorsteinn Þorsteinsson,
vélgm. Höfn, Hornafirði:
Þarna voru
slæmir
kommar
á kreiki
Fyrst þegar ég heyrði nafn
Þjóðviljans nefnt finnst mér nú
að það hafi ekki verið af neinum
hlýhug i garð blaðsins Þarna voru
slæmir kommar á kreiki og efni
þessa blaðs gat varla samrýmst
hugsjónum góðs og kristilegs
fólks. t Suðursveit þekktust varla
önnur blöð en Timinn og tsafold á
árunum rétt fyrir striðið og þau
voru auðvitað af hinu góða komin.
Ég minnist þess þó frá þessum
árum að heyra talað um tvo
kaupendur Þjóðviljans i sveitinni,
þá bróðursyni Þórbergs, Torfa
Steinþórsson og Guðbrand Bene-
diktsson.
En svo er það á striðsárunum,
að úr Reykjavik kemur kennari i
sveitina og dvaldi m.a. á heimili
foreldra minna. Það fór einkar
vel á með honum og föður minum
þó að þeir væru engir samherjar i
pólitikinni og þeir skemmtu sér
m.a. við að yrkja spaugkvæði um
flokksþing Framsóknarflokksins,
sem haldið var um þesssar
mundir.
Þessi kennari, sem dvaldist
þennan friðsæla heimsstyrjaldar-
vetur i Suðursveit, eins og hann
orðaði það sjálfur, var Jón
Bjarnason, siðar blaðamaður á
Þjóðviljanum. Hann fékk sendan
Þjóðviljann og hélt honum vand-
lega til haga. Þetta skapaði
ákveðna virðingu fyrir blaðinu.
Svo lauk striðinu og Nýi Timinn
fór að koma á mitt heimili, en
hann var vikuúrdráttur úr Þjóð-
viljanum. Þá gerðist það, að
dimmar blikur tók að draga upp á
heiðan himin hins nýstofnaða
lýðveldis. Erlent hervald tók að
ásælast landsréttindi okkar og þá
gerðist það lika, að hin góðu og
kristilegu blöð brugðust og urðu
stundum ósköp ómerkilegir
pappirar, en Þjóöviljinn bar uppi
rödd Islands. Þetta var sú
reynsla, sem átti eftir að búa um
sig.
Guðrún Helgadóttir
deildarstjóri:
Læddi
Þjóöviljanum
til
sængurkvenna
Sigriður Sæland, ljósmóðir i
Hafnarfirði, kom á heimili mitt
nokkuð reglulega til að taka á
móti barni. Hún hafði fyrir siö að
pina sængurkonur tii að kaupa áf
sér Melkorku og læddi þá Þjóð-
viljanum með eins og til bragð-
bætis. Þannig sá ég Þjóðviljann
fyrst. Mér þótti þetta bæði ljótt
blað og leiðinlegt. Þó man ég að
mér þótti töluvert púður i þvi,
þegar ritstjórar blaðsins voru
fluttir i fangelsi á Englandi, og
stautaði mig fram úr fréttum af
þvi af miklum áhuga.
Stjórnmálaskoðanir i Hafnar-
firði voru á þessum tima tvenns
konar: annaðhvort voru menn
kratar eins og Emil Jónsson eða
þeir voru Ihaldsmenn eins og
Bjarni Snæbjörnsson læknir.
Læknar hafa alltaf haft — og af
skiljanlegum ástæðum — mikil
áhrif á stjórnmálaskoðanir
manna, og flestir hefðu kosið
Bjarna, þó að hann hefði verið
kommúnisti. Hann var það bara
ekki. Hann og Sigriður Sæland
áttu mjög náið og gott samstarf
þrátt fyrir það, og hún mat hann
mikils alla ævi. Þau stóðu saman
i bliðu og striðu við að koma mis-
vitrum hafnfirðingum i heiminn,
enda fjölgaði ört i bænum.
En þegar búið var að gera
sængurkonunum til góða og
Bjarni var farinn, snaraöi Sig-
riður Melkorku á sængina og lét
Þjóðviljann fylgja með. Hann var
ókeypis, en ekkert minna en ævi-
áskrift dugði að þvi er varðaði
Melkorku.
Ekki varð þó séð af atkvæða-
tölum, að þessi neðanjarðarstarf-
semi Sigriðar hefði umtalsverð
áhrif, enda konur oft þreyttar
eftir fæðinguna. En ýmsir vissu
þó fyrir bragðið að þjóðviljinn var
til.
Nýji síminn
hjá Þjóðviljanum er
81333
Þegar Þórbergur ritaði
Jóni Rafnssyni
afmælisbréf
Einn af þeim meisturum
orðsins sem öðru hverju
hafa litið í náð til Þjóð-
viljans og opinberað snilli
sína á síðum blaðsins, var
Þórbergur Þórðarson. I
önnur dagblöð ritaði Þór-
bergur ekki eftir að
Þjóðviljinn hóf göngu sína.
Á afmælisdegi blaðsins á
vel við að birta sýnishorn
af því sem Þórbergur
hefur trúað Þjóðviljanum
fyrir. Hér fara á eftir
kaflar úr bréfi Þórbergs
Þórðarsonar til Jóns
Rafnssonar, dagsett 5.
mars 1959, en Jón varð
sextugur þann dag. Jón
Rafnsson er lesendum
Þjóðviljans að góðu
kunnur, baráttumaður
fyrir rétti verkalýðsins,
málfylgjumaður góður og
hagorður svo af ber. Um
þær mundir sem bréfið er
skrifað var Jón starfs-
maður Sósialistaflokksins
Þórbergur Þórðarson
minniá vandvirkni mannfólksins.
Verkefnið er mikið. Hann ætlar
að draga saman mikið efni og
að
Jón Rafnsson
og jafnframt húsvörður í
miðstöðvum flokksins að
Tjarnargötu 20. Og hefst
nú bréfið.
Minn ótrúi þjónn!
Þegar tituprjónarnir höfðu
lengi ekki verið færðir til á
Evrópukortinu á veggnum i skrif-
stofu þinni i Lækjargötu á hinum
skuggalegu, ábyrgðarfullu
timum, haustið 1941, bá sá ée
fram á, mér til sárrar hryggðar,
að ég gæti ekki notast við
þig lengur sem sérf'ræðing
minn i dialektiskri alþjóða-
pólitik og strategiu. Þá
voru aðrir sérfræðingar minir i
fúllum gangi og gáfu tiðar
skýrslur. Meira að segja Theódór
gamli Friðriksson og jungfrú
Guðný Lynge gáfu langar og yfir-
þyrmandi skýrslur. Þvi átakan-
legri varð mér útáþekjuskapur
þinn i þinni ábyrgðarmiklu stöðu,
svo að ég sá mér ekki annað fært
en að vikja þér úr embættinu.
Mér leiddist að þurfa að gera
það þvi ég fann að þér féll þetta
mjög miður. Það var eins og þú
losnaðir frá fastri og ilmandi rót
og gerðist lausingjalegur og vals-
andi i fasi. En sannleiksleitar-
innar vegna og alvöru timanna
gat ég með engu móti réttlætt það
fyrir sjálfum mér að láta þig sitja
lengur. En ég hugsaði mér að lita
til þin seinna með einhvern
glaðning, ef atvikin féllu þér i
hag.
Svo liöu timarnir þangað til i
júnimánuði 1949. Þá átum við um
skeið saman i Næpunni. Þar
gerðist það einn dag, að þú sagðir
mér þá sögu, að þú hefðir séð sjó- , , . , ..., ,
skrimsli vestur i Grundarfirði. Sú van?a skyrslugjof sina.
frásögn þin var mjög skýr og llðu sex ár án Þess .
traustvekjandi. Nú var eins og meistarmn heyrði neitt frá þjóm
skipthefðium þigfrá embættistíð Slnunl- Þórbergur krefur Jón um
þinni i dialektiskri alþjóðapólitik skyrslu en þá kom í ljós að Jón
og strategiu naíbi ekki bætt á sig emu einasta
Þarna er hægt að hafa gagn af skrimsli frá þvi 1949. Þetta taldi
Jóni, hugsaði ég, og þar sem þú meistafinn að vonum vera
varst eini maður þeirra, sem ég embættissvik, og hugðist hann fá
þekkti persónulega, er séð hafði úelinkventinn dæmdan til
sjóskrimsli, þá brá ég á það ráð reí?ln?ari' . . .
að gera þig að sérfræðingi minum ?n Þá. bjargaði það þér frá
i monstrologíu (skrimslafræði). °Pinber” möurlægingu, að þu
Þú þáðir embættið og gekkst varst orðinn Mlfastur f Tjarnar-
götu 20 og farinn að heyra
einkennilega reimleika i húsinu,
svo sem opnaða hurð þar sem
engin hurð var, en hafði verið
áður. Þetta fannst mér einkar
fræðandi fyrirbrigði og fór enn að
hugsa: Kannski Jón skinnið geti
orðið þarna aö liði. Og nú réðst ég
iað gera siðustu tilraunina, glap-
inn af trú minni á guðdóminn i
manninum, og dubbaði þig upp i
sérfræðing minn i innanhúsreim-
leikum, og ekki meira á þig lagt
en að rannsaka reimleikana i
þessu eina húsi. Nú þarf Jón ekki
að lita i bók, ekki að spyrja Pétur
og Pál, ekki að ferðast, aðeins að
hlusta og horfa og læðast um
húsið, þegar svo bæri undir,
hugsaði ég. Þú tókst við embætt-
inu og lofaðir að standa þig vel.
Eftir þessa embættisveitingu
kom ég öðru hverju i Tjarnargötu
20 og bað þig um skýrslu, þvi að
nú var skammt að fara og mál-
efnið æsandi merkilegt. Þetta leit
efnilega út i fyrstu, en ekki leið á
löngu, áður en sótti i gamla
horfið. Þú gafst alltaf sömu
skýrsluna og bættir engu við. Ég
gekk úr skugga um, að þetta
stafaði ekki af reimleikaskorti i
húsinu, heldur af gömlu karakt-
erlympunni: leti og hirðuleysi i
embættinu. Þú sofnaðir á
veröinum, þegar þú áttir að vaka
undir eftirfarandi skuld- og hlera. Þú hafðir ekki nennu i
bindingar: Að safna öllu, sem til þér til að sefa þig i að horfa. Og þú
væri á islensku prenti um hvers gast ekki mannað þig upp i að
konar skrimsli, bæði i líki manna skreppa niður á næstu hæð, þegar
og dýra og sköpulags, sem hvorki þú heyrðir hurðarlausu dyrnar
virtist manns né dýrs, úr sjá, ám, opnaðar eða gengið um gólfið. Og
stöðuvötnum og á þurru landi. Að þú sýndist engan áhuga hafa á þvi
spyrja menn spjörunum úr, hvar að sannreyna, hvort sum þau
sem leiðir þinar lægju eða þú hljóö sem þú heyröir, stöfuðu frá
dveldist hér á landi og i öðrum, reimleikunum eða einhverju
Rússland ekki undanskilið. Loks náttúrlegu i húsinu. Það kvað
veittir þú mér ádrátt fyrir aö meira að segja svo rammt að
halda þig i grennd við nafnkunnar sinnuleysi þinu að þú nenntir ekki
skrimslastöðvar i sumarfrium að gera þér grein fyrir, hvort
þinum og horfa með árvekni og hræringarnar voru inni i húsinu
gaumgæfni til skrimsla. Þú eða úti i garðinum. Og mikiö
virtist hafa skýran skilning á fannst mér sérfræðingsdómur
þessum starfa og sjá glögglega þinn verða mjósleginn þegar einn
gagnsemi hans fyrir landsins ótindur húsamálari, sem kom
Zoologiu og hugsanlega fræðslu nokkrum sinnum i Tjarnargötu 20
um materialisasjónir super- af tilviljun, skynjaði þar fleiri
naturaj. undur en þú, sem þar hafðir haft
Enn liðu timarnir og þú lést þrásetur árum saman og setið i
ekkert til þin heyra. Það er engin reimleikaembætti.
furða, hugsaði ég i frómri trú
Framhald á bls. 14.