Þjóðviljinn - 30.10.1976, Qupperneq 4
BLAÐAUKI IV— 40 ára afmæli Þjóðviljans
1936-76
„Besta eignin í
hverju smáu
húsi á landinu’
Einar Andrésson
Nú þegar Þjóðviljinn á 40 ára
afmæli sfnu flytur i ný húsa-
kynni, dyist það ekki lesendum
blaðsins, vinum þess og velunn-
urum, hver það er sem hefur
gert þetta kleift: það eru þeir
sjálfir með fjárstuðningi sinum
og gjöfum. Ailt það sem Þjóð-
viljinn er, byggist á fórnfúsu
starfi, og það eru margir
áfangar á brautinni til þeirrar
stöðu sem Þjóðviijinn hefur nú.
Til sönnunar þessu skulu rifjuð
hér upp skrif frá þvi fyrir meira
en 30 árum. Arið 1943 segir
EINAR ANDRÉSSON frá því
með hvaða hug hann gekk tii
söfnunarstarfs i þágu Þjóð-
viljans, árið 1945 segir
HALLDÓR LAXNESS nokkur
vel valin orð i tilefni af fjár-
söfnun sem þá var i gangi.
I nóvember 1943 ritaði Einar
Andrésson umboðsmaður Máls
og menningar grein i Þjóð-
viljann undir fyrirsögninni „1
orðabók góðs sósialista er orðið
starfsleysi ekki til”. Inngangs-
orð blaðsins voru á þessa leið:
„Þjóðviljanum hafa borist
margar fyrirspurnir um það
hver það sé, sem safnað hafi
7000 kr. i Þjóðviljasöfnunina, og
um þær dularfullu aðferðir, sem
sá maður hljóti að kunna.
Það er Einar Andrésson
verslunarmaður, sem nú, eins
og svo oft áður, slær met i
söfnun, og i þessari grein segir
hann á sinn gamansama hátt
frá þeim „dularfullu aðferðum”
sem hann beitir til að vinna
stórsigra ei,ns og þennan
söfnunarárangur.”
Vísa til kunningjans!
Einar segir ma. i grein sinni:
„Fyrir áeggjan alls þorra
áskrifenda Þjóðviljans og allra
s'ósialista yfirleitt var ákveðið
af blaðstjórninni fyrir tveim
mánuðum að stækka hann um
helming. En til þess að slikt
væri hægt, þurfti aðeins að
safna 150.000 kr. Söfnunarlistum
var útbýtt og starfið var hafið
með ótakmörkuðum skilningi á
þýðingu þess. 1 stórhópum
höfum við tekið söfnunarlista og
margur hafur staðið sig með
prýði, en svo eru lika svörin hjá
alltof mörgum sem ég hef talað
við, eitthvað á þessa leið:
Ég hef ekki safnað neinu
ennþá, ég þekki mann vestur i
bæ sem mundi láta mig hafa
eitthvað, en næ bara aldrei i
hann!
Vegna timaskorts hef ég engu
safnað en visa öðrum til
kunningja mins. Tilkynni, kæri
félagi: Hef þegar náð i fimmtiu
kall! Svo mörg eru þau orð i
guðs heilaga nafni, amen.
Það eru ekki stóryrði i þessum
svörum, en þau eru hræðileg
Halldór Laxness
vegna vesaldóms þess og
aumingjaskapar sem i þeim
felst og þau eru ófyrirgefanleg
af vörum sósialista þegar
Þjóðviljinn á i hlut.
Skemmtilegar
heimsóknir
Hverjar eru svo fórnirnar
sem við þurfum að færa, eigum
við kannski að stiga upp i flug-
vel hlaðna sprengjum i von og
óvon hvort við verðum skotin
niður, eða máske við séum á leið
til skotgrafarinnar með byssu i
hönd? Enga bölvaða vitleysu
hér, svo alvarlegt er það ekki.
Allt og sumt sem við þurfum að
gera er að ganga til kunningj-
anna, segja þeim frá stækk-
uninni og taka á móti
peningunum. Til þess arna
þurfum við að fórna nokkrum
kvöldum i skemmtilega heim-
sókn. Ef við erum ekki ánægð
með árangurinn af þvi starfi, þá
er til sá möguleiki að taka sér
fri einn dag frá vinnu.
Bræður og systur! Man nú
enginn lengur hina gömlu daga,
þegar við höfðum aðeins 100
daga vinnu á ári? Haldið ekki að
við myndum einhvernveginn
draga fram lifið þó viö ynnum
ekki nema 364.
Sem sagt félagar, við höfum
enga afsökun fyrir hvað hægt
gengur nema okkar eigin leti.
I þúsunda tali frá yztu nesjum
til innstu dala biða menn eftir
heimsóknum okkar, ánægðir
með tilveruna og sjálfa sig, eftir
að hafa lagt góðu málefni lið
sitt, en þrátt fyrir þetta er
söfnunin aðeins hálfnuð, svona
Þóra Vigfúsdóttir, kona Kristins heitins Andréssonar, fyrrum rftstjóra Þjóðviijans, og Einar heitinn Andresson, bróðir Kristins.
handarbakavinna, gengur ekki
lengur. Einn, tveir, þrir, út i
starfið, áfram gakk, látum nú
hendur standa fram úr ermum
og ljúkum söfnuninni á næsta 1
1/2 mánuði. Blaðið verður
stækkað og þá getum við ein-
beitt kröftum okkar að
áskriftarsöfnuninni.”
Bjartsýnin sigrar
Fyrir bjartsýni af tagi Einars
Andréssonar verður allt undan
að láta, og er ekki að orðlengja
það, að á árinu 1944 stækkar
Þjóðviljinn úr 4 i 8 siður.
í mars 1945 var hlutafélagið
Prentsmiðja Þjóðviljans
stofnuð með almennri hlutafjár-
söfnun meðal stuðningsmanna
blaðsins. Þá barst Þjóðviljanum
eftirfarandi hugvekja frá Hall-
dóri Laxness: var hún birt i
blaðinu undir fyrirsögninni
„Þjóðviljinn”.
Stóð fremstur
„Þó Þjóðviljinn sé ekki alltaf
prentvillulaus og margt megi að
honum finna, þá er hann þó ef til
villo besta eignin i hverju smau
húsi á landinu. Þetta virðist
ekki trúlegt i fyrstu, en þegar
við gætum að, sjáum við fljott,
að fá vopn voru sterkari en hann
i þeirri baráttu, sem háð hefur
verið til þess að bæta gengi
vinnandi manna á íslandi.
Alltaf stóðhann fremstur, þegar
barizt var um lif og afkomu
launþiggjandi verkamanna:
vissulega gat honum skjátlast i
mörgu atriði, en stefnan var
alltaf rétt af þvi takmarkið var
að hefja alþýðuna i landinu til
betra lifs, vegsamlegri kjara.
Sumu fékkst framgengt, öðru
varð afstýrt af þvi Þjóðviljinn
gekk fram fyrir skjöldu.
Hvenær sem átti að svipta
alþýðuna einhverjum góðum
hlut, var Þjóðviljanum að -
mæta. Og hvenær sem alþýðan
var þess um komin á
einhverjum staðað hefja barátu
fyrir öflun góðs hlutar, var
Þjóðviljinn sterkasta vopnið i
höndum hennar. Ekkert er jafn-
auðvelt og benda á galla hans,
en aldrei i nokkurt skipti brást
hann i máli, sem varðaði velferð
alþýðunnar og eflingu verklýðs-
stéttarinnar.
Síðasti eyririnn
Lengi hefur Þjóðviljinn barist
i bökkum og berst enn. Alþýðu-
menn i landinu hafa jafnan skil-
ið hve ómissandi hann var þeim.
A erfiðasta tima lét fátækasti
maður i landinu sinn siðasta
eyri til þess að Þjóðviljinn þyrfti
ekki að hætta að koma út. En
það var einmitt þessi peningur,
siðasti eyrir fátækasta manns-
ins, sem gerði Þjóðviljann að
þessu sterka vopni sem hann er.
Sá stórhugur hinna fátæku,
sem haidið hefur Þjóðviljanum
uppi, svo hann missti aldrei
dags vegna greiðsluþrots, hefur
nú eflt blaðið svo, að það kallar
ekki lengur á daglega ölmusu til
að geta komið út, heldur er að
setja sig á laggirnar sem fjár-
hagslega sjálfbjarga fyrirtæki.
Eitt helsta skilyrði þess að svo
megi verða er, að blaðið geti
komið sér upp prentsmiðju
þeirri, sem okkur er nú boðið að
eignast hlut i.”
.....-..