Þjóðviljinn - 11.01.1977, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 11.01.1977, Blaðsíða 1
UOmiUINN Þriðjudagur 11. janúar 1977 —42. árg. —7. tbl. V 'iíJNI Bo Carpelan hlaut bókmenntaverð- 1? aPsjp laun Norður- landaráðs 'vvJMHfe' Sjá baksíðu ReisirJVorsk-Hy dro” við Dyrhóla Slík áform lögð fyrir sveitarstjórnir eystra á laugardaginn var Þau tiöindi geröust austur i Mýrdal nú um helgina, að þar var á laugardag kallaður saman fundur hreppsnefndarmanna í tveimur hreppum, Hvamms- hreppi og Dyrhólahreppi, og einn- ig var boðið til fundarins oddvit- um annarra hreppa í Vestur- Skaftafellssýslu. Fundurinn var haldinn i Vik i Mýrdal og var fundarefnið að ræða áform um byggingu stórrar álverksmiðju þar i Mýrdalnum og hafnargerö við Dyrhólaey f þvi sambandi. Mættur var á fundinum Svein- björn Jónsson, sem lengi rak Ofnasmiðjuna i Reykjavik. Sveinbjörn Jónsson skýrði sveit- arstj.mönnunum skaftfellsku frá þvi, að hann hafi að undan- förnu átt ýtarlegar viðræður við forráðamenn Norsk-Hydro i Nor- egi, auðfélagsins, sem áður hefur sóst eftir að fá að reisa álver við Eyjafjörð. Kvaðst Sveinbjörn hafa kynnt Gunnar Thoroddsen viður- kenndi i sjónvarpsþætti á föstu- dagskvöld að rikisstjórnin gerir ráð fyrir stækkun álversins i Straumsvik sem næsta áfanga i stóriðjumálum. Er þar um að ræða 3ja áfanga álversins sem tæki til sin um 80 megavött eða liðlega helming afisins frá Hrauneyjafossi. Með þessum orð- um ráðherrans fæst loks skýring á þvi til hvers rikisstjórnin hyggst nota Hrauneyjafossvirkjun sem á ráðamönnum Norsk-Hydro allar fyrirliggjandi teikningar og skipulagsuppdrætti i sambandi við hafnargerð við Dyrhólaey, og skýrði Sveinbjörn frá þvi, að nið- urstaðan af viðræðum sinum við Norsk-Hydro væri sú, að forráða- menn auðfélagsins hefðu nú mjög mikinn áhuga fyrir þvi að reisa álver i tengslum við hafnargerð við Dyrhólaey. I þessu sambandi talaði Svein- björn, sendimaður Norsk-Hydro, um verksmiðju er veitti 500 manns atvinnu, það er af álika stærð og álverið i Straumsvik. aö framleiða um 140 megavött samkvæmt þeim áætlunum sem nú eru á döfinni. Eins og Þjóðviljinn hefur bent á er gert ráð fyrir að núverandi raf- orkuframleiðsla landsmanna að viðbættri Kröflu og Sigölduvirkj- un dugi til þess að fullnægja okk- ar orkuþörf fram til 1981-1983. Hefur verið bent á hér i blaðinu að samkvæmt þörf landsmanna sjálfra sé ekki markaöur fyrir orkuna frá Hrauneyjafossvirkjun Þá fullyrti Sveinbjörn, að Norsk-Hydro væri reiðubúið að annast byggingu hafnar á þessum stað, ef heimild fengist til bygg- ingar álverksmiðju þar, og væru norðmennirnir til viðtals um að eiga jafnvel sjálfir hluta i slikri höfn, eða a.m.k. sjá um fjár- magnshliðina varðandi byggingu liafnar. Rétt er að minna á, að þessar ráðagerðir um álver i Mýrdaln- um koma nú fram einmitt á þeim tima, er sýnt má kalla, að eyfirð- ingar hafni sliku erlendu auðfyr- irtæki i sinni heimabyggð. 1981, en þá er gert ráð fyrir þvi að virkjunin komi i notkun Nú hefur Gunnar Thoroddsen loks viður- kennt að ætlunin sé að nota rif- lega helming orkunnar frá Hrauneyjafossvirkjun til þess að reka 'stærra álver, eða þriðja á- fanga álversins, sem rætt hefur verið um. Mun iðnaðarráðhera halda áfram viðræðum við auð- hringinn svissneska i næsta mán- uði eins og áður hefur komið fram hér i Þjóðviljanum. A fundinum i Vik var kosin sendinefnd til að ganga á fund Jóhannesar Nordal, formanns Viðræðunefndar um orkufrekan iðnað og stendur til að sá fundur verði haldinn á morgun. Fleiri fundir eru nú fyrirhug- aðir með sveitarstjórnarmönnum á Suðurlandi vegna áforma um álverksmiðju við Suðurströndina. Hér er rétt að minna á, að Sveinbjörn sá Jónsson, sem kom á fundinn i Vik á laugardag, sem ‘'sérlegur sendimaður auðfélags- ins Norsk-Hydro, hann er sami maður og fyrir svo sem 20 árum vakti á sér athygli, sem umboðs- maður alþjóðlegrar siðvæðingar- hreyfingar hér á íslandi — „Mor- al Rearmament”, og gekkst þá sem slikur fyrir flutningi fjölda islendinga vestur til Bandarikj- anna i siðvæðingarskyni á vegum þessarar.hreyfingar!! Segja má að vel fari á þvi, að slikur maður gangi nú fram fyrir skjöldu hér i erindrekstri á veg- um erlendra auðfélaga. Aætluö aflþörf álversins nú er um 140 megavött en orkuþörfin allt að 1250 gigavattstundir á ári. Alþingi samþykkti sl. vor stækk- un álversins þannig að þar er gert ráð fyrir 20 megavöttum i viðbót eða um 180 gigavattstundum á ári. 1 þeim þriðja áfanga sem Gunnar Thoroddsen talar nú um og stóriðjunefnd virðist gera ráð fyrir er hins vegar búist við 80 megavatta afli en 700 gigavatt- stunda orku á ári. Með þessari siðari viðbót væri gert ráð fyrir alls 240 megavatta afli til álvers- ins 2130 gigavattstundum á ári. Til samanburðar skal þess get- ið að heildarafl vatnsaflsvirkjana og jarðvarma- nam um 392 mega- vöttum árið 1975, en við það bæt- ast siðar Krafla (70 MW), Sigalda (150 MW) og Hrauneyjafoss (140 MW) Alls yrði ástimplað afl inn- lendra orkuvera þvi um 752 MW. Þar af færu — skv. áætlun rikis- stjórnarinnar um stækkun ál- versins i tveimur áföngum — 240 M W til álverksmiðjunnar i Straumsvik. Orkunotkun til stór- iðnaðar yrði skv. opinberum upp- lýsingum sem hér segir: Alverksmiðjan I, II og III: um 2100 gigavattstundir. Kisiijárnverksmiöjan: um 550 gigavattstundir Alls til stóriðju 2.650 gigavatt- stundir. Til samanburðar skal þess get- ið að heildarorkunotkun lands- manna sjálfra nam um 1.140 gigavattstundum á árinu 1975. Sveinbjörn Jónsson er vinur norð- manna” — en ekki fulltrúi Norsk Hydro, segir Sveinbjörn Jónsson ,,£g kom ekki með neitt tilboð frá neinum. Það er allsekki rétt að ég sé fulltrúi Norsk hydro eða nokkurra annarra. og hef ekkert við þá rætt.” Þetta sagði Sveinbjörn Jónsson, þegar frétt Þjóð- viljans var borin undir hann i gær. ,,Ég var þarna á ferö ásamt Unnari Stefánssyni, ritstjóra sveitarstjórnartið- inda, og Guðmundi Gunnars- syni, verkfræðingi, og við ræddum við hreppsnefndar- mennina. Ég er vinur norð- manna og sagði það á fund- inum að mér litist vel á það ef Norsk hydro hefði áhuga á suðurströndinni. A fundinum fannst mér al- mennt uppi, að hart væri að heimamenn nytu ekki góðs af þeirri virkjun, sem búið er að ákveða að ráðast i við Hrauneyjarfossa. Og úr þvi að eyfirðingar virðast búnir að hafna álveri væri athug- andi hvort hægt væri að narra Norsk hydro til þeirra.” —ekh. Leikfélagið áttrætt 1 dag er Leikfélag Reykja- vikur 80 ára. 1 tilefni af af- mælinu var þessi merka menningarstofnun heimsótt og segir frá þvi i opnu blaðs- ins i dag. Hér sjást þau Karl Guðmundsson i leikbúningi úr Makbeð og Vigdis Finn- bogadóttir rýna i handrit (Ljósm.: GFr) Umboðsdómarinn um handtökurannsókninai Beinist að því að sanna sekt Hauks Að sögn Steingrlms Gauts Kristjánssonar, umboðsdómara i handtökumáii bilstjóra Guð- bjarts Páissonar, er enn ekki séð fyrir endann á þeirri rann- sókn, en nú beindist öll athyglin aö Hauki Guðmundssyni rann- sóknarlögreglumanni, sem sek- um aðila i málinu. Sagði Stein- grímur að Hauki hefði verið til- kynnt þessi stefna rannsóknar- innar. Haukur Guömundsson sagði i viðtali vð Þjóðv. i gær að hann hefði raunar i gegnum alla rannsóknina litið á sig sem grunaðan og þvi ævinlega haft réttarstöðu sakaðs manns. Haukur hefur nú fengið sér lög- mann, en framan af, og alveg fram að sakbendingunni, annaöist hann sin mál einn. Steingrimur Gautur sagði að tekið hefði verið til við vitna- leiðslur að nýju skömmu fyrir helgi, eftir að rannsóknarlög- reglan skilaði gögnum sinum. Steingrimur sagði að i fram- haldi lögreglurannsóknarinnar hefðu ný vitni verið kölluð fyrir dóm og hefðu nú verið yfirheyrð samtals 26 vitni i málinu. Eins og komið hefur fram i fréttum hefur Haukur verið sviptur helming launa sinna, aðeins hálfum mánuði eftir að hann var leystur frá störfum á meðan rannsókn málsins stend- ur yfir. Mun þessi meðferð á starfsmanni rikisins næsta fátið og jafnvel einsdæmi. —gsp | Gunnar Thoroddsen viðurkennir í sjónvarpsþœtti:__ Þegar gert ráð fyrir 3. áfanga álversins í Straumsvík sem tœki 80 megavött af framleiðslu Hrauneyjafossvirkjunar

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.