Þjóðviljinn - 08.10.1977, Page 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 8. október 1977
80 ára minning
Hendrik
Ottósson
I dag, 8. okt., heföi Hendrik Jón
Siemsen, eöa Hendrik Ottósson,
eins og vér þekktum hann, oröið
80 ára, en hann lést fyrir all-
mörgum árum, fyrir aldur fram,
ekki orðinn sjötugur.
Hann fæddist þennan dag fyrir
80 árum i húsinu nr. 29 við Vestur-
götu, en þar bjuggu um langan
aldur foreldrar hans þau góð-
kunnu heiðurs-hjón Karolina
Rósa Siemsen og Ottó
Þorláksson, fyrsti forseti Alþýðu-
sambands Islands, bæði ötulir
frumherjar i baráttu alþýðunnar
fyrir bættum lifskjörum.
Hendrik Ottósson varð stúdent
frá Menntaskólanum i Reykjavik
hið eftirminnilega ár frelsis og
fullveldisins 1918. Lagði hann
siðan stund á lögfræði i nokkur ár
en jafnframt stundaði hann ýmis
önnur störf, var t.d. meðritstjóri
Alþýðublaðsins með Ólafi
Friðrikssyni. Ritaði hann fjöl-
margar greinar i blaðið. Um
þetta má lesa i bókum Hendriks
t.d. Frá Hliðarhúsum til Bjarma-
lands, en úr þeirri bók verður
lesið i útvarpinu i dag en mörg
siðustu árin var Hendrik frétta-
maður og flutti þá fjölda
fróðlegra erinda i útvarpið.
Vér Vesturbæingar minnumst
Hendriks Ottóssonar i dag á
þessari árstið hans en um leið eru
ekkju hans, frú Henny Ottósson,
fluttar kveðjur.
Ragnar Benediktsson
Landsráðstefna her-
stöðvarandstæðinga i
Festi 15. og 16. okt.
Dagskrá:
Laugardagur 15. okt.
14.00 Setning.
14.30 Skýrsla miönefndar.
Almennar umræður.
16.00 Kaffihlé.
16.30 Starf og stefna á komandi
ári.
Almenn umræða.
19.00 Matarhlé.
20.30 Kvöldvaka.
Sunnudagur 16. okt.:
10.00 Starfshópar funda.
12.00 Matarhlé.
13.30 Starfshópar skila áliti.
Almenn umræða.
16.30 Afgreiðsla ályktana.
Kosning miönefndar.
Matsala verður á staðnuin og
þeir sem þess óska geta fengið
svefnpokapláss aðfaranótt
sunnudagsins.
Sætaferöir frá Reykjavik
verða auglýstar siðar.
Skráið ykkur sem fyrst til
þátttöku á skrifstofu samtak-
anna, Tryggvagötu 10, simi
17966.
Miðnefnd.
Alþýðubandalagið í Reykjavík:
Opnar starfsnefnd
ir móta stefnuna
í borgarmálum
Fundir hefjast í næstu viku
I næstu viku hefjast
fundir starfsnefnda Al-
þýðubandalagsins i
Reykjavik/ sem móta
stefnu félagsins i borgar-
málum.
Samkvæmt lögum fé-
lagsins er það hlutverk
borgarmálaráðs að vinna
að stefnuskrá í borgarmál-
um< og hef ur verið ákveðið
að gefa sem f lestum félög-
um kost á að taka þátt í því
starfi.
Starfsnefndirnar eru 11 og
skiptast niður eftir málaflokkum.
Aætlað er að þær hafi lokiö störf-
um i endaðan nóvember.
Þegar hafa menn skráð sig til
þátttöku i nefndunum en þær eru
öllum opnar og geta þeir sem
áhuga hafa skráð sig á skrifstofu
félagsins eða á fundum nefnd-
anna, sem auglýstir verða i
flokksdálk i Þjóðviljanum.
Fundirnir i næstu viku verða
allir haldnir á Grettisgötu 3 kl.
20.30 og á mánudag koma saman
nefndir sem fjalla um dagvistun
og kjör aldraðra i borginni.
Á þriðjudag koma saman
nefndir sem fjalla um heilbrigðis-
máiog atvinnumálog á föstudag
verður fjallað um samgöngur og
húsnæöismál.
A þessum fyrstu fundum er ætl-
unin að menn komi sér saman um
áframhaldandi fundartima.
; • '/■ -•
Hér er danski verkalýðssönghópurinn að skemmta á útisamkomu á vegum MFA i Danmörku
Danskur sönghópur
á vinnustöðum
Syngur á vegum MFA á Húsavík
Akureyri og í Reykjavík
Ýmsir vinnustaðir á Islandi fá
næstu vikur óvenjulega heim-
sókn. Það er danskur verklýðs-
sönghópur, skipaður niu körlum
og konum, sem skemmtir verka-
fólki i Slippstöðinni, Útgerðarfé-
laginu og Sambandsverksmiðjun-
um á Akureyri, og i Sláturhúsinu
og Fiskiðjusamlaginu á Húsavik.
Hópurinn sækir einnig heim
starfsfólk i Kröflubúðum, og
syngur á nokkrum vinnustöðum i
Reykjavik, auk þess sem hann
kemur fram á Reykjalundi og i
Félagsmálaskóla alþýðu i ölfus-
borgum, þar sem 25 manna hópur
úr verkalýðsfélögunum veröur
við nám og starf.
,,AOF’s Arbejdersanggrupp-
en” kemur hingað i dag og dvelst
til laugardagsins 15. þ.m. Hópur-
inn starfar á vegum Menningar-
og fræðslusambands Alþýðu i
Danmörku og kemur hingað á
vegum MFA. Heimsóknin er þátt-
ur i gagnkvæmum heimsóknum
tónlistarfólks innan MFA-sam-
takanna á Norðurlöndum. Þannig
var Böðvar Guðmundsson á
Akureyri i söngferðalagi um Nor-
eg nú i september á vegum MFA
og kom fram á vinnustöðum og
skemmtunum. Það var Þránd-
heimsdeild MFA i Noregi, sem
skipulagði söngför Böðvars.
Þetta viðfangsefni MFA-samtak-
anna nýtur styrks frá Norræna
menningarsjóðnum.
— ekh.
I Hluti fulltrúanna af suövesturhorninu og Suðurlandi áður en lagt var af stað norður á Akureyri á ráð-
• stefnu ungra Alþýðubandalagsmanna.
60 manna hópur
i tíl Akureyrar
| á ráðstefnu ungra Alþýðubandalagsmanna
■ ,,Það hefur verið talsverður
Iáhugi meöal ungs Alþýðubanda-
iagsfólks á þessari ráöstefnu, og
þótt langt sé að sækja, erum við
* hér að lcggja af stað með nærri
Isextiu manna hóp fulltrúa af
'. suðvesturhorninu og Suður-
landi”, sagði Þórður Ingvi Guð-
■ mundsson, framkvæmdastjóri
IRáðstefnu ungra Alþýðubanda-
lagsmanna, sem hefst i Alþýðu-
húsinu á Akureyri i dag kl. 10.
’ 1 rútunni sem lagði af stað frá
Grettisgötu 3 kl. 17 i gær voru
fulltrúar frá Suðurlandi, Kefla-
vik, Hafnarfirði og Reykjavik.
Siðan var ætlunin að fleiri bætt-
ust i rútuna i Mosfellssveit,
Akranesi og Borgarnesi.
Þórður Ingvi sagði að höfuð-
mál ráðstefnunnar væru tvo: is-
Iensk atvinnustefna og skipu-
lagsmál ungra Alþýðubanda-
lagsmanna. Engilbert Guð-
mundsson hefur framsögu um
fyrrnefnda málið, en Þorsteinn
Magnússon um hið siðara. A
ráðstefnunni starfa umræðu-
hóparum þessi málefni sérstak-
lega, en auk þess verður fjallað i
starfshópum um kosningalög og
kjördæmaskipan og um friðlýs-
ingu. Ráðstefnunni lýkur ann-
aðkvöld.
Það er Æskulýðsnefnd Al-
þýðubandalagsins sem efnir til
ráðstefnunnar og er Arthur
Mortens formaður hennar.
— ekh