Þjóðviljinn - 03.01.1978, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 03.01.1978, Blaðsíða 12
12 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 3. janúar 1978 lólatrésskemmtun Hins íslenska prentarafélags verður hald- in i Lindarbæ fimmtudaginn 5. janúar kl. 15.00. Aðgöngumiðar seldir á skrifstofu HÍP að Hverfisgötu 21 dagana 3. og 4. janúar milli kl. 17 og 19. Skemmtinefndin RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður LANDSPÍTALINN LÆKNARITARI óskast á lyflækningadeild. Stúdentspróf eða hliðstæð menntun áskilin, ásamt góðri kunnáttu i réttritun og nokkurri vélritunarkunnáttu. Upplýsingar veitir Læknafulltrúi. Umsóknarfrestur rennur út 9. janúar. Reykjavik, 30. desember 1977. SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA EIRÍKSGÖTU 5, SÍMI 29000 A stj Skipho Stjórnunarfélag Islands Skipholti 37 - 105 Reykjavík - Sími 82930 - Pósthólf 155 Þjóðfélagsleg markmið og afkoma íslendinga Dagana 12.-14. janúar 1978 mun Stjörnunarfélag tslands gangastfyrirráöstefnu um ofangreint efni I Munaöarnesi. Tilgangur ráöstefnunnar er aö fjalla um afkomu ts- lendinga og gera þátttakendum grein fyrir sambandinu milli iifskjara og þjóðfélagslegra markmiöa, ennfremur áhrifa stjórnar efnahagsmála og stjórnunar fyrirtækja á afkomu þjóöarinnar. Dagskrá Fimmtudagur 12. janúar kl. 20:30 Ráöstefnan sett: Ragnar S. Halldórsson formaö- ur SFÍ. kl. 20:40 Þjóöfélagsleg markmiö tslendinga: Dr. Gylfi Þ. Gislason prófessor og alþm. Föstudagur 13. janúar. kl. 09:30 Er hagvaxtarmarkmiöiö úrelt?: Jónas H. Haralz bankastjóri. kl. 10:00 Afkoma tslendinga og stjórnun I rlkiskerfinu: Björn Friðfinnsson fjármálastjóri, Helgi Bergs banka- stjóri og Höröur Sigurgestsson framkvæmdastjóri. kl. 10:45 Fyrirspurnir til ræöumanna. kl. 13:30 Afkoma tslendinga og stjórnun fyrirtækja: As- mundur Stefánsson hagfræöingur, Davíð Sch. Thor- steinsson forstjóri, Erlendur Einarsson forstjóri, Jón Páll Halldórsson forstjóri, Magnús Gústafsson for- stjóri og Þröstur ólafsson framkvæmdastjóri. kl. 16:15 Umræöuhópar starfa. Laugardagur 14. janúar kl. 10:00 Afkoma tslendinga og stjórn efnahagsmáia: Guömundur Magnússon prófessor. kl. 11:00 Framsögumenn umræðuhópa gera grein fyrir umræöum. kl. 14:00Pallborösumræöur með völdum þátttakendum og framsögumönnum. kl. 15:30 Ráöstefnuslit. Allar nánari upplýsingar fást á skrifstofu SFt, Skipholti 37, simi 82930. Ný þjónustustofnun Heilbrigðiseftirlitsins: Matvælarannsóknir ríkisins 30. desember s.l. tóku Matvæla- rannsóknir rikisins til starfa I nýju húsnæöi aö Skipholti 15 I Reykjavik. Forstööumaöur stofnunarinnar er Guölaugur Hannesson gerla- fræöingur, en auk hans starfa 7 manns viö hana. Þó lög um Matvælarannsóknir rikisins hafi ekki veriö samþykkt fyrr en 20. des. s.l. hafa þær þó starfaö undir stjórn Guölaugs siöan i mars 1976. Hlutverk Matvælarannsókna rikisins er aö annast matvæla-, efna-, og örverufræöilegar rann- sóknir á hvers kyns matvælum og neysluvörum, þ.á.m. vatni, vegna heilbrigöiseftirlitsins i landinu. Til aö fyrirbyggja allan mis- skilning er rétt aö benda á aö stofnuninni er ekki ætlaö aö annast matvælaeftirlit sem slikt, en þaö er I höndum heilbrigöis- nefnda sveitarfélaganna undir yfirumsjón Heilbrigöiseftirlits rlkisins. Heilbrigöisnefndir, héraös- læknar og borgarlæknir I Reykjavik munu þvi áfram kanna hollustuhætti á framleiöslustööum, verslunum og veitingastööum, svo og sinna Guölaugur Hannesson sýnir fréttamönnum hitaskáp sem gerlaræktun- in er I. Viö hliö hans stendur dr. Ingimar Sigurösson fulltrúi hjá Heil- brigðiseftirliti rikisins. ábendingum eöa kvörtunum um lélega hollustuhætti og skemmd matvæli. Matvælarannsóknir rikisins munu hins vegar annast rann- sóknir á aösendum sýnum frá þessum aöilum, þeim aö kostnaöarlausu, og vera e.k. þjónustustofnun þeirra. Auk þess er gert ráö fyrir aö stofnunin annist rannsóknir aö eigin frumkvæöi og veiti auk þess takmarkaöa þjónustu fyrir aöra. Gerlafræöilegar rannsóknir, svo sem rannsókn á orsökum matareitrunar eöa matarsýk- ingar eru stór hluti af verksviöi stofnunarinnar, en einnig er gert ráö fyrir aö stofnunin fylgist meö efnainnihaldi matvæla meö tilliti til reglugeröar um aukaefni sem bæta má i mat. Fyrstu lög um eftirlit meö mat- vælum voru sett hérlendis áriö 1976. Siöan þá hafa rannsókna- stofnanir rikisins annast gerla- eftirlit, eftir þvi sem þær hafa haft tök á, aöailega Rannsókna- stofnun fiskiönaöarins, en þangaö var gerlaeftirlitiö flutt áriö 1952. Viö gerladeildina störfuöu áriö 1975 9 manns og haföi deildin þá tekiö á móti nær 70.0000 sýnum Framhald á bls. 14. Dagvistarheimilin: Borgin tekur við rekstrinum af Sumar- gjof Nú um áramótin varö sú breyt- ing á rekstri dagvistarstofnana !■ Reykjavik aö borgaryfirvöld tóku viö rekstrinum, sem Barnavina- félagiö Sumargjöf hefur til þessa annast. Þaö var haustiö 1974 aö borgar- fulltrúar Alþýöubandalagsins lögöu til i borgarstjórn aö slik breyting yröi gerö á rekstrinum, meö tilliti til aukinna umsvifa þessa reksturs og ábyrgöa Reykjavikurborgar þar á. Þessi tillaga hlaut samþykki i júli 1976 og siöan þá hefur samist svo um milli borgaryfirvalda og Barnavinafélagsins Sumargjaf- ar, aö breytt rekstrarfyrirkomu- lag yröi tekiö upp 1. janúar 1978. Undirritun samninga þar aö lútandi fór fram á Höfða 28. des. s!l. aö viöstöddum mörgum gest- um. Borgarstjóri, Birgir tsleifur Gunnarsson rakti góöa samvinnu milli borgaryfirvalda og Barna- vinafélagsins frá stofnun þess ár- ið 1924, en fyrsta dagvistarheim- ilið rak Sumargjöf I Grænuborg á sumrin frá árinu 1931. Siöan sagöi borgarstjóri: „Má segja, aö meö stofnun fél- agsins hefjist skipulögö dagvist- arþjónusta fyrir börn í Reykja- vik, þar sem félagið hóf rekstur sumardagheimilis þegar fyrsta sumariö og siöan hefur uppbygg- ing og rekstur dagvistarstofnana i Reykjavik veriö megin verkefni þess. Sumargjöf byggöi Grænu- borg, sem var tekið i notkun 31. júlí 1931 og var fyrsta húsiö hér á landi, sem sérstaklega var byggt sem dagvistarstofnun. Var þar rekiö dagheimili fyrir böm yfir sumarmánuöina. A árunum 1938- 1941 ýmist leigði Sumargjöf, keypti eöa byggöi hús til reksturs dagheimilis, leikskóla og vöggu- stofu. Upphaflega voru samskipti Reykjavikurborgar og Barna- vinafélagsins Sumargjafar aöal- lega fólgin i þvi, aö Reykjavikur- borg lagöi til lóöir undir dagvist- arstofnanir, en frá 1935 styrkti Reykjavikurborg reksturinn f jár- hagslega. Ariö 1943 kaupir Reykjavikur- borg húseignirnar Eiriksgötu 37 og Hringbraut 78 og voru þær afhentar Sumargjöf til leigufrirra afnota næstu 10 ár. Rak félagiö þar dagheimili, leikskóla. vistheimili og vöggustofu undir nafninu Suöurborg. Var þetta fyrsta húseignin, sem Reykjavik- urborg afhenti Sumargjöf til rekstrar, en siöan hefur Reykja- vikurborg afhent Sumargjitf sam- tals 29 húseignir til reksturs dag- vistarstofnana. Þróun máia hefur þvi orðiö nú, aö Reykjavikurborg hefur annast uppbyggingu dagvistarstofnana, en Barnavinafélagiö Sumargjöf annast rekstur meö fjárhagslegri ábyrgö Reykjavikurborgar, sem hefurgreittaö fullu þennanrekst- urskostnaö, sem daggjöld frá foreldrum hafa ekki hrokkiö til aö greiöa. Fyrirkomulag þetta er byggt á samkomulagi milli Reykjavikurborgar og Sumar- gjafar frá árinu 1958. Rekstur dagvistarstofnana á vegum Barnavinafélagsins Sum- argjafar er mjög umfangsmikill og hefur stööugt aukist meö hverju ári. Nú annást félagiö rekstur á 34 dagvistarstofnunum, þar af þremur i eigin eign, 2 á vegum Félagsstofnunar stúdenta og 29 i eigu Reykjavikurborgar. Hjá félaginu starfa nú rúmlega 500 starfsmenn og fjöldi barna á heimilum sem félagiö rekur, er 2510. Kostnaöur viö rekstur dag- vistarstofnana á vegum Barna- vinafélagsins Sumargjafar áætl- aöuri 1978 kr. 899,5 milljónir, þar af er framlag Reykjavíkur- borgar kr. 502,7 miljónir eöa 55,9% af reksturskostnaöi. Hlutur Reykjavikurborgar er 64,8% af dvalarkostnaöi á dagheimilum og 34,9% dvalarkostnaöi á leikskól- um. Meö hliösjón af svo miklum út- gjöldum Reykjavíkurborgar af rekstri dagvistarstofnana þykir rétt aö fella reksturinn undir stjórn kjörinna fulltrúa. Jafn- framt er meö breyttu reksturs- fyrirkomulagi stefnt aö þvi aö sameina rekstur og uppbyggingu dagvistarstofnana og skapa möguleika heildaryfirsýnar yfir dagvistarmál bama i Reykja- vik”. Félagsmálaráö Reykjavikur mun framvegis fara meö dagvist- armál barna i borginni, bæöi reksturog uppbyggingu stofnana. Fyrst um sinn mun sérstök stjórnunarnefnd annast daglegan rekstur heimilanna, en gert er ráö fyrir aö dagvist barna veröi sérstök deild i Félagsmálastofn- uninni. Borgarstjóri tók skýrt fram aö yfirtaka borgarinnar á rekstri þessara stofnana nú væri á engan hátt tilkomin vegna óánægju meö rekstur Sumargjafar á heimilun- um. Hann þakkaöi forráöamönnum og starfsmönnum öllum vel unnin störf og Bragi Kristjánsson for- maöur Sumargjafar þakkaöi hlý orö til félagsins. Ekkier gert ráö fyrir aö rekstur heimilanna breytist viö þessa breytingu á stjdmendum, enda munu flestir starfsmenn Sumar- gjafar halda áfram sinum störf- um sem starfsmenn borgarinnar. —AI

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.