Þjóðviljinn - 01.03.1978, Blaðsíða 9
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 1. mars 1978
Miðvikudagur I. mars 1978 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9
Miklar breyt-
ingar
frá
tíð
fjórmenninga
— Kínverjar bera mikla
virðingu fyrir valdhöfum
sinum, en ætlast jafnframt
til mikils af þeim. Sú virð-
ing gerir að verkum að
valdhafar geta leyft sér
mikiö og meðal annars til
ills, ef þeir eru þannig
sinnaðir. En vegna þess,
hve miklar kröfur eru
gerðar til þeirra, mega
þeir einnig búast við þvi að
hart sé á þeim tekið ef þeir
þykja bregðast því trausti,
sem til þeirra er borið.
Þannig komst Arnþór Helga-
son, formaður Kinversk-Islenska
menningarfélagsins, að orði er
Þjóðviljinn hafði tal af honum og
Bjarni Þórarinssyni, skólastjóra
á Þingborg i Flóa, um ferð þeirra
og fleiri tslendinga til Klna i
nóvember s.l. Ferö þessa fóru
þeir i boði Vináttusamtaka kin-
versku þjóðarinnar viðerlend riki
og dvöldust rúmar þrjár vikur i
landinu.
Hvernig er hægt að verða
fullur af bjór?
— Þar sem ég var fararstjóri
hópsins, sagði Arnþór, hefðiég vel
getað misnotað þessa sérstöku
virðingu, sem Kínverjar bera
fyrir hverskonar forustumönn-
um, ef eg hefði verið nógu ilia inn-
rættur til þess. Fylgdarmenn
okkar og túlkar vildu endilega
láta mig skera úr um alla mögu-
lega hluti, þar sem ég var farar-
stjóri. Þjónar á hótelinu, sem við
bjuggum á i Sjanghai, kvörtuöu
til dæmis sáran yfir þvi hvað við
notuðum þjónustuna litið. Sér-
staklega var það einn þeirra, sem
kvartaði út af þessu, ungur piltur
sem lært hafði ensku af eigin
rammleik og hafði gott vald á
málinu, nema hvaö framburð-
urinn var heldur klénn.
Hann vildi endilega færa okkur
mat á herbergin, að við létum þvo
af okkur og stjana við okkur á all-
ar lundir. Til þess að gera eitt-
hvað fyrir hann, báðum við hann
að færa okkur bjor á herbergin.
Hann spurði hvort við vildum
ekki tvær flöskur á mann. Ég
sagði honum að Islendingar
drykkju oft illa og myndi þvi einn
bjór á mann nægja, enda fram-
leiða Kinverjar bjór i flöskum
með stærra móti. Þjónninn varð
steinhissa. Hvernig er hægt að
verða fullur af bjór, sem er ekki
nema 4-6% aö styrkleika? spurði
hann.
Nú rikir agi á vinnustöðum
Fall fjórmenninganna frægu
átti sér einnig áreiðanlega sum-
part rætur i þessu viöhorfi Kin-
verja til valdhafa, sögðu þeir
Arnþór og Bjarni. Þær kröfur eru
gerðar til valdhafa að þeir séu
samkvæmir sjálfum sér. Þvi er
haldiö fram um fjórmenningana
að þeir hafi lifað i dýrlegum fagn-
aði jafnframt þvi sem þeir hömp-
uðu kenningum Maós.
Varla getur annað talist en að
fjórmenningarnir og þeirra
fylgismenn hafi að mörgu leyti
verið öfgamenn. Þeir voru mjög
einsýnir i listum og létu þannig
yrkja upp byltingarsöngva frá
striðinu við Japani. I einn textann
Arnþór Helgason, formaður Kinversk-Islenska mennlngariélagslns og hin aldna kempa Vang Sén,
varaforsætisráðherra og fyrrum herstjórif Göngunni löngu.
Feröahópurinn i Alþýðuhöllinni I Peking ásamt klnverskum gestgjöfum. Fremri röö frá vinstri: Hjörleifur Sigurösson, Svanhildur Jóns
dóttir, Bjarni Þórarinsson, Anna Einarsdóttir, Vang Pingnan, formaður Vináttusamtaka kinversku þjóðarinnar við erlend riki, Arnþór
Helgason, Vang Sén, varaforsætisráðherra, Zóphónias Jónsson, Guðrún ólafsdóttir, Kári Sigurbergsson og Ragnar Baldursson.sem stundar
nám við háskóla i Peking.
Rætt við Arnþór
Helgason
Og Bj arna
Þórarinsson
um Kínaferð
varorðið „reiði” sett inn I staðinn
fyrir „harmur”, á þeim grund-
velli aö „harmur” væri merki um
uppgjafarstefnu. Fjórmenning-
arnir héldu einnig uppi óeölilegri
andúö á vissri tegund erlendrar
listar, til dæmis tónlist. Og það
kann aldrei góðri lukku aö stýra
að klippa algerlega sundur
tengslin við fortiðina. Kinverska
byltingarlistin var farin að
staðna, meöal annars vegna ein-
angrunar frá erlendum menn-
ingaráhrifum.
Ég var i Kina 1975, þegar fjór-
menningarnir voru við völd, og i
ferðinni nil skildist mér að veru-
legar breytingar hefðu orðið á
mörgu siðan þá, sagði Arnþór.
Nú er mönnum haldið miklu betur
að verki en áður. Fjórmenning-
arnir héldu fast fram miklu lýö-
ræði á vinnustöðum. Það mun
hafa leitt til þess, aö menn voru
hættir að taka mark á verkstjór-
um og fóru úr vinnu hvenær sem
þeim sýndist. Nú mun hinsvegar
harður agi rikja á vinnustöð-
um.Svipað er að segja um skól-
ana. Gagnrýnin á hendur skóla-
stjórum og verkstjórum mun
hafa veriö það mikíl á timum
fjórmenninganna að það leiddi til
vissrar upplausnar.
Launamismunur minnk-
andi.
— En voru fjórmenningarnir og
þeirra stefna ekki beint framhald
menningarbyltingarinnar?
— Það er mikið til i þvi og
áreiöanlega hefði sú bylting
margskonar jákvæð áhrif. Hún
olli grundvallarbreytingum á
háttum kinverskra stjórnmála.
Hún olli þvi að forustumenn kom-
ust i nánari tengsli við f jöldann en
áður. En ýmislegt af þvi, sem þá
var lögleitt, hefur nú verið dregiö
til baka. Til dæmis hefur nu verið
horfið frá þvi að skylda mennta-
skólanema til þess að vinna
erfiðisvinnu i tvö ár að loknu
menntaskónanami. Þvi er-haldið
fram að þetta vinnutimabil sliti
menn úr tengslum við námið. Nú
eru i gildi inntökupróf I háskóla.
Þeir sem ekki standast þau, eru
látnir vinna i verksmiðju I eitt eða
tvö ár áður en þeir fá að reyna sig
aftur á námsbrautinni.
— Hvað er um launakjör og llfs-
kjör yfirleitt að segja?
— Laun i suðurhluta landsins
eru nokkru lægri en i norðurhlut-
væðingu sunnanlands og einnig
betri lifsskilyrðum. Launamis-
munur hefur fariö minnkandi,
þannig var efsti launaskaiinn af-
numið 1962, þó með þeirri und-
antekningu að þeir, sem verið
höfðu á hæstu launum, fá að
halda þeim ef þeir vilja. Ekki
viröast menn hafa verið pressaðir
mikiö til þess að afsala sér þess-
um friöindum, þvi að við hittum
meðal annarra að máli háskóla-
prófessor, sem sagöi okkur að
hann væri ennþá á þessum taxta,
sem nú hefur verið afnuminn. Sá
taxti gerði ráð fyrir um 240 til 300
júan á mánuöi. 1 verksmiðjum,
sem við heimsóttum, voru lægstu
laun um 40 júan á mánuði og
hæstu 120, en varla hærri.
Verkamenn við höfnina I Sjang-
hai sögðu okkur að 27 júan nægðu
til fæðis og klæða yfir mánuðinn.
Eitt júan mun samsvara um 150
isl. krónum. Húsaleiga er 3%
launa. í borgum er húsnæði yfir-
leitt I eigu heildarinnar, en utan
borga eiga menn hinsvegar oftast
hús sin sjálfir.
Kommúnurnar — mikil
framleiösluaukning.
— Landbúnaðurinn er að mestu
leyti skipulagður i kommúnur?
— Já.'þetta kerfi hefur gefist
vel og hefur þvi fylgt mikil fram-
leiðsluaukning. Byrjað var með
þvi að skipta jarðnæði milli
bænda, en fljótlega fór þá að bera
á þvi að einstakir bændur færu aö
sölsa undir sig meira jarðnæði
meö þvi að gera aðra háða sér
með skuldum. Skipulagningunni i
kommúnur var aö mestu lokiö
1958. Allt land hverrar kommúnu
er nú sameign, nema hvaö hver
fjölskylda hefur garðskika, þar
sem hún ræktar grænmeti og fóð-
ur fyrir svin. Svinaeldið er mikið
atriði, bæði vegna kjötsins og eins
hins að svinin gefa af sér mikinn
áburð. Kommúnurnar eru oft
hvað jarðarstærö snertir svipað-
ar hreppum hér á landi. Þeim er
svo skipt i vinnudeildir, og mynd-
ar hvert þorp oft eina slika deild.
Innan vinnudeildanna eru svo
starfshópar, sem fást við ýmis
verkefni. Stefnt er þvi að allt land
i kommúnúnum verði sameign,
þannig að garðskikar i einkaeign
verði afnumdir, en lögð er
áhersla á að frumkvæðiö um það
verði að koma frá kommúnu-
bcendum sjálfum.
Lítil stjórnsýslukostnaður
— Eruð þið vissir um aö ykkur
hafi ekki einungis verið sýnt það
skásta, þennig að þið hafið fengið
ranga og fegraða heildarmynd af
ástandinu?
— Við urðum ekki varir við
annað en að við fengjum að fara
hvert sem við vildum. enda tóku
gestgjafar okkar fram að þeir
heföu ekkert að fela. Þeir viður-
kenndu hiklaust að þeir væru á
eftir Vesturlöndum um margt.
Við viljum ekki segja aö þeir
dragi gesti beinlinis inn i ósóm-
ann, þar sem hann er fyrir hendi,
en þeir drógu enga dul á að slóða-
skapur rikti i sumum kommún-
um.
Eitt af aðalmarkmiöum menn-
ingarbyltingarinnar varð að
hindra skrifræöi og mikinn kostn-
aö við það. Þær upplýsingar, sem
við fengum i kommúnum, sem við
heimsóttum, bentu til þess að sú
viðleitni heföi borið verulegan
árangur. 1 einni kommúnunni var
okkur sagt að aðeins 0.05% af-
rakstursins færi til stjórnsýslu-
kostnaðar, en 42.74% i vinnulaun.
Mannfjöldi I kommununum eru
mjög mismunandi, oft frá 15.000
manns og upp i 70.000. Það skal
tekið fram aö þvi fer fjarri að
kommúnurnar fáist eingöngu við
landbúnaö. Stefnt er að þvi aö þær
framleiði sjálfar sem mest af þvi,
sem fólkið þar þarf á að halda.
Þar er verksmiðuiðnaður, fiski-
rækt og fleira. Unniö er sex daga
og átta tima á dag. Eftir þvi sem
okkur bar sagt i kommúnunum er
fólksfjölgun viða mjög svipuð þvi
sem er hér á landi, þannig að Kin-
verjar viröast hafa unnið bug á
offjölgunarvandamálinu. Getn-
aðarverjur eru ókeypis og mikil
fræðsla um þau mál. Við hittum
engan Kinverja, sem átti fleiri en
tvö börn.
Bátar úr steinsteypu
Okkur virtist almenn ánægja
rikja með framfarirnar, sem orð-
ið hafa. Kommúnurnar virðast
hafa viðtæka sjálfstjórn, þannig
að það er að minnsta kosti ekki
allt ákveöið að ofan.
Vitaskuld er fjölmargt mjög
ólikt þvi sem við eigum aö venj-
ast. Einkabilar eru til dæmis eng-
ir, en reiðhjól eru mikið notuð,
enda framleiða Kinverjar þau
sjálfir i stórum stil.
Við komum i verksmiðju, þar
sem framleiddir eru bátar úr
steinsteypu. 1 steypuna er notað-
ur foksandur, sem er mjög léttur i
sér. Bátarnir eru upp I 80 smá-
lestir, en algengast er að þeir séu
4-5 smálestir. Þeir eru mest not-
aðir viö flutninga á skurðum og
fiskirækt. Bátar þessir eru helm-
ingi ódýrari en trébátar og endast
lengur. Gallar þeirra eru hins-
vegar aö þeir eru þriðjungi
þyngri en trébátarnir og brot-
hættir á samskeytum. En þeir
hafa þann kost að geta ekki sokk-
ið vegna lofthólfa i báöum endum
þeirra.
Garpur úr Göngunni löngu
Okkur var sagt aö eitt af mis-
tökum kínversks iðnaðar væri að
ekki hefði enn tekist að framleiða
nógu gott stál,þaö væri nú verið
að reyna að lagfæra með aðstoð
vestur-þýskra tæknifræðinga.
Þótt Kinver jar leggi mikið upp úr
þvi aö vera sjálfum sér nógir um
sem flest, segja þeir einnig að
fjarstæöa sé að loka sig af frá um-
heiminum og nota sér ekki þann
hag, sem hægt sé að hafa af þvi að
læra af öðrum þjóðum.
— Rædduð þið við nokkra af
helstu framámönnum?
— Við heimsóttum Vang Sén,
sem er einn af varaforsætis-
ráöherrum Klna og var einn her-
stjóranna I Göngunni löngu. Með-
an höfuöborg kinverskra komm-
únista var Jenan I Sénsl, stjórnaði
hann mikilli framleiðslubyltingu
þar, sem tókst vel og Vang Sén
varö frægur af. Hann skipulagöi
einnig landbúnaðarframleiðsluna
hjá Vigúrum, tyrkneskum þjóð-
flokki sem er helstur minnihluta-
þjóðflokkanna i Sinkiang. Hann
talaði lengi við okkur með aöstoð
islenskumælandi túlks, sem Li
heitir og starfaði áður við kin-
verska sendiráðiö I Reykjavik.
Stórmerki nýja tímans
Meðal ferðafélga okkar var
Zóphónias Jónsson, sem nú er átt-
ræður og fór á sinum tima til Kina
með þeim Þórbergi Þórðarsyni
og Jóhannesi úr Kötlum. Hann
sagöist sjá áberandi mun á bún-
aði manna frá þvi I fyrri feröinni,
og væri það mikill munur hve
efnið i fötunum væri nú oröið
vandaðra.
Meöal þeirra stórmerkja nýja
timans sem við sáum var brú ein
mikil yfir fljótið Jang Tse-kiang
rétt hjá Nanking. Hér er um aö
ræða 6.7 kilimetra langa járn-
brautarbrú og yfir henni er ak-
vegur, 19.5 metra breiður og fjór-
ar akreinar. 35 metrar eru frá
vatnsyfirborði og upp að brúar-
botninum, 35 metra breiður og
fjórar akreinar. 35 metrar eru frá
vatnsyfirboröi og upp að brúar-
botninum, 35 metrar frá vatns-
yfirborði og niöur að botnleðjunni
og i gegnum hana enn 35 metrar
niður á fast berg.
Illindin við Sovétmenn
— Fjandskapurinn milli Klna
og Sovétrikjanna er nú mjög I
fréttum. Hvað heyrðuð þið um
þau mál?
— Það fer ekki milli mála að
Kinverjar eru mjög hræddir viö
Rússa og telja þá miklu sterkari
og öflugri og 1 meiri uppgangi en
Bandarikin. Sú frekja Rússa að
vilja endilega hafa Kina i taumi
likt og Austur-Evrópurikin hefur
áreiðanlega verið aðalástæðan til
vinslitanna. Má raunar furöulegt
teljast að Rússar skyldu láta sér
detta I hug að slikt væri fram-
kvæmanlegt með risaþjóð eins og
Kinverja, en þesskonar tregða á
að viðurkenna staöreyndir er
gömul og ný saga þegar stórveldi
eiga i hlut. Ljóst er að vinslitun-
um fylgdi mikil heift, þannig var
okkur sagt að sovésku tækni-
fræðingarnir, sem voru I Kina,
hefðu ekki einungis tekið teikn-
ingar aö hálfbyggðum verk-
smiðjum með sér heim, heldur og
hefðu þeirframið skemmdarverk
á verksmiðjunum að skilnaði.
En fleira kemur hér til. A 19.
öld innlimuöu Rússakeisarar
talsverð landsvæði á mörkum
Mansjúriu og Austur-Síberiu,
sem til þessa höfðu verið undir
yfirráðum Kinverja eða Kinverj-
ar að minnsta kosti gert tilkall
til. Kinverjar telja sig eiga heimt-
ingu á að fá leiðréttingu þeirra
mála og þeim er það áreiöanlega
mikið alvörumál. Á 19. öld var
Kina veikt og Rússar fóru sinu
fram um ákvörðun landamæra á
millisin og Kinverja, likt og Bret-
ar geröu þegar þeir drógu landa-
mæralinur milli Kina og Búrma
og Tibets og Indlands.
A hinn bóginn er óvinátta Klna
og Sovétrikjanna ekki eins ein-
dregin og margir halda. Þannig
eru enn veruleg verslunarvið-
skipti milli rikjanna og kaupa
Kinverjar af Sovétmönnum með-
anum. Það stafar af minni tækni-
Frá iönsýningu I Sjanhal. A gaflveggnum má sjá myndir af fyrrverandi og núverandi formanni, Maó
Tse-túng og Húa Kúó-feng.
Ferðahópurinn ásamt fylgdarmönnum viðbrúna miklu yfir Jang Tse-klang, skammt frá Nanking.
al annars farþegaflugvélar af
Iljúsjín-gerð, sem eru meðal
langfleygustu farþegaflugvéla i
heimi.
Forn samningur við Tíbet
— Tibet já vel á minnst. Kin-
verjar saka Bandarikjarrignn og
sérstaklega Sovétmenn um
heimsvaldastefnu en sjálfir
drottna þeir þó yfir þjóðum sér
óskyldum svo sem Tibetum
Vigúrum og fleiri tyrkneskum
þjóðflokkum i Sinklang og
Mongólum i Innri-Mongóliu.
Arið 634 gaf þáverandi Klna-
keisari konungi Tibeta dóttur sina
fyrir konu og var þá gerður milli
rikjanna samningur sem Kin-
verjar túlka á þann veg að Tlbet-
ar hafi þá játað Kinakeisara holl-
ustu. Siðan var Tibet jafnan að
einhverju marki háð Kinakeisara
og þaö var ekki fyrr en eftir alda-
mótin 1900 sem Bretar aðskildu
Tibeta frá Kina og gerðu það I
raun að sinu leppriki þannig var
breski þjóösöngurinn þá um tima
einnig þjóösöngur Tibets. Hér var
um að ræða uppskipti milli Breta
og Rússa sem þá kepptu um yfir-
drottnun i Mið-Asiu. Rússar höföu
náð itökum i Mongóliu og
Slnkring og Bretar færðu sig upp
á skaftiö I Tibet til þess að hafa
þaö land sem stuðpúða milli sin
og Rússa.
Minnihlutaþjóðir rúm 5%
landsmanna
— Kinverjar hafa verið sakaðir
um að þröngva kosti minnihluta-
þjóöerna svo sem Tibeta með
stórfelldum innflutningi Kinverja
i lönd þeirra.
— Tibetar eru sagöir um 5
miljónir alls, þar af 1 og hálf
miljón i Tibet sjálfu hinir I grann-
fyljum þess. Kínverjar búsettir i
Tibet eru nú að sögn um 200.000 og
auk þess er þar og i öörum lönd-
um minnihlutaþjóöerna mikill
her enda eru þau á landamærum
Kinaveldis. Hinsvegar er þess að
geta að minnihlutaþjóðirnar sem
eru ekki nema rúm 5% allra Ibúa
Kina hafa viss fríðindi. Kinverjar
reyna til dæmis ekki aö fá þær til
að takmarka hjá sér fólksfjölgun
eins og gert hefur verið i Kina
með miklum árangri. Minni-
hlutaþjóðirnar fá einnig mikið
svigrúm til að þróa eigin menn-
ingu og tónlist þeirra nýtur til
dæmis mikilla vinsælda i Kina
ekki sist tónlist Vigúra sem er
ótrúlega lik vestrænni tónlist.
Kinverskir kunningjar okkar
sögðu okkur aö minnihluta-
þjóðirnar væru miklu betra söng-
fólk en Han-þjóðin þaö er aö segja
Kinverjar.
Ferðir Islendinga til Kína
— Hvað er aö frétta af ferða-
lögum Islendinga til Kina?
— I fyrra fóru 48 almennir
feröamenn til Kina frá lslandi og i
ár gerum viö ráð fyrir að þeir
veröi um 100. Kinversk-islenska
menningarfélagið er ábyrgt fyrir
ferðunum, en Ferðaskrifstofa
Kjartans Helgasonar sér um
ferðirnar að landamærum Klna.
Hægt er að fara bæði gegnum
Sovétrikin og Hongkong.
— Geta einstakir ferðamenn
ferðast um landið án þess að hlita
leiðsögn túlka og fylgdarmanna.
— Nei, það gengi ekki nema þvi
aöeins að hlutaðeigandi kynni
kinversku þvi að kunnátta lands-
manna i Vesturlandamálum er
litil og fágæt. Kynni sllkur ferða-
maður kinversku gæti hann að
visu ferðast einn með sjálfum sér
um landið en yrði þó aö tilkynna
kinversku ferðaskrifstofunni
hvert hann ætlaði að fara. Þetta
yrði hann að gera vegna þess, að
hótelkostur er mjög tak-
markaður.
dþ