Þjóðviljinn - 24.05.1978, Síða 2

Þjóðviljinn - 24.05.1978, Síða 2
II. SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 24. mai 1978 BLAÐAUKI Siguröur Helgason Kerin þrjii, þar sem 30.000 laxaseiði eru nd I ræktun. — Það eru þrjár vikur síðan fiskur kom í kerin, en undirbúningur hófst fyrir rúmu ári, sagði Sigurður Helgason, lektor í lífeðlisf ræði við Háskóla íslands. Sigurður býr að Húsatóftum við Grinda- vík, þar sem hann er að koma á fót f iskeldisstöð. Jékvæðar niöurstöður rannsókna — bað má segja að kveikjan að þessu fiskeldi hafi verið nið- urstöður rannsókna, sem ég hef gert við Háskólann, sagði hann. —Þær voru þess eðlis, að mögu- legt er að hagnýta þær. Aðal- lega hef ég unnið að rannsókn- um á saltbúskap laxfiska. Það er raunar tviþætt, sem ég er að fást við þarna. Við höfum þetta tilraunabú i sjávareldi laxfiska og einnig gerum við tilraunir með ýmsa umhverfisþætti, einkum seltu og hitastig og áhrif þeirra þátta á vöxt fiskanna. Þetta gerum viö fyrst og fremst með það fyrir augum að finna kjörsvið þessara þátta fyrir fiskinn á mismunandi þroska- stigi. Ma. ætlum við að reyna að flýta seltþoli seiðanna. Það er vitað aö fiskurinn nýtir betur fóður i sjó en ferskvatni og vex hraðar i saltvatni. Þess vegna er það ódýrari kostur að flýta þessari þróun. Þá er hægt að gera nokkuð nákvæma forspá um vöxt laxfiska, þar sem þess- ar aðstæður eru þekktar viða um landið. Þá væri einnig hægt að meta hagkvæmni þess að fara af stað meö eldi við ein- hverjar ákveðnar aðstæður, eða hvort það borgi sig að breyta hita og seltu upp að kjörsviði. Þarna mun Háskólinn fá rann- sóknaaðstöðu, sem mjög hefur skort, þvi hér hefur hvergi verið hægt að gera neinar rannsóknir á fiskum i sjó. Eldi í jarðsjó Þetta er reyndar i fyrsta skipti hér á landi, sem tilraunir eru geröar með að ala dýr i sjó uppi á landi. Við dælum þessum sjó upp i steypt ker og ætlum að fóðra fiskinn fyrst og fremst á loðnu. Þarna verður fiskurinn alinn upp i sláturstærð. Sam- kvæmt okkar áætlunum tekur þaðu.þ.b.eittoghálftár,frá þvi að seiðin koma i seltu og þar til þau hafa náð 4-6 punda stærö. Við erum með þrjú ker i þessum fyrsta áfanga, en meiningin er að gera stórt lón við kerin og flytja fiskinn þangað þegar hann er oröinn 1 1/2 pund aö stærð. Dælt er jarðsjó i kerin og jarðsjó yrði einnig dælt i lónið. — Hefur Háskólinn tekið ein- hvern þátt í að fjármagna þessa starfsemi? — Nei, Háskólinn hefur engan þátt tekið i fjármögnun. Við höf- um unniö þetta að öllu leyti sjálfir og hlutafélag hefur verið stofnað um þessa starfsemi. Ég átti ibúð i Reykjavik, seldi hana og lagði andvirðiö i fiskeldið. Engin fyrirgreiðsla enn — Hvenær má feúast við að eldið fari að skila hagnaði? — Samkv. áætlun okkar mun það ekki skila hagnaði fyrr en eftir 4-5 ár, og er þá miðað við að fyrirgreiðsla komi frá rikinu, svipað og við aðrar greinar landbúnaðar. Stefán Jónsson og Geir Gunnarsson fluttu tillögu á alþingi um að stofnaður yrði sérstakur fiskræktarsjóður, en hún hefur ekki náð fram að ganga. Við höfum reynt að fá peninga hjá Framkvæmdasjóði, Stofnlánadeiid landbúnaðarins og fleiri aöilum, en höfum enga fyrirgreiðslu fengið enn, nema lán úr Orkusjóði til að kaupa disilvélar. — Þið fáiö afl úr disilvélum? — Já, stóra vandamálið er rafmagnsleysið. Við verðum örugglega með disilstöð fyrsta árið, en gerum okkur vonir um að lagt verði rafmagn þarna að ári. Þetta hefur gengið ágæt- lega, nema hvað það er slæmt að þurfa að treysta á disildælur, en við erum nú með dælur á leigu frá Orkustofnun. Það er ekki nógu tryggt. Laxbirtingur og bleikjulax — Hvað eru mörg seiði i stöðinni? — Við erum nú með 30.000 laxseiði, en við erum aö byrja á tilraunum með kynblendinga, sem við löllum laxbirting og bleikjulax. Hinn fyrri er af- kvæmi lax og sjóbirtings og hinn siðari afkvæmi bleikju og lax, og er sú tegund alveg ný hér. Laxbirtingur hefur verið feng- inn fram hér áöur, en aldrei al- inn neittáfram. Markmiðið með honum er að fá fram snemm- búið seltuþol sjóbirtings og auk- inn vaxtarhrað laxins. Þar að auki er afkvæmið ófrj(5tt og þannig er mögulegt aö beina kynorkunni i farveg vaxtar. — Hvaöan eru seiðin komin? — Megniö af þeim eru frá Kollafjarðarstöðinni. Laxbirt- ing fáum viö frá Tungulaxi, en bleikjulax frá Lárósi á Snæfells- nesi. Agæt samvinna hefur ver- iö viö þessar stöðvar. Rœtt við Sigurð Helgason lif- eðlisfrœðing að Húsatóftum — Eru áætlanir um að rækta fleiri tegundir i framtiðinni? — Við verðum með þessar þrjár tegundir til að byrja með, en einnig höfum við hugsað okk- ur að gera tilraunir með sjó- bleikju og sjóbirting. Við höfum lika hugmyndir um að fara sið- ar meir af stað með tilraunir á eldi flatfiska, rauðsprettu, lúðu o.fl. Flatfiska er farið að ala með ágætum árangri á Bret- landseyjum. Mikill áhugi — Hafið þiö fengið góðar undirtektir við þessar tilraunir? — Það er óhætt að segja að við höfum fengið mjög mikinn móralskan stuðning frá Grind- vfkingum. Áhuginn er mikill fyrir þessu og allir þeir sjómenn sem ég hef talað við virðast hafa mikla trú áþessu og sjá framtið i þvi, ekki sist vegna rýrnandi fiskistofna við landiö. Tekið til hendinni Við hittum þessa ungu Grind- vikinga, þar sem þeir kepptust viö aö moka. Þeir Eggert Guð- mundsson (t.v.) og Nlels Guö- mundsson (t.h. eru báðir 12 ára gamlir og vinna hjá bænum dag og dag. Þeir sögðust vera að laga til og snyrta ýmis- legt og var ekki annað aö sjá en þeim likaði starfið bærilega. Þeir sögðust ekki hafa fengið vinnu í fiskinum, en voru ekki að sýta það, enda útiloftiö heil- næmara eftir vetursetu á skóla- bekk. Fiskirækt í volgum jardsjó

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.