Þjóðviljinn - 16.07.1978, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 16. júll 1978
Sunnudagur 16. júli 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 '
STEFÁN JÓN HAFSTEIN:
Kosningabaráttan
og f j ölmiðlarnir
Hvort vessar þjóðlífsíns hafi hreinsað sig af saur-
lifnaði tvöfaldrar kosningaorgíu þegar þetta birtist á
prenti er ennþá þoku timburmannanna hulið. Sjálf-
stæðisfálkanum komum við að óvörum í eigin hreiðri og
vængbrutum þann mikla dag í lok maí; ríkisstjórn geir-
fuglsins fékk þá vængstýfingu mánuði seinna sem enn er
óljóst hvað dugir. Allt er þetta sögulegt, marki það nýja
tíma. Takist hins vegar þjóðníðingum flokkanna að
eigna sjálfum sér svefnrof fólksins gætum við vænst
þess að sjá þessar kosningar síðar aðeins sem óljósan
hnökra á annars samfelldum vef, þar sem allt er eins.
Hvað var það annars þessu
valdandi? óáran af manna-
völdum og úrræðaleysið lesið úr
hverjum drætti flokksformann-
anna kallar að sjálfsögðu á
viðbrögð þeirra sem aðeins eru
vaktir upp á fjögurra ára fresti.
Betri vitund okkar og vöku-
draumur, fjölmiðlarnir, færöu
þann boðskap, að nú skyldu völd-
in i hendur fólksins: pólitik inn á
hvert heimili. Rétt eins og pönk-
ararnir hafi ekki rétt fyrir sér:
„Við veröum hetjur, — en aðeins
einn dag”.
Nú fá siðdegisblöðin heiðurinn
af þvi hve vel partiið lukkaðist, —
eða hve veisluspjöllin urðu stór,
eftir atvikum. Ungir menn úr liði
Gunnars og Geirs fundu sig van-
sæla út af „lýðræðisflippi” Visis
og DB, — enda flokkslinan vart
einráð. Það er þó eðlilegt, á
markaði neytendanna eru fleiri
en Sjálfstæðismenn sem vert er
að selja blöð, og ættu engir aö
skilja slikt betur en talsmenn
Hayeks. „Allt er rökrétt, en tiðum
i leyndu samhengi” segir
Guðbergur i Þjóðviljagrein milli
kosninga. Samhengið milli kjós-
enda og fjölmiðla og atkvæða-
greiöslu er mörgu góöu fólki efni
til umhugsunar. Og einnig til
rannsókna. Saga slikra rann-
sókna hófst af alvöru á fimmta
áratugnum, en niðurstööur og
ályktanir frá þeim dregnar birtar
hér til að byrja meö:
Fjölmiðlar: staðfesta
skoðun sem fyrir er
Uppgangur útvarpsaldar og
blaðahringa gaf mönnum ærna
ástæðu til að ætla að „stóri
bróðir” réöi rikjum i hugum
fólksins, innrætingin væri algjör
og gegndarlaus. Tilraunir og
kannanir snéru þessu áliti upp i
andstæðu sina: menn fundu út að
áhrif fjölmiölanna á úrslit kosn-
inga væru nær engin. Frægust
kannana á þessu sviöi var gerð
við bandariskar forseta-
kosningar, nánar tiltekið er Rose-
velt bauð sig fram i þriöja skiptið.
Vinnubrögð við þessa könnun og
svo fleiri sem á eftir fylgdu næstu
tvo áratugina voru nákvæm og
sættu litlu ámæli; yfirleitt var
niðurstaðan sú sama. Þeir sem
einhvern áhuga hafa á stjórn-
málum hafa jafnframt mestan
áhuga á stjórnmálaumræðu fjöl-
miðlanna, enda rökrétt. Það sem
mikilvægt er ennfremur er það,
að þeir sem hafa mestan áhugann
hafa einnig skipað sér með ein-
hverjum frambjóöendunum áöur
en raunveruleg kosningabarátta
hefst. Og i kosningabarattu fjöl-
miðlanna hafa þeir hinir sömu
staðfasta tilhneigingu til að lesa,
sjá og heyra fremur það sem
samherjarnir leggja til málanna.
1 raun kemur þetta engum á
óvart. Sjálfstæðismenn láta ekki
Geir fram hjá sér fara, — en ætli
Alþýðubandalagsmönnum finnist
hann hafa mikið að segja þeim? I
brimróti áróðursins veljum við
sem sagt það sem okkur likar
best og leitum þar með stað-
festingar blekkingar/sannleika
sem við höfum þegar bundið trúss
okkar við. í áróðursflæðinu
veitum viö hliöhollum straumum
inn, — látum hina fara.
En einmitt vegna þessa missir
áróðurinn oftast marks. Þeir sem
sist eru opnir fyrir að skipta um
skoðun kynna sér helst áróðurinn.
I umgetnum forsetakosningum
vestra gátu 50% kjósenda sagt
með vissu hvernig þeir myndu
kjósa, áöur en útnefning fram-
bjóðenda fór fram. Þegar það
hafði gerst en kosningabaráttan
vart hafist vissu 75% kjósenda þá
þegar hvernig atkvæði þeirra
félli. Aðeins 5% skiptu um skoðun
á meðan kosningabaráttan stóð;
og aöeins brot af þeim hópi vegna
áhrifa sem rakin voru til áróðurs
fjölmiðlanna. 1 bók sem lýsir
könnuninni segja höfundar um þá
sem skiptu um skoðun: „...höfðu
minnstan áhuga allra á
kosningunum: stóö mest allra á
sama um úrslitin; létu sig minnst
varða pólitiskt efni i fjölmiðl-
unum; voru siöastir til aö komast
aö niöurstöðu, endanlega vegna
utanaðkomandi persónulegra
áhrifa, en ekki vegna ákveðins
máls kosningabaráttunnar”. 1
heild verkaði áróður fjölmiölanna
aðallega sem hvati á þegar hliö-
holla kjósendur. í ágætri grein
sem dregur saman helstu niður-
stöður „empiriskra” kannana á
áhrif fjölmiðla i kosningum nefnir
Elihu Katz helstu atriðin sem
varða máliö:
1) U.þ.b. 80% kjósenda hefur
ákveðið hvernig kjósa skal áður
en raunveruleg kosningabarátta
hefst. 75-80% munu kjósa eins og
siöast. 10% fiakka frá einum
flokki á annan, sami fjöldi gerir
upp hug sinn á meðan kosninga-
baráttan stendur. Stundum hafa
nýir kjósendur og óráðnir úrslit á
niðurstööu.
2) Þeir sem breyta um flokk eru
að jafnaði þeir áhugasnauðustu.
3) Þar af leiðandi fylgjast þeir
sem breyta til siöur meö fjöl-
miðlaáróðri en aðrir, — eöa
stundum með fjölbreyttari
áróðri.
4) Flokkshollusta er sterkari
áróöri þá hún hefur eitt sinn
komist á legg.
5) Sambland af litilli flokks-
hollustu og miklu sjónvarpsglápi
eykuráhrif áróðurs á einstakling.
(Sjónvarpið er áhrifamest)
6) Fremur en að umsnúa, stað-
festir fjölmiðlaáróðurinn við-
teknar skoðanir. Aðallega vegna
tilhneigingar til að velja „réttan”
lit i litrófi áróðursins.
7) Tvö mikilvægustu atriðin i
sambandi við áhrifamátt fjöl-
miðlanna er aö auka eða minnka
kjörsókn, og beina athygli ein-
staklingsins að „nýjum” málum i
baráttunni.
8) Fjölmiðlarnir eru aldrei
einir að verki. Það hefur sýnt sig
aö flest önnur form upplýsinga-
.miðlunar orka sterkar á ein -
vtaklinginn. Fjölskylduáhrif, eða á
vinnustað, i vinahópi, — allt er
sterkara. Máttur persónulegra
tengsla, ss. svokallaöra skoðana-
leiðtoga vegur þyngst.
9) Jafnframt þvi að nota
kosningabaráttuna til að leita
staðfestinga viðteknum
skoðunum sinum gengst fólk
undir úrhelli áróðursins til að
reyna að sjá „hvaö veröur um
mig”„hver stendur sig betur” (án
þess það þurfi að breyta
skoðunum), eða einfaldlega til að
sjá hvernig kapparnir lita út.
Viðhorf hafa breyst
011 þessi atriði eru athyglis-
verð, — en kalla á frekari
umfjöllun. Stæðust þau i heild
sinni stönguðust þau illþyrmilega
á við „kosningar aldarinnar” hér
hjá okkur fyrir skömmu. Siðan á
blómaskeiði empirisku kannan-
anna hafa menn sifellt leitað að
haldgóðum rökum sem hrakið
gætu þá skoðun að fjölmiðlarnir
mættu sin i raun litils. Og rökin
þau má raunar nokkur telja. I
fyrsta lagi er staöreyndin sú að
flokkshollusta, og fjöldi flokks-
meðlima, hefur stórlega farið
minnkandi. Skráðum flokks-
félögum fækkar hlutfallslega. Að
auki hefur flokkaflakk stórlega
aukist. Þetta hefur verið sannað á
óyggjandi hátt, ekki bara sem
stöku „slys”, heldur sem almenn
tilhneiging viða um lönd. Æ
færri halda fast við ákvöröun
tekna fyrir kosningabaráttu, en
ákveða þess i stað að biða og sjá
hvaðsetur. Með breyttum neyslu-
venjum þorra fólks hvað varðar
fjölmiðlana, til að mynda sjón-
varpsgláp af vana án tillits til
efnis, má þvi vænta aukinna
áhrifa fjölmiðlanna viö skoðana-
myndun, — á kostnað annarra
þátta umhverfisins.
Mikilvægasta gagnrýnin á
niðurstöður empirisku kann-
ananna er þó sú að þegar allt
kemur til alls koma öll skilaboð,
— upplýsingar, fréttir, rök öll og
rökleysa, — upphaflega frá fjöl-
miðlunum. Þó svo að áhrifa-
valdur á ákvarðanatöku einstak-
lingsins kunni frekar að vera
taldir fjölskyldutengsl, vinnu-
félagar, kunningjahópur,
skoöanaleiötogar eða hvað eina
annað en bein ræða fjölmiðlanna,
eru það þó þeir sem skapa
umræðuna, örva hana og umfram
allt: ákveða umræöuefnið. Allt
þaö sem fyrr stendur hér skrifað
er einungis aöferð til aö komast
að þessum kjarna málsins, sem
er bæði Alfa og Omega þegar rætt
er um kosningabaráttu og áhrif
fjölmiðla. t ljósi þessa sjáum viö
best hve máttugir fjölmiðlarnir
eru, en einnig hve hrapallega
þeim getur mistekist, — þvi fólkib
er ekki alveg glært i kollinum.
Þingflokkarnir ráöa
umræðuefninu
1 kosningabaráttu á tslandi
setja þingflokkarnir okkur
umræðuefni. Rikisfjölmiðlarnir
lúta þeirra stjórn og þjóna.
Morgunblöðin sömuleiðis. Sið-
degisblööin óbeinlínis. Póli-
tisku varöstöðuhlutverki sinu um
hefðbundinn ramma umræð-
unnar gegndu þingflokkarnir af
prýði með sameiginlega hags-
muni i huga. Sósialistarnir og
ihaldið fundu að þau höfðu taugar
hvort til annars: hugmyndir
þeirra flokka sem ekki eiga menn
á þingi geta vart verið meira en
svo sem 2. eða 3. flokks! A þann
KORSNINGAURSLITIN:
MESTA TILFÆRSLA*
í SÖGU LÝÐVELm
Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei
fengið jafnlítið fylgi frá upphafi.
Orslit alþingiskosning-
anna 25. júni sýna meiri til-
færslu kjörfylgis en
nokkru sinni fyrr i sögu
lýðveldisins. Alþýóu-
23% atkvæöa og 14 alþing-
ismenn, bætti viö sig þrem-
ur mönnum, og hefur rót-
tækari armur verkalýös-
hreyf ingannriar^^^andi
Framsóknarflokkuri”
hroð og er minnsti \r4
fylgi. Hæsta hlutfall heild-
arfylgis áöur var 19,5%.
Alþýöubandalagiö er nú næst-
stærsti flokkur landsins. um 10%
sk.haamMI.AIhv^jigdglagsm^
C,0
, oít>
ann mjog
.áigur og hef-
MHíattlh
p V\\v. lægra hlutfall heildarfylgis I
Y-nd
flokkarnir biöu afhroö
æöisflokkurinn hefur aldrci
ndinu eöa 32,7%. Framsóknar
fiokkurinn tapaöi fimm þingsæt-
um og er nú minnsti þingflokkur-
inn meö 12 þingmenn. Til þessa,
eöa undanfarin 50 ár, hafa Fram-
sóknarmenn haft næststærsta
þingflokkinn á alþingi.
Samtök frjálslyndra og vinstri-
Allt er þetta sögulegt, marki þaðnýja tima — eöa hvert er eðli Þjóðviljans?
Hvar hafa fjölmiðlar komiö við sögu hjú honum þessum?
Orvænting og þreyta knýr fólkið til að kjósa flautaþyrla...
VÍSIB
tílQel.wí|-
eiaðw
frfálst, óhád dagblað
Morgunblaöið ofmat sjálft sig... Sfðdegisblöðin unnu ekki kosningarnar.
veg spretta nú lýöræðisblómin i
sameiginlegum gróðurreiti
þeirra ólafs Ragnars og hinna.
Og við hin sem héldum að sósial-
isminn væri fyrir alla, meiri
máttar og minni! Og að rikisfjöl-
miðlarnir gætu kannski jafnað
aðstöðumun til skoðanatúlkunar
sem auöur og völd skapa!
Kosningabaráttan nýliðna
sýndi að útbreiðsla blaða er ekki
einhlit til áhrifa. Liklega getur
enginn sagt betur frá þvi en rit-
stjórn Morgunblaösins. Malbik og
göngustigar og kommúnistavofan
inn á hvert heimili firrtu fjöldann
ekki þeirri skoðun að Sjálfstæðis-
flokkurinn hefði staðið sig illa.
Þvi féll borgarstjórnarmeiri-
hlutinn. Og fyrir Alþingiskosning-
arnar fundu „öryggismálin”
engan stað i hjörtum fólksins.
Málin snerust um sjúkt og spillt
þjóðfélag þar sem kjarninn er
þreyta og vonleysi fólksins. A
þetta spilaði Alþýðuflokkurinn.
Allt að þvi málgagnslaus flokkur
vann stærstan kosningasigurinn.
Það virðist auðsætt að dagblöðin
hafa mun minni áhrif en rikisfjöl-
miðlarnir. Kenningin um
siðdegisblöðin og kosningasigur
þeirra fyrir Alþýðuflokkinn
hlýtur að fölna hjá þeirri staö-
reynd að á sinum tima risu
Samtökin úr öskustónni likt og
Alþýðuflokkurinn nú, — á
nákvæmlega sömu forsendum. I
báðum tilfellunum eygöi fólk
vonargneista i dragúldnum vita-
hring stjórnmálanna. 1 báðum til-
fellum var „eitthvað nýtt” sem
bauðst i staö þess að neyöast til að
kjósa óbreytt ástand. Það þarf þó
varla að taka fram að þessar for-
sendur eru falskar og tál.
ólíkt eöli eöa sams konar?
Borgaralegir flokkar og fjöl-
miðlar þeirra hafa sama ihalds-
sama eðlið þótt það birtist i ólikri
mynd. Við sáum i vor hvernig
Morgunblaðið ofmat sjálft sig og
vanmat fólkið. Þjóðfélagsraun-
veruleikinn var ekki túlkaður á
neinn hátt á siðum þess. 1
kosningabaráttunni reyndi það að
dreifa athygli kjósenda frá
raunverulegum vandamálum að
imynduðum. Það tókst ekki.
Fólkiö stendur sjálfu sér næst á
timum sem okkar og heiiaspuni á
erfitt uppdráttar. Nema þegar
hann býöur upp á úrval forustu-
sauöa er visa á nýjar leiðir. Slikar
raddir ná eyrum kjósenda hvað
sem blaðakosti liður, það tryggir
jafnræði þingflokkanna i rikis-
fjölmiðlunum, — og jafnt þótt svo
væri ekki. Það sýnir sagan.
Fólkið heyrir best það sem þvi
lætur best að heyra. örvænting og
þreyta knýr það til að kjósa
flautaþyrla eins og Vilmund á
þing; það vill trúa að hægt sé að
breyta til.
Hvert hefur verið raunverulegt
tillag siödegisblaðanna til hefö-
bundinnar stjórnmálaumræöu?
Hafa þau vikkað umræðugrund-
völlinn, sett fram málefni sem
flokkarnir og málgögn þeirra
greindu ekki eða forðuðust? Einu
sjáanlegu merki þess er
Aronskan. Þessi portkonutil-
hneiging, sem að sjálfsögðu er
skilgetið afkvæmi herstöðvainn-
rætingar ihaldsblaðanna, hefur
vaxið og dafnað meðal skamm-
sýnustu sona og dætra þjóðar-
innar siðan herinn kom. Þessi
smán varð ekki til með Dag-
biaðinu né við „stökkbreytingu”
Visis, — en hún eignaöist tals-
menn á opinberum vettvangi.
I það heila: breyttist blaöa-
mennskan? Já. Breyt-
ist stjórnmálaumræðan. Nei.
Til þess var heldur engin von.
Hræringar á yfirborðinu hafa
hvergi haggað kerfinu. Lof-
orð um að gera svo njóta þó
mestrar hylli. Stjórnmálin snúast
að hætti borgarlegra fjölmiðla og
einskoröast einvörðungu við
þingið og á fjögurra ára fresti.
Merkiiegast er þó að Alþýðu-
bandalagið skuli ekki sækjast
eftir aö rjúfa þann hring. Er eðli
þess ólikt eða sams konar og
hinna flokkanna? Og er þá fjöl-
miðill þess, Þjóðviljinn, sama
eðlis og Morgunblaðið? Gæti hann
þá og þegar misst sjónar af þvi
sem einhvers er vert i þágu
stundarhagsmuna Alþýöubanda-
lagsins? Teljum við þaö ekki i
anda okkar hugsjóna að allir njóti
jafnréttis að taka til máls og láta
að sér kveða? Það héldu ég og
fleiri og skildum þvi ekki að
þaggað var niður I smáflokk-
unum. Þaö er aö segja: við
skildum afstöðu ihaldsins, en
Alþýöubandalagsins ekki. Og það
næsta sem almennur kjósandi
komst að frambjóðendum sósial-
ismans var hvar þeir stóðu I fila-
beinsturni á sviði Laugardals-
hallarinnar. Hvergi i návigi? Til
þess gafst ekki timi. Er þá eölið
sams konar eða ólikt?
Er þá eðli og náttúra Þjóð-
viljans og Alþýðubandalagsins
bölvaöur smáborgaraskapur?
Alþýöubandalagið er mer ókunn-
ugt nema eins og það birtist mér
kjósandanum, e.t.v. leynast með
þvi gæfulegri öfl en kosninga-
baráttan gaf beinlinis til kynna.
E.t.v. sjá menn þar og skynja að
nú er lag, — ekki bara til að
endurheimta marggengisfallinn
fimmþúsundkall, heldur likur á
jafnvel enn meiru. Sé markið sett
stærra. Og hærra.
En þá verða sósialistar að eiga
sér sterkan miðil. Ekki Þjóðvilja
sem er Moggi, heldur Þjóövilja
sem skynjar hræringar i timans
rás og veitir þeim farveg séu þær
samnefndar hugsjóninni. Slikt
blað er ekki aðeins til birtingar
daglegrar lofgjörðar um „flokk
vorn Alþýðubandalagið”. Sá
flokkur fengi jafnvel á baukinn
missti hann fótanna á hálu svelli
þingræðisins. En jafnframt yröi
hann réttur við til meiri átaka á
öllum sviðum þjóðlifsins. Þar
sem nú er lag.
Síðdegisblööin
Þjóðfélagsraunveruleikinn
verður ekki til á dagblöðunum.
Kosningasigrar Samtakanna og
Alþýðuflokksins eru sprottnir af
leit kjósenda að leið út úr gamla
stjórnmálavananum. A hinn
bóginn leitar sér þjóöfélagsraun-
veruleikinn oft farvega i fjölmiðl-
um. Þeir fjölmiðlar njóta áhrifa.
Þar kemur skýringin á lélegri
frammistöðu Morgunblaðsins I
liðinni kosningabaráttu. Sérstaða
siðdegisb1aöan n a , ss.
Dagblaðsins, felst i þvi að i þau
skrifa menn ólikra sjónarmiða i
grundvallaratriðum. Aö þau hafi
verið sérstök málgögn Alþýðu-
flokksins i kosningabaráttunni er
firra þeirra manna sem skortir
þá sjálfsgagnrýni sem þarf til að
lita i eigin barm. A það er hins
vegar að líta að af framangreind-
um ástæðum hlutu skrif Alþýöu-
flokksmanna meiri hljómgrunn
en skrif annarra manna.
(Abl.menn viröast sjaldan heiðra
siður þessara blaðæenda sérstaða
Þjóöviljans augljós.) Siðdegis-
blöðin hafa þó átt þátt sinn i að
skapa stjörnuna Vilmund og ekki
siður ýtt undir þá almennu tiltrú
að Alþýðuflokkurinn væri i sókn.
Siðdegisbiöðin verkuðu þvi eins
og lýst er i upphafi þessarar
greinar: sem hvati og staðfesting
skoðana sem fyrir voru. Jafn-
framt ber að ihuga annað atriði.
Þjóöfélag okkar er best kennt við
lausung á öllum sviðum; saman-
ber aukiö lausafylgi i kosningum.
Allt helst I hendur. Það er ekki
óliklegt að leshópur siðdegis-
blaðanna sé fremur skipaður
landlausu fólki i pólitik en öðrum.
Rökin fyrir þvi gætu einkum verið
bau að blöðin leggja á það áherslu
sjálf, að flokkspólitisk afstaöa
komi ekki berlega I ljós. Sé þetta
rétt hljótum viö aö álykta, i ljósi
þesssem fyrr var sagt um áhrifa -
girni óráðinna, að máttur þessara
blaða sé eða geti verið allnokkur.
Þau skipta þó ekki sköpum. Þau
eiga sér ekki málstaö né hugsjón.
1 þeim koma aðeins upp á yfir-
borðið hræringar sem ella heföu
leitað útrásar á öörum stöðum.
Vissulega naut Alþýöuflokkurinn
þeirra nú. Þau skópu þó ekki
sigur hans nema að óverulegu
leiti. Siödegisblöðin eru tæki-
færissinnuö og stæra sig af þvi.
Þau hafa gildi, en aöeins stund-
legt. Langtimaáhrifin koma
annars staöar frá, og sköpun
sögunnar lika.
Niðurstaðan er þvi sú að
siðdegisblöðin hafi ekki unnið
kosningarnar. Alþýðuflokkurinn
haföi þaö málefni sem náði
hlustum áttavilltra kjósenda;
hann boðaði eitthvað nýtt. Kjós-
endur þurfa engin siðdegisblöö til
að láta sér slikt vel lika.
Kosningabaráttan og
Alþýöubandalagiö
Það er ekki óraunsætt aö telja
fylgi Abl. stöðugra en hinna
flokkanna. Vonandi vegna þess að
kjósendur þess séu meðvitaðri og
skarpskyggnari en gerist og
gengur. A þessum lausungar og
umrótatimum var okkur samt
ætlað að kjósa Bandalagiö fyrir
fimmþúsund kall i vasann. Ný
efnahagsstefna lá óskýrð hjá
garöi. Tvö frábær tækifæri sem
gáfust aö kynna alþjóð innihald
þeirrar stefnu i sjónvarpi fóru
ónýtt. Útsiðurnar sáum við gjörla
með tilheyrandi hvatningu um
heimalestur. Ekki sá for-
maðurinn ástæðu til aö verja og
þá siður skýra hina nýju stefnu.
Vildu þó formenn hinna flokk-
anna meina að ræki sig þar hvaö
á annars horn. Og vildi maður
spyrja um hitt eða þetta var svari
lofað af leiðtogunum i sjónvarpi
eða málgagninu. A mis viö það
fóru þó fleiri en ég. Jafnvel þegar
upplagt tækifæri gafst til að sýna
nú smáflokkunum hinn raunveru-
lega málefnastyrk Abl. og litið-
gat út fyrir spennandi og lær-
dómsrikar umræður um takmark
okkar allra, sósialismann, þá
gafst ekki til þess timi! A hinn
bóginn gafst til þess ágætur timi
til aö halda slagoröaveislu i Höll-
inni sem sambærileg var við
hverja aöra D-lista-hátíð!
Sjónvarpsgláp af vana eykur vægi fjölmiftlanna.
/