Þjóðviljinn - 05.09.1978, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 05.09.1978, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 5. september 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3' ERLENDAR FRÉTTIR / stuttu Samrœmd mótmœli MOSKVU og WASHINGTON 4/9 (Reuter) — Samtök banda- riskra friöarsinna gengust i dag fyrir mótmælaaögeröum gegn vlgbúnaöarkapphlaupi bæöi á Rauöa torginu i Moskvu og I Hvita húsinu i Washington. Fóru þessar aögeröir fram á nákvæmlega sama tima og á báöum stööunum skakkaöi iögreglan leikinn og tók mennina fasta. Friðarsinnarnir i Moskvu höföu skýrt fréttamönnum frá þvi sem til stæöi meö nokkrum fyrirvara og mættu þeir þvi á vett- vang. Kl. fimm eftir staöartima (kl. tvö aö islenskum tima) breiddu sjö menn út á Rauöa torginu boröa sem á var letraö á rússnesku: „Sovétmenn og Bandarikjamenn — afvopnist!” Jafnframt dreiföu þeir dreifibréfum um afvopnun. En um leiö og þessar aögeröir hófust ruddust óeinkennisklæddir soveskir lög- reglumenn fram og handtóku þeir fjóra friöarsinna og jafnframt nokkra fréttamenn og feröamenn. En öllum var sleppt innan klukkutima. 1 Washington tóku ellefu menn þátt i þessum mótmælaaögerö- um og slógust þeir i fylgd meö feröamönnum sem ætluöu aö skoöa Hvita hUsiö, en i miöri þessari kynnisferö hlupu þeir Ut Ur hópnum og fóru Ut i garöinn fyrir framan hUsiö. Þar breiddu þeir Ut boröana meö áskorun til Sovétmanna og Bandarikjamanna aö semja um bann viö kjarnorkuvopnum. Lögreglan kom þá og handtók þessa menn alla. Skæruliðar ráðast á flugvélarflak SALISBURY 4/9 (Reuter) — Þjóöernissinnaöir skæruliöar I Ródesiu myrtu tiu Evrópumenn sem komist höföu lifs af, þegar ródesisk flugvél fórst i gær viö iandamæri Ródesiu og Sambiu. Þrlr menn sluppu undan skothriöinni, og fimm menn höföu komist burt úr flugvélarflakinu áöur og fariö aö leita aöstoöar. Flugvélin fórst skömmu eftir flugtak, en hUn var á.leiö frá Kariba til Salisbury meö 52 farþega, þ.á.m. ellefu börn, og fjög- urra manna áhöfn. Lenti hUn i granit hæöum, og liföu 18 menn slysiö af. Skömmu eftir slysiö komu skæruliöar aö flakinu og skutu á þá sem þar voru enn á lifi. Þá létu tiu menn lífiö, þ.á.m. sex konur, en þrir sluppu. Fimm mönnum haföi þegar tekist aö komast burtu. Flestir farþeganna voru Ródeslumenn og voru þeir aö snUa aftur Ur sumarleyfi. „Pólitískur hrossasali” VtN 4/9 (Reuter) — Deilur hafa risið upp milli Austurrikis- manna og tsraela vegna oröa sem Bruno Kreisky kanslara Austurrikis, voru eignuð I viötali viö holienskt blaö. Atti Kreisky þar aö hafa kallað Menahem Begin, forsætisráöherra tsraels, „pólitiskan hrossaprangara sem rikti yfir lögregluriki”. Menahem Begin brást illa viö og sagöi aö Kreisky, sem er af Gyðingaættum, hataði uppruna sinn: „Þetta er maöur, sem hatar fööur sinn og móöur”. Sendiherra tsraels I Vin bar fram hörö mótmæli viö utanrikisráðherra Austurrikis. En Kreisky lýsti þvi yfir strax og viötaliö birtist aö orö hans heföu veriö rifin Ut Ur samhengi og heföi hann veriö aö segja frá hugleiöingum sinum um stefnu Israels en ekki átt viö Menahem Begin persónulega. 1 viötalinu sagöi Kreisky aö Sadat heföi bUist viö betra svari þegar hann fór I sina sögulegu ferö til JerUsalem I nóvember, en I staöinn heföi hann hitt fyrir pólitiska hrossaprangara eins og Menahem Begin. Hann sagöi siöan aö enginn gæti trUaö þvi aö lýöræöislegt tsraelsriki væri til, meöan Arabar væru þar annars flokks borgarar og yröu jafnframt aö bUa i lögregluriki. Ættu Israelar aö fallast á stofnun sérstaks rikis Palestinumanna. Fluttir burt í annaö sinn BIKINI 3/9 (Reuter) — 1 annað sinn á 32 árum bafa Ibúar Bikini- eyja, sem eru bandariskt yfirráöasvæöi, oröiö aö flytja burt frá heimilum sinum vegna geislamengunar. Voru um 140 eyjar- skeggjar fluttir um borö I skip ásamt öllum eigum sfnum eftir miklar umræöur milli þeirra og fulltrúa stjórnarinnar. Sumir þeirra voru mjög tregir til fararinnar. Bikini-eyjar voru notaöar sem tilraunasvæöi fyrir kjarnorku- tilraunir Bandarlkamanna frá 1946 til 1958. Eyjarskeggjar voru þá fluttir burt og var þeim lofaö aö fyrir öllum þörfum þeirra mundi séö, en efndir þess loforös uröu á þann veg aö litlu munaði aö þeir syltu heilu hungri. Þeir voru fyrst fluttir á Rongerik-rif, en siðan á Kili-eyju, sem er aöeins ein og hálf þvermila aö stærö. Umhverfis Kili-eyju eru kóralrif og sandeyrar og geta engin skip lagst þar aö á vetrum. Uröu IbUar Bikini-eyju oft aö þola skort meöan þeir dvöldust þar, og kalla margir þeirra Kili-eyju „fang- elsiö”. Ariö 1958 töldu visindamenn að geislavirkni á Bikini-eyjum væri oröin svo lítil aö óhætt væri aö leyfa eyjarskeggjum að snUa aftur til heimkynna sinna. En nýjar rannsóknir benda til þess aö eyjarskeggjar hafa fengiö hættulega skammta af geislavirka efninu casium-137. Þegar tilkynnt var aö nauðsyn- legt væri aö flytja eyjarskeggja burt i annað sinn, uröu þeir mjög gramir og minntust þess hvernig loforöin höfðu veriö haldin I fyrra skiptiö. Aö þessu sinni veröa eyjarskeggjar aftur fluttir til Kili-eyjar, en fulltrUar Bandarikjastjórnar hafa lofað þvi hátiölega, aö þaö sé einungis bráðabirgöalausn. Niðurskurður á núllum ROM 4/9 (Reuter) — Filippo Pandolfi, fjármálaráöherra Italiu, gaf I skyn fyrir helgina aö til þess gæti komiö aö ítalir klipptu þrjU nUll aftan af lirunni, þannig aö 1000 lírur yrðu að einni „þungri” liru. Þessi breyting yröi svipuö og sU sem de Gaulle geröi i Frakklandi skömmu eftir valdatöku sina. Áfangaskýrsla um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga Hátt í 200 sveitar- stjórnarmenn viös vegar að af landinu sitja nú 11. landsþing Sambands ísl. sveitarfélaga, sem hófst á Hótel Sögu í gærmorgun Ágreiningur um framhaldssk ólasti g og orkumál Þingiö stendur fram á miöviku- dag og er meginviðfangsefni þess nú sem oft áöur verkaskipting rikis og sveitarfélaga. Magnús H. Magnússon. félagsmálaráöherra og Sigurjón Pétursson forseti borgarstjófnar, fluttu ávörp viö setningu þingsins, en siöan hófust almennar umræöur um verka- skiptinguna. Fyrir þinginu liggur áfanga- skýrsla stjórnskipaðrár nefndar um verkaskiptinguna, en nefndin hefur einnig fjallaö um breyting- ar á tekjustofnum sveitarfélaga og breytta stjórnskipan. Engar tillögur liggja hins vegar fyrir enn um þau atriði. I tillögum nefndarinnar er al- mennt gengiö Ut frá þvi sem reglu aö saman fari stjórnunarleg og fjárhagsleg ábyrgö. Helstu breyt- ingar sem nefndin leggur til eru: 1. Gerð hafna, annarra en Reykjavikurhafnar veröi alfariö i umsjá rikisins en reksturinn verkefni sveitarfélaganna. 2. 011 sjUkrahUs fari undir eina stjórn á vegum rikisins og stofn- og rekstrarkostnaöur verði lagö- ur til á f járlögum hvers árs. Dag- gjaldakerfið veröi fellt niöur. 3. Heilsugæsla og heilsu- verndarstarf fari fram á vegum sveitarfélaganna, nema hvaö rik- ið greiöi læknum og hjUkrunarliöi laun. 4. Dagvistun barna og vistun aldraöra veröi verkefni sveitar- félaganna, en hUsnæöismála- stofnun rikisins fjármagni aö e-u leyti byggingu ibUöa fyrir aldr- aöa. 5. Félags- og menningarmál færist i auknum mæli yfir til sveitarfélaganna. Agreiningur var i nefndihni um tvö verksviö, framhaldsskóla- stigiö og raforkumál. Eftir umfjöllun landsþingsins um verkaskiptinguna mun áfram veröa unniö aö tiliögugerö þar um, svo og um breytingar á tekjustofnum og stjórnkerfi, sem þurfa nauösynlega aö koma til, ef tillögur um verkaskiptingu eiga aö veröa aö veruleika. Nánar veröur sagt frá þinginu i Þjóö- viljanUm á morgun. AI UTSALAN mommu söl Peysur frá kr. 500 Buxur frá kr. 1200 Ungbarnagallar frá kr. lOOO.— Úlpur frá kr. 3500. Náttföt, skyrtur, 1 nærföt kSal og margt fleira

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.