Þjóðviljinn - 05.09.1978, Page 6

Þjóðviljinn - 05.09.1978, Page 6
6 SIÐA — ÞJ6ÐVILJINN jÞriðjudagur 5. september 1978 Rætt viö Lúðvík Jósepsson um útfærslu landhelginnar 1958 og 1972, aðdragandann og þýðingu þess fyrir íslenskt þjóðfélag Við verðum að líta á þessa baráttusögu sem eina heild Þann 1. september sl. voru liðin 20 ár frá þvi að íslenska fiskveiðilögsagan var færð úr 4 mílum í 12 Sama dag voru liðin 6 ár frá útfærslu fiskveiðilög- sögunnar úr 12 mílum í 50. Sá flokkur sem harðast og mest hefur barist fyrir útfærslu landhelginnar og einkarétti íslendinga til að nýta hana, er Alþýðu- bandalagið. Og á vegum f lokksins er óhætt að segja að enginn hef ur verið í af- drifalausari forystu í þeim efnum en Lúðvík Jóseps- son. Það er því engin til- viljun, að Alþýðubandalag- ið var í ríkisstjórn þegar báðar þessar úrfærslur voru framkvæmdar. Enn siður var það tilviljun, að sá ráðherra sem undirrit- aði tilskipanirnar um út- færsiurnar 1958og 1972 var Lúðvík Jósepsson, þá í em- bætti sjávarútvegsráð- herra. Þjóðviljinn gekk á fund Lúðvíks fyrir helgi og bað hann segja lesendum frá tildrögum þess, að fisk- veiðilögsagan var færð út í 12 mílur 1958 og svo aftur í 50 mílur 1972. Forsendum fyrir þessari baráttu og þeirri þýðingu semyfirráð yfir landhelginni hefur fyrir þjóðina. — Þaö sem geröist áriö 1958, þegar ákvörðun var tekin um út- færslu fiskveiðilögsögunnar i 12 milur, var afleiöing þingkosning- anna á árinu 1956. Þaö voru fyrstu kosningarnar sem Alþýðubanda- lagið tök þátt i og við unnum mik- inn kosningasigur, sem leiddi til myndúnar vinstri rikisstjórnar það ár. 1 stjórnarsáttmála þeirr- ar vinstri stjórnar var staðfest að landhelgin skyldi færð út i 12 mil- ur. begar þetta var að gerast, á ár- unum 1957-’58, lágu þessi mál fyrir á ailt annan hátt en nú. Þá var yfirgnæfandi andstaða, sér- staklega Vestur-Evrópuþjóða, gegn slikri stækkun fiskveiðiland- helgi. Nokkrar þjóðir i heiminum höfðu að visu tekið upp þessa stefnu, en það var geysilega hörð andstaða gegn útfærslu af þessu tagi árið 1958. Astæðan til þess að við Alþýðu- bandalagsmenn börðumst þá með öörum m jög hart fyrir þvi að ráð- ist yrði i það stórvirki sem út- færslan var á þessum timum, vegna andstöðunnar, var sú að okkur var ijóst að fiskimiðin við landið voru i hættu,Sókn á okkar mið var sifellt vaxandi og sókn upp að 4 milum við landið var auðvitað stórkostlega hættuleg með þeim nýtiskuflota sem þá var kominn til sögunnar. Þvi var það að útfærslan út i 12 milur þýddi i raun, að við vorum að leggja undir okkur viðkvæmustu og þýðingarmestu fiskimiðin viö allt landið. A þeim tima var það svo, aö bátaflotinn veiddi yfirgnæfandi meirihluta af sinum afla innan þessara 'nýju marka. Það hafði auðvitað gifurlega mikið að segja, i sambandi við efnahags- lega stöðu landsins. Þá, eins og lengi áöur, höfðu mál staðið þannig að um og yfir 90 prósent af öllum gjaldeyristekj- um þjóðarinnar fyrir útflutning komu fyrir sjávarafurðir. Sjá- varútvegurinn og úrvinnsla úr fiskaflanum var þvi tvimælalaust grundvöliur islensks efnahags- lifs. barna var þvi verið að berj- ast við að treysta undirstöður þess. Hér var i rauninni á ferð- inni, frá hendi okkar islenskra só- sialista, baráttan um efnahags- legt sjálfstæði þjóöarinnar. Grundvöllur yrði að þvi lagður, að hún gæti sótt fram á efnahags- lega sviðinu og auðvitað samhliða sinu eigin sjálfstæði. Það má segja að það hafi einkum verið þetta sem lá til grundvallar ákvöröuninni um útfærsluna 1958. í beinu framhaldi af þvi sem gerðist 1958, er eðlilegt að vikið sé að þvi sem gerðist 1. septem- ber 1972, þegar ákvörðun var tek- inum að færa fiskveiðimörkin við landið út i 50 sjómilur. Þá hafði Alþýðubandalagið einnig unnið mikinn kosningasigur i nýaf- stöönum kosningum. Mynduð var vinstri stjórn og gert samkomu- lag um aö brjótast enn áfram i okkar landhelgismálum. Fisk- veiðimörkin skyldu færð út i 50 Erlend blöð birtu margar skopmyndir af ástandinu á tslandsmiöum meðan landhelgisdeilurnar stóðu yfir. Hér er ein. milur allt i kringum landið. Þetta þýddi að við vorum að krefjast þess að hafa einkarétt yfir öllum þýðingarmestu fiski- miðunum við tsland. Ekki aðeins hinum viökvæmustu og bestu, sem voru lengi vel innan viö 12 milur, heldur svo að segja öllum fiskimiðum við landið. Eins og fram hefur komið af hálfu fiskifræðinga okkar, liggja fyrir athuganir á þvi aö innan þessa 50 milna svæðis höfum við veitt i kringum 97 prósent og jafn- vel meira af öllum þeim þorski og allri ýsu sem við veiðum. Og ekki aðeins við, heldur allir þeir sem stundað hafa fiskveiðar á Islandsmiðum. Þarna kom sem sagt fram krafa okkar um að ráða þessum málum að fullu og öllu. Svipað stóð á árið 1972, þegar i þetta var ráðist, og 1958. Við urð- um að brjótast i gegn og höfðum sem okkar andstæðinga ýmsar á- hrifamiklar þjóðir i V-Evrópu. Okkar hörðustu andstæðingar voru þeir sömu, Vestur-Þjóðverj- ar og Bretar. Þessar tvær þjóðir höföu veitt mest hér við land. Arið 1972, þegar útfærslan I 50 milur var ákveðin, var einnig svipað ástand komiö upp á íslandsmiðum og hafði veriö 1958, nema hvað það var i rauninni ennþá alvarlegra. Komin var til Samningum við Breta og Vestur-Þjóðverja var mótmælt harölega hér á landi, þegar þeir voru i deiglunni árið 1961. Hér standa þeir Dagur Sigurðarson og Jón frá Pálmholti með kröfuspjald sem á er letruð krafa um aö fast veröi staðið viö 12 mflurnar. Þeir Bjarni Benediktsson og Guömundur t. Guðmundsson ganga af samningafundi i Ráðherra - bústaðnum.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.