Þjóðviljinn - 05.09.1978, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 05.09.1978, Qupperneq 7
ÞriOjudagur 5. september 1978 “ÞJÓÐVILJINN — StÐA 7 . I I Lúövik Jósepsson undirritar ákvöröun um útfærslu Islensku fiskveiöi- landhelginnar i 12 mflur. Hjá honum stendur Gunnlaugur Briem, ráöu- neytisstjóri ný tækni i fiskveiöum. Fiskveiöi- flotinn sem sótti á íslandsmiö var mun afkastameiri en áöur og hingaö streymdu fiskiskip frá mörgum þjóöum i vaxandi mæli. Þaö var ekkert um það að villast, að fiskimiöin við landiö voru i stórhættu, þegar þessi ákvörðun var tekin. Menn hafa séðþaðsiðan, aö þaö mætti ekki seinna vera en aö viö réöumst i þessi stórátök okkar, bæöi 1958 og 1972. Á þvi leikur enginn vafi, aö sú barátta sem háð var i báöum þessum tilfell- um, réði úrslitum um þær lyktir sem viö nú höfum fengiö i okkar landhelgismálum. Þaö var i þess- um stóru átökum sem sigurinn var raunverulega unninn i land- helgismálabaráttunni hér viö tsland. Við vorum á þessum tima aö ýta á eftir þvi að þessi mál yrðu tekin upp á alþjóðavettvangi og það var gert með hafréttarráð- stefnum, bæði 1958 og 1960, og siö- ar aftur með þeirri hafréttarráð- stefnu sem staðið hefur yfir i mörg ár og er ekki að fullu lokiö enn. En á siðari árum hafa alþjóöleg viðhorf einnig verið að gjörbreyt- ast. Segja má, að fjöldamargar þjóðir, sem voru i hópi andstæð- inga okkar 1958 og 1972, hafi nú slegist i hóp með okkur og viður- kennt, að okkar stefna i þessum málum hafi verið rétt. Hinn endanlegi sigur okkar i 200 milunum hefur þvi að langmestu komið upp úr þessari fyrri bar- áttu og þvi, að alþjóðleg viðhorf hafa verið að breytast okkur i hag. I sambandi við báðar þessar út- færslur vil ég leggja áherslu á að það hefur verið sjónarmið okkar islenskra sósialista, að það væri höfuðatriði að Islendingar næðu fullkominni yfirstjórn á þessari dýrmætustu auðlind okkar, sem erfiskimiðinikringum landið og landgrunnið allt. Við höfum gert okkur grein fyrir þeirri staðreynd, að i raun og veru hefur nýting þessarar aub lindar verið grundvöllurinn að islensku efnahagslifi og tryggt okkur það efnahagslega sjálf- stæði sem við búum þó við i dag. Við höfum gert okkur grein fyrir þvi, að það er hægt að nýta þessa auölind miklu betur en gert hefur verið. Við getum að sjálfsögðu stór- aukið þann afla sem við fáum af Islandsmiðum, með þvi að útlendingar hverfi á braut þegar miðin eru komin i eðlilegt ástand. Við höfum einnig gert okkur grein fyrir þvi, að þjóðin getur gert sér miklum mun meira úr þeim afla- feng sem hægt er að fá af miðun- um, með fullvinnslu hans. Þannig erum við, með þessari baráttu allri, að leggja áherslu á að treysta i framtiðinni islenskt efnahagslif og þar með islenskt sjálfstæði. Ég vil segja það, að á þessum tima, bæði 1958 og eins 1972 og ár- in þar á eftir, vorum við Islendingar ekki alltaf algjörlega sammála. En meginhluti þjóðar- innar var þó algjörlega sammála i þessum átökum. Og þrátt fyrir nokkurn ágreining um starfsað- ferðir, sem kom upp hjá stjórn- málamönnum og milli stjórn- málaflokka, má segja að megin- hluti þjóðarinnar hafi alltaf staðið saman i þvi að heyja þessa baráttu. Þvi miður hefur þaö gerst, að þessi barátta hefur tekiö lengri tima en æskilegt hefði verið. Þar hafa ýmsir erlendir aöilar gripið ansi óþyrmilega inn i. Ekki að- eins þeir andstæðingar sem við áttum við að eiga, eins og Bretar og V-Þjóðverjar, heldur hefir það einnig gerst, að samtök eins og Atlantshafsbandalagið hafa i báðum þessum stórdeilum gripið inn i þær. Haft áhrif á málin og beinlinis lagt mjög þungt að islenskum stjórnmálamönnum af sveigja af leið. Þannig hafa þessi samtök haft mjög truflandi áhrif á okkar sókn. Min skoðun er sú, að ef hér hefði tekist fullkomin samstaða stjórnmálaflokkanna og þeir staðið saman um að visa gjör- samlega frá sér þessari ihlutun erlendra aðila, þá hefðum við náð okkar marki miklu fyrr. En nú sjá allir, að við máttum ekki vera seinni á ferðinni i þessum efnum. Við höfum orðið að haga okkarfiskveiðimálum þannig upp á siðkastið, að takmarka sókn okkar, langt umfram það sem flestar aðrar þjóðir hafa gert. Vissulega er það talsvert kostn- aöarsamt fyrir efnahagskerfi okkar að þurfa að gripa til þess. En ég tel engan vafa á þvi, eins og málin standa nú, að við séum þegar farin að uppskera af þess- ari baráttu. Fiskistofnarnir eru á hraðri uppleið og ég held það sé enginn vafi á að við munum geta nýtt þá á miklu hagkvæmari og betri hátt á næstu árum en við höfum gert til þessa. Þvi efast ég ekki um að þótt baráttan hafi verið hörð á sinum tima og sitt- hvaö hafi á dagana drifið I landhelgisbaráttunni 1958 og árin þar á eftir og svo aftur 1972 og næstu ár þar á eftir, þá hafi þessi barátta verið lifsnauðsynleg fyrir okkur Islendinga. Hún hefur fært okkur að þvi marki sem við erum komin aö i dag og meðal annars haft gifurleg áhrif á að breyta stefnu annarra þjóða i fiskveiði- réttarmálum. Ég lit þvi björtum augum á framtiðina, eins og nú er komið með islenskar fiskveiðar og islenskan sjávarútveg sem heild. Eg tel að sú stefna sem við islenskir sósialistar höfum lagt i þessum efnum hafi verið rétt og við séum þegar i dag að njóta þess og eigum eftir að njóta þess i rikum mæli á komandi árum. — Þú minntist á ágreining hér innanlands i sambandi við út- færsluna 1958 og 1972.1 hverju var sá ágreiningur fólginn? — Varðandi þann ágreining sem var á ferðinni i sambandi við útræsluna i 12 milur 1958 og upp kom aftur i sambandi við út- færsluna 1972, þá er þvi ekki að leyna að 1958 voru nokkrir af for- ystumönnum Sjálfstæðisflokksins mjög þverir gegn þeirri stefnu sem mörkuð var. Þeir lögðu beinlinis til opinberlega, að við gæfum málið frá okkur og það yrði látið ganga til Atlantshafs- bandalagsins til úrskurðar. Þvi var hafnaö og meginstefnunni haldið áfram. Þvi miður var þó látiö undan þrýstingi Atlantshafsbandalags- ins fyrir hönd Breta og Vestur- Þjóðverja og samið um hættuleg- an undanslátt i þessari baráttu árið 1961, þegar landhelgissamn- ingurinn var gerður við þessar þjóðir. Þar fengu þær á nýjan leik heimild til þess að fiska innan 12 milna markanna um þriggja ára bil. Og þar var beinlinis tekið fram að við gætum ekki fært út okkar fiskveiðimörk aftur nema með samþykki þeirra eða úr- skurðarvaldi Alþjóðadómstólsins i Haag. 1972 komu þessar deilur upp aftur. Þá gat Sjálfstæðisflokkur- inn ekki, þvi miður, staðið með þeim sem myndað höfðu vinstri stjórnina þá, og þvi miður gat Alþingi samþykkir samhljóöa útfærsluna I 50 milur Eitt mesta hitamál I 12 mllna strtðinu var þegar breska herskipið Mel- bourne tók nokkra islenskavaröskipsmenn höndum um borð I breska togaranum Northern Foam. Hér sést bátur breska herskipsins við hlið togarans, en varöskipið Þór lónar skammt undan. Eirtkur Kristófers- son skipherra á Þór neitaði að taka við mönnunum og endirinn varð sá aö herskipiö iaumaðist að landi við Keflavik og setti mennina á land þar, án þess að radarstöö hersins á Miðnesheiði yrði vör við neitt óvenjulegt. Alþýðuflokkurinn það ekki heldur. Menn vildu þá drága að ráðast i útfærsluna og vinna meira i málinu á alþjóðavett- vangi, — og þeir voru með sér- stöðu i ýmsum efnum i sambandi við útfærsluna i 50 milur. Þó tókst að ná samkomulagi milli allra flokka um þýðingar- mikil atriði málsins á alþingi, þegar þessi deila var að hefjast. Eins og allir vita hafði þetta i för með sér að andstæðingar okk- ar i þessari landhelgisbaráttu, Bretar og Vestur-Þjóðverjar, not- færðu sér Alþjóðadómstólinn mjög i baráttunni við okkur. Þeir gátu ennfremur knúið á um bráðabirgðasamkomulag og undanþágusamninga, fyrst til tveggja ára og svo aftur til ann- arra tveggja ára. Þannig dróst öll þessi barátta miklu lengur vegna þessaðsamstaða hinnar pólitisku forystu var ekki nægileg til að halda út i þeim bardaga sem hlaut að þurfa að ganga yfir i sambandi við þetta mál. Það er skoðun min, að við hefðum náö þvi marki sem við höfum náð nú, alimiklu fyrr ef þarna hefði tekist fullkomin samstaða. — Nú hefur verið rætt töluvert um auðlindaskatt og leigu á fiski- miðum okkar. Hvert er álit þitt á þeim hugmyndum? — Hvað það snertir, að við ætt- um að leigja okkar fiskimið er- lendum aðilum og taka gjald fyrir, þá er ég algjörlega andvig- ur öllum slikum hugmyndum og tel þær alveg fráleitar. Ég er ekki i neinum vafa um að við tslendingar getum fullnýtt okkar fiskimið. Við getum og hljótum á komandi árum að margfalda af- rakstur þeirra i verðmætum. Það tekur að sjálfsögðu nokkurn tima að ná þvi marki að fá fullan af- rakstur af miðunum, sérstaklega mælt i verðmætum, en ég teldi alveg fráleitt að heimila út- lendingum að kaupa sig inn i okk- ar fiskveiðilandhelgi og nýta þar miðin. Auk þess eru allar aðstæö- ur nú andstæöar sliku. Hér hefur einnig komið upp til- laga um að beita auðlindaskatti sem stjórnaraðferð i sambandi við nýtingu fiskimiðanna. Ég er lika á móti þessari leið og tel hana einnig fráleita. Ég álit að það sé tiltölulega auðvelt að koma við skynsam- legri stjórn á fiskveiðunum og fiskvinnslunni eftir öðrum leiö- um. Að minum dómi ber að leggja höfuðáhersluna á að samtvinna enn betur en nú er gert veiðar og vinnslu. Þannig að veiðarnar séu eins og hver önnur hráefnisöflun fyrir fullkominn iðnað. Siðan ausum við upp úr þessum hrá- efnabrunni eftir þvi sem við þurfum á að halda og teljum skynsamlegt. Með þvi að koma þarna upp nýju skipulagi i þessu efnum, myndi það auövitað hafa einhver áhrif á veiðarnar, en einkum og sérstaklega myndum við lyfta okkar fiskiðnaði upp á hærra svið og getað skilað i okkar þjóðarbú margfalt meiri nettóverðmætum en við gerum með þvi litla skipulagi sem er á þessu núna. — Eitthvað að lokum? — Það sem ég vildi segja sér- staklega nú, þegar 20 ár eru liðin siðan við færðum fiskveiðimörk okkar út i 12 milur er, að við verðum að lita yfir þessa baráttu- sögu sem heild. Og hver eru þá aðalatriðin? Aðalatriðin eru þessi: Með út- færslunni i 12 milur 1958 og með útfærslunni i 50 milur 1972 , var lagður grundvöllurinn að þvi sem upp er komið i dag. Þessi barátta var háð gegn ofurefli á sinum tima og var þvi gífurlega stórt mál. Rétt er að átta sig á þvi, að það var þessi barátta sem raun- verulega tryggði okkur sigur i þvi sem á eftir kom. Þetta er kjarni málsins. —hm Undirrituð tilskipun um útfærslu I 50 mllur.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.