Þjóðviljinn - 05.09.1978, Page 11

Þjóðviljinn - 05.09.1978, Page 11
Þriðjudagur 5. september 1978* ÞJÖÐVILJINN — SIÐA 11 Island — Bandaríkin 0:0 ■ Þolinmæði þurfti til að sitja í nepjunni í Laugardal og horfa á þau dapurlegu tilþrif/ sem leikmenn beggja liða sýndu. Lítið er vitað um getu bandaríska landsliðsins, en fullyrða má, að á góðum degi hefðu islendingar sigrað lið þeirra eins og það lék á sunnudaginn. Hitt er jafn vist, að ieikur is- iendinga að þessu sinni hefði orð- ið þeim að falli fyrir næstum hvaða landsliði, sem vera skal. Mikið var um ónákvæmar send- ingar og nokkuð algengt, að leik- menn þvældust hver fyrir öðrum. Knattmeðferð Bandarikjamanna var þokkaleg og samleikurinn á miðju vallarins sist verri en hjá islenska liðinu. Hins vegar var áberandi hve útherjarnir voru lit- ið notaðir og kannski hefur það orðið tslendingum til happs. Fyrstu minútur leiksins voru nokkuð fjörlega leiknar af hálfu Islendinga. A þremur minútum áttu þeir Pétur, Janus og Atli jafnmörg tækifæri, sem öll fóru forgörðum. Fleiri tækifæri fengu Islendingar, en þau fóru öll á sömu lund. Má nefna, er Guð- mundur skallaði á 25. minútu úr ágætu færi, en traustur mark- vörður Bandarikjamanna varði vel. Siðasti stundarfjórðungur hálfleiksins var þófkenndur og fátt um fina drætti. Virtust Bandarikjamenn ekki eygja aðra möguleika en gegnumbrot á miðju, en þar var vörnin með ný- liðana Dýra og Róbert, sem bestu menn, föst fyrir. Guðmundur Þorbjörns- son skallar i góðu færi, en Mausser varði. Seinni hálfleikur var enn verr leikinn en sá fyrri. Mark Islands komst þó I verulega hættu, er Liveric (12) átti hörkuskot i þver- slána af um 25 metra færi. Dr. Youri setti þá Inga BjörnogSig- urð Björgvinsson inn á fyrir Hörð og Atla, þegar langt var liöið á leikinn, en það breytti engu. Flestir urðu fegnir, er norski dómarinn, Rolf Haugen, flautaði til leiksloka. 1 Bandariska iiðinu voru leik- menn mjög áþekkir en vert er þó aö geta Maussers markvarðar, Glentoran og ÍBV í kvöld 1 kvöld klukkan 18.00 leika Glen- toran frá Norður trlandi og tBV á Kópavogsvelli. Leikurinn er liður I Evrópukeppni félagsliða. Glentoran er tslendingum ekki með öllu ókunnugt. Skemmst er að minnast þess, er Valur sigraði liðið á Laugardalsvelli i fyrra haust, en varð hins vegar að lúta i lægra haldi i Belfast. Glentoran á tæprar aldar sögu að baki i fyrstudeildarkeppninni i sinu heimalandi. Liðið hefur 16 sinn- um orðið norður irskur meistari og bikarmeistari 9 sinnum. Um árangur Vestmannaeyinga þarf vart að fjölyrða, eftir að þeir komust upp i 1. deild árið 1968. Arið 1971 náðu þeir sinum besta árangri, en þá léku þeir til úrslita við ÍBK, sem sigraði. 1972 hafnaði liðið aftur I ööru sæti. Arið 1975 bar nokkurn skugga á árangur liðsins, en þá mátti bað sætta sig viö fall niður I 2. deild. Þar dvald- ist liðið þó aðeins eitt sumar. Vestmannaeyingar hafa þris- var sinnum áður tekið þátt i Evrópukeppnum. Eftir að hafa orðið bikarmeistarar 1968, léku þeir við Levsky Spartak i Evrópukeppni bikarmeistara ár- ið eftir. Búigarska liöið sigraði samanlagt 8:0. Næst sigri voru þeir, er þeir léku gegn norska liö- inu Viking i Evrópukeppni félags- liða áriö 1972. I Noregi töpuðu þeir með einu marki gegn engu, en jafntefli varö hér heima 0:0. Þá er röðin komin að stórveldinu Borussia Mönchengladbach. Leikirnir fóru fram árið 1973. og sigraði þýska liðið i þeim báðum . með miklum mun eða samanlagt 16:1. Eina mark IBV skoraði örn Öskarsson. Vonandi mæta Vest- mannaeyingar trunum i kvöld af fullri djörfung. sem var öruggur, og þeirra Myernick (5) og Etherington (11). 4 leikmenn Islenska liðsins léku sinn fyrsta landsleik að þessu sinni, Þorsteinn Bjarnason, Dvri Guðmundsson, Róbert Agnarsson óg Sigurður Björgvinsson, sem lék aðeins siðasta stundarfjórð- unginn Þeir þrir, sem léku allan leikinn, mega vel við una og voru reyndar sterkasti hluti liðsins, en Sigurður verður vart dæmdur af þessum leik. Þjóðviljinn óskar nýliðunum til hamingju með leik- inn, þó varla eigi hann eftir að lifa lengi i minningunni. Lið Glentoran 1 Dennis Matthews 2 Andy Dugan 3 Ronnie McFall 4 Roy Walsh 5 Sammy Cranston 6 Victor Moreland 7 John Caskey 8 John Jameson 9 Billy Caskey 10 Quentin McFall 11 Stephen O’NeiIl 12 Tom Anderson 13 Eddie Houston 14 Steve Earle Þjálfari: Robert McCreery f' Lið ÍBV 1 Arsæil Sveinsson 2 örn Öskarsson 3 Einar Friðþjófsson 4 Þórður Hallgrlmsson 5 Friðfinnur Finnbogason 6 Sveinn Sveinsson 7 Valþór Sigþórsson 8 Óskar Valtýsson 9 Sigurlás Þorleifsson 10 Tómas Pálsson 11 Karl Sveinsson 12 Páll Pálmason 13 Ómar Jóhannsson 14 Gústaf Baldvinsson 15 Magnús Þorsteinsson 16 Guðmundur Erlingsson Þjálfari: George Skinner U.E.F.A. — KEPPNIN Í.B.V. - Glentoran keppa á Kópavogsvelli kl. 18 í dag Komiö og sjáið spennandi leik

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.