Þjóðviljinn - 15.08.1980, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 15.08.1980, Blaðsíða 2
2 StÐA — ÞJÖÐVILJINN Föstudagur 15. ágúst 1980 „Hot-cargo” til Keflavíkur fjórum sinnum á ári íslenskt eftirlit eda ekki? Fær ráðuneytið enn aðeins grófar upplýsingar um „heita flutninginn”? Flugvél af geröinni C-141 kemur meö „hot-cargo” til Keflavikurflugvallar. Þriöjudaginn 26. september 1978skýröi Þjóöviljinn frá þvi, a6 fjórum sinnum á ári kæmi til Keflavikurflugvallar flutningavél af geröinni C-141 frá McGuier herflugvellinum í New Jersey i Bandarikjunum meö svokallaöan „hot cargo”. Islensku flugumferöarstjórn- inni er gert sérstaklega viövart þegar þessi „heiti flutningur” er á feröinni og miklar varúöarráö- stafanir eru viöhaföar á Kefla- vikurflugvelli viö komu vélanna. Véiarnar eru færöar á afvikinn staö á Vellinum og affermdar undir strangri öryggisgæslu. Perry Bishop, talsmaöur bandariska hersins, upplýsti i samtali viö Þjóöviljann, aö i „hot cargo” sendingunum væru flug- skeyti, kúlur, sprengiefni og fleira þess háttar. Hannes Guömundsson, sendi- ráöunautur i varnarmáladeild utanrikisráöuneytisins, skýröi frá þvi aö varnarmáladeildin tæki aöeins viö skýrslum frá hernum þar sem fram kæmi hvort um væri að ræöa vopn, skotfæri eða sprengiefni án þess aö þaö væri nánar skilgreint. Engir islenskir aöilar væru viöstaddir afferming- unaog engin áform væru uppi um aö varnarmáladeildin kæmi sér upp sérfræöingi, sem fylgdist ná- kvæmlega meö „heitum flutn- ingi” til islands. t svörum utanrikisráöuneytis- ins viö spurningum Olafs Ragn- ars Grimssonar i utanrikismála- nefnd kemur m .a. fram, aö engar skrár eru til i ráöuneytinu um flutning vopna til og frá landinu, og þvi ekki til staöar yfirlit um vopnabúnað eins og „varnar- samningurinn” veitir íslending- um rétt til. En einnig var spurt hvers eölis hinir svonefndu „hot-cargo” flutningar væru, hvers konar vopn væru þar á ferðinni, og hvers vegna islensk- um stjórnvöldum væri meinaö aö koma nærri þeim flutningum. í svari ráöuneytisins segir, að um sé aö ræöa flutninga á hvers kyns sprengiefnum og starfi bæði „varnarliösmenn” og islenskir starfsmenn aö þeim, en þessir flutningar lúti sérstökum varúö- arreglum. Fyrir tveimur árum er þvi neit- aö, aö Islenskt eftirlit sé haft með „hot-cargo” flutningum og upp- lýst, aö engin áform séu uppi um slikt eftirlit, né heldur aö ná- kvæmar upplýsingar berist ráðu- neytinu um aöflutning vopna og sprengiefna. Nú er tilkynnt aö is- lenskir starfsmenn fylgist meö „heita flutningnum”. 1 þessu sambandi er nauðsyn- legt aö fá vitneskju um hvor heimildin sé röng, eða hvort þetta islenska eftirlit hefur verið tekiö upp nýverið, og i hverju þaö sé þá fólgið. Jafnframt þyrfti þaö aö skýrast hvaöa „islenskir starfs- menn” það eru sem nú annast eftirlitiö. I þriöja lagi væri fróö- legt aö vita hvort ráöuneytiö fær enn aðeins grófar upplýsingar um tegund flutnings, en ekki um magn, geröir og eigindir þess búnaöar sem veriö er að bæta I birgðir hersins. —Einar Karl. Aö snæöingi ofan vib Galtalæk á Landi. Landmannalaugaferð AB á Vesturlandi Alþýðubandalagið á Vesturlandi fór í sína árlegu sumarferð aðra helgi í águst. Að þessu sinni var farið í Landmannalaugar, ekið austur Fjalla- baksleið nyrðri í Eldgjá og á heimleið komið við í Þjórsárdal. Veðurguðirnir voru ferðalöngum síður en svo hliðhollir; það rigndi dagana fyrir ferðina, svo að þátttaka varð í minna lagi, og það rigndi all mikið meðan á förinni stóð. Engu að siður var ferðin mjög vel heppnuð, ekki hvað síst f yrir þá f ram- úrskarandi góðuteiðsögn sem hópurinn nautaf hálfu Þorleifs Einarssonar. Meginhluti hópsins vib Þjóöveldisbæinn Náttúruskoðun á Akureyri Um 70 manns tóku þátt i náttdruskoöunarferö um Glerár- gil, sem Náttúrugripasafniö á Akureyri efndi til sl. laugardag. Var gengiö frá Gleráreyrum upp á móts viö Glerárbæinn. Margt var aö skoöa i gilinu og undruöust margir þann mikia blómagróöur sem þar er aö finna og likja má viö fegursta skrúögarö. Meöferö gilsins af hálfu bæjaryfirvalda varö hins vegar ekki minna undr- unarefni. Næsta skoöunarferð veröur svo á laugardaginn (16. ágúst). Þá er áætlaö aö safnast saman viö miö- brúna i Eyjafjaröarárhólmum, um kl. 2 e.h. (Þeir sem ekki eiga völ á fari inn I Hólma hafi sam- band viö leiösögumenn). Þar veröur stutt gönguferö um Hólm- ana en siöan ekiö aö Veigastööum og gengiö þaöan niöur I Vaöla- skógarreitinn. 1 bakaleiö veröur etv. litiö á rústir hins forna þings- staðar viö Eyrarland o.fl. sögu- legar minjar. 1 feröinni gefst kostur á aö skoöa fyrirhugaö Flutt um set Hálfgildings Krossmessa (Vinnuhjúaskildagi), — hefur veriö hjá Samvinnutryggingum aö undanförnu. Þær hafa nú flutt verulegan hluta starfsemi sinnar niöur á 1. og 2. hæö I Armúla 3, þar sem Véladeildin réöi áöur húsum. A jaröhæöinni eru nú söluskrif- stofur, innheimtudeild og bif- reiðadeild. A annarri hæð eru skýrsluvéladeild, brunadeild, sjó- deild og ábyrgðar- og slysadeild. Eru Samvinnutryggingar þá með skrifstofur á jaröhæö, 2. hæö og 4. hæö. Fyrirhugaö er aö koma upp bilaskoöunarstöö á 100 ferm. svæöi á neöri hæö nýbyggingar- innar, Hallarmúlamegin. I staö þess aö meta tjóniö úti á götu, eins og veriö hefur, verður nú hægt að skoöa bifreiöarnar undir þaki viö ágætar aöstæöur. Viö þessa flutninga hefur 3. hæöin aö Armúla 3 losnaö. Fyrir- hugaö er aö Liftryggingafélagiö Andvaka ogEndurtryggingafélag Samvinnutrygginga hf. flytji i vesturendann en aö ööru leyti veröi hæöin leigö út. —mhg vegarstæöi „Leiruvegar” um Vaðlaskóg og aöra valkosti. Jurtalif er fjölbreytt i Hólmunum og skóginum, fjörulif nokkurt og steinar I sjávarklettum. Áætlaður feröatimi 3-4 klst. Veriö vel skóuö. Hólahátíð á sunnudag Hólahátiðin veröur haldin á Hólum i Hjaltadal n.k. sunnudag, 17. ágúst. Hefst hún kl. 14.00 meö hátiðarguösþjónustu. Aundan guösþjónustunni leikur Haukur Guölaugsson, söngmála- stjóri þjóökirkjunnar á orgel dómkirkjunnar. Sr. Guömundur Orn Ragnars- son, prestur á Raufarhöfn predikar en sr. Pétur Sigurgeirs- son, vigslubiskup, sr. Gunnar Gislason og sóknarpresturinn sr. Sighvatur Emilsson, þjóna fyrir altari. Kirkjukór Sauöárkróks annast kirkjusöng undir stjórn Jóns Björnssonar, organista. Aö lokinni guðsþjónustu veröur kaffihlé, en veitingar fara fram I barnaskólahúsinu. Kl. 16.00 hefst hátiöarsamkoma i kirkjunni meö ávarpi formanns Hólafélagsins, sr. Arna Sigurðs- sonar. Pálmi Jónsson, land- búnaöarráöherra, flytur ræöu, Guörún Tómasdóttir, söngkona, syngur meö undirleik Hauks Guö- laugssonar, söngmálastjóra, er einnig leikur einleik á orgeliö. Aö lokum veröa flutt ritningar- orö og bæn. Athygli skal vakin á þvi, aö kvikmyndasýning fyrir börn fer fram á staðnum. Prestar I Hólastipti eru hvattir tilþess aö mæta hempuklæddir til kirkjunnar. Fjölmenniö „heim aö Hólum” á sunnudaginn kemur. ás/mhg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.