Þjóðviljinn - 29.04.1981, Side 9

Þjóðviljinn - 29.04.1981, Side 9
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 Orghestar veröa með popprokk..... Popprokkdiskó- fönkpönk og bebop Hljómsveitirnar Orghestar og Fan Houtens Kókó halda tónleika i Alþýðuleikhúsinu Hafnarbiói i kvöld kl. 21. Flutt verður ein- göngu frumsamiö efni. A þessum tónleikum mætast tvær kynslóðir tónlistarmanna: Fan Houtens Kókó sem fulltrúar yngri kyn- slóðar (undir tvitugu) leika elektróniska nýbylgju eða bebop- pönk eins og þeir kalla það en Orghestarnir fulltrúar þeirra eldri (um og yfir þritugt) leika gamla góða rokkið þ.e.a.s. popp- rokkdiskófönkpönk meö léttu djass-ivafi. Hljómsveitina Orghesta skipa: Benóný Ægisson (söngur og hljómborð), Gestur Guðnason (gitar), Brynjólfur Stefánsson (bassagitar) og Sigurður Hannes- son (trommur). Hljómsveitina Fan Houtens Kókó skipa: Einar Arnaldur Melax (synthesizer), Matthias Sigurður Magnússon (synthesiz- er), Ólafur Engilbertsson (bassi) og Þór Eldon (gitar). Herbert H. Agústsson tileinkar Guönýju Guömundsdóttur nýtt tónverk Guöný Guðmundsdóttir: einleik- ari annaö kvöld Sinfóníutónleikar: Frumflutt verk eftir s Herbert H. Agústsson Nýtt verk, Struktur 11 eða Formgerð eftir Herbert H. Agústson verður frumflutt á tón- leikum Sinfóniuhljómsveitar ls- lands annað kvöld, en þaö er skrifað fyrir hljómsveit og ein- leiksfiðlu og tileinkaði tónskáldið það Guðnýju Guðmundsdóttur 1. konsertmeistara. önnur verk á efnisskrá tónleik- anna eru Fiðlukonsert Sibeliusar sem Guöný Guðmundsdóttir leik- ur með hljómsveitinni og 5. sinfónia Tsjaikovskis. Stjórnandi er Jean-Pierre Jacquillat. Vortónleikar Fóstbræðra: Nýort ljóð og lög Tólf ný lög eftir 5 islensk tón- skáld eru meöal þess sem Fóst- bræður flytja á vortónleikum sin- um ikvöld og næstu þrjú kvöld kl. 19 I Austurbæjarbiói. Flutt verða sex lög eftir Jón Ás- geirsson sem uröu til vegna um- ræöu i Kennaraháskóla Jslands um þaö hvort músiksmekkur al- mennings væri mótaöur af popp- músiköntum og áhugamönnum um tónsmiöar og eru lögin svör tónskáldsins við þessari staöhæf- ingu. Þá hefur Helgi Sæmundsson ort fyrir Fóstbræður ljóð sem hann nefnir Blómarósir, en við það hafa gert lög fjórir söngstjórar kórsins, þeir Jón Þórarinsson, Jón Asgeirsson, Jónas Ingi- mundarson og Ragnar Björnsson, og veröa öll flutt á tónleikunum. Auk þess er nýtt lag eftir Ragnar viö ljóö Steins Steinarrs, Sult. Að lokum syngur kórinn nýtt karla- kórslag eftir Jón Nordal, samið við Lausavisu frá Sturlungaöld eftir Gizurr Þorvaldsson. Auk nýju islensku laganna eru á efnisskránni færeysk og ung- versk þjóölög. Einsöngvarar eru Orn Birgisson, (i láni frá Geysi á Akureyri) og Hákon Oddgeirsson, undirleikari Guðrún Kristinsdótt- ir, en söngstjóri Fóstbræöra er Ragnar Björnsson. Varðveitum trúna á landið Tryggvi Stefánsson, bóndi á Haligils- stööum i Fnjóskadal: ,,Þeir tlmar verða að koma, að þjóðin átti sig á þeirri einföldu staðreynd, aö hún verð- ur aö lifa í sátt viö náttúru landsins” Látum ekki hvatvíslega dóma eyðileggja starfsgleðina og trú á landið —mhg ræðir við Tryggva Stefánsson, bónda á Hallgilsstöðum í Fnjóskadal — Vorið 1980 mátti teljast gott. Fyrstu dagar maf voru hlýir en kulda- kast með snjó- og slyddu- éljum 5.—9. maí. Síðan hlýnaði verulega og upp úr 20. mai fór hitinn i 20—22 stig. var þá kominn gróður í tún og úthagi að grænka. En um 25. mai gerði Hvíta- sunnuhret með norðan kalsa-éljum og hélst mánuðinn út. Júní var heldur hlýr, en kuldakast kom um sólstöður og snjó- aði þá í fjöll. Julí var sæmilega hagstæður, þó gránaði i f jöll en var kalsa- rigning í byggð 24—25. júli. Mánuðurinn kvaddi þó með miklum hlýindum og komst hitinn þá i 24—26 stig. Ágúst nálægt meðal- lagi, skiptust á sæmilegir þurrkdagar og norðan suddarigningar. Septem- ber frekar hagstæður, þó var vonskuhret gangna- dagana 15.—17. sept. Októbervar einhver sá kaldasti um langt skeiö. Mikill snjór féll hér í fyrstu vikunni og lá út mánuðinn, vfða jarðlaust. Frost var oft mikið, 10—15 stig. Oft lá frostþoka yfir Fnjóská. Um mán- aðamótin okt.-nóv. var hlýtt í nokkra daga en siðan kalt mánuðinn út. Desember framúrskarandi, eins og veður- skýrslur staðfesta. Það er Tryggvi Stefánsson, bóndi á Hallgilsstöðum i Fnjóska- dal, sem gaf okkur þá árferðislýs- ingu, sem að ofan er skráð. Fátt borgar sig betur Og i framhaldi af lýsingu á veöurfarinu liggur beinast við að spyrja Tryggva um heyskap og heýverkun. — Heyskapur var nokkuð mis- jafn. Spretta yfirleitt góö þar sem dcki gætti kals, en það var viða verulegt. Spretta á grænfóöri og garðávöxtum var ágæt. SUgþurrkun er i flestum hlöð- um, enda sívaxandi nauösyn á aö bæta heyin. Er vafamál að Fnjóskárbrúin gamla nokkrar framkvæmdir borgi sig betur en þær, sem stuðla að auk- inni varöveislu þeirra fóðurein- inga, sem spretta á velli. Votheysverkun er litil og haf i hún ekki verið höfð i huga við uppbyggingu er nokkuð dýrt að breyta þar til. Efalaust væri þó mun hagstæðara að verka aðal- lega vothey væri það skipulagt svo frá byrjun. Fénaðarhöld og búskaparhættir — Hvernig voru fémöarhöld? — Skepnuhöld máttu teljast góö. Flosnýrnaveiki i lömbum hefur sumsstaðar valdið miklu tjóni á undanförnum árum en hún virðist fremur i rénun. Dilkar voru nálægt meðallagi að vænleika og þó mun betri en hall- ærisárið 1979. — Fækkar kúnum? — Já, siðastliðin 10—15 ár hef- ur miólkurframleiðendum hér i sveit fækkað mjög eða úr um það bil 40 niður i 11. Yfirleitt hafa smærri framleiðendur hætt. Meiri hluti bænda er aöeins með fjárbú. Enginn bóndi með hreint kUabU. Félagsbú eru nokkur og fer heldur fjölgandi. Litið er um aukabúgreinar. Einn bóndi er með svín, fáeinir hafa stuðning af garörækt, litilsháttar eggja- framleiöslu og geldneytaræktun. Laxagengd i Fnjóská er vaxandi og gefur nokkrar tekjur. — Velta menn fyrir sér nýjum atvinnumöguleikum heima fyrir? — Já, talsvert er rætt og athug- að um þá. Hefur atvinnumála- nefnd hreppsins setið þar á rök- stólum. Ahugi á loðdýrarækt er hér lftill. Virðist þó full ástæða til að fylgjast með þeim möguleik- um. Hér í sveit eru stærri og þroska- meiri birkiskógar en viðast ann- arsstaðar. Þrátt fyrir vaxandi umsvif Skógræktar rikis^ins eru þeir verulega vannýttir. Fjár- skorturhefurveriðhemillá meiri framkvæmdum þar en fullur áhugi skógræktarmanna mun fyrir hendi. Virðist brýn þörf á að athuga þessi mál nánar. Geta þar ýmsir möguleikar komið til greina. Ennfremur þarf að huga að Urvinnslu landbUnaöarvara. Félagsmál og framkvæmdir — Fækkar ibúum i hreppnum? — Jbúatala hreppsins hefur um árabil verið 240—250 manns. Litilsháttar fækkun varð á siðasta ári. Jaröir f ábúð eru tæplega 40. — Hvað er að frétta af fram- kvæmdum-hjá einstaklingum og sveitarfélaginu? — A árinu 1980 var unnið aí fjárhúsabyggingum á þremur jörðum, hlöðu á einni, véla- geymslu á einni og ibúöarhUsa á tveimur. Framkvæmdir á vegum sveitarfélagsins voru i daufara lagi. Nefna má þó afréttar- girðingu syðst á Flateyjardals- heiði. — Félagslifið? — Ungmennafélagið hefur starfað talsvert að iþróttum, en félagið hefur sæmilegan iþrótta- völlþar sem til stendur að reisa hUs. Kvenfélagið starfar af dugn- aði að ýmsum málum. Þessi sveit hefur talsverða sér- stöðu að því leyti, að eiga nánast enga sér félagsaðstöðu, en hefur fengið inni i ýmsum tilfellum i grunnskólanum að Stóru-Tjörn- um i Ljósavatnshreppi en Háls- hreppur er stærsti rekstraraðili þeirra fjögurra hreppa, sem sá skóli þjónar. Að Stóru-Tjörnum eru starfræktar allar bekkjar- deildir. Samgöngur, sími, heilbrigðismál — Eru samgöngur og póst- þjónusta i viðunandi horfi? — Samgöngur eru allgóðar. Ef þörf geristermokað tvisvar i viku milli Akureyrar og Húsavikur um Dalsmynni. Aðrar leiðir eru mok- aöar svo hægt sé að safna mjólk- inni. Póstbill gengur jafnan þrisvar i' viku og lætur veður og færi litið tefja sig en þarf þó oft að fara erfiða leið, jafnvel i snjó- flóöahættu i Daísmynni. Undan- farin ár hefur annað slagið verið unnið að vegaframkvæmdum i Vikurskarði. Þegar sá vegur verður fullgerður ættu vetrar- samgöngur að veröa tryggari en þær eru nU. Simasamband má teljast gott. Samband er allan sólarhringinn við landsimastöð á Akureyri og þjónusta þar aö jafnaði góð. Læknisþjónustu sækjum við til Akureyrar. Viljitil slys eða snögg sjUkdómstilfelli getur verið erfitt að leita þangaö ef veöur og færð hamla. Nokkra tryggingu höfum við þá I snjóbil, sem hreppurinn á og jafnan er til taks. Hefur hann stundum komiö i mjög góðar þarfir. — Er rUm heimafyrir fyrir það unga fólk, sem upp vex i sveit- inni? — Nei, ekki verður það sagt, að öllu óbreyttu. Undanfarin ár hef- ur margt ungt fólk vaxiö upp hér i sveitinni. Mikill hluti þess mundi vilja setjast hér að ef það hefði hér atvinnumöguleika. Hinn svonefndi „hefðbundni” landbún- aður gefur þar litla möguleika. Annað þarf að koma til. Hlynntur kvótakerfi — Hvernig taka menn þeim ráðstöfunum, sem gerðar hafa verið til þess að takmarka búvöruframleiðsluna? — Hvað mig snertir þá hef ég verið fylgjandi kvótakerfi og talið að það væri skársta leiðin ef hægt væri að sniða af þvi verstu van- kantana, t.d. að taka tillit til fjöl- skyldustærðar, skulda o.fl. Ég tel jarnfóðurskatt varasaman þótt ég viðurkenni þann stóra kost hans að vera skjótvirkur. Brýnt er að nýta sem best árangur kynbótastarfseminnar og lækka þá framleiöslukostnaö með skynsamlegri gjöf á sem ódyrustu fóðri. Þegar heyöflun reynist ótrygg getur það bjargað miklu að geta keypt ódýrt kjarn- fóður. Vonandi leiöir kjarnfóður- skatturinn ekki til fóöurskorts i vor. A miklu veltur hvernig innheimt fé er notað. Ég tel hæpið að nota það til verðbóta. Brýnt er að styðja innlenda fóðuröflun svo sem kornrækt, graskögglafram- leiðslu, bætta heyverkun og e.t.v. lækka áburðarverö. Enga svartsýni. — Hvernig finnst þér horfa fyrir islenskum landbUnaði um þessar mundir? — Mér sýnist staða landbúnað- ar á Jslandi vera allgóö miðað við landbúnað sambærilegustu landa. Framleiðsla á einstakling og af einingu lands er hér mikil og verð, t.d. á kjötkg. og mjólkur- litra er sumsstaðar hærra en hér. Opinber stuðningur við landbUn- aðá Islandier oft gagnrýndur. Þó er sá stuðningur litill miðaö viö það, sem viöa gerist annarsstaö- ar. Sveitafólk má ekki láta ósanngjarna og stundum fávis- lega gagnrýni eyðileggja starfs- gleði sina og trú á landið. Þaö er ekki eðli ræktunarbú- skapar að skila fljótteknum gróða, öll fjárfesting þar skilar sér seint. Um flest er landbUn- aður ólikur öörum atvinnugrein- um. Þeir timar verða að koma, að þjóðin átti sig á þeirri einföldu staðreynd, aö hUn verður aö lifa i. sátt við náttUru landsins. Þaö er vægast sagt bUið að fara illa með gæði lands og sjávar. — mhg á dagskrá Ég tel aö slík risajökullón, sem slikri virkjun hljóta ad fylgja, myndu hafa kælandi áhrif á suölæga og suövestlæga vinda um allt Nordausturland og noröanverda Austfirdi og ef til vill vidar. í upphafi skyldi endirinn skoða Það er langt siðan mér datt i hug, hvort ekki mætti breyta Jökulsá á Fjöllum i lindaá, með þvi aö stifla hana milli Upptyppinga og fjallsrana þess er gengur norð- ur frá Fagradalsfjalli á Brúarör- æfum. Fjallsrani þessi er I reynd norðurendi Fagradalsfjalls rofinn af djúpu og þröngu gili, sem Kreppa rennur I gegnum. Auðvelt virðist að stifla Kreppu I gili þessu og veita henni vestan við fjallsranann áðurnefnda til norð- urs, enda virðist þar vera um fornan farveg hennar að ræöa yfir i Jökulsá. Milli fjallsranans og Upptyppinga yröi svo aö setja fyrirhleöslu ' um það bil fjögra km langa og félli þá sameinað vatn Kreppu og Jökulsár vestur fyrir sunnan Upptyppinga. Siðan þyrfti tvær fyrirhleðslur fyrst milli Upptyppinga og Miðfells (sjá kort), og svo frá þvl til suður- enda Heröubreiöartagla. Þessar tvær siðast nefndu fyrirhleðslur eru um þaö bil 4—5 km. Þar með væri vatni Jökulsár beint inn á hraunbreiöur austanverös Ódáðahrauns milli Heröubreiðar og fjallgaröanna norðan Dyngju- fjalla. Þeir fjallgaröar virðast vera hindrun á leiö jökulvatnsins inn i vestanvert ódáöahraun, en svo þarf þó ekki að vera, þar sem um eldfjöll forn og nýleg er að ræöa meö óheila bergbyggingu, og vera má að undir þeim fjöllum sé mikiö geymslurými kannski allt niður i heit iður jarðar og yki þar með hvera- og laugavirkni. Fari svo að vatnið leiti undir fjallgarö þennan og fái þar meö leið um vestanvert Odáöahraun, má ætla aö það skili sér sem aukiö linda- vatn með afrennsli I Skjálfanda- fljót og Laxá, auk þess sem aust- ur færi til farvegs Jökulsár. Til viðbótar þessu mætti veita jökul- vatniSkjálfandafljótssuður undir Vonarskarð austur i Ódáðahraun og gera þar með Skjálfandafljót að lindaá að langmestu leyti. Ég veitaö ég er ekki sérfróður 1 þessum efnum og þess vegna set ég þessar hugmyndir fram sér- fróöum mönnum um þessi efni til umfjöllunar. í þvi efni vil ég þó benda á að fyrir mörgum árum ræddi ég þetta litillega við Sigur- jón Rist og sagðist hann ekki sjá meitt athugavert viö þessa hug- mynd. Það sem var kveikjan aö þessu hugarfóstri minu var og er sú erlendar bækur The Caribbeaa Bermunda and the Bahamas 1981—82. Stephen Birnbaum, Marcia Wall- ace, Clarie Hardiman, David staðreynd, að frá Langjökli kem- ur ótrúlega litið jökulvatn, sé miðað við stærð þess jökuls og það úrkomumagn er til hans fell- ur. Séu jökulsár Langjökuls tald- ar, eru þær þessar: Geitá, sem er litil jökulsá og fellur I Hvltá I Borgarfirði, Tungufljót og Sandá, sem koma frá Hagavatni og nágrenni og Fúlakvisl, sem kem- ur frá Langjökli norðan til vestur af noröanverðum Kili og fellur með viðbótarvatni frá Hrútafelli I Hvitárvatn. Ekki er mér kunnugt um hversu mikið jökulvatn er talið koma undan eystri skriöjöklinum, sem gengur út I Hvitárvatn, en þegar sá vestari hörfáði frá vatninu kom i ljós, að ekkert umtalsvert jökulvatn kemur frá honum út i vatnið. Má þvi ætla að eitthvað svipað gildi um eystri jökulinn. 1 sjálfu Hvit- árvatni mun vera mikil upp- spretta, þar sem ég tel Hvitá, þar sem hún kemur úr vatninu, mikl- um mun vatnsmeiri en allt þaö vatn, er sýnilega fellur i vatnið. Að þvi er ég best veit mun veru- legur hluti Sogsins og Brúarár eiga upptök sin i Langjökli, auk Norölingafljóts og fleiri áa er koma undan Hallmundarhrauni og falla til Hvitár I Borgarfiröi. Sé Hofsjökull tekinn til saman- burðar við Langjökul, en þessir tveir jöklar eru svipaðir að flatarmáli, kemur annaö i ljós. Frá Hofsjökli kemur mjög mikið jökulvatn. Má þarnefna ca. 2/5 af heildarvatnsmagni Þjórsár, Blöndu og báöar Jökulsárnar i Skagafirði, auk Jökulfallsins sem fellur suövestur i Hvitá. í kring um Hofsjökul eru engin hraun og gerir þaö gæfumuninn. Trúað gæti ég þvi, að jökulvatn frá Hofs- jökli sé a.m.k. helmingi meira en jökulvatn frá Langjökli. Nú er stefnt að þvi, aö virkja tvö jökulvatnsföll þ.e. Blöndu og Jökulsá i Fljótsdal með tilheyr- andi jökullónum til miðlunar. Aö minu viti fylgir tvennskonar óhagræöi slikum virkjunum: t fyrsta lagi eyðing gróöurlendis á hálendinu, sem sist er of mikiö af, og I öðru lagi kæla slik jökullón loftslag I nágrenni sinu á sumrin, einkum noröan og noröaustan jökla, þar sem fallvindar sunnan- áttarinnar kólna á leið sinni norð- ur og norðaustur yfir landið. Get- ur slik kæling haft ófyrirsjáanleg- ar afleiðingar fyrir gróöur, eink um á hálendinu. öðru máli gegnir Walker. Penguin Travel Guides. Penguin Books 1981. Karabiska hafiö með öllumsln- um eyjum, á sér langa og við- burðarika og dapurlega sögu. Þrælahald, þrælaveiðar, útþurrk- un þjóða og ógeðslegt st jórnarfar glæpaklika hafa mótað sögu þessa svæðis. En þarna er að finna mjög eftirsótta dvalarstaði fyrir þá sem geta lifaö lifinu ofan við volæðið og eymdina. Þarna eru mjög eftirsóttir feröamanna- staðir og baðstrendur. Ferða- mannaiðnaðurinn er ábatasamur atvinnuvegur og er rekinn af um jökullón sunnan jökla, þar sem fallvindaáttin þar er hin kalda norðanátt. Enginn þarf mér aö segja, að jökullón hitni svo neinu nemi á sumrin, þar sem ljóst má vera að þegar hlýjast er vaxa jökulárnar sem i lónin falla og viöhalda kulda þeirra. Ég vil hér nefna tvö dæmi minu máli til sönnunar. Sumarið 1955, sem var mjög hlýtt sumar á Norður- og Austurlandi, a.m.k. mældi Sigur- jón Rist hitast. i Jökulsá á Dal hjá Skjöldólfsstöðum um 90 km frá jökli og eftir aö margar tiltölu- lega hlýjar dragár höfðu i hana falliö, og reyndist vatniö ekki vera nema 3*á C. Vatnsmagnið i Jökulsá þá taldi hann liklega vera um 1000—1200 rúmmetrar á sek. Hitt dæmið er frá sumrinu 1939, sem var eitt það heitasta sem komiöhefur á öldmni. Þá var ég á Brú á Jökuldal, en suður og suð- vestur frá bænum er Jökulsá mjög breið allt inn aö Kára- hnúkagljúfri, eða um 20 km. Mjög var heitt á Brú þetta sumar i hinni rikjandi sunnan og suövest- anátt, oft um og yfir 20 gr. á C. Ég tók eftir þvi hversu golan varð kaldari ef hún stóð af ánni heldur en sú sem blés af þurrlendinu norðvestan hennar. Trúað gæti ég þvi, að hitamunurinn hafi ekki verið undir sex til sjö gráðum. Ég vil alvarlega vara við þessu, ef til kæmi „risavirkjun” á Austur- landi, þ.e. sameining jökulsánna þriggja, Jökulsár á Fjöllum, Jökulsár á Dal og Jökulsár I Fljótsdal, með tilheyrandi jökul- lónum til miðlunar. Ég tel að slik risajökullón, sem slikri virkjun hljóta aö fylgja, myndu hafa kæl- andi áhrif á suölæga og suövest- læga vinda um allt Norö-Austur- land og noröanverða Austfiröi og ef til vill viðar. Umhverfisbreyt- ingar af þessu tagi eru stórmál og má þvi ekki rasa að slikum fram- kvæmdum vegna raunverulegra eða imyndaðra stundarhags- muna. Hið forna spakmæli á hér við sem oftar: „1 upphafi skyldi endirinn skoða.” Mér finnst þvi timabært að at- huga aðra möguleika þar sem önnur og betri skilyrði virðast geta veriö til staðar og losna þar meö bæöi við jökullón og Isvanda- mál, sem hljóta að fylgja ji&ul- lónunum, samfara liklegum veðurfarsbreytingum til hins verra. Skjöldur Eiriksson alþjóðaaðilum, sem eiga þarna itök bæöi i túrisma og öðrum fyrirtækjum, þaðmun vera mjög auövelt fyrir hagsmunaaöila aö fá þá aðstöðu, sem auðveldar auötekinn gróða, m.a. af þvl hversu auövelter að hafahemil á „stjómmálamönnum” þessara eyja, sem eru mestan part mútu- þægir undirmálsmenn. Tilraunir hafa verið geröar til þess aö brjóta hina aldagömlu spillingar- hefð og koma upp sjálfræði á einni eynni og um þaö efni hefur talsvert verið skrifað og rætt. Þetta er gott upplýsingarrit um þennan fagra og ógæfusama eyjaklasa.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.