Þjóðviljinn - 06.08.1982, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 06.08.1982, Blaðsíða 1
Föstudagur 6. ágúst 1982 — 176. tbl. 47. árg. Bflstjórar sömdu Eftir sólarhrings sáttaiund sömdu bifreiðastjórafélögin þrjú á suðurlandi við viðsemjendur sina á hádegi i gær. Áður hafði boðuðii verkfalli sem koma átti til framkvæmda á miðnætti 5. ágúst veriö frestað þar til 11. ágúst n.k. Samningurinn sem undirritaður var i gær er með fyrirvara um' samþykki félagsfunda sem liklega verða haldnir i íélögunum þremur i kvöld, 1 þessum nýja samningi bifreiðastjóranna er gengið út frá heildarsamningi ASl frá þvi fyrr i sumar auk þess sem 3 bókanir voru gerðar um endurnýjun bila fæðiskostnað og aðbunað bilstjór- anna. _______________—- lg Yfirmenn á kaupskipum: Boða nýjar aðgerðir í dag Yfirmenn á kaup- skipaflotanum munu i dag boða nýjar aðgerðir til að knýja á um samn- inga en i gærmorgun slitnaði upp úr viðræð- um þeirra við viðsemj- endur sina eftir hálfs sólarhrings fundarhöld. Áður en sáttasemjari sleit fundi i gærmorgun hafði þó náðst samkomulag um lifeyrissjóðsmál yfirmannanna sem hefur verið einn helsti þröskuldurinn i vegin- um fyrirnýjum samningum. Hins vegar sat þá allt fast varðandi vinnutima i skipunum og bætur vegna fækkunariáhöfnum. Yfirvinnubann er enn i gildi á Faxaflóahöfnum, Grundartanga og Þorlákshöfn hjá yfirmönnum og i gærdag fundaði samninga- nefnd yfirmanna um enn frekari aðgerðir sem verða kynntar i dag. —lg. Þessar vikurnar er unnió af Kappi viO aO leiOa heitt vatn frá Laugalandi í Holtum til kauptúnanna á Heliu og Hvolsvelli. Ungir sem gamiir leggja þar hönd á plóginn, en myndin var tekin i gær er tiðinda- menn Þjóðviljans inntu frétta af gangi framkvæmdanna. Sjá síðu 7 i—;----------------------------------------— j Olafur Jóhannesson um stríðsrekstur ! Israelsmanna í Líbanon og innrásina í Beirút: „Kemur til álita að ítreka vanþóknun” „Ríkisstjórnin lýsti vanþókn- un sinni á innrás I Libanon á sfn- um tima, um leið og hún lagði fram 800.000 krónur til hjálpar- starfs i Líbanon, og afstaða rikisstjórnarinnar kom einnig greinilega I ljós áður, á skyndi- fundi allsherjarþings Samein- uðu þjóðanna, en þá var island i hópi þeirra þjóða, sem for- dæmdu innrás tsraelsmanna”, sagði Ólafur Jóhannesson utan- rikisráðherra i samtali við Þjóðviljann I gær, en hann var spurður um, hvort þær breyttu aðstæður, sem nd væru uppi þar i landi, hefðu komið til tals inn- an rikistjórnarinnar. t ályktun rikisstjómarinnar, sem samþykkt var um miöjan júli segir, að styrjöldin i Liban- on hafi ,,enn á ný sýnt að vald- beiting felur hvorki i sér lausn á framtiðarvandamálum Pale- stinumanna, né tryggir hún rétt tsraelsmanna til að fá að lifa i friði innan öruggra og viður- kenndra landamæra.” Þá er einnig sagt, að samn- ingarséueina leiðin tilaðkoma á varanlegum friöi i þessum „striðshrjáða heimshluta” og að endingu harmar rikisstjórnin innrás Israelsmanna og itrekar ■ þá grundvallarskoðun tslend- j inga að deilur eigi að leysa með I samningum. Þess má einnig geta, að for- ' sætisráðherrar Norðurlandanna ! ræddu innrásina i Libanon á fundi sihum iRibe á Jódandi, og þótt þeir hefðu ekki ályktaö um 1 hana, kom fram eftir fundinn, J að þeir fordæmdu hana, allir sem einn, að þvi er Magnús Torfi Ólafsson, blaðafulltrúi | rikisstjórnarinnar tjáði Þjóð- . viljanum i gær. Ólafur Jóhannesson var spurður um það, hvort hann teldi, að til greina kæmi að . itreka þessa ályktun nú, i' ljósi þess, aö Israelsmenn hafa ekki I látið af striðsrekstri sinum i J Libanon og ráðist inn i BeirUt. „Það getur vel komið til álita, þótt ályktanir hafi litið gildi þegar um svona er að tefla. En , það verður ekki fundur i rikis- ■ stjórninni fyrr en i næstu viku”, sagði ólafur Jóhannesson utan- rikisráðherra. —jsj. Ný dráttarbraut á Húsavík Um aðra helgi verða teknar i notkuii á Húsavik 8 ibúðir I verkamannabústöðum, en byggingarfram- kvæmdir bústaðanna hafa staðið i nákvæmlega eitt ár. Þessaribúðir sem eru I fjölbýlishúsi eru allar 2-3 herbergja. Um svipað leyti verða hafnar framkvæmdir viö 6 verkamannabústaöaibúðir i raðhúsi, en áætlað er að lokið verði við byggingar að ári. Bygging verkamannabústað- anna er með stærstu verkefnum sem lokið er við i sumar á Húsa- vik,enseinni part ágúst-mánaðar er ráðgert að taka i notkun dráttarbraut sem ef að likum lætur mun valda straumhvörfum i Utgerðarmálum Húsvikinga. Dráttarbrautin sem nú er sú fyrsta sinnar tegundar á Húsavik getur tekið upp báta og skip allt að, 250 tonnum. Kostpaðaráætlun við gerð dráttarbrautarinnar i sumar hljóðar uppá 1,6 miljónir, en að sögn sveitarstjórans á HUsavik, Guðmundar Nielssonar, .er ijóst að farið verður fram úr þeirri áætlun. tþróttahús, 44x22 metrar, sem áætlað er að taka i notkun 1984, er með stærstu byggingarfram- kvæmdum á Húsavik i sumar. Nýverið hefur verið gengið frá sökklum og standa nú yfir við- ræður við byggingarverktakann Fjalar h/f um áframhaldandi framkvæmdir. Áætlaður kostn- aður við framkvæmdir hins full- komna iþróttahúss, sem m.a. tekur talverðan fjölda áhorfenda er u.þ.b. 2 miljónir. Seinni áfangi dvalarheimilis aldraðra verður tekinn i notkun i haust en fyrsti hluti dvalarheim- ilisins var strax i fyrra nýttur Dvalarheimilið er byggt af Húsa- vikurkaupstað i samráði við nær- liggjandi sveitarfélög. Þá hljóðar f járhagsáætlun vegna gatnagerðar Uppá röskar 5 miljónir. Þar af fara eitthvað i kringum 1,6 miljón i lagningu þjóðvegarins i gegnum bæinn en fyrir utan bæjarmörk tekur Vegagerð rikisins við. Við ibúðar- húsagötur i Húsavik, sagði Guðmundur, að unnið hefði verið að þviað leggja oliumöl á einar 6 götur. Þess utan væru mal- bikaðar nokkrar götur bæjarins. — hól. Selfoss: 8 leiguíbúðir fyrir aldraða í byggingu i byrjun þessa árs var ráðist i það verkefni á Selfossi að byggja hentugar leiguibúðir fyrir aldraða. Hér erum að ræða fram- kvæmdir upp á 3,2 miljónir kr„ 4 einstaklingsibúðir og 4 ibúðir fyrir hjón. Með framkvæmdum viö hið nýja félagsheimili á Sel- lössi er þetta einn stærsti póstur- inn i útgjöldum bæjarsjóðs Sel- foss, þetta kom l'ram hjá Heiga Ilelgasyni bæjarritara er Þjv. spjallaði við hann i gær. Af öðrum framkvæmdum má nefna að i ár er lagt bundið slit- lag, götur endurnýjaðar, kant- steinar lagðir og annað fyrir u.þ.b. 4 miljónir króna. Bundið slitlag er komið á allar þær götur sem falla undir gamla bæinn á Selfossi, en i nýju byggðinni eru talsverðar framkvæmdir fyrir- hugaðar. Þá má geta þess að unnið hefur verið við endurbyggingu á sund- laugSelfoss, stjórnunarálman við barnaskólann á Selfossi er tilbúin til notkunar og unnið hefur verið að 2. áfanga við iðngarða á Sel- fossi. Iðngarðarnir eiga að koma beim fyrirtækjum til góða sem ný eru af nálinni og eru að koma fót- unumundir sig. Hinn nýi Fjölbrautarskóli á Sel- fossi getur vænst þess bráðlega að taka i notkun bráðabirgða kennsluaðstöðu i kjallara gamla gagnfræðaskólans en þar standa | fyrirdyrum innréttingar. hól

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.