Þjóðviljinn - 12.11.1982, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 12.11.1982, Blaðsíða 1
Föstudagur 12. nóbember 1982 l^JóÐVILJINN — SIÐA 9 Leiklist Myndlist Tónlist um helgin Kvikmyndir Skemmtanir Félagslíf o.fl. Guðrún Sigríður Friðbjörnsdóttir. - Ljósm.-eik. Söngnám er ekki „skynsamleg” fjárfesting „Ég ætti líklcga bæði hús og bfl ef ég h efði ekki farið út í þetta dýra nám. Að því leyti er þetta ekki skynsamleg Ijárfesting. Þettaer hins vegar spurning um hvað manni finnst skipta máli í lífinu,“ sagði Guðrún Sigríður Friðbjörnsdóttir, sem heldur tónleika á Egilsstöðum um helgina. Hún hefur stundað söngnám erlendis í mörg ár, lengst af við Guildhall school í London. Guðrún hefur valið sér ákveðið tema á þessum tónleikum, en það er líf og ástir kvenna. Lögin eru frá fjölmörgum löndum, þjóðlög og ljóðalög, auk íslenskra laga. Þessa dagskrá flytur Guðrún einnig í Neskaupstað um næstu helgi. Við spurðum Guðrúnu hvernig væri að lifa af söng á íslandi: „Það er alls staðar erfitt að lifa af því að vera konsertsöngvari, nema helst í London. Það er kannski dá- lítið mótsagnakennt, því að eins og allir vita er yfirleitt mjög erfitt að búa í London. Atvinnuleysið er gíf- urlegt og verðbólgan sömuleiðis. En þar eru ekki gerðar miklar kröf- ur um lifnaðarhætti og hægt að fá að syngja heilmikið, þótt kaupið sé ekki hátt. Hér spyrja hins vegar allir: „Er eitthvað upp úr þessu að hafa?“ Og hér eru gerðar miklar kröfur til fólks hvað lifnaðarhætti snertir. ísland er ekki milt land fyrir listamenn, þótt margir séu að fást við listir. Fólk telur það t.d. ekki vinnu að undirbúa tónleika." „Hvernig finnst þér tónlistarlífið hér?“ „Það er ótrúlega mikil breidd hér og mikil starfsemi miðað við hvað við eigum stutta tónlistarsögu að baki. Hins vegar er ekki mikill greinarmunur gerður á tómstunda- iðju og fagmennsku í þessum efn- um. íslenska Ríkisútvarpið hlynnir illa að söngvurum og þeir sitja alls ekki við sama borð og t.d. hljóðfæraleikarar. Söngvarar fá aðeins eina upptöku á ári og kons- ertar íslenskra söngvara eru ekki teknir upp. Það er mjög undarlegt að þetta ástand skuli ríkja á höfuð- bóli Guðmundar Jónssonar," sagði Guðrún. Undirleikari á tónleikunum, sem eru í Valaskjálf kl. 5 á sunnu- dag, er Anna Norman. Þá er Guð- rún að undirbúa jólatónleika 12. desember í Neskirkju með Reyni Jónassyni og í janúar verða aðrir tónleikar með Ólafi Vigni, en þá dagskrá syngur hún einnig í London bráðlega. -þs Karólína á Kjarvalsstöðum Ekki er mér fullkunnugt á hve löngum tíma Karólína hefur unnið þessar myndir sínar, en heildin er nokkuð ósamstæð. Bendir það til þess að Karólína sé enn að þreifa fyrir sér um tjáningarform sem gæti hentað henni. Hún er ekki full- mótaður listamaður, og gætir enn í myndum hennar nokkurrar skóla- tækni. Hafi maður þetta í huga tel ég að Karólína hefði betur grisjað þetta 200 mynda safn og sýnt smærra en heilsteyptara úrtak. Sýningar geta verið afrakstur tímabils sem er misjafnt og marg- þætt, eða afurð glímu listamanns- ins við skýrt afmarkað vandamál sem sett er fram með samfelldum hætti. Kannski má líkja þessu við bókmenntaverk, þar sem annars vegar er um að ræða smásagnasafn, en skáldsögu í hinu tilfellinu. Hvort tveggja krefst skipulagsgáfu og útsjónarsemi þar sem lista- maðurinn vegur og metur sýningar- salinn og það sem þar er sýnt. Þar verður magn að haldast í hendur við gæði. Karólína hefði mátt huga betur að þessu, vegna þess að margar ágætar myndir hennar og mynd- raðir njóta sín ekki sem skyldi vegna magnsins. Því verða myndir hennar oft óljósar sem ella hefðu haldið fullum styrk sínum. Takist mönnum að einangra hverja mynd fyrir sig, má finna ágæt tilþrif. Karólína hefur næman skilning á hinu Ijóðræna í hvers- dagsleikanum. Henni tekst að miðla innilegum stemmningum til áhorfandans með nokkuð ljós- myndrænu raunsæi, látlausu og ein- földu. Einna bestar þykja mér grafikmyndir hennar. Virðist lista- manninum henta einkar vel að vinna litlar ætingarmyndir, litaðar eða svart-hvítar. Vatnslitatækni Karólínu er einnig næm, takist henni að losa svolítið um reglur og strangan aga í gerð þeirra. Olíumyndirnar eru kannski veikasti hlekkurinnísýningu Karó- línu, þótt mörg málverka hennar séu með því betra sem hún sýnir. Hér skortir ögn á að hún skynji eðli og möguleika olíulitanna, t.d. hvað varðar áferð og tónun. Blöndun lita í olíumálverki er mjög ólík vatnslitablöndun eða litanotkun í þrykki. Ræðurpensilfariðmikluog ákvarðar jafnvel endanlega ásýnd málverksins. Á þetta einkum við um myndir af því tagi sem Karólína málar. Þær þurfa ríkari áherslur og fylltari litameðferð til að blómstra að fullu. Ef frá eru taldir þeir skafankar sem áður eru nefndir, lofar sýning- in góðu. Karólína býr yfir þeim fítons-anda sem þarf til að ná langt á listabrautinni. Hingað til hefur hún ekki haft mikinn tíma til að hlýða köllun sinni, né marka sér braut óháða skólalærdómi. En ef litið er yfir afraksturinn er engin ástæða til að efast um framhaldið. Það er ekki spurning um hæfileika heldur hvenær og hvernig þeir springa út. Galdrakarlinn í Oz Halldór B. Runólfsson skrifar Karólína Lárusdóttir opnaði sýningu um helgina á Kjarvalsstöðum. Þettaerstór sýning með um 200 verkum, olíumyndum, vatnslitateikningum og þrykkmyndum. Karólína hefur verið búsett á Englandi undanfarin 17 ár, en þangað hélt hún til náms árið 1964 og stundaði nám við St. John’s College í Whitechapel og The Ruskin School of Art. Hún gerði hié á listnámi sínu um 10 ára skeið til að stofna heimili, en 1977 tók hún upp þráðinn að nýju, nam grafík við Barking College of Art. Ari síðar tók hún að sýna sjálfstætt og með öðrum. Frumsýning á sunnu- dagskvöld í Mosfeíls- sveitinni „Það er að ýmsu leyti mjög erFitt að vera svona nálægt höfuðborginni. Við þyrftum að vera lengra í burtu. Þrátt fyrir samkeppnina við höfuðborgina reynum við að halda uppi hér öflugu félags- og menningarlífi og það er ekki hægt að segja en að menn kunni að meta það, því aðsóknin hefur verið ágæt,“ sagði Jón Sævar Baldvinsson, gjaldkeri leikfélags Mosfellssveitar, en þar verður um hclgina frumsýnt barnaleikritið „Galdrakarlinn í Oz.“ Leikstjóri er Sigríður Þorvalds- dóttir, en hún lék aðalhlutverkið, Dórótheu, þegar verkið var sýnt í Þjóðleikhúsinu fyrir allmörgum árum.Leikmynd gerir Fanny Val- garðsdóttir. Við spurðum Jón Sæ- var, hvort ekki væri erfitt að fá söngkrafta í verk af þessu tagi. Hann sagði að það hefði gengið ágætlega að þessu sinni, en alls taka um 35 manns þátt í sýningunni sem frumsýnd er kl. 20.00 á sunnu- dagskvöld. Þetta er 7nda leikár leikfélagsins og í annað sinn sem það sýnir barn- aleikrit. Við spurðum Jón hvort hann væri ekkert smeykui við aðsóknina: „Nei, við sýndum „Mjallhvíti" hér fyrir nokkrum árum og það má segja að allir krakkar hér í ná- grenninu hafi komiðað sjá hana.Að vísu er nú komið vídeó, en ég treysti því að fólk taki þetta fram- yfir. “ Því má bæta við að leikfélagið hefur haft mikla samvinnu við bókasafnið í Mosfellssveitinni og gengist fyrir bókmenntakynning- um o.fl. Tvær kynningar verða fyrir jól á nýjum bókum, nú á mán- udaginn kemur Auður Haralds í heimsókn og síðar verður fjallað um bréfin hans Þórbergs. -þs Frá æfingu á Galdrakarlinum.- Ljósm.-eik

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.