Þjóðviljinn - 04.01.1983, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 04.01.1983, Blaðsíða 3
ia- en ns ’ig 14 14 14 14 11 10 9 0 13 13 12 10 7 4 1 0 16 14 11 11 10 9 6 5 16 13 12 9 9 7 4 2 0 16 14 10 8 8 4 16 12 8 4 0 14 8 6 4 2 ] Þriðjudagur 4. janúar 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA IX Umsjón: Víðir Sigurðsson íþróttir Umsjón: Viðir Sigurðsson Urslit: Enska knattspyrnan: Enska knattspyrnan: Urslit leikja í ensku knattspyrnunni á nýársdag 1. deild: Arsenal-Swansea...........2-1 Veðbankar hafa lokað: Birmingham-Manclv City 2-2 Brighton-Watf ord 1-1 Ipswich-Southampton 2-1 Liverpool-Notts County 5-1 Luton-Coventry 1-2 Manch. Utd-Aston Villa 3-1 Nottm. For.-Sunderland 0-0 1-0 2-2 3-0 2. deild: 4-0 1-0 Burnley-Sheffield Wed 4-1 Cr. Palace-Leicester 1-0 Fulham-Wolves 2-2 Rotherham-Charlton 1-0 Shrewsbury-Chelsea 2-0 Veðbankarnir í Englandi hafa nú lokað á öll veð í sambandi við enska meistaratitilinn í knattspyrnu. Engin furða, meistarar Liverpool náðu átta stiga forystu á nýársdag og hafa verið nánast ósigrandi heima sem að heiman. Áhorfendur á Anfi- eid, heimavelii Liyerpooi, hafa verið þeir heppnustu á Eng- landi að undanförnu; síðan 16. október hefur lið þeirra skorað minnst þrjú mörk í hverjum heimaleik. Á nýársdag varð Notts County, liðið óútreiknanlega, fyrir barðinu á lan Rush, Kenny Dalglish og félögum og tvfmenningarnir skorðuðu öll mörk liðsins í 5-1 sigri. Fátt markvert skeði á upphafs- mínútunum en á 15. mínútu tók Sammy Lee og sendi beint á Rush sem skoraði með góðum skalla. En gestirnir voru tvær mínútur að jafna, Justin Fashanu skoraði eítir sendingu John Chiedozie, útherj- ans frá Nígeríu. Á 30. mínútu rak Dalglish endahnútinn á fallega sókn Liverpool, 2-0, en skönimu fyrir leikhlé skaut Phil Neal yfir mark Notts úr vítaspyrnu. Eftir að Dalglish hafði komið Li- verpool í 3-1 með marki úr afar þröngri stöðu, átti County aldrei möguleika. Síðan átti Dalglish sendingu á Rush sem skoraði, 4-1, á 80. mínútu og Rush fullkomnaði þrennuna með marki tveimur mín- útum fyrir leikslok, sem David Hodgson átti stóran þátt í, 5-1, og þrátt fyrir að leikmenn Notts berðust eins og ljón allan tímann urðu þeir að sætta sig við stórtap. lan Rush - óstöðvandi. 3. deild: Bournemouth-Brentford............4-3 Cardiff-Bristol Rovers...........3-1 Exeter-Newport..................0-1 Gillingham-Lincoln...............0-2 Huddersf ield-Bradford C.........6-3 Millwall-Chesterfield............1-1 O xford-Plymouth.................2-1 Preston-Wigan...................4-1 Sheff. United-Orient.............3-0 Walsall-Doncaster................1-0 Wrexham-Reading..................4-0 4. deild: Aldershot-Mansfield..............2-1 Bristol City-Swindon............1-1 Hartlepool-Blackpool.............2-1 Hull City-Rochdale..............2-1 Northampton-Port Vale............2-2 Peterborough-Hereford............4-0 Scunthorpe-Chester...............2-0 Stockport-Halifax................4-2 Tranmere-Crewe...................1-1 Wimbledon-Bury...................2-1 York City-Darlington.............5-2 „Tökum hvern leik fyrir sig“ „Við eigum enn langt í land með að endurheimta sæti okkar í 1. deild. Við munum taka hvern leik fyrir sig og einbeita okkur að hon- um og þannig ætti okkur að takast að komast upp á ný“, sagði Ken Hibbitt, miðjuleikmaðurinn leikreyndi hjá 2. deildarliði Wolv- es. Hibbitt var maðurinn á bak við góðan útisigur Ulfanna, 1-3, gegn Fulham. John Pender, Wayne Clarkc og Mel Eves skorðuðu fyrir Wolves en Ray Lewington fyrir Fulham. Norman Hunter, framkvæmda- stjóri Barnsley, tók fram skóna á ný og lék með liðinu gegn Grimsby. Það hreif, Barnsley sigr- aði 4-0. Kevin Keegan skoraði bæði mörk Newcastle gegn Carlisle og Tommy Langley sá um sigur- mark Crystal Palace á Leicester. Steve Taylor skoraði þrennu fyrir Burnley í hinum óvænta stórsigri á Sheffield Wednesday sem virðist alveg heillum horfið. David Swind- lehurst og Archie Gemmill skorðuðu mörk Derby í Oldham. - VS. Stórleikur Devonshire ogstórsigurWest Ham West Ham vann sætan sigur á nágrönnunum Tottenham á Upton Park, 3-0, og enn var það miðju- leikmaðurinn snjalli, Alan Devons- hire, sem lagði grunninn að sigrin- um. Um 34.000 manns fylgdust með leiknum, það besta hjá West Ham í vetur, og þeir urðu vitni að góðri byrjun hins 17 ára gamla Tony Cotty sem skoraði fyrsta mark West Ham á 26. mínútu. Leikurinn var ágætur á að horfa þrátt fyrir að margir bestu leik- manna liðanna væru ekki með vegna meiðsla. Osvaldo Ardiles lck ekki með Tottcnham, hann er ckki kominn í nógu góða æfíngu og að auki er hann lítilsháttar veikur eftir jólahátíðina. Fljótlega í síðari hálfleiknum feildi Giorgio Mazzon Devonshire innan vítateigs Tottenham og Ray Stewart skoraði úr vítaspyrnunni. Geoff Pike innsiglaði síðan sigur- inn með góðu marki eftir undir- búning Devonshire. Litlu munaði að Sandy Clark næði að skora fjórða markið; Ray Clemence markvörð- ur Tottenham náði að slá knöttinn í þverslá þaðan sem hann hrökk út að nýju. Ricky Villa var bestur í daufu Tottenhamliði. Manch. United vann sannfær- andi sigur á Aston Villa, 3-1, og var hann síst of stór miðað við gang leiksins. Frank Stepleton skoraði fyrir United eftir hálftíma en mín- útu síðar felldi Remi Moses Gary Shaw í vítateig United. Gordon Cowans brást ekki bogalistin í vít- aspyrnunni, 1-1. Síðari hálfleik átti United alveg og þá bjargaði Cow- ans á línu frá Moses. Steve Coppell kom United yfir með marki af 25 m færi og síðan tók Coppell auka- spyrnu, sendi beint á kollinn á Frank Stapleton sem skallaði í mark, 3-1. Árangur Sunderland yfir hátíð- arnar er athygjisverður. Liðið lék gegn Liverpool, Manchester Unit- ed og síðan á útivelli gegn Notting- ham Forest á nýársdag. Þar varð þriðja markalausa jafnteflið í röð staðreynd en hætt er við að liðið hafi ekki bætt við fjölda áhangenda sinna með hinum vel útfærða varn- arleik sínum. Forest sótti allan tímann en fékk samt fá færi. Neil Pickering hjá Sunderland bjargaði á línu og Colin Walsh átti stangar- skot. Hinum megin átti Steve Sutt- on í marki Forest rólegan dag en varð þó að taka á öllu sínu til að verja gott skot frá Barry Venison. Ipswich náði loks sigri á ný. Paul Mariner kom liðinu yfir gegn Sout- hampton en Mark Wright jafnaði með sínu fyrsta deildamarki. Landsliðsmiðvörðurinn Russell Osman skoraði síðan sigurmark Ipswich. Leikmenn Luton virtust ekki vita að leikur þeirra á heimavelli gegn Coventry átti að hefjast kl. Steve Coppell átti gðan leik með Manch. Utd gegn Aston Villa. 15. Þeir gerðu ekki nokkurn skap- aðan hlut í fyrri hálfleik og Steve Whitton og Jim Melrose komu Co- ventry í 0-1. Nýliðarnir vöknuðu til lífsins í byrjun síðari hálfleiks og sóttu stanslaust. Mal Donaghy minnkaði muninn í 1-2 en Les Seal- ey í marki Coventry tryggði liði sínu sigur með góðri markvörslu. Arsenal byrjaði glæsilega gegn Swansea í fyrsta leik Júgóslavans Vladimir Petrovic með félaginu. Staðan var 2-0 eftir 6 mínútur; fyrst • skoraði Alan Sunderland með góðu skoti frá vítateig og síðan lagði Petrovic upp mark fyrir Tony Woodcock. Alan Curtis skoraði fyrir Swansea á 63. mínútu, 2-1, en liðinu frá Wales tókst ekki að jafna. Petrovic var greinilega ekki í mikilli æfingu, það dofnaði mjög yfir honum þegar á leið og hann hóf feril sinn í ensku knattspyrnunni með því að fá nafn sitt ritað í bók dómarans fyrir brot. Gífurlega fjörugur leikur Brig- hton hafði eins getað endað 5-5 og 1-1. Ken Jackett skoraði fyrir Wat- ford á 79. niínútu en Peter Ward náði að jafna fimm mínútum fyrir leikslok. Sanngjörn úrslit í alla staði hjá liðum sem einbeittu sér að sóknarleik með fjölda framherja. Kevin Bond kom Manchester City yfir í Birmingham en Mick Ferguson færði Birmingham for- ystuna með tveimur mörkum. Pet- er Bodak, í láni frá Manchester United, jafnaði síðan fyrir City, 2- 2. Hollendingurinn Romeo Zond- ervan skoraði fyrir WBA eftir 6 mínútur en mínútu síðar jafnaði Graeme Sharp fyrir Everton. Þá komst WBA yfir með marki Gary Owen en aftur jafnaði Everton, nú mark Higgins. Stoke vann naunian sigur á Norwich þar sem Sammy Mcllroy skoraði eina mark leiksins. - VS Leikir í gær: Enn sigrar Liverpool Forysta liösins í 1. deild oröin tíu stig. Englandsmeistarar Liverpool auka forystu sína í 1. deild ensku knattspyrnunnar hröðum skrefum. Hún er orðin tíu stig eftir leiki gærdagsins en þá vann Liverpool Arsenal 3-1 meðan næstu lið, Manchester United og Nottingham Forest, máttu sætta sig við jafntefli í leikjum sínum við WBA og Brighton. Þetta er varla orðin nein keppni lengur, Liverpool er liða ólíklegast til að tapa slíku forskoti og baráttan í efri hluta deildarinnar er að þróast upp í keppni um Evrópusæti að ári. Arsenal ætlaði ekki að gefa sinn hlut baráttulaust á Anfield í gær og leikmenn liðsins börðust af krafti allan tímann. Þeir héldu út frarn á 28. mínútu. Þá sendi Kenny Dalg- lish fyrir markið, Craig Johnston skallaði á Ian Rush sem skoraði af stuttu færi. Eitthvað voru leik- menn Lundúnaliðsins að kvarta um rangstöðu en dómari og línu- vörður sem báðir voru í mjög góðri aðstöðu dæmdu mark án þess að hika. Staðan var 1-0 í hálfleik og Arse- nal byrjaði síðari hálfleikinn af krafti. Liðið féll þó á eigin mistök- um. Peter Nicholas átti slæma sendingu aftur á Pat Jennings mark- vörð og David Hodgson náði knettinum. Hann lyfti yfirJennings og Graeme Souness fylgdi vel á eftir og skoraði, 2-0. Þá var komið að Dalglish, 3-0, á 70. mínútu eftir undirbúning Rush og Hodgson en Brian Talbot náði aðeins að rétta hlut Arsenal með marki fimm mín- útum fyrir leikslok. Manchester United féll niður á lágt plan gegn WBA á heimavelli og þar varð markalaust jafntefli í slökum leik. United er greinilega ekki nógu „stabílt" lið til að megna að veita Liverpool keppni. Sama má segja um Nottingham Forest sem hlaut aðeins tvö stig úr leikjunum gegn botnliðunum Sunderland og Brighton. Forest náði þó forystunni í Brighton í gær með marki Willie Young rétt fyrir leikhlé, en Mike Robinson jafnaði fyrir Brighton í síðari hálfleiknum. Tottenham náði að sigra þegar Everton kom í heimsókn og stærst- an heiðurinn af því átti Terry Gibson sem í gær lék sinn fyrsta heila leik með aðalliðinu á þessu keppnistímabili. Hann skoraði bæði mörk Tottenhani seni leiddi 1-0 í hálfleik en Graeme Sharp náði Sten Cummins skoraði sigurmark Sunderland. Gordon Cowans skorar úr hverri vítaspyrnunni af annarri fyrir Ast- -on Villa. að jafna fyrir Everton í síðari hálf- leiknum áður en Gibson sagði sitt lokaorð. Sunderland er hætt að fá á sig mörk og tókst að skora eitt í Nott- ingham í gær gegn Notts County. Stan Cummins sá um það og Sund- erland er komið úr neðsta sætinu. Það er komið í hendur Birming- hain sem þó náði góðu stigi á úti- velii gegn Stoke. Les Phillips kom Birniingham yfir í fyrri hálfleik en Ian Palmer jafnaði fyrir Stoke í þeini síðari. David Langan, bak- vörðurinn írski hjá Birmingham, var rekinn útaf skömmu fyrir leiks- lok fyrir brot á Mickey Thomas. Gamla kempan Mick Channon sem er á mánaðarsamningi hjá Norwich, hefur reynst félaginu afar dýrmætur og á stóran þátt í að það er komið upp í sjötta neðsta sætið. Á dögununi skoraði hann sigur- • Itl 'A Úrslit Urslit leikja í ensku knattspyrnunni í gær, mánudag: 1. deild: Aston Villa-Southampton...........2-0 Brighton-Nottm. Forest............1-1 Liverpool-Arsenal.................3-1 Manch. United-V.B.A............. 0-0 Norwich-Svansea...................1-0 Notts County-Sunderland...........0-1 Stoke-Birmingham................ 1-1 Tottenham-Everton.................2-1 Watford-Manchester City...........2-0 2. deild: Burnley-Middlesborough............1-1 Cambridge-Balckburn...............2-0 Cr. Palace-Rotherham..............1-1 Derby County-Q.P.R.............. 2-o Fulham-Shrewsbury.................2-1 Grimsby-Carlisle..................2-1 Leicester-Chelsea.................3-0 Newcastle-Bolton..................2-2 Oldham-Barnslev...................1-1 Sheff. Wed.-Charlton..............5-4 ! Wolves-Leeds.....................3-0 3. deild: Bradford City-Gillingham..........1-1 Brentf ord-Cardiff........i.......1 -3 Cheserfield-Wrexham...............5-1 Doncaster-Bournemouth.............2-1 Lincoln-Preston N.E...............3-0 Newport-Millwall..................2-2 Plymouth-Walsall..............frestað Reading-Oxford....................0-3 Southend-Exeter................. 1-1 Wigan-Huddersfield................2-0 4. deild: Blackpool-Peterborough............0-3 Bury-Northampton..................1-1 Chester-Wimbledon.................1-2 Colchester-Hartlepool.............4-1 Crewe-Stockport...................3-0 Darlington-Bristol City...........2-2 Halifax-Torquay...................3-0 Hereford-Aldershot................2-1 Mansfield-Hull City...............3-1 Port Vale-York City...............2-1 Rochdale-Tranmere.................4-2 Swindon-Scunthorpe................2-2 Staóan: Mick Channon gerir það gott með Norwich. markið gegn Luton og í gær endur- tók hann þann leik gegn Swansea. Aston Villa náði sínum fyrsta sigri frá því fyrir Japansferðina snemma í desember þegar Sout- hampton kom í heimsókn. Gordon Cowans skoraði úr vítaspyrnu eftir að Mick Mills hafði fellt Tony Morley og Allan Evans tryggði síð- an Evrópumeisturunum sigur. í 2. deildinni hefur Wolves náð öruggri forustu og vann stórsigur, 3-0, á Leeds í gær. Wayne Clarke, Andy Gray og Mel Eves skoruðu mörkin. Gordon Davies og Andy Thom- as sáu uni mörk Fulham í leiknum þýðingarmikla gegn Shrewsbury. - VS. 1. deild: Liverpool 23 15 5 3 58:21 50 Watford .... 23 12 4 7 42:25 40 Manch. Utd.... 23 11 7 5 31:18 40 Nottm. For 23 12 4 7 39:31 40 West Ham 22 12 1 9 40:32 37 Coventry 23 11 4 8 32:29 37 Aston Villa 23 11 2 10 34:31 35 W.B.A 23 9 6 8 36:34 33 Tottenham .... 23 10 3 10 34:33 33 Manch.City.... .... 23 9 5 9 29:36 32 Ipswich 23 8 7 8 37:29 31 Stoke 23 9 4 10 35:36 31 Everton 23 8 6 9 38:32 30 Arsenal 23 8 6 9 28:32 30 Southampton 23 8 5 10 28:38 29 Notts Co 23 8 4 11 31:42 28 Norwich 23 7 5 11 25:36 26 Brighton 23 6 6 11 21:42 24 Swansea 23 6 5 12 29:36 23 Luton 22 5 8 9 38:46 23 Sunderland.... 23 5 8 10 25:37 23 Birmingham.. 23 4 11 8 18:32 23 2. deild Wolves 23 15 4 4 46:20 49 Q.P.R 23 13 4 6 35:22 43 Fulham ...23 12 5 6 45:32 41 Leicester 23 11 3 9 40:25 36 Sheff. Wed 23 10 6 7 38:31 36 Shrewsbury... 23 10 5 8 30:30 35 Grimsby 23 10 4 9 34:41 34 Oldham 23 7 12 4 39:31 33 Leeds 23 7 11 5 26:24 32 Rotherham... 23 8 8 7 28:31 32 Barnsley 23 7 10 6 32:27 31 Newcastle 23 7 9 7 34:34 30 Cr. Palace 23 7 9 7 26:26 30 Blackburn 23 8 6 9 34:35 30 Chelsea 23 7 7 9 25:29 28 Middlesboro. 23 6 9 8 27:42 27 Carlisle 23 7 5 11 42:47 26 Bolton 23 6 7 10 24:31 25 Charlton 23 7 4 12 34:49 25 Cambridge.... 23 6 6 11 25:34 24 Burnley 23 5 4 14 32:43 19 Derby Co 23 3 10 10 24:36 19 3. deild Lincoln 22 16 5 51:19 49 Cardiff 23 14 3 6 42:33 45 Porsmouth... 22 13 4 5 37:26 43 Huddersfield 23 12 6 5 45:25 42 22 12 6 4 41:24 42 Newport 23 11 6 6 38:28 39 Hull City... Bury........ Port Vale... Wimbledon... Swindon..... Scunthorpe. 4.deild: ...24 13 7 4 41:19 46 ...24 13 7 4 41:20 46 ...23 13 6 4 33:16 45 ...23 13 5 5 44:25 44 ...23 12 7 4 33:17 43 ■ 23 12 7 4 33:18 43 Andy Gray skoraði fyrir Wolves. Markahæstir: Eftirtaldir leikmenn hafa skorað flest mörk í 1. deildarkeppninni: lan Rucsh, Liverpool.................18 Brian Stein, Luton...................14 Kenny Dalglish, Liverpoo!............13 Luther Blisett, Watford..............11 Bob Latchf ord, Swansea..............11 John Deehan, Nordwich................10 John Wark, Ipswich....,..............10 „Ungverjar eru prófsteinninn“ „Eg er injög ánægð- ur nieð franunistöðu minna rnanna í lands- leiknum gegn Luxemburg í síðasta mánuði“, sagði Bobby Robson lands- liðseinvaldur Englendinga í knattspyrnu í samtali við BBC á laugardag. „Þrátt fyrir litla mótspyrnu and- stæðingana léku þeir á fullu allar níutíu núnút- urnar og slökuðu aldrei á. Þeir mættu til leiks með t’éííu hugarfari og lögðu sig fram um að gera áhorf- cndum til geðs. Nú á dög- um eru smáþjóðirnar í knattspyrnunni ekki jafn auðunnar og áður var og því er mjög gott að skora níu niörk í landsleik, hver svo sem mótherjinn er“. Englendingar standa vel að vígi í riðlinum eftir 9-0 sigurinn á Luxemburg og 3-0 sigurinn í Grikklandi. Robson er mjög ánægður með markatöluna sem hann telur geta skipt sköpum þegar upp verður staðið í riðlinum. „Við vitum lítið um Ungverjana þar sem þeir hafa enn ekki leikið einn einasta leik í riðlinuni en viðureignirnar okkar við þá verða stóri próf- Bobby Robson steinninn á styrkleika landsliðsins í dag. Þegar ég tók við liðinu í suniar á- kvað ég að yngja það upp og nota eitthvað af þeim stórefnilegu knattspynu- mönnum sem komið hafa fram á sjónarsviðið síðustu misserin. Það tekur alltaf sinn tíma að skapa full- mótað lið og ná fram góð- um úrslitum. Við vorum t.d. daufir í jafnteflis- leiknum við Dani og ég varð fyrir vonbrigðum með tapið gegn Vestur- Þjóðverjum þó leikir gegn þeim séu alltaf erfiðii. Við stefnum að því að komast í úrslit Evrópukeppni landsliða og tíminn mun leiða í ljós hvort það tekst". - VS. Motherwell kom á óvart Motherwell, lið Jóhann- esar Eðvaldssonar í skosku úrvalsdeildinni í knatt- spyrnu, vann óvæntan en öruggan sigur, 3-0, á stór- liðinu Rangers í gær. Hetja Mothcrwell var Brian McClair en hann skoraði öll þrjú mörkin. Þctta dugði þó ekki til að lyfta Mothcrwell úr fallsæti en gefur liðinu byr undir báða vængi um að halda sæti sínu í úrvalsdeildinni. Celtic missti niður tveggja marka forskot á heimavelli gegn Dundee og varð að sætta sig við jafntefli, 2-2. Tommy Burnes og Charlie Nicho- . las skoruðu fyrir Celtic en Eric Sinclair sá um bæði mörk Dundee. í stórleik umferðarinnar vann Aberdeen góðan sigur, 0-3, gegn Dundee United á útivelli og komst þar með í annað sætið. Neil Sinipson, Peter Weir og Mark McGhee skoruðu mörkin. Þá vann Morton Kilmarnock 3-0 og Hi- bernian og St.Mirren gerðu jafntefli, 1-1. Á laugardag var stór- leikur á Ibrox Park. heimavelli Rangers en þá komu erkióvinirnir úr Celtic í heimsókn. Celtic tók forystuna með marki Paul McStay á 18. mínútu en Kenny Black jafnaði Staðan í úrvalsdeildinni Celtic.................. Aberdeen................ Dundee Unitcd........... Rangers................. Dundee.................. St.Mirren............... Morton.................. Hibernian............... Mothcrwell............. Kilmarnock............. fjjn Mark McGhee var á skot- skónum fyrir Aberdeen í gær og á laugardag. fyrir Rangers eftir send- ingu frá besta manni vall- arins, Jim Bett. Charlie Nicholas tryggði síðan Celtic sigur með marki 10 mínútum fyrir ieikslok. Aberdeen vann þá Hi:- bernian 2-0 með tveimur mörkum frá Mark McGhee. Það fyrra kom eftir aðeins 20 sekúndur. Dundee United vann granna sína úr Dundee 0-2 á útivelli og skoraði Ralph Milne bæði mörkin. Mort- on vann St.Mirren 2-0 og Motherwel! sigraði Kilm- arnock 2-0 á útivelli og náði því fjorum dýrmætum stigum á þremur fyrstu dögum ársins 1983. 18 15 2 .19 13 3 .18 12 4 5 8 5 6 18 ...18 .. 19 ..19 ...19 .. 19 .. 19 3 8 4 6 2 9 6 1 1 7 1 52-20 32 3 38-13 29 2 43-14 28 5 26-22- 18 7 21-22 16 8 18-31 14 9 20-34 14 8 14-26 13 12 21-40 13 11 15—46 9 -VS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.